Tíminn - 20.09.1981, Side 27
Sunnudagur 20. september 1981
27
hlutverk sitt, hann vildi þá aö
vera fyndinn eins og hinir en þaö
þotti ácki forsvaranlegt.
Þaö var svona á aö giska 1914
sem skemmtiatriði Marx-bræöra
voru komin i býsna fast form og
þeir voru farnir að ná nokkrum
vinsældum en ennþá liðu þó tiuár
þar til þeir slógu i gegn fyrir al-
vöru. Þeir reyndu þvi aö styrkja
efnahaginn meö öörum ráðum,
keyptu sér meöal annars bænda-
býli i Dlionis en reyndust ekki
vera góöir bændur. Þeir höfðu
meiriáhuga á nálægri veðhlaupa-
braut en aö sinna húsdýrunum og
er gestir komu neyddust Marx-
bræður til aö kaupa egg og setja
undirhænurnar, til að þeir misstu
nú ekki alveg andlitiö.
Upp á hæstu hæðir
Svo farið sé skjótt yfir sögu þá
vöktu bræöurnir fyrst verulega
athygliárið 1921 en þá sýndu þeir
„I’llSay She Is” eða „Hvort hún
er” við miklar vinsækiir i Fila-
delfiu, og var frumsýnt á Broad-
way árið 1924, og gekk i tvö ár.
Næsta sýning þeirra gekk jafnvel
ennbetur en þaö var „Cocoanuts”
sem frumsýnd var 1925 og gekk i
fjögur ár. Siöan kom „Animal
Crackers” og þaö var ljóst aö
Marx-bræður voru orðnir með
vinsælustu skemmtikröftum
landsins. Hollywood fór aö hafa
áhuga á þeim.
Næstu ár voru samfelld sigur-
ganga, bæði á sviði og i' kvik-
myndum. „Cocoanuts”, „Animal
Crackers”, „Monkey Business”,
„Horse Feathers” og „Duck
Soup” uröu allar geysi vel stóttar
biómyndir en bestu myndir
þeirra eru jafnan taldar vera
tvær myndir sem þeir gerðu fyrir
Irving Thalberg hjá M.G.M. — ,,A
Nightatthe Opera” og „A Day at
the Races” en þær voru frum-
sýndar 1935 og 1937. Þegar kom
undir siðari heimsstyrjöld voru
bræðurnir farnir aö þreytast á
þessu, enda voru þeir orðnir ráð-
settir menn. Þeirhéldu þó áfram
að skemmta eitthvað áfram og
sérstaklega Groucho sem hóf nýj-
an karriereftir styrjöldina og þá i
sjónvarpi án bræöra sinna. „You
Bet Your Life” gekk i N.B.C.
sjónvarpsstöðinni frá 1950 til 1961,
en einnig lék Groucho i nokkrum
kvikmyndum með ýmsum stjörn-
um. Síöasta myndin sem þeir
bræður léku allir I var „Love
Happy” árið 1949 en sú er eftir-
tektarverð, auk þess að vera sið-
asta mynd Marx-bræðra, sem
fyrsta kvikmynd Marilyn
Monroe.
ChicoMarx dóáriö 1961, þá 74ja
ára. Harpo Marx dó árið 1964, þá
75 ára. Gummo og Zeppo voru
næstum alveg horfnir úr sviös-
ljósinu og þaö var þvi' Grouchos
að halda uppi merki þeirra sem
hann gerði skammlaust. Upp úr
1960 jukust vinsældir hinna gömlu
kvikmynda Marx-bræðra á nýjan
leik og Groucho naut góðs af þvi.
