Tíminn - 08.10.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. október 1981
5
fréttir
Vigdís til Nor-
egs og Svíþjódar
— heimsókninni til Finnlands frestað
vegna veikinda Kekkonens
■ Opinber heimsókn Vigdisar
Finnbogadótturforseta íslands til
Noregs og Sviþjóöar hefst mió-
vikudaginn 21. október en þá
kemur hún ásamt fylgdarliði til
Oslóborgar. A Fornebu-flugvelli
taka á mótihenni ólafur Noregs-
konungur, Haraldur krónprins og
Sonja krónprinsessa. Siðan verð-
ur ekið til konungshallarinnar i
Osló, þar sem forseti og fylgdar-
lið mun búa.
A meðan dvölinni i Noregi
stendur mun forseti m.a. kanna
heiðursvörð við Akerhus-kastala
og leggja blómsveig að minnis-
varða um Norðmenn sem féllu i
seinni heimsstyrjöldinni. Forseta
er boðið að skoða Vikingaskipa-
safnið á Bygdó' og Heine-Onstad
listasafnið á Hövikodden.
Föstudaginn 23. október verður
haldið i' heimsókn i Hadelands
Glassverk i Jevnaker, sem er
stutt fyrir utan Osló. Siðdegis
verður forseti svo við sýningu á
„Kardimommubænum” en leik-
endur eru fötluð börn frá dag-
heimili og skóla Rögnu Ringdal.
Hinni opinberu heimsókn til
Noregs lýkur þá um kvöldið er
forseti heldur veislu Noregskon-
ungi til heiðurs á Grand Hotel.
Svíþjóð
26,-29. október
Forseti mun dvelja i Noregi
fram að 26. október en heldur þá i
opinbera heimsókn til Sviþjóðar.
A Arlandaflugvelli taka ýmsir
embættismenn á móti forseta en
það verður haldið til Artilleri-
gárden þar sem sænsku konungs-
hjónin taka á móti forseta. Þaðan
verður síðan ekið i opnum skraut-
vögnum til konungshallarinnar.
Meðan á heimsókninni stendur
munforsetim.a. heimsækja þng-
húsið i Stokkhólmi og Konunglega
bókasafnið og skoða Vasaskipið.
Miðvikudaginn 28. október
verður haldið til Uppsala og
heimsækir forseti þar háskólann,
hittir Islendinga i Uppsölum og
skoðar dómkirkjuna.
Siðdegis verður móttaka á veg-
um islenskra útflutningsfyrir-
tækja og um kvöldið býður
sænska rikisstjórnin forseta ís-
lands á sýningu á tveimur ein-
þáttungum eftir Strindberg.
Opinberri heimsókn forseta
lýkur morguninn eftir.
I fylgdarliði forseta verða Ólaf-
ur Jóhannesson utanrikisráð-
herra og Dóra Guðbjartsdóttir
kona hans, Hörður Helgason
ráðuneytisstjóri og Sarah Helga-
son, Halldór Reynisson forseta-
ritari og Guðrún Björnsdóttir og
Vigdis Bjarnadóttir fulltrúi á
skrifstofu forseta Islands.
Heimsókn til Finnlands
frestað
Vegna veikinda forseta Finn-
lands hefur opinberri heimsókn
forseta Islands þangað verið
SAMBAMDSVERKSMIÐJANNA Á AKÍIREYRI
1, —ÍO.OKTÓBER
í SÝNINGARHÖLUNNIBÍLDSHÖFÐA.
EKKHRT KOSTAR AÐ LÍTAINN-OG LÍTK) MEIR ÞÓTT ÞÚ VERSUR
VBE) NEFNGM: Gallabuxur, úlpur, peysur, sokka og skó,
bamafatnað allskonar og mokkafatnað
EINNIG: Herraföt og kvenkápur, kjóla, pils og tískuvörur úr ull.
■ Frá blaðamannafundi Utanrikisráðuneytisins. Hann sátu ólafur
Egilsson og Hörður Helgason ráðuneytisstjóri af hálfu ráðuneytisins
auk Halldórs Reynissonar forsetaritara. Timamynd GE.
frestað. Heimsóknin var fyrir-
huguð 2.-4. nóvember n.k.
A blaðamannafundi sem Utan-
rikisráðuneytið hélt vegna heim-
sóknar forsetans kom m.a. fram
að meðan á ferðinni stendur
munu verða haldnir fundir utan-
rikisráðherra i Osló og Stykkis-
hólmi þar sem heimsmálin verða
rædd.
Þar kom ennfremur fram að
ekki hefur verið endanlega gengið
frá frekari heimsóknum forseta
erlendis en likur eru á að forseti
muni verða viðstaddur opnun
sýningarinnar Scandinavia today
i Bandarikjunum á næsta hausti.
—FRI
SSn Borgarbókasafn
I ■ 0 Reykjavíkur
Bflstjóri á bókabíl
Laus er til umsóknar staða bilstjóra á
bókabil. Hlutastarf. Launakjör fara eftir
samningum við Starfsmannafélag
Rey k javikurborgar.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist safninu
fyrir 26.10.1981. ‘
Borgarbókavörður