Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 12

Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 12
12 Sunnudagur 20. september 1981 Samið um kjör handa bókmenntaþýðendum ■ Rithöfundasamband Islands er kjarabaráttufélag eins og hvaða stéttarfélag annað, sem er ætlað að standa vörð um kaup og kjör félagsmanna sinna. Það er ekki, eins og svo oft er ýjaö að, ein- hvers konar klúbbur um stórfellt samsæri menningarvita. Annars lekur ekki mikið út af fréttum um sambandið, það starfar i nokkurri kyrrþey. Þó spurðist það út hér á dögunum að tekist hefðu samn- ingar milli Rithöfundasambands- ins og bókaútgefenda um laun fyrir þýðingastörf. Þýðingar hafa heldur verið utangarðs í islensk- um bókmenntum hin siðari ár, lit- ið og stopult þýtt af betri bók- menntaverkum, og þá mest fyrir frumkvæöi einstaklinga — það hefur skort alla heildarstefnu og kraft við kynningu á erlendum bókmenntum á íslandi. Það er miður, þarna er þáttur bók- menntastarfa sem si'st má van- rækja af ýmsum gildum ástæðum — vikjum nánar að þeim siðar Þvi þykir okkur fréttnæmt að nú skuli undirritaðir samningar um laun fyrir þýðingar og útgáfu á þeim, einkum á svokölluðum fagurbókmenntum. Óskandi að þarna sé visir aö betri og meiri þýðingum. Forsaga þýðendasamninganna er istuttumáli þessi. Með breyt- ingu á lögum Rithiíundasam- bandsins áriö 1978 fékk hópur bókmenntaþýöenda inngöngu i sambandið. Þetta var að frum- kvæði samtaka sem leikhúsþýð- endur höfðu myndað með sér um kjaramál, en alls var tekinn inn i sambandið á annan tug þýðenda. Margir mikilvirkir þýðendur inn- an vébanda þess eru reyndar rit- höfundar lika, þannig að þarna er um allstóran hóp að ræða. Nú hafa þvi viðurkenndir bók- menntaþýðendur rétt til inngöngu i Rithöfundasambandið, að þvi tilskildu að stjórn og félagsfundur leggi blessun sina yfir þá. Þess má geta að eigi fyrir all- löngu gerðu rithöfundar ogútgef- endur með sér samninga um útgáfu á frumsömdum ritverk- um. Einhverjir samningar um þýð- ingalaun hafa áður verið til: Um laun fyrir bækur sem eru þýddar og lesnar i Utvarp. Við leikhúsin um þýdd leikrit. Samningur við Bandalag islenskra leikfélaga um verk sem tekin eru til sýninga i áhugaleikhúsunum. Og svo loks nýju þýðendasamningarnir sem samþykktir voru á félagsfundi i Rithöfundasambandinu 7. september. Rekjum efni samn- ingsins i' stuttu máli. Samningurinn nær vitaskuld aðeins til þýðenda sem eru félag- ar i Rithöfundasambandinu og út- gefenda sem eru aðilar að Félagi islenskra bókaútgefenda. 1 samn- inganefndinni sátu af hálfu sam- bandsins Njöröur P. Njarðvik, formaður þess, Þorvarður Helga- son og úlfur Hjörvar. Og af hálfu útgefenda örlygur Hálfdánarson og Brynjólfur Bjarnason. Tvöfaldur samningur Sam ningurinn er i raun tvöfald- ur. Fyrri hluti hans, sem mest gildi ætti að hafa, tekur til þýð- inga á fagurbókmenntum, en sá siðari til „annarra þýðinga en fagurbókmennta”. Þar mun eink- um átt við afþreyingarbækur af ýmsu tagi. Þýðendur fá greitt fyrir hverja bókarörk, 16 siður, 1500 krónur fyrir þýðingu á fagurbók, en 900 krónur fyrir þýðingu á öðru. A þetta reiknast svo verðbætur frá 1. júni 1981. Þessi upphæð skal greidd i þrennu lagi, á ýmsum stigum þýðingarinnar, en auk þess á þýöandinn rétt á 8 eintök- um af fyrstu útgáfu bókar, en 2-4 eintökum af siöari