Tíminn - 08.10.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. október 1981
il'lHA'Ail.litll
9
„Suðurnesin hafa að sumu
leyti dregist afturúr og er þörf
á að gera þar átak umfram
aðra staði á landinu. i raun og
veru þýðir þetta sérréttindi
fyrir landssvæðið, að minnsta
kosti tímabundið".
■ Jóhann Einvarðsson.
■ Fiskvinnsla I Hraðfrystihúsi Keflavfkur.
stöðu að halda. Athuga þarf þvi
hvar hagkvæmast er að byggja
nýjar hafnir eða stækka og bæta
þá hafnaraðstöðu sem þegar er
fyrir hendi.
Ég vil leggja áherslu á að
nefndarskipunin er að okkar viti
viðurkenning á þvi að við fáum
nokkur timabundin sérréttindi á
meðan skriður er að komast á at-
vin nuu pp by ggin gun a.
— Er Keflavikurflugvöllur eins
mikilvægur i’ atvinnulegu tálliti
eins og oft er af látið?
Völlurinn er áreiöanlega lang-
stærsti atvinnuveitandinn á öllum
Suðurnesjum. Þá á ég við alla þá
starfsemi sem þar fer fram og
veita atvinnu, þ.e. Varnarliðið,
islenska rikið, Flugleiðir, oliu-
félögin, verktakafyrirtækin o.fl.
Láta mun nærri að um
fimmtungur vinnuaflsins starfi á
Vellinum.
Starfsemin á Keflavikurflug-
velli skiptir einnig talsveröu máli
fyrir sveitarfélögin, þvi að fyrir-
tæki sem þar starfa standa lang-
best i skilum, bæði með sin gjöld
og gjöld þeirra sem hjá þeim
vinna.
Útgerð og
fiskvinnsla hef-
ur dregist
aftur úr
— Hverer að þinu matiástæðan
til hvernig komið er fyrir lítgerð
og fiskvinnslu á Suðurnesjum?
Á sinum tima var útgerð á
Suðurnesjum til fyrirmyndar og
stóð i fararbroddi. Suðurnesja-
menn lögðu þá mikiði þjöðarbUið,
ef svo má segja. Siðan varð um-
bylting i útgerð og fiskvinnslu á
öllu landinu. Þá gekk svo vel á
Suðurnesjum að ekki taldist þörf
á að byggja upp útgerð og vinnslu
sjávarafla. A sama tima dró
mjög Ur aflabrögðum. Varð ver-
tiðarafliekkinema um helmingur
þesservarþegarbest lét.Upp Ur
1950 tók Keflavikurflugvöllur
mikið afvinnuaflitilsin. Þar voru
miklar framkvæmdir sem drógu
vinnuafl frá fiskiðnaði.
Þegar svo stöðugleikinn varð
meiri i atvinnulifinu var vertiðar-
afínn orðinn lélegur, frystihúsin
úrsérgengin og alltof mörg. Upp-
byggihgin sem fram fór viða á
landinu fór framhjá Suðurnesj-
um. Þegar taka átti til höndum
tókst hún ekki sem skyldi.
Byggðasjóður hafði öörum
hnöppum að hneppa og vissrar
svartsýni gætti hjá heimamönn-
um.
— Bæirnir á Suðurnesjum eru
allir byggðir umhverfis gamlar
verstöðvar. Ef stórfelldum iðnaði
verður komið á fót mun þá ekki
verða byggðaröskun á sjálfum
Suðurnesjunum?
Ef við tökum sem dæmi salt-
verksmiðjuna á Reykjanesi og
hugsanlega aðrar verksmiöjur
þar i námunda við hitasvæðiö, þá
er ljóst að Hafnahreppur kemur
til með aö blómstra og fólki f jölg-
ar þar. En staðhættir allir á
Suðurnesjum og samgöngur eru
þannig, að það er ekkert sem
mælir gegn þvi aö menn, sem búa
i t.d. Keflavik eða Njarðvik eigi
þar heima áfram og vinni úti á
Reykjanesi.
Nýting jarðhitans getur verið á
margan hátt. Það þarf ekki að
einskorða hana við stóriðju Uti á
Reykjanesi. Hægt er að koma á
fót t.d. gróðurhúsarækt, og ýmiss
konar smáiðnaði, sem getur orðið
arðbærari einmitt vegna þess að
hitaveitan er fyrir hendi. Það er
kannski timaspursmál hvenær
farið verður að þurrka fisk i stór-
um stil með jarðhita og teknar
upp fleiri aðferðir við fiskvinnslu
þar sem hitinn kemur aö notum.
