Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 16
16
SiMiíí;'!
Sunnudagur 20. september 1981
m
„Sósíalismi án fyllstu lýðrétt-
inda fær ekki risið undir nafni”
„Alþýðubandalagið er
lýðræðislegur sósialista-
flokkur”
— Svo við litum okkur nær.
Hvernig skilgreinir þú Alþýðu-
bandalagiðsem stjórnmálaflokk?
„Alþýðubandalagið hefur gert
skil á sinni stefnu, bæði i ræðu og
riti, en ékki siður i stjórnmála-
legu starfi. Það er þvi eðlilegast
að visa til reynslunnar, þegar
skýra á hvaða málstað flokkurinn
setur á oddinn og fyrir hverju
hann berst. Alþýðubandalagið er
aö sjálfsögðu ekki flokkur sem
stendur i stað. Flokkurinn tekur
breytingum vegna þeirrar um-
ræöu, sem fram fer innan hans og
vegna breyttra aðstæðna. Al-
þýðubandalagið hefur frá upphafi
verið lýðræðislegur sósialista-
flokkur, og hagað sinum störfum
þannig. Það hefur frá upphafi
tekið afstöðu gegn þvi stjórnar-
fari sem við þekkjum i flokksein-
ræðisrikjum.
Ég tel Alþýðubandalagið vera
róttækan sósialdemókratiskan
flokk i ætt við þá flokka, sem hafa
gert sig gildandi á Norðurlönd-
um, t.d. vinstrihlutinn i sósial-
demókratiskum flokkum þar.
Hugmyndalega tel ég að Alþýðu-
bandalagið standi þeim flokkum
nærri, en auðvitað er það fyrst og
fremst islenskur stjórnmála-
flokkur.
Mér finnst það ekki aðeins
broslegt, heldur i ætt við örgustu
öíugmæli þegar við lesum það ail-
oft i hægrisinnuðum málgögnum
hér, að Alþýöubandalagið skipi
einhvern sérstakan sess, alveg
frágreint hinum stjórnmálaflokk-
unum þremur, hvað snertir við-
horf til lýðræðis. Taliö um „lýð-
ræðisflokkana þrjá”, sem á
raunar rætur sinar að rekja til
þess tima, þegar þessir þrir
ógæfusömu flokkar, Fram-
sóknarflokkurinn, Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
stóðu að einni ólýðræöislegustu
gjörð sem unnin hefur verið á Is-
landi, með þvi að kalla hér inn
bandariskt herlið árið 1951, eins
og ég minntist á hér áöan.
Þetta töldu þeir sig gera i nafni
þjóöarinnar, gerðu það utan Al-
þingis, á leynifundum, án þess að
nokkuð væri skeytt um viðhorf
þjóðarinnar.”
,,Einn mesti löstur minn
hversu mjög ég hef
drepið áhugamálum
minum á dreif”
— Þó að iðnaðarráðherrann
Hjörleifur Guttormsson sé önnum
kafinn og starfssamur maður, þá
hlýtur persónan Hjörleifur að
eiga sér einhver áhugamál burt
séö frá starfinu. Hver væru þau
nú helst?
„Ég hef alltaf áll auövelt með
aö fylla út i daginn og raunar
alltaf fundið fullnægingu i gegn-
um starf, og ég hef aldrei haft
sérstaka þörf fyrir að leita til-
breytingar i efnum sem ekki
tengjast starfi, eða þeim áhuga-
málum sem hafa runnið saman
viö starfið. Þetta þýðir að visu
ekki þaö, að mér falli ekki verk úr
hendi og að ég hafi ekki gaman af
ab hugsa um annaö en skyldan
býður.
