Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 20
E.L. Doctorow:
Loon Lake
Pan Books 1980
■ E.L. Doctorow er ábyggi-
lega meöal frægustu rithöf-
unda i Amerlku oghann hefur
kosti þeirra i rikum mæli, en
aö sjálfeögöueinnig galla. Hér
á Islandi er hann þekktur fyrir
Ragtime, viöamikla skáld-
sögu sem freistar þess aö
sundurgreina heiL timabil I
sögu Bandarikjanna, og hér er
hann viö nokkuö sama hey-
garðshorniö. Þaö er kreppan
mikla sem er til umfjöllunar
og mannleg örlög i sambandi
viö hana. Mannleg örlög eru
kært hugöarefni bandariskra
rithöfunda, og hér tekst
Doctorow vissulega aö draga
upp minnisstæöa lýsingu á
áhrifum kreppunnar.
Doctorow hefur lika löngum
þótt kunna aö halda á penna.
Þetta erfyrsta bók hans sföan
Ragtim e kom út áriö 1975 en
alls hefur hann skrifaö fjórar
bækur á tuttugu árum og eitt
leikrit. Vönduö vinnubrögö
einkenna hann enda.
THE BÍG KEDWMM X$X
A Rid« on tiieTtoiisSibenan Jtoulway
WERICNEWBT
T»* bwtf Sc'.ííí <4 twvtó íxjcár íjíwAwíiKS tnt>T/ tXtc**v>n
tm. ma 5 'Z*? tcfiv i hoti íaýitlerí-’Wstí TMmMx
Eric Newby: The Big
Red Train Ride.
Penguin 1981.
■ Eric Newby er gamal-
reyndur æVintýramaöur,
stri'öshet ja, blaöamaöur,
kaupmaöur og feröalangur af
hugsjón um ýmis sviö tilver-
unnar. 1977 lagöi hann af staö
meö konu sinni og samferöa-
langi, Wöndu, ljósmyndara og
túlki, i feröalag meö Síberíu-
lestinni miklu, sem enn er eina
landleiöin yfir þver Sovétrikin
— lestarferö upp á næstum
10.000 km sem tekur heila átta
daga. Þar eru mörg ljón á
veginum fyrir útlenskan
feröalang, litt sveigjanleg
yfirvöld, veörahamur, lokaöar
borgir, léleg þjónusta.
Reyndar er Newby á köflum
hálfgeröur nöldurseggur, eins
og titt er um Englendinga á
feröalagi, hefur allt á hornum
sér,skort á mat og einkum þó
drykk. En svört kimnigáfa
hans bætir þaö upp. Feröa-
saga Newbys er uppfull af
skemmtilegum smáatriöum
um lifiö i viöáttum Sovétrikj-
anna, þótt heildarmyndin sé
heldur kuldaleg. Hérá siöunni
höfum viö áöur lofaö feröa-
langa sem feröast án fyrir-
heits, Newby er einn þeirra.
James Morris:
Heaven’s Command.
Penguin 1981
■ Fyrir nokkrum árum tróð
höfundurinn, James Morris,
upp í viötalssjóöi Dick
Cavetts, þá undir nafninu Jan
— hann/hún gekkst nefnilega
undir kynskipti meöan á
samningu þessarar bókar
stóö. Enn var þaö þó James
þegar hann tók þátt i frægöar-
ferö Hunts á Everest-fjall i
eina tiö. James, afkastamikill
blaöamaöur og rithöfundur,
vann lengi að samningu þess-
arar trilógiu um breska
heimsveldið. „Heaven’s
Command” er fyrsta bindið,
annaö bindiö fjallar um
heimsveldiö á hátindi um
aldamótin, það þriöja um
hnignun þess og éndar á and-
láti Churchills 1965. Það var á
óralangri stjórnartiö Viktoríu
aö allt geröist, bókin hefst á
krýningu hennar, stelpu-
krakka, 1837, og lýkur á
demantsafmæli drottningar-
innar 1897, þegar sólin gekk
aldrei til viöar i rikinu.
Afbragös mynd af Bretlandi
og breskum á sjálfbyrgings-
legu vaxtarskeiði — læsileg,
fróöleg og þokkafull bök.
Kannski þó I lengsta lagi....
Wendy Leigh: What
Makes a Man GIB?
Granada 1981.
■Brennandi spurning: Hvaö
er þaö aö vera GIB? Good in
bed, góöur i rúminu. Karl-
peningurinn er hér undir smá-
sjá, hliöstæö bók um bólfarir
kvenna kom út fyrir nokkrum
árum. Þaö eru stjörnur, bæöi
kven- og karlkyns sem svara
fyrir sig af misjafnri hrein-
skilni — helstir karlanna eru
Richard Burton, Helmut
Berger, Andy Warhöl. Af kon-
unum — Barbara Cartland,
Geraldine Chaplin, Debbie
Harry, og önnur viðlika kyn-
tákn. Svo er lika leitaö svara
hjá sérfræöingum, kynlifs-
könnuöum, og gjörkunnugum
— nefniiega mellum og dólg-
um. Höfundurinn, kona með
rósrauöar eggjandi varir, til-
einkar bókina öldruöu kyn-
tákni, Zsa Zsa Gabor sjálfri.