Þótt bæirnir séu gamlir ver-
stöðvarkjarnar held ég aö Suður-
nesin séu einhver heppilegasti
staður á landinu til uppbyggingar
atvinnuvega. Mannafli er fyrir
hendi, ibúðarbyggingar miklar,
þarna ersnjóléttalltárið og sam-
göngur mjög auðveldar. Nálægð
við Reykjavikursvæðið og þá
þjónustu sem þar er hægt að fá,
hefur sitt aö segja, t.d. i sam-
bandi við framhaldsnám i ýmsum
greinum. Hafnir eru nokkuð
góðar og auðvelt að stækka þær.
Flugvöllurinn er á sinum stað og
gefur margs konar tækifæri.
Reykjanes-
kjördæmi stórt
og sundurleitt
— Reykjaneskjördæmi er með
stærstu kjördæmum landsins og
jafnframt eitt hið sundurleitasta.
Það nær yfir hluta Stór-Reykja-
vikursvæðisins um Suðumes og
jafnframt- tilheyra þvi land-
búnaðarhéröð. Er ekki erfitt fyrir
þingmenn að hafa yfirsyn yfir
fjölbreyttar þarfir kjördæmisins?
Auðvitað er það erfitt. Bæði er
þetta vfölent kjördæmi, og að
mannfjölda kemst ekkert nema
Reykjavik nærri þvi með tæmar
þar sem Reykjaneskjördæmi er
með hælana og breytileikinn i at-
vinnulifi er mjög mikill.
En ég held að það séu vissir
kostir að kjördæmið er svona
breytilegt. Það hljóta að vera
vissir gallar við það aö vera þing-
maður i kjördæmi þar sem at-
vinnulíf ereinhæft og vandamálin
sömuleiðis. En mannfjöldinn,
fjarlægðirnar og fjöldi fyrirtækja
ogumleið sveitarfélaga er orðinn
slikur, að þaö er raunverulega
ógerlegt að fylgjastmeð öllu svo
að vel sé. Hagsmunir og kröfur
eru mjög mismunandi. Það má
taka sem dæmi, að á Suðurnesj-
um er viö viss atvinnuvandamál
aö striða eins og komið hefur
fram. En uppi i Kjós er eitt aðal-
hagsmunamálið aö fá sjálfvirkan
sima. Þar er eini staðurinn ikjör-
dæminu, sem enn verður að not-
ast við handvirkan sima og sem
ekki er opinn nema örfáa tima á
sólarhring. Þetta mál leysist von-
andi á næsta ári. 1 Kjósinni er
einnig vandamál með rafmagnið,
þar þarf að koma á þriggja fasa
rafmagni. Og vegamálin i þess-
um hluta kjördæmisins eru i hálf-
gerðum ólestri þótt aðrar sam-
göngur um kjördæmið séu yfir-
leitt góðar.
1 nágrenni Reykjavikur eru
fyrirtæki og stofnanir meira i
sambandi við stjórnkerfið og
sjálfu sérnóg um marga hluti, og
leita kannski siður til þingmanna
en annars staðar á landinu. Auð-
vitað eru margarundantekningar
frá þessu. Til dæmis leita sveitar-
félögin talsvert til okkar til að
koma fram óskum i sambandi við
fjárlagagerð og sitthvað af þvi
taginu.
Hitt er alveg ljóst að Reykja-
neskjördæmi verður að fá aukinn
rétt, eins og margoft hefur verið
rættum i sambandivið hlutfallið i
þingstyrk og fleira og er það til
meðferðar i stjórnarskrámefnd.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum
hafa náið samband sin á milli og
mikla samvinnu. Þau reka t.d.
sameiginlega hitaveitu og heilsu-
gæslu. Unnið er að þvi að raf-
veiturnar verði sameign. Lög-
gæslan er sameiginleg, fjöl-
brautaskólinn er sameign, og
svona mætti lengi telja. Þannig
að Suðurnesjamenn telja að sjálf-
sagt sé aö þeir skipi sérstakt
kjördæmi. OÓ
íönn dagsins
Göngum vid
til
■ Við# íslendingar erum litil
þjóð hérnorður viðDumbshaf.
Hérgetur á stundum verið full
erfitt að verja sig fyrir norð-
annæðingnum, en hann gerist
stundum nokkuð ágengur við
landann og þetta árið hefur
hann ekki dregið af sér við að
skaprauna okkur.
Það hefur lengi loðað við að
næðingur nokkur sé frá fjöl-
miðlum okkar, i garð ýmissa
borgara, næðingur þessi hefur
stundum valdið kali á sálum
sumra, og er ekki nema að
vonum.