útgáfum. Það sést berlega að enginn veröur rikur af bókmenntaþýö- ingum frekar en áður og hætt viö að timakaupið þætti frekar bágt — en reiknum dæmiö aðeins bet- ur. Samkvæmt verölagi siðasta sumars hefði þýðandi átt að fá 18.000 krónur fyrir þýðingu á fagurbók upp á 12 arkir eða tæpar 200siður.Samsvarandikaup fyrir „annað” væri þá um 10.800 krón- ur. Munurinn er talsverður, vikj- um eilitið nánar að þvi siðar. Fyrir þessa greiðslu hefur út- gefandi svo rétt á að gefa þýðing- una út i allt að 3000 eintökum, ef þörf er á stærra upplagi innan tólf mánaða á að greiða þýðanda hlutfallslega fyrir sli'ka viðbót. Auk þess er útgefanda skylt að afhenda þýðanda yfirlýsingu frá prentsmiðju og bókbandsstofu um prentaðan, heftaðan og bund- inn eintakafjölda. En samningurinn leggur einnig kvaðir á þýðendur. útgefandi getur veitt þýðanda frest i 14 daga til að skila handriti fari hann yfir umsaminn skilatima. Eftir það getur hann rift samningnum og á þá réttá bótum frá þýðandanum. Þýðandanum er skylt að skiia vélrituðu handriti og vel frá gengnu og að lesa fyrstu próförk yfir endurgjaldslaust. Ef um rit- un formála eða skýringa er að ræða áað greiða sérstaklega fyrir slikt. 1 öllum útgáfum skal standa nafn þýðanda og tákn alþjóðlegs höfundarréttar — litið c i hring, þýðandinn á þannig höfundarrétt að þýðingu sinni, en brögð kváðu hafa verið að þvi að þýddir textar hafi verið misnotaðir. Faglegur mælikvarði á þýðingar 1 samningnum er ennfremur kveðið á um gæði þýðinga, um „faglegan mælikvarða” á þeim — þannig hefur útgefandinn skjal- festan rétt til að gera athuga- semdir við afurð þýðanda og heimta endurbætur. Þar segir: „Þýðingin verður hvað stíl og innihald snertir að vera fullnægj- andi endurgerð hins upprunalega texta. Ef útgefandi telur, eftir yfirlestur handrits, að þýðingin sé, hvað stil, málfar og efni við- vikur, ekki fullnægjandi, getur hann farið fram á lagfæringu við þýðandann, enda geri hann þýð- anda skriflega skýra grein fyrir þvii hverju hann telji þýðingunni áfátt. Ef útgefandi, að slikri lag- færingu lokinni, æskirenn að gera breytingar á textanum, skal kveðja til þriðja aðila er þýðand- inn samþykkir til lagfæringanna. Eðlilegan kostnað, sem útgefandi hefuraf þviað látagera breyting- ar á handriti, má draga frá þýð- ingarlaunum. Verði ágreiningur um þörf endurskoðunar á þýöingu, skulu aðilar sameiginlega leita til um- sagnaraðila, sem þeir báðir sam- þykkja, og er umsögn hans bind- andi.” Þarna er óneitanlega nokkur hvatning til þýðenda um að vanda verk si'n og til útgefenda um að taka á sig meira ritskoðarahlut- verk en áður hefur verið, það er langt i frá að hinir síðarnefndu hafi verið nógu vandfýsnir á þýð- ingar sem þeir koma á prent. Viðurkenning á þýðingum sem bókmenntagrein Úlfur H jörvar þýðandi, sem átti sæti i samninganefndinni, sagði i samtali við Timann, að á samn- ingunum væru óneitanlega nokkrirannmarkar. 1 fyrstu hefði enda borið talsvert á milli samn- ingsaðila. 1 fyrsta lagi væru samningarnir tveir, þá þyrfti að samræma. 