Ég lit nú á það sem einn mesta
löst minn, hversu mjög ég hef
drepið áhugamálum minum á
dreif. Auk félagsstarfa og mála
sem tengjast stjórnmálavafstri,
og sem hafa lengi fylgt mér, hefi
ég mikinn áhuga á bókmenntum,
bæði ljóðum og skáldskap, þótt
áhuginn hafi i seinni tið hneigst
frá skáldsögunni yfir á fræðasvið-
ið, en þar á ég við náttúrufræði i
viðri merkingu. Auk minnar aöal-
greinar, liffræðinnar, þá er mér
jarðfræði afar kær og áhugi á
henni hefur aukist mjög mikið
eftir að heim kom. Skóla- og
fræðslumál hafa verið mér hug-
leikin en ég kenndi i 8 ár i Nes-
kaupstað.
Þó að ég sé hættur kennslu, þá
tel ég mig ennþá hafa áhuga á
skólamálum, og tel að það sé svið
sem við þurfum að sinna meira og
betur en gert er. Þessu sviði teng-
ist áhugi minn á safnamálum, en
ég hef skipt mér talsvert af þeim
málum eystra. Þegar ég var i
Neskaupstaökom ég uþp náttúru-
gripasafni þarog tengdi það minu
eigin fræðagrúski. En ég tel að
saínamál hafi orðið allt ot mikiö
útundan þegar fjárveitingar eru
annars vegar, og er þeirrar skoð-
unar að við ættum að gera stór-
átak á þessu sviði, og er ég þá
ekki sist með i huga myndarlegt
safn á jarðfræðisviði, til þess aö
sýna bæði okkar eigin þjóð og
þeim sem okkur sækja heim.
,,Fór ef til vill i náttúru-
fræðinám vegna heim-
spekilegra þanka”
„Nú, þetta eru aðeins fáeinir
þættir sem tengjast minum
áhugamálum. Ég hafði og hef
áhuga á málum sem tengjast
heimspekilegum vangaveltum.
Það var ef til viil öðrum þræði sá
áhugi, sem ýtti á eftir þvi að ég
fór i náttúrufræðinám. Þar á ég
ekki við vonina um að geta leyst
lifsgátuna.heldur að fá i gegnum
kynni af náttúruvisindum gleggri
sýn til mála og gleggri heims-
mynd. Eftir á er ég mjög ánægður
með það svið sem ég valdi mér
sem aöalnámsbraut, þvi náttúru-
■ „Ekki æskilegt að menn verði
fræði auðveldar manni sýn til
hluta, sem ella eru meira eða
minna duldir, þó þeir liggi nánast
viö hvert fótmál. Hún auðgar til-
veruna, ekki sist úti við og ég tel
mig lika hafa orðið svolitið við-
sýnni en ella við það að sökkva
mér niður i þau fræði. Sem dæmi
vil ég nefna þróunarsöguna, þró-
unarskeið jaröar og lifs á jörð-
inni, sem er ef til vill ekki hvað
sist heillandi. Ég tel að maðurinn
út af fyrir sig smækki ekkert við
að vera lagður við þann tima-
kvarða sem áðurnefndri þróun
fylgir, en hins vegar verbur okkur
enn betur ljóst, hversu stutt
mannsævin er, hverstu stutt skeið
mannsins á jörðinni er og hversu
stórfelldar breytingar hafa átt
sér stað á þessu timaskeiði frá þvi
lif kviknaði á jörðinni og hversu
skeið mannsins er geysilega stutt
i samanburði við þann tima. Ég
tel að alveg burtséð frá þvi hvaða
trúarleg viðhorf menn hafa,
hversu miklir efahyggjumenn
eða trúmenn menn eru, þá geti
menn alveg búið við þá heims-
mynd og haft sæmilega siðræna
sýn til eigin tilveru og umhverfis,
án þess að gera kröfu til þess að
ég og þú eigum eitthvað annað en
stundina sem við dveljum hér á
þessari jörð, sem hlekkir i keðju
lifsins. Ég tel að maðurinn geti
verið alveg sáttur við tilveru sina
jafnvel þó hann hafi enga vissu
fyrir öðru og meira en þvi andar-
taki sem er hans eigið á þessari
jörð, jafn stórkostlegt og fjöl-
breytt og þetta lif er, sem við eig-
um kost á að lifa hér.
