Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 21

Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 21
Sunnudagur 20. september 1981 ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Stanislaw Lem: Solaris, The Chain of Chain, A Perfect Vacuum Penguin (King Penguin) 1981 ■ Visindaskáldskapur verður æ vinsælli nú til dags, ég veit ekki hvaö þeir heita allir þessir amerisku rithöfundar sem rita æsilegar Hvell - Geira-sögur um undarlega heima handan geimsins. en.bá mega þeir ekki gíeymast sem hrintu þessari bdkmennta- grein úr vör — H.G. Welles, JulesVerne, Edgar Allan Poe og fleiri og fleiri. Nú orðiö getur Stanislaw Lem væntan- lega talist i þeirra hópi þó hann hafi ekki byr jaö að skrifa sögur fyrr en f seinna striös lok. Ég er ekki vel aö mér i afkimum „science-fiction” bóka en hygg óhætt að segja sögur Lems allf rábrugönar hinni amensku gerð i ýmsum atriðum.Maöurinn erPólverji og sögur hans einhvern veginn blæbrigöarikari, mannlegri en gerast mun og ganga um hinar nýjustu þessarar tegundar. Sögurnar þrjár eru allar áhugaverðar, en aðgengi- legar, kvikmyndaunnendur munu vita aö eftir Sólaris hefur veriö gerö fræg sovésk kvikmynd. ALLBEURY ■Tnibaelassiewnter ef esoietiags íletton- t£SCf!6ST8« Denis Mack Smith: Mussolini’s Roman Empire Penguin/Peregrine 1979. ■ Hver varMússólini? — það má finna svar viö þvi. En hvers vegna komst hann til valda á ítaliu, hvers vegna hélt hann völdunum, hvert vildi hann stefna og hvað fólst i fasisma hans — ný fram- tiöarskipan eða einungis nýtt Rdmarveldi? Mússolini hefur oft verið afgreiddur i helstil miklum fljótheitum af nútíma sagnfræðingum — hann var vúlgar ruddi sem náöi völdum eiginlega af tilviljun og hélt þeim með haröstjdrn og blekkingum. baö er því ekki litils um vert að kynnast hér hinum raunverulega Mússó- líni — sem að sönnu á flest sameiginlegt með hinum æp- andi II Duce sem við þekkjum best. Mack Smith þykir vera mikið átóritet um Italska sögu og ekki ástæða til að efast um það eftirlestur þessarar bókar — hún brýtur fasistaleiðtog- ann ogþað sem hann stóð fyrir til mergjar, en er jafnframt skrifuð á ákaflega fáguöu og vönduöu máli. George Orwell: Decline of English Murder and Other Essays Penguin 1980. ■ Orwell (réttu nafni Eric Blair) var ekki einvöröungu höfundur kómiskra, en ógn- vekjandi, framtiðarskáld- sagna einsogAnimal Farm og 1984. Hann var jú kommúnisti, að minnsta kosti framan af, og átti sér þann metnað að um- bylta pólitiskum skrifum yfir i list. Það er sagt hafa tekist ósjaldan. I þessu ritgerðahefti ber að visu dcki mikiö á póli- tiskum hugðarefnum Orwells — nema I bakgrunni — uppi- staðan eru langar ritgerðir um Rudyard Kipling og Charles Dickens, góðar en segja eins og vanalega meira um rit- skýrandann en rithöfundinn. Hann fjallar um Salvador Dali, málara, áður en sá varð stofnun og i hæðnislegri smá- grein syrgir hann hnignun enskra morðingja, sem farin er aðógna News of the World- lestri miðstéttarinnar á sunnudagseftirmiðdögum. Allir sem vilja kynnast Orwell náið ættu aö lesa þessar (og aðrar) greinar hans, hinum eru þær einnig góð skemmtun. Ted Allbeury: TheTwentieth Day of January Granada 1980 ® Ted Allbeury er enskur i húð og hár, starfaði i leyni- þjónustunni til skamms tima og gerir sér nú mat Ur þvi eins og gengur. Enskir leyniþjón- ustumenn komast, næsta óvænt, á snoðir um eitt mikið samsæri sem hinir illskeyttu RUssar standa fyrir og teygir anga sina viða, alla leið i æðsta embætti Bandarikjanna — forsetaembættið. Hver er maðurinn sem tuttugasta dag janúarmánaðar mun taka við þessu embætti? Getur það verið aö hann sé sovéskur njósnari? I ljds kemur aö það getur meir en verið. Hug- myndaauðgin er aðal All- beurys sem reyfarahöfundar, hann ritar hraðan og töluvert meitlaðan stíl en ekki frum- legan. Þessi bók er núti'ma- reyfari. iitiil’ll1'11 * 21 ISMOLAR 0,.?*k°9 JSl t/./y 1. Látið vatnlð renna i gegn um trektina, í pokann. 2. Rúllið trekt- innl upp! Bindið hnút. 3. Setjlð pok- ann f frystlnn 4. Loslð fsmolana með þvf að /sta þelm út. PLASTPOKAR O 82655 Einkaumboö á Islandi M<i.?í.o.s lil* PLASTPOKAR O 82655 □ □□□□ RAFGEYMAR Tudor rafgeymar — meó 9 líf. Já i dag opnum við TUDOR rafgeymaþjónustu okkarað Laugavegi 180(gamla bónstöðin). Við bjóðum viðskiptavinum okkar stórbætta þjónustu, rýmra húsnæði og jafnvel kaffi meðan við skiptum um rafgeyminn. Laugaveg 180, simi 84160.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.