Tíminn - 15.11.1981, Síða 4
4
■ Laugavegurinn er okkar Ox-
fordstræti: verslunargata. Þaö
fer fáum sögum af þeim sem búa
viö Laugaveginn — þó eru þeir
til: i bakhúsum, á háaloftum fyrir
ofan verslanir, I kjöllurum og
fótatakiö dynur sifellt fyrir utan
og bilaumferöin. Hlýtur aö vera
leiöinlegt aö búa viö Laugaveg-
inn. Aftur á móti gott að versla. A
allri þessari lengju — frá Lækjar-
torgi og uppá Hlemm — er
verslun viö verslun, veitingahús,
bankar, sjoppur, rakarar, hinar
og þessar þjónustustofnanir. Viö
þessa einu götu má fá flest það
sem yfirleitt er mögulegt aö fá i
henni Reykjavik, brennivin und-
anskiliö en ekki langt að sækja
þaö.
Viö tókum aö láni þá leiftur-
snjöllu hugmynd aö telja búöirn-
ar við Laugaveginn. I kulda, snjó-
komu, slyddu og hriöarbyl lagöi
blaöamaöur Helgar-Timans það á
sig að þramma upp og niður
Laugaveginn meö penna og blokk
i hönd, skima i alla búöarglugga,
merkja viö, verjast rokinu, rign-
ingunni, veröa aö athlægi vegfar-
enda en láta ekki á sig fá.
þramma áfram meö hugsjóna-
glampa blaöamannsins i augum:
lesendur skulu fá aö vita sann-
leikann. Sannleikann!
Og þá hafiöi þaö: hér liggur
sannleikurinn handa ykkur aö
njóta. Sundurgreindur aukin-
heldur. Viö greiningu hefur ekki
veriö farið eftir neinu kerfi, skal
tekiö fram. Taliö er frá Lækjar-
torgi aö Snorrabraut.
Bókabúöir — 7
Hljómplötuverslanir — 5:
Matarbúöir — 6
Svonefndar sjoppur — 8
Skákvöruverslanir — 1
Skóbúöir — 11
Kvikmyndahús — 1
Bakari — 1
Hljómtækjaverslanir — 3
Hattabúöir — 1
Gæludýraverslanir — 1
Þaö sem i minu ungdæmi hét
dótabúöir — 3
Ritfangaverslanir — 1
Bankar — 6
Teppabúöir — 1
Húsgagnaverslanir — 1
Speglabúðir — 1
tþróttavörubúöir — 2
Úrsmiðir — 7
Gull- og silfursmiöir — 10
Snyrtivöruverslanir — 9
Tösku-og hanskabúöir - 4
Sérverslanirmeölampaogljós- 2
Gleraugnaverslanir — 4
Blómabúöir — 1
Postulins- og/eöa matarstells-
búöir — 3
Ýmiss konar gjafavöruverslan-
ir — 13
Ljósmyndavörubúöir — 2
Rakara- og hárgreiöslustofur —
4
Apótek — 2
Veitingahús af öllu tagi — 6
Húsáhöld og/eöa heimilistæki
— 4
Rafmagnstækjaverslanir — 3
„Taubúöir” — 4
Barnafatabúöir — 8
Almenningssalerni — 2
Karlmannafatabúöir — 4
Kvenfatabúöir — 10
Almennar fatabúöir — 15
Tiskufatabúöir — 20
Ýmislegt þarfnast hér skýring-
ar. Auövitaö er stundum illt aö
greina milli fúnksjóna einstakra
verslana — ef þær gegndu tveim-
ur mjög aöskildum hlutverkum
var i þremur tilfellum skilið á
milli og magasinin tvö, Domus og
Kjörgarður, voru bútuö niöur i
frumparta sina.
Þá var i nokkrum tilfellum
erfitt aö greina milli gjafavöru-
verslana og húsáhalda — þaö
tókst samt ætiö aö lokum.
Kann vel aö vera að hæpnust
niðurgreining sé i tilfelli fata-
búöa. Hún er þó gerö samkvæmt
bestu samvisku, eins og annaö og
má til sanns vegar færa. Alla
vega er ljóst að fatabúöir eru
langflestar verslana viö Lauga-
veginn — alls fimmtiu og sjö tals-
ins. Næst á eftir koma gjafavöru-
verslanir, aöeins þrettán.
Það vekurathygli..............
Annarlegter...................
Þaö stingur i stúf............
Furöu vekur ..................
Þaöerkyn......................
Undrum sætir .................
Þaö kemur ekki á óvart........
Úrbóta er þörf................
Fylliö inni aö vild. En viö höf-
um lagt saman þær tölur sem hér
eru aö ofan. Verslanir, þjónustu
stofnanir, veitingahús og annaö
viö Laugaveginn eru alls... 195
Hvorki fleiri né færri.
— við Laugaveginn, frá
Lækjartorgi að Snorrabraut
rztómj-M
> Ht f “ 'JMBB ÍÉgiL m
«£11* jftjcr. i & I
:A3i5
rll 2| 1 'yr \JÉÆ
w p * pwj
m Hppff 1 ii' n
1 m 1 r 'iý