Satt aö segja lyktar þetta allt
meira af peningum en kynlifi.
Hvernig eiga karlmenn svo aö
bera sig aö i bólinu? Vera
bliðirog góöir, fautaskapur og
mannalæti eru ekki lengur i
tisku....
■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar.
Samviskuleysi
og undirgefni
Hannah Arendt:
Eichmann in Jerusalem — A
Report on the Banality of Evil
Penguin 1979
Hver var Adolf Eichmann sem
stóö fyrir rétti i Jerúsalem áriö
1961? Nasistaböðull, erkifjandi
Gyöinga, djöfull i mannsmynd?
Þessum spurningum veltir Hann-
ah Arendt fyrir sér i þessari
frægu bók en hún fylgdist mjög
náiö meö réttarhöldunum fyrir
The New Yorker. Annars er
Hannah Arendt, eða var þvi hún
lést áriö 1975, merkileg fyrir sitt
leyti. Hún fæddist i Hanover i
Þýskalandi árið 1906, Gyöingur,
dóttir vélfræðings. Hún var
námshestur i besta lagi, lagði
fyrir sig heimspeki og náði
doktorsgráðu i þeirri grein ekki
nema tuttugu og tveggja ára
gömul. Stúderaði með Heidegger
og Jaspers i Heidelberg. Þegar
Hitler komst til valda árið 1933
flutti hún úr landi og settist, aö
lyktum, að i Bandarikjunum.
Bandarikjamenn tóku henni ekki
nema miðlungi vel, og varla það,
en smátt og smátt komst hún þó
til þeirra metorða sem henni bar.
Hún var prófessor við ótal há-
skóla, eftirsóttur fyrirlesari og
áhrifamikill rithöfundur. Hún
skrifaði margar bækur — auk
þeirrar sem hér er nefnd vakti
The Origins of Totalitarianism
hvaö mesta athygli á sinum tima
en hún kom út árið 1951. Þar
freistar Arendt þess að grafast
fyrir um rætur alræðis, i hvaða
mynd sem það birtist, og kenn-
ingarhennar höfðu gifurleg áhrif.
En væntanlega, þó of snemmt sé
aö fullyrða nokkuð um þaö,
veröur Eichmann in Jerusalem
sú bóka hennar sem eftir stendur.
Já, hver var Adólf Eichmann?
Þessi bók er reyndar fjarskalega
vel skrifuö, ágætlega uppbyggö
og stiluö — hún vippar sér létti-
lega milli réttarhaldanna sjálfra
og til sögu Gyðingaofsóknanna og
fipast hvergi. Hún gagnrýnir á
lágværan en áhrifamikinn hátt
þann tilgang sem leiötogar Isra-
elsrikis — fyrst og fremst Daviö
Bengúrion — sáu með þessum
réttarhöldum, sem var að leiða
loks i ljós allan sannleikann um
útrýmingarbúöirnasista.en siður
aö finna út hvort og þá hvað hinn
ákæröi Eichmann hafði gert
rangt. Þá snýr hún sér að þvi að
kanna hvers vegna ofurvenjuleg-
ir menn eins og Eichmann, þvi
Eichmann var enginn djöfull i
mannsmynd, samþykktu
möglunarlaust að taka þátt i og
stjórna morðum á milljónum
manna. Það er ekkert dularfullt,
mystiskt eða heillandi viö þá
„illsku” — Eichmann var bara
þannig af guði gerður að hann var
samviskulaus og gat ekki, ef rétt
var að honum farið, séð neitt
rangt viö það sem hann var að
gera. Lýsing Arendt á Eichmann
er geysimögnuð og, þrátt fyrir
allt, sympatisk að þvi marki að
húnreyniraðskilja hann til hlitar
i staö þess að úthrópa hann frá
upphafi sem margnefndan djöful
i mannsmynd.
1648 af 476.000 komust af
Einna ónotalegust verður bókin
þegar Arendt fjallar um undir-
gefni kynbræðra sinna við nasista
— jafnvel eftir að fullljóst varð
hvað á seyði væri — fjöldamorð
svo hryllileg að þess eru fá dæmi
fyrr eða siðar. Gyðingaleiðtogar
höfðu samvinnu við nasista, sáu
um að safna Gyðingunum saman,
.ákveða hverjir skyldu fluttir
hvenær til Auschwitz og annarra
áiika staða, það var Gyðingalög-
regla sem elti uppi alla þá sem
reyndu að komast undan og þær
lögreglusveitir reyndust oft vera
enn miskunnarlausari og grimm-
ari en almennir þýskir hermenn.
