Tíminn - 08.10.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 8. október 1981
19
flokksstarfið
borgarmál
Húnvetningar — Skagfirðingar
Héraðsmót framsóknarmanna í A-Húnavatnssýslu verður haldið i fé-
lagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 10. okt. og hefst kl. 21.00. Stutt
ávörp flytja: Guðni Ágústsson, form S'UF og Sigrún Magnúsdóttir,
kaupkona. Söngur, grin og gaman. Veislukaffi frá Sigga kokk. Leyni-
gestur kvöldsins verður veislustjóri. Hijómsveitin Lexia sér um fjöriö
til kl. 3.
Fjölmenniö.
Framsóknarfélagið
Launþegar Suðurlandskjördæmi
Launþegaráð framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi heldur fund aö Eyrar-
vegi 15, Selfossisunnudaginn 11. okt. og hefst hann kl.14.
Steingrfmur Hermannsson ráðherra.formaður Framsóknarflokksins ,mætir á
fundinn og ræðir efnahags- og atvinnumál.
Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins i launþegahreyfingunni er veikomið i
fundinn.
Spilakvöld
Framsóknarfélag Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu halda 2 spila-
kvöld i haust.
Hiðfyrra verður að Skildi laugardaginn 10. okt. og hefst kl.21. Alex-
ander Stefánsson alþm. flytur ávarp. Hið siðara verður að Röst
Hellissandi laugardaginn 7. nóv. og hefst kl.21.
Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra flytur ávarp.
Kvöldvprðlaun og heildarverðlaun. Hljómsveitin Frilist leikur fyrir
dansi.
Stjórnin
Málefni fatlaðra
Skipuiagsnefnd Framsóknarflokksins hefur ákveðið að koma á fót starfshópi um málefni
fatlaðra.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt i þessu starfi eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst við
flokksskrifstofuna, Rauðarárstig 18, slmi 24480.
Fundur um utanrikismál
Framsóknarfélögin i Reykjavik efna til fundar um utanrikismál fimmtudag-
inn 8. okt.
Framsögumaður verður ólafur Jóhannesson, utanrikisráöherra.
Fundurinn verbur haldinn að Rauðarárstig 18 og hefst kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjórnir féiaganna.
Kópavogur
Aðalfundur Freyju verðurfimmtudaginn 15. okt. kl. 20.301
Hamraborg 5
Stjórnin
Framsóknarfélögin f Reykjavik
Framsóknarfélögin i Reykjavik eru nú að hefja vetrarstarfsemi sina
og er þess að vænta að hún verði öflug og fjölbreytt. 1 undirbúningi eru
fundarhöld þar sem f jallað verður um hin aðskiljanlegustu efni.
Aö kvöldi fimmtudagsins 8. okt. verður haldinn fundur að Rauðarár-
stig 18 um utanrikismál. Frummælandi verður ólafur Jóhannesson
utanrikisráðherra. Á eftir verða frjálsar umræður og gefst fundar-
mönnum kostur á að beina fyrirspurnum til ráöherrans.
Innan tiðar verður efnt til fleiri funda á vegum framsóknarfélag-
anna og verður þar fjallað um stjórnmálaviðhorf liðandi stundar og
hvað framundan kann að vera i þeim efnum. Fundur verður haldinn
um launamál,en þauverða áreiðanlega ofariega á baugi næstu vikurn-
ar, þar sem kjarasamningar verða mjög til umræðu og umfjöllunar.
Fyrirhugaðir eru enn fleiri fundir þar sem rætt verður um einstök mál-
efni.
Allt framsóknarfólk er hvatt til að fjölmenna á fundi framsóknar-
félaganna og er ástæða til að benda á að þeir eru ekki eingöngu ætlaðir
framsóknarfólki en eru öllum þeim opnir sem hug hafa á að kynna sér
störf og stefnu Framsóknarflokksins og afstöðu hans til einstakra mála
og málaflokka.
■ ólafur Jóhannesson
utanrikisráðherra.