Ég hef verið að velta þvi
fyrir mér hvort sú rannsókn-
arblaðamennska sem hér á
landi viðgengst, i formi „upp-
hrópana” ýmisskonar, kunni
ekki að valda þvi að stór hópur
fólks i landinu sé hreinlega
kúgaö andlega, þá á ég við að
fólk þorir hreinlega ekki
vegna stöðu sinnar, mann-
orðs, starfs eða fjölskyldu að
leita réttar sins vegna ýmiss-
konar vandamála, sem hitta
menn fyrir i önn dagsins. Er
það hugsanlegt aö fólk sem
gegnir virðingarstöðum eða
öörum stöðum I þjóðfélaginu
veigri sér við að leita svars og
að kafa til botns i mikilsverð-
um málum sem þeir eða ein-
hver þeim viðkominn hefúr
óafvitandi flækst i, þvi fólk á
greinilega á hættu að lenda á
einhverjum misvitrum ein-
staklingum sem einhverra
hluta vegna ráða yfir þeim
ógnarmætti sem getur hæg-
lega komið viðkomandi og
fjölskyldu hans ásamt starfi
og starfsheiðri I óbætanlega
hættu.
Norðankuldinn sem næðir
um okkur iheimi metorðanna,
getur á stundum sópað til hlið-
armörgum hæfum manni, frá
þvi' að takast á hendur
áby rgðarm ikl ar iviröi ngastöður
einfaldlega vegna þess að
menn þurfa að lita til með
fleirum en sér sjálfum. Ég
veit um dæmi þess að ungt
hæfileikafólk hefur orðið frá-
hverft þvi að gegna ábyrgðar-
stöðu, vegna útreiðar sem for-
eldrar fengu að ósekju frá fjöl-
miðlum.
Ef mér verður á að rétta
manni á kjaftinn svo aö á hon-
um sjái, án þess að hann hafi
til þess unniö, er liklegt að ég
hljóti meðferð laganna að
launum en ef ég labba út um
borg og bý og reyti af honum
æruna án þess að færa fyrir
þvi nokkurrök, er liklegast að
ég fái klapp á öxlina.
Við erum svo afskaplega
hörð i dómum okkar um ná-
ungann og ef menn hrasa er
eins liklegtað þeim sé velt upp
úr ógæfu sinni ævilangt.
Sjálfsagt er að veita fólki
aðhald og á þann hátt visa
veginn til góðs. Við þurfum
lika að gæta hvort ekki sé
meiri ávinningur að góðri
framkomu, og góðu fordæmi
öðrum til eftirbreytni.
Ég er t.d. uggandi yfir
framkvæmdagleði okkar kæra
Alþingis. Þeir ágætu menn
sem liggja undir stöðugri
pressu frá öðrum keppast við
að framleiða ýmisskonar lög
þjóðinni til halds og trausts, er
ekki hugsanlegt, að þessi
mikla atorka þeirra kunni að
sljóvga siðferðiskennd þjóð-
arinnar fyrir lögum. Við fáum
lög og lagabreytingar ásamt
ýmisskonar reglugerðum og
reglugerðabreytingum, sem
fólki er nánast ómögulegt að
fylgjast með á færibandi frá
hinu opinbera. Er nú ekki ráð
að staldra við og gæta að
framtiðinni, við megum ekki
skerða svo einstaklingsfrelsið
að fólk verði smám samam
viljalaust og villuráfandi, það
þarf að hjálpa fólkitil að auka
þroska sinn með þvi að leyfa
þvi að axla byrðar en ekki
firra fóik ábyrgð.
Erfólk ekki að verða svo af-
girt af lögum aö það er i' raun
svipt öllu frelsi. Ég hugsa að
ef grannt væri leitað, þá sé
nánast hver einasti íslending-
ursem byrjaður er aö ganga,
sem hefur á einhvern hátt
gerst brotlegur við lögin. Er
ekki hættan meiri en áður að
siðferðiskennd fólks hverfi
með öllu? Erum við ekki á
þennan hátt að búa til nei-
kvæða þjóðfélagsþegna?
Enginn má túlka orð min
þannig að ég sé á móti löggjaf-
anum, en vemdun og leiðbein-
ing löggjafans má ekki vera
þannig að einstaklingurinn
eigi i raun engan einkarétt til
athafna i lýðræðislegu sam-
félagi. Þá fer að vakna sú
spurning hvort lögreglurikið
eða lyðræöisrfkiö, hafi ein-
hvern stigsmun.
Heimspeki fornaldarinnar
sagði að frelsi einstaklingsins
væri fólgið i að hugsa, ræða,
spyrja, og til athafna, að visu
innan ramma laganna. Er þá
ekki það rúm sem rammi lag-
anna leyfir, að verða það
þröngur að frelsið er i raun
ekki til, og óánægja og illúð
vaxi á þann hátt að frelsis-
sviptingin verði að kviku
bjargi, og þegar svo er komið,
er þá ekki hætta á að einstak-
lingurinn leiti freisisins með
hnefaréttinum? (en hann erað
visu bannaöur lika).
Kristján B. Þórarinsson skrifar i, <w