Eftir striö hafa Gyðingar þeir
sem samstarf áttu við Þjóðverja
jafnan haldið þvi fram að þeir
hafi ekki átt annars úrkosti, allir
heföu verið drepnir hvort eð væri
og svo framvegis. Hannah Arendt
sannar svo ekki verður um villst
aö vist áttu Gyðingaleiðtogarnir
annars úrkosti. Óhugnanlegt er
dæmið af Dr. Kastner, Gyðinga-
leiötoga Ungverjalands, en hann
var eftir striö ásakaður fyrir aö
hafa ekki hvatt Gyðinga til að
flýja en þess i stað unnið sam-
viskusamlega fyrir Þjóöverja við
aö gera fjöldamorðin auðveldari.
Kastner svaraöi aö hann hafi i
raun veriö að reyna að bjarga
Gyðingunum og tekist að koma
mörgum undan. „Auk þess”,
sagði hann, „voru fimmtiu
prósent þeirra sem reyndu að
flýja, handtekin aftur og drepin”.
50% er hátt hlutfall i þessu sam-
bandi —■ af þeim 476 þúsundum
Gyðinga sem Dr. Kastner hafði
afskipti af komust aðeins 1.684
af... Og Hannah Arendt sýnir
hvernig Gyöingaleiðtogarnir nutu
valdsins sem nasistarnir færðu
þeim upp i hendurnar, þó svo þeir
hafi vitað að á endanum yrði þeir
sjálfir fluttir á brott og kæmu
aldrei aftur.
Bók Hönnuh Arendt er alger-
lega ómetanleg heimild um Adólf
Eichmann, það þjóðfélag sem
skapaði hann, hugarfar nasista-
leiðtoganna og stjórnenda útrým-
ingarbúðanna, um Gyðingaof-
sóknirnar sjálfar og undirgefni
Gyðinga og um hina hallærislegu
illsku, samviskuleysið og hvert
það getur leitt. Bókin hefur sist
glatað mikilvægi sinu þó tuttugu
ár séu siöan ruglaður Eichmann
stóð fyrir rétti. —jj.
Osborne hættur að vera reiður
— Slúður um leikritahöfund
■ Þaö vöktu fá leikrit meiri at-
hygli á sjötta áratugnum en
„Horföu reiöur um öxl” eftir John
Osborne. Ot frá þvi' var
myndaöur frasinn „reiöur, ungur
maöur” — maöur sem er reiöur
út i umhverfi sitt, þjóöfélagiö
ogsvo framvegis. Vill breytingar
en veit ekki almennilega hvernig
breytingar né hvernig á aö koma
þeim i kring. Breskur blaöa-
maður ræddi nýlega viö Osborne
og þá lét hann litið af „Horfðu
reiöur um öx.”.
,,Ég er þakklátur þessu leikriti
fyriraö hafa borgaö leiguna mi'na
i tuttugu og fimm ár,” sagöi
hann. Hann er nú fimmtugur,
kannski ekki máttarstólpi þjóö-
félagsins en allt aö þvi og veröur
irriteraöur þegar nafn hans er
eingöngu tengtviö „Horföu reiöur
um öxl” þegar staöreyndin er sú
að hann hefur skrifað 30 önnur
leikritog kvikmyndahandrit, „og
sum þeirra eru miklu betri en
þetta fyrsta leikrit mitt,” segir
hann.
Þaö leynir sér samt ekki aö
honum þykir nokkuö til um sivin-
sældir þessa margumtalaöa leik-
rits:
„Þaö er enn veriö aö sýna
gamla brýniö ánhvers staðar upp
á hvern einasta dag. Síðast var
veriö aö frumsýna þaö i New
York. Amerikanar eru alltaf á
eftir, en þeir hafa aö minnsta
kosti ekki falliöiþá gryfjuaöfara
meö þaö eins og sagnfræöi.”
Osborne er um þessar mundir aö
skrifa æviminningar sinar og
hann telur engin tormerki á þvi
aö hann súi sér brátt að skáld:
sagnagerðHann segir aö i sér hafi
ætiö blundað dálitill púritani sem
fengiö hafi nokkra útrás i leikrit-
inu Lúter, en það var sýnt i is-
lenska sjónvarpinu, vetur sem
leiö.
„Lúter var augljóst dæmi um
þennan púritanisma, augljósasta
dæmiö þar til kom aö „Júdasi”.
Ég gæti sest niöur og skrifað
„Júdas” á morgun en timinn er
ekki réttur. „Júdas” er um þá til-
finningu sem er rik i fólki sem nú
er komiö á miöjan — sem sé aö
þaö hafi veriö svikiö. Þessu fdlki
likar hræöilega illa viö unga
fólkiö og, auövitaö, svertingja.
Enég held aö þeir sem raunveru-
lega hafa komist til fullorðnisára
finnist sér aldrei ógnað á þennan
hátt.”
John Osborne viöurkennir fús-
lega aö hann er ekki „reiöur,
ungur maður” lengur — enda
væri það út i hött, hvað sem allri
rómantik liður.
„Þegar dóttir min kemur heim
og segir mér brandarana sem
ggfga I skólanum þá sé ég aö á
hennar aldri hefði ég ekki skilið
þá. Ég tilheyri eldri kynslóðinni
núna.”
Hann hló aö þessari tilhugsun
og bauð blaðamanninum meira
kampavin.
Osborne er kominn meö blómabindi.