Jörð til sölu
Tilboð óskast i jörðina Hól Hvammsveit
Dalasýslu.
Jörðin er landmikil og miklir ræktunar-
möguleikar. Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veita eigendur jarð-
arinnar i sima 93-4286.
- - ' .
Hafnfirðingar Almennur fundur verður haldinn að Hverfisgötu 25, fimmtudaginn 8. okt. n.k. kl. 20.30. Jóhann Einvarðsson alþingismaður mætir á fundinn. Framsóknarfélögin
Auglýsið
í
Tímanum
Iþróttamannvirki
rísa enn í Reykjavík
K Forkólfar sjálfstæðis-
manna hér i Reykjavik hafa
fundið stjórn borgarinnar flest
til foráttu siðan nýr meirihluti
tók við völdum i borgarstjórn
og nefndum borgarinnar.
Þeir, sem til þekkja, vita
mæta vel að þessi söngur, er
verður æ ámátlegri og hávær-v
ari eftir þvi sem prófkjör'
þeirra sjálfstæðismanna nálg-
ast, á við engin rök að styðj-
ast. Fjárhagsstaöa borgar-
sjóðs hefur sjaldan verið betri,
framkvæmdir á vegum
borgarinnar hafa sjaldan
verið meiri og þjónusta við
borgarbúa hefur verið stór-
aukin á siðustu þremur árum.
Fvrirhyggjuleysi frá-
farandi meirihluta
Eitt af þvi sem sjálfstæðis-
menn hafa fullyrt er að fram-
kvæmdir á sviði fþróttamála
hafa legið niðri i tið núverandi
borgarstjórnarmeirihluta.
Helsti talsmaður þeirra i þess-
um máláflokki hefur básúnað
þetta I tima og ótima, þótt
staðreyndirnar tali öðru máli.
Það, sem hér býr að baki, er
liklega slæm samviska. Stað-
reyndin er nefnilega sú að
meirihluti borgarstjórnar
sýndi vitavert fyrirhyggju-
leysi á sviði iþróttamála á ár-
unum 1974-1978. t lok kjör-
timabilsins var verið aö leggja
siðustu hönd á hinn nýja
frjálsiþróttavöll i Laugardal
og pöntuö hafði verið stöla-
lyfta i Bláfjöll. Hins vegar
láöist að gera ráð fyrir áfram-
haldandi uppbyggingu
iþróttamannvirkja á vegum
borgarinnar nema þá i tengsl-
um við skóla. Og það sem
verra var: Áratugalangt
sinnuleysi að þvi er varðar
viðhald á Iþróttamannvirkj-
um, var að verða þess vald-
andi að eitt elsta og glæsileg-
asta mannvirkið, Sundhöll
Reykjavi'kur, varað þvi komið
að grotna niður.
Þetta var arfurinn sem frá-
farandi meirihluti eftirlét hin-
um nýja meirihluta á þvi herr-
ans ári 1978. Og þetta var
aðalástæðan fyrir þvi að ekki
var hægt aö hefjast handa um
byggingu nýrra iþróttamann-
virkjaiReykjaviká árinu 1979
þar sem nauðsynlegan undir-
búning skorti.
Áhersla á eflingu al-
menningsiþrótta
Núverandi meirihluti
borgarstjórnar og Iþróttaráðs
hefúrlagt á þaö megináherslu
að bæta aðstöðu til iökunar
svonefndra almenningsiþrótta
i borginni. Vinsælustu al-
menningsiþróttirnar eru tvi-
mælalaust sund- og skiða-
iþróttirnar þótt vinsældir
ýmissa annarra Iþróttagreina
fari mjög vaxandi.
Fyrsta stórverkefnið á
þessukjörtimabilivar.eins og
áður hefur verið vikið að,
gagngerar endurbætur á
Sundhöllinni til þess hreinlega
að forða mannvirkinu frá
eyðileggingu og um leið til
þess að gera þennan gamla
heilsubrunn eftirsóttari. I þvi
skynivar komið fyrir tveimur
heitum pottum i Sundhöllinni.