Eftir þvi sem árin færðust yfir
varö hann nokkurs konar „grand
old man” i Hollywood en missti
þó aldrei skopskyn sitt og var
nálega eins og heil bíómynd út af
fyrir sig. Hann vaktillka athygli
þegar hann tók upp á sína arma
unga stúlku, Erin Fleming, smá-
stimi, árið 1971, gerðihana að rit-
ara sínum en áður en varöi var
hún farin að hugsa um hann aö
mestu eða öllu leyti. Var mikið
ráðist á Erin Fleming i' slúður-
blöðum Hollywood-bæjar og viöar
og hún talin hið versta skass sem
aðeins væriá höttunum eftir pen-
ingum Grouchos en Groucho
hafði af henni hina bestu
skemmtun. Hann hafði áður verið
þrigiftur og skiliö jafnoft.
Groucho var gáfaöur maður og
hafði áhuga á öllum skrattanum
sem ekki heyrir beint undir gam-
anleik. Hann var líka ritfær vel og
skrifaði nokkrar bækur sem
vöktu mikla athygli og góða
skemmtun en frægasta bók hans
er þó aö líkindum bréfasafn hans.
Hann var snilldarbréfritari, fór á
kostum innan hins knappa stíls
sendibréfa.og vílaði ekki fyrir sér
að senda hinum og þessum
mektarmönnum sem hann þekkti
ekki neittbréf og var þeim ævin-
lega vel tekiö. Eignaðist hann
þannig hina óliklegustu penna-
vini. Arið 1954 skrifaði hann
Harry S. Truman, fyrrverandi
Bandarlkjaforseta, bréf en
Truman lá þá i veikindum.
Forseta boðið uppá
kost lössí
..Kæri Harry.
Ég veit ekki hvort þú manst
eftir mér en ég er náunginn með
svarta yfirskeggið, gleraugun og
slvaxandi skalla sem, vona ég,
fær þig til að leggjast i gólfið og
grenja úr hlátri á hverju
laugardagskvöldi.
Mig langar bara aö slást i'hóp I
þeirra þúsunda sem hafa skrifað
þér til að óska þér góðs bata, og
langrar ævi, þar sem þú ert eini
fyrrverandi forsetinn okkar á lifi.
Æ, nú gleymdi ég að Herbert
Hoover er ennþá til.
Ég veit að þii ert önnum kafinn
við að skrifa æviminningar þínar
og dunda við hitt og þetta en mér
frnnst að einhvern daginn ættir þú
aö skreppa hingaö til Kaliforniu i
einkaheimsókn. Ef þú vilt koma
skal ég hýsa þig. Ég á bæði sund-
laug og billjarðborð. Ég er mjög
lélegur I billjarð og ef þú ert fær
meö kjuðann gætirðu jafnvel
grætt nógu mikið til að borga
fyrir kost og lóssi.
Alla vega gleður það mig að þú
sért aö hressast og ég naut svo
sannarlega hadegisverðarins
sem viö snæddum saman I Kans-
as City þó ég hefði vissulega get-
að þolað færri af þessum aöstoö-
armönnum I kringum þig.
Þinn Groucho”
Bréfaskriftir Grouchos og T.S.
Eliots eru einnig óborganlegar.
T.S. Eliot var Bandarikjamaður
aö uppruna, fluttist til Bretlands
snemma áöldinni og fékk enskan
rikisborgararétt— hann er alveg
vafalaust meö áhrifamestu
skáldum þessarar aldar, orti
„Eyðilandið” sem er frægast
kvæöa á öldinni en einnig ljóöa-
leikrit svo sem „Moröið i dóm-
kirkjunni”. Bréfaskriftir þeirra
félaga, Grouchos og Eliots, hófust
árið 1961 er Groucho sendi skáld-
inu mynd af sér sem Eliot þakk-
aðiástsamlega fyrir og kom fyrir
á áberandi stað á heimili sinu.
Groucho bað um mynd af Eliot I
staðinn og eftir að hafa fengið
hana ritaði hann hinu virðulega
skáldi á þessa leið:
„Kæri T.S.
Myndin af þér barst mér i góðu
ásigkomulagi og er þú færð þetta
bréf vona ég að þú sért I sama
ástandi.
Ég hafði ekki hugmynd um að
þú værir svona fallegur. Að þér
hefur enn ekki veriö boðið aðal-
hlutverkið i' kynæsandi myndum
getur aðeins stafað af heimsku
leikstjóranna...”