Þetta getum við sagt sem búum
hérihinum velstæða hluta heims-
ins og höfum efni á að velta þess-
um hlutum fyrir okkur. Hins
vegar eru þau ár sem við lifum,
þrungin kannski enn meiri and-
stæðum heldur en nokkru sinni
fyrr á tið i sögu mannsins, bæði
ellidauöir i stjócnmálum.”
hvaðsnertirmisskiptingu auðs og
andstæður milli rikra og fátækra
ogsiðan hina yfirþyrmandi hættu
sem tengist gereyðingarstrfði,
sem er ef til vill miklu nær en
okkur er tamt að hugsa til frá
degi til dags.”
— Ef við vendum okkar kvæði i
kross, þá langar mig til að spyrja
þig um heimilishagi þina.
Eiginkonan læknir i
Neskaupstað
„Kona min, Kristin er læknir að
mennt, og af þýsku bergi brotin.
Við kynntumst ytra á námsárum
mlnum og hún fylgdi mér hingað
heim. Siðan höfum vib verið bú-
sett I Neskaupstað. Þar er okkar
heimili, fyrir utan þá verstöð sem
við erum stödd i hér..
Kristinhefur starfað sem lækn-
ir við Fjórðungssjúkrahúsið i
Neskaupstað frá þvi að við kom-
um til landsins. Hún hefur kunnað
mjög vel við sig þar og kosið að
halda þar sinu starfi. Hún gerir
það að visu með þeim hætti, að
hún getur tekið sér fri, i stað
launa fyrir bakvaktir, þannig að
hún er hér góðan hluta úr árinu.
Við höfum ekki talið timabært að
bregða búi fyrir austan eins og
komið er, og ég er raunar ekkert
á þeirri leið að flytjast þaðan.
Þetta er raunar ekki ósvipað og
hjá sjómannafjölskyldum, ná-
grönnum okkar fyrir austan, sem
búa við svipaðar aðstæður og við.
Ég á gjarnan langan vinnudag,
þannig að eiginkona hefði kannski
ekki alltaf mikið af mér að segja
á meðan ég er i tvöföldu starfi i
stjórnmálunum.”
— Hvernig rekur þú heimilið,
þegar Kristin kona þin er fyrir
austan? Skipuleggur þú matseðil
vikunnar, þegar þú ferð til inn-
kaupa og sérð þú sjálfur um elda-
mennskuna?
„Já, þaöer kannski best að fara
sem minnst út i þá sálma. Þó að
ég hafi sótt tima i æsku i Hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað,
þá komst ég þvi miður aldrei sem
námsmaður i eldhúsið þar. En
bæði sem stúdent, ókvæntur um
tima, og siðan sem útilegumaður
á fjöllum, hef ég hlotið að sjá um
mig sjálfur i matseld og hún
veldur ekki neinum erfiðleikum.
Ég kann vel að meta góðan mat
og vil helst njóta góðs matar, þó
að i litlu sé. Yfirleitt borða ég ekki
nema eina máltið aö heitið geti á
degi hverjum, — snæði þegar
heim kemur frá vinnu. Þessi
máltið rennur oft saman við sjón-
varpsfréttirnar eða kemur þaðan
af siðar. Þá er ég með góða
matarlyst eftir að hafa fengið
mér sprett i Laugardalnum og
skroppið i sund á eftir. Ég reyni
að halda þvi sem daglegum þætti,
þó að stundum vilji nú út af
bregða sökum vinnu. Heimilis-
störfin hjá grasekkjumanni eru
nú ekki mjög flókin, en ég reyni
að láta uppþvottinn ekki safnast
fyrir, heldur afgreiða hann jafn-
óðum. Svo eru aðstæður hér i
svona f jölbýlishúsi (innskot
blaðamanns: Hjörleifur býr i fjöl-
býlishúsi við Espigerði) góðar að
þvi leyti, að hér er þvottahús
sameiginlegt, og þar er mjög auð-
velt fyrir karlmann að bjarga
sér.”