1 seinni samningnum væri við endurútgáfu miðað við timamörk, en ekki upplagsstærð. Fyrsta upplag sem launað væri, 3000 eintök, væri of stórt. Þess ber þó að gæta að þetta eru fyrstu samningar af þessu tagi sem gerðar væru, á þá yrði að koma reynsla og likast til yrðu þeir leið- réttir í náinni framtið. A einhverjum Norðurlandanna munu vera til samningar i svip- uðum dúr. Ekki taldi Úlfur þá jafn góða og itarlega og þessa, þeir væru i raun skástu þýðenda- samningar sem Rithöfundasam- bandinu væri kunnugt um — við- urkenningin á höfundarétti þýð- enda i samningnum væri mikil- væg, sem og almenn viðurkenn- ing á þýðingastarfi sem i honum fælist. Þarna væru þýðendum — n.b. innan Rithöfundasambandsins — tryggð viss lágmarkskjör, það mætti þó alltaf búast við þvi að eftirsóttir þýðendur fengju betur borgað. Hér áður sömdu menn um laun upp á eigin spýtur,studd- ust einna helst við taxta Félags islenskra fræða um þýðingar og prófarkalestur. Samningarnir væru bvi tima- mcjt — hvort tveggja bötnuðu kjörin og þar væri viðurkenning á þýðingum sem bókmenntagrein. Annar höfuðkostur væriað þarna gæfist útgefendum færi á að gera meiri kröfur til þýðinga en áður, hingað til hefðu samskipti þýð- enda — né reyndar rithöfunda sjálfra — og útgefenda alls ekki verið næg. Þýðendur, jafnvel ungir og óreyndir, hafi þurft að paufastalltof mikiði'sinum horn- um án uppbyggilegrar gagnrýni. Við spurðum Úlf að því hvort hann teldi að samningurinn gæti orðið fordæmi fyrir samninga þýðenda sem standa utan Rithöf- undasambandsins. Hann taldi það ekki óliklegt, en hélt þó að þýðendur afþreyingarbóka, sem blessunarlega eru margir hverjir ágætir islenskumenn, ynnu eftir sem áður á öðrum kjörum — þarna væri ekki verið að semja þvert á þá. Þýðingar fræðibóka væru svo annar handleggur. Betri tíð...? Gildi þýðinga fyrir þróun bók- mennta og nýsköpun máls hefur mjög verið vanmetið á sföustu ár- um og litið verið um vandaðar bókmenntaþýðingar. Þannig hafa myndast gloppur i þýðingasögu okkar Islendinga. í kreppunni og fram yfir strið var þýtt á islensku af miklum krafti, þar má jafnvel talaiumeins konar upplýsingaröld, þýðingarn- ar voru margar vandaðar, mikið lesnar — og þýðendurnir margir hverjir meistarar. Áhrif ýmissa þýðinga sem þá birtust á tungu- málið og bókmenntirnar verða seint metin til fulls, eru jafnvel meiri en frumsamdra stórverka — þar má nefna þýðingar Jóns Sigurðssonar á Hamsun og þýð- ingu Laxness á Vopnin kvödd eft- ir Hemingway. 1 góðum þýðingum á nýstárleg- um verkum leika nýjir straumar um tungumálið, þar fer fram ný- sköpun og útvikkun á merkingar- sviði þess. Því er illt til þess að hugsa að heilir höfundar og stefn- ur skuli fara framhjá Islending- um fyrir andvara- eða aðstöðu- leysi. Það lesa ekki allir ensku, eða aðrar útlenskur, þrátt fyrir pappirskiljuflóð — og spurning hvort slikur lestur er alltaf til góð6 fyrir málkennd manna. önn- ur meginröksemd fyrir gildi bók- menntaþýðinga eru ungir og ómótaðir lesendur sem eiga heimtingu á góðum og f jölbreytt- um bókakosti. Úlfur Hjörvar sagði: „Það hef- ur heldur verið litið niður á starf þýðandans, en það er alvöru vinna að þýða bækur, skapandi list, sem útheimtir nýsköpun og sist er auðveldari en að frum- semja ef vel er að þýðingu stað- ið.” Þýðingasamningarnir nýju, auk nýstofnaðs þýðingasjóðs og Norræna þýðingasjóðsins, sem reyndar eru frekar ætlaðir til að styrkja útgáfu en einstaka þýð- endur, ættu að geta orðið visir að nýju skeiði vandaðra bókmennta- þýðinga úr sem flestum málum. eh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.