Smátt og smátt þróuðust bréfa-
skrifirnar — Groucho og Eliot
tóku aö hugleiða að heimsækja
hvor annan og 1. október 1963 fær
Eliot þetta bréf:
„Kæri Tom.
Ef þú heitir ekki Tom er ég I
helvi'tis klemmu! En ég þykist
muna aö hafa lesið einhvers stað-
ar að þú hétir sama fornafni og
Tom Gibbons, hnefaleikari sem
eitt sinn bjó I St. Paul.” Síðan
lýkur bréfinu: ,,Bestu kveðjur til
þin og konunnar þinnar yndis-
legu, hver sem hún er nú”.
T. S. Eliot kunni
kvæðin sin...
T.S. Eliot tók þvi bara vel aö
vera ávarpaður Tom og undirrit-
aði bréf si'n upp frá þvi með nafn-
inu Tom. Svo var það i júni 1964
að þeir hittust loks, skáldið og
trúöurinn. Groucho lýsti fundi
þeirra svo I bréfi til Gummo bróö-
ur sins:
„Kæri Gummo.
1 gærkvöldi snæddum við Eden
(kona Grouchos þáverandi)
kvöldverð með hinum fræga
pennavini mlnum T.S. Eliot. Þaö
var minnisstætt kvöld.
Skáldiö tók á móti okkur I dyr-
unummeð frú Eliot sem er mynd-
arleg miðaldra ljóska. Augu
hennarfyllastaðdáun i hvert sinn
sem hún lítur á eiginmann sinn.
Hann er reyndar hávaxinn,
grannur og ögn álútur en hvort
þaö stafar af elli, veikindum eða
hvoru tveggja, veit ég ekki.
Hvað um þaö, bréfritari þinn
kom til heimilis Eliot reiöubúinn
til „bókmenntakvöldverðar”.
Undanfarna viku hafði ég lesið
„Morðið í dómkirkjunni” tvisvar,
„Eyðilandið” þrisvar, og — ef við
skyldum eiga i vandræöum meö
umræðuefni — hafði ég dustað
rykiö af „Lé konungi” eftir
Shakespeare.
Jæja, herra minn, meöan veriö
var aö bera fram kokkteila sló
nokkurri þögn á mannskapinn,
svo sem hlýtur að verða er ókunn-
ugir hittast i fyrsta sinn. Inn I
þessa auðn varpabi ég tilvitnun úr
„Eyöilandinu”. Það, hugsaði ég,
sýnir honum að ég hef lesið sitt-
hvaö annað en gagnrýni um mln-
ar eigin „vaudeville” skemmtan-
ir.
Eliot brosti dauflega — eins og
til að segja mér að hann kynni
kvæðin sfn utanbókar og þyrfti
mig ekki til að fara með þau. Svo
ég reyndi við ,,Lé konung”. Ég
sagöi að kóngurinn væri ótrúlega
vitlaus gamall maður — sem guö
veit aö hann var — og aö ef hann
hefði verið faðir minn hefði ég
hlaupist á brott átta ára gamall —
i stað þess að biða þar til ég yrði
tiu ára.
Enn mistókst mér að heilla
skáldið. Hann virtist hafa meiri
áhuga á að ræða „Animal Crack-
ers” og „A Night at the Opera”.
Hann vitnaði I brandara — minn
eigin— sem ég var löngu búinn að
gleyma. Nú var komið aö mér að
•brosa dauflega. Enginn — ekki
einu sinni breska skáldið frá St.
Louis, Missouri — skyldi eyði-
leggja fyrir mér „bokmennta-
kvöldið” mitt. Ég benti þvi á aö
fyrsta ræða Lés konungsværi há-
mark heimskunnar. ímyndaöu
þér (sagði ég) föður sem spyr
börn sín þrjú: Hvert ykkar
krakkanna elskar mig mest? Og
að afneita yngsta barninu — hinni
bllðlyndu, hreinskilnu Cordelfu —
vegna þess aö ólikt slæmu systur-
inni gat hún ekki fengið af sér aö
gubba út úr sér óheiöarlegu
smjaðri. Og Cordelia hafði verið
uppáhald fööur sins!