„Einmanalegt á köfl-
um”
— Er svona lif ekki einmana-
legt?
„Það er nú ekki hægt að neita
þvi að lif af þessu tagi er ein-
manalegt á köflum. En yfirleitt
eru verkefnin það margbrotin og
krefjandi að þau skilja ekki mikið
eftiraf tima tilað hugsa um slikt.
Það þykir nokkuð gott ef að hægt
er að næla sér i skikkanlega stund
til að sofa, en ég hef raunar
aldrei þurft að verja mjög löng-
um tima af sólarhringnum i
svefn.”
..Fréttamiðlun beinist
að mönnum en ekki mál-
efnum”
— Hvaöa skoðun hefur þú á
islenskum fjölmiðlum?
„Ég hef ekkert undan sam-
skiptum við fjölmiðla að kvarta.
Ég hef kynnst mörgum sem við
þá starfa og mér h'ka þau kynni á-
gætlega. Það er nánast daglega
sem einhverjir frá fjölmiðlunum
hafa samband við mig til þess að
leita eftirfréttum og áliti, þó þeir
hafi ekki alltaf erindi sem erfiði.
En þrátt fyrir prýðileg samskipti
við einstaklingana sem við fjöl-
miðlana starfa, þá get ég ekki
neitað þvi, að mér finnst f jölmiðl-
ar hér, og þá á ég sérstaklega við
dagblöðin, þvi ég fylgist i seinni
tið sáralftið með rikisfjölmiðlun-
um nema þá helst fréttum, ekki
rækja sitt hlutverk með þeim
hætti sem þau oft og tfðum þyrftu
að gera. Mér finnst umræðan i
dagblöðunum oft snúast allt of
mikið um léttvægar dægurflugur
og aukaatriði i þvi sem er að
gerast. Þau bera til muna of
mikinn svip af samkeppni um
markað og sölu. Það er sem sagt
verið að lata frétta til að selja.
Ég sakna sérstaklega skilmerki-
legrar greiningar á ástandi og að-
stæðum hverju sinni. Ég geri mér
ljóst að aðstæður á islenskum
dagblöðum eru oft þannig, að þær
leyfa ekki verkaskiptingu eða
næði til að fara yfir mál og kryf ja
þau með tiiliti til þróunar yfir
lengri tima, en óskandi væri að
þessi þáttur væriefldur til muna i
islenskum blöðum — gagnrýnin
fréttamennska og fréttaskýr-
ingar. Einstöku sinnum bregður
þessu fyrir með ágætum á sfðum
blaðanna, en þyrfti að vera mun
meira.
Eins tel ég að fréttir i blöðum
og fréttamölun beinist um of að
mönnum en ekki málefnum. Það
er verið að leita eftir ágreiningi
millimanna, kannski á meðan að
mál eru i mótun, og liggja óljóst
fyrir. Þannig hafa fjölmiðlarnir
að nokkru reyntað gripa inn i rás
viðburðanna og búa til atburða-
rás á vettvangi stjórnmálanna
frá degi til dags.
Viö þvi er ef til vill ekkert að
segja,enda held ég aðáhrifin séu
ekki jafn mikil og fjölmiðlamenn
kunna að halda.
Ég legg áherslu á, að samskipti
á milli þeirra sem eru í ábyrgðar-
stöðum og fjölmiðla þurfa að vera
góð. Fjölmiðlar eiga heimtingu á
þvi að eiga aðgang að þeim sem
skipa ábyrgðarstöður, þó svo að
þeir sem gegna þeim störfum
hverju sinni, þurfi siðan að vega
það og meta hverju siimi, hvað
þeirkjósa að reiöa fram og segja
hverju sinni.”
..Flokkurinn leitast viö
að hafa marga með i
ráðum”
— Ereitthvað hæfti þvi, að for-
o