Hefur það, ásamt öörum
breytingum sem gerðar hafa
verið, stóraukið aðsóknina.
Aður var minnst á fyrir-
hyggjuleysi ihaldsins i
iþróttamálum. I tæpa tvo ára-
tugi hafði staðið til að reisa
framtiðar bað- og búningsher-
bergi við Sundlaugarnar I
Laugardal. Allan þann tima
hafa hinir fjölmörgu lauga-
gestir oröið að notast við mjög
svo frumstæða og alls ófull-
nægjandi aðstöðu að þessu |
leyti. NU hefur verið hafist
handa um að bæta úr þessu
ófremdarástandi og er vonast
til að ný böð og búningsher-
bergi verði fullgerð eftir tvö
ár. Með tilkomu þeirra gjör-
breytist aðstaöa baðgesta og
unnt verður aö koma fyrir
gufuböðum, Ijósböðum og al-
hliöa heilsurækt i núverandi
bað- og búningsrými.
Uppbyggingu I Bláfjöllum
hefur verið haldið áfram af
fullum krafti. Nú er verið að
reisa þar þjónustumiðstöð og
áform eru uppi um það að
bæta við skiðalyftum á vegum
borgarinnar.
Skautahöll i Reykjavik hef-
ur verið draumur margra
borgarbúa.Nú hillirloks undir
það mannvirki. Hönnun þess
er á lokastigi og væntanlega
verður hafist handa við sjálfa
bygginguna þegar á næsta ári.
Að framtið skal
h.vggja
Núverandi meirihluti
iþróttaráös ætlar ekki að
brenna sig á þvi sam a og fyrr-
verandi meirihluti og láta hjá
liða að horfa til framtlöarinn-
ar.
Borgarstjórn hefur tekið
ákvöröun um það að annaö
aðal iþrótta- og Utivistarsvæði
borgarinnar að Laugardaln-
um frátöldum, skulirisa i svo-
nefndri Suður-Mjódd i Breið-
holti. Afráðið er að efnt skuli
til hugmyndasamkeppni um
skipulag og uppbyggingu
þessa svæðis. Niðurstöður
þessarar samkeppni munu að
Hkindum liggja fyrir siðla
vetrar og verða þá sýndar al-
menningi svo að borgarbúar
geti sjálfir kveöið upp sinn
dóm.
Þá hafa átt sér staö viðræð-
ur milli borgaryfirvalda og
háskólayfirvalda um mögu-
leika á samvinnu um að
byggja gervigrasvöll ásamt
fullkomnu iþróttahUsi á há-
skólasvæðinu. Ljóst er að
Melavöllurinn hlýtur að
hverfa á næstu árum þótt
margir muni sakna hans.
Annar malarvöllur eða gervi-
grasvöllur.sem hlýtur aðtelj-
ast mun betri kostur, verður
að koma I stað Melavallarins.
Þaö er þvi ekki ráö nema i
tima sétekið að fara nú þegar
aö hyggja aö þvi hvernig við
þeim vanda skuli brugðist. *
Þótt margt fleira sé ósagt
um uppbyggingu iþrótta-
mannvirkja i Reykjavilc t.d.
ótalinn stórmerkur þáttur
iþróttafélaganna, verður látið
hér staöar numið. Eins og
fram hefur komið biða mörg
brýn verkefni þess að i þau
verði ráðist. Þaö er sannfær-
ing min að við framsóknar-
menn eigum að setja það sem
skilyrði fyrir áframhaldandi
samstarfi við Alþýðuflokk og
Alþýðubandalag i borgar-
stjórn að stuöningur við
iþróttir og útivist verði veru-
lega aukin frá þvi sem veriö
hefur — slikir eru kostir þess-
ara þátta i lifi okkar núti'ma-
fólks.
Eiríkur Tómasson,
formaður Iþróttaráðs
Reykjavfkur skrifar