Eliot-hjónin hlustuðu kurteis-
lega. Frú E liot snerist þá til varn-
ar fyrir Shakespeare, og Eden
var lika, þvi var nú verr, hliðholl
Lékonungi. (Konu minni til nokk-
urrar afsökunar vil ég taka fram
að slðan hún lék prinsessuna i
menntaskólauppfærslu á ,,Svan-
inum” hefur hún alltaf veriö veik
fyrir kóngafólki).
Vindlar, kettir
og brandarar
Eliot spurði mig þessu næst aö
þvi hvort ég myndi réttarhalda-
senuna I ,jDuck Soup”. Sem bet-
urfórhafði ég gleymthverjuorði.,
„Bókmenntakvöldið” var aug-
ljóslega fyrir bi, en kvöldið var
mjög ánægjuleg engu að slður. Ég
komst aö því að við Eliot eigum
þrennt sameiginlegt: (1) ást á
góöum vindlum, og (2) köttum, og
erum báðir gjarnir á (3) að segja
brandara, ekki sist orðaleiki. Það
er veikleiki sem ég hef reynt að
sigrast á I mörg ár en T.S.
skammastsfn afturá mótiekkert
fyrirþað — og er jafnvel stoltur af
þessu. Sem dæmi má nefna katta-
vísur hans, þar sem kemur fyrir
Gus, leikhúskötturinn, „sem heit-
ir réttu nafni Aspargus”.
Talandi um aspargus þá stóð
kvöldverðurinn saman af ensku
buffi, m jög góðu. Og þó svo þjónn
serveraði til borös þá krafðist
Eliot þess að hella vini i glösin
sjálfur. Þetta var gott vin og eng-
inn hefði getað hellt því fagurleg-
ar. Hann er góður maður og und-
ursamlegur gestgjafi.
Þegar ég sagði honum að Mel-
inda dóttir mln væri að lesa ljóö
hans i' Beverly menntaskólanum
sagðist hann vera andsnúinn þvi
vegna þess að hann vildi engan
veginn veröa skyldunámsefni.
Við stoppuðum ekki mjög lengi
vegna þess að okkur báöum
fannst að hann væri varla fær um
samræður langt fram á nótt —
sérstaklega ekki við mig.
Varég búinn að segja þér að viö
kölluðum hann alltaf Tom —
kannski vegna þess aö hann heitir
það. Ég bað hann auðvitaö um aö
kalla mig Tom lika en eingöngu
vegna þess að ég þoli ekki nafnið
Julius. Þinn
TomMarx”
Svona lagaður var Groucho
Marx, mestur sprellikarl en um
leiö intelektúal Marx-bræða.
Hann lést árið 1977, 87 ára gam-
all, og sama ár dó Gummo Marx.
Zeppo var, þegar sfðast fréttist,
enn á lífi.
KERTI
í bílinn
í vélhjólið
í bátinn
í vinnuvélina
®
Gabriel
Höggdeyfarar í flestar
gerðir fólksbíla og jeppa
^CARTER
Blöndungar í margar
gerðir amerískra bifreiða
Kúplingsdiskar
í ameríska
fólksbíla og
jeppa
Sendum í póstkröfu
allt á sama stað
‘ * '
EGILL VILHJALMSSON HF
LAUGAVEGI 118 PÓSTHriLF 5350 SIMI 22240 REYKJAVIK
Til sölu
Zetor 6911 árg. 1980, ásamt tvivirkum
ámoksturstækjum. Litið keyrður.
Upplýsingar i sima 93-1253.
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bœtt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.
m
Vcrdbréfa -
jllarhifliirinii
Ný a húsinu
v/Lækjartorg. •• 40 I2J22