Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 22
Sunnudagur 15. nóvember 1981 bókadómar NÆR MIÐJU Um „Sæta stráka” Magneu J. Matthíasdóttur Magnea J. Matthiasdóttir: Sætir strákar Iðunn 1981 ■ Hér er komin þriðja skáldsaga Magneu J. Matthiasdóttur — hin fyrsta var „Hægar. pælt en kýlt” og undarlegur tviskinnungur milli harðneskjulegs raunveru- leika og ámóta haröneskjulegs ævintýraheims reið sögunni að fullu, „Göturæsiskandidatar” var aftur á móti allgóð bók, skrifuð af þekkingu, krafti og trúverðug- leika. Bækurnar áttu það sam- eiginlegt að þær sögðu frá meiri eöa minni utangarðsmönnum sem hreyföu sig á jaðri sam- félagsins. í þessari þriðju bók sinni er Magnea ekki á ólikum slóðum — þó er eins og fólkið hafi færst innar, nær miöju. Söguhetj- an stundar fasta vinnu, lifið allt er i nokkrum skoröum og þótt uppákomur séu ýmislegar og lifs- mátinn óvanalegur er fólkið til- tölulega venjuiegt. Og bregður svo við að krafturinn, sem æ var til staöar hjá Magneu hvað sem öðru leiö er viðsfjarri. Söguhetjan er kona sem býr i einhvers konar sambýli meö nokkrum öðrum — Hommanum, Táningnum og Niðurrifsmannin- um. Hún stundar vinnu sina sem áð- ur segir en er að ööru leyti býsna stefnulaus og lætur reka. Stundar ljúfa lifið eftir þvi sem kraftar leyfa og finnst gott að sofa hjá. Það er kannski mergurinn máls- ins bókin ætlar sér að vera lof- gjörð til sætra stráka. (Þó fyrr hefði verið!) Karlastússi konunn- ar er lýst af smekklegu hispurs- leysi.lifi hennar yfirleitt. Margt er vel gert og skemmtilega i þess- ari bók og það má lesa hana sér til gamans. Hún er aftur á móti undarlega blóölaus — kraftlitil eins og áður var vikið að. Það er eins og Magneu liggi annaðhvort ekki mikiö á hjarta eða þá að henni takist ekki að finna þann farveg sem hæft hefði sögunni. Afleiðingin verður sú að hún hneigist til að sletta alltof miklum banalitetum i stil framan i lesara og stundum — þó ekki oft — nálg- ast sagan brandarastil Auðar Haralds. Sem fer Magneu illa. önnur afleiðing verður sú að sjálft söguefnið —sætu strákarnir — fer fyrir ofan garð og neðan þess i stað verður bókin hrein og bein lýsing á nokkrum vikum i lifi þessarar konu. Margir koma viö sögu — vinnufélagar konunnar sem allir heita Inga og lukkast bara vel, smákrimmar og sjoppu- þjófar, umhverfisverndarmenn sem ræna heilbrigðisráðherra, skáld, eiginkonur og ýmsir ást- menn. Samskiptum fólksins er á tiðum lýst skemmtilega — hins vegar nálgast það oft púpustig týpunnar of mikið til aö verða virkilega áhugavert. Og konunni sjálfri er erfitt að festa hendur á. En það er, þrátt fyrir allt nokk- uð gaman að bókinni. Illugi Jökulsson ■ Magnea J. Matthiasdóttir. 1 ritdómi segir: „Margt er vel gert og skemmtilega i þessari bók og það má lesa hana sér til gamans. Krafturinn er hins vegar vfðsfjarri. Heimur miðöldrunar æsku Síðasta skáldsaga Jökuls Jakobssonar Jökull Jakobsson: Skilaboð til Söndru. Skuggsjá 1981. ■ Sögumaöur, ég-ið i sögunni, rithöfundur og islenskufræðingur, situr við i sjávarplássi eitt bjart sumar og skrifar kvikmynda- handrit að Snorra Sturlusyni fyrir italskt kvikmyndafélag. Hann ráðstafar sér ráðskonu og Sandra kemur inn i lif hans, i sandölum og með hárband og kann ekki einu sinni að elda hafragraut, hvað þá að hella upp á könnuna. Hún spáir i I ching og náttúruna og kemur róti á hug sögumanns sem er af kynslóðinni sem ávaxtaði sitt pund, kynslóö Elvisar nýlátins. 1 humátt á eftir Söndru koma svo grunsamlegir delar með eitthvaö fyrirferðarmikið i svörtum plast- poka. 1 framhjáhlaupi er sagt frá viðskiptum sögumanns og Eyrún- ar Taylor, pornógrafs og fyrrum bekkjarsystur — þau samskipti reynast hafa hinar tröllslegustu afleiöingar. Lögleg eiginkona rit- höfundarins, sem er að finna sjálfa sig út i löndum, minnir á lögformlega tilveru sina, um hriö gengur hann i fóstbræöralag viö Johnnie Walker, rannsóknarlög- reglan mætir á staðinn meö barta og hefur i hótunum. Þegar sumri hallar er öll tilvera hans komin I hnút, Sandra farin, ítalska kvik- myndafélagiö hætt við, sögu- maöur vendir kvæði sinu i kross, flýr land og sest við aö skrifa sög- una á barnum Iceiandic Cowboy I Eyjahafinu griska — skilaboöin til Söndru. Svo hljóöar söguþráðurinn og i raun segir hann ósköp litið um þessa litlu skáldsögu. Skilaboð til Söndru, sem nú er útgefin, rúmum þremur árum eftir andlát Jökuls Jakobssonar. Nú er aldrei að vita hvað Jökull ætlaöi sér fyrir með bókina, hvort hún var hugsuð til útgáfu i núverandi mynd eða hvort hann ætlaöi að gera á henni frekari breytingar. En það er öldungis vist að þrátt fyrir vankanta styrkir bókin mann I þeirri trú að Jökull hafi verið á mjög frjóu skeiöi sem rit- höfundur rétt áður en hann lést. Skáldsagan sú arna er til marks um það, sem og leikritið 1 öruggri borg sem Þjóðleikhúsiö sýndi i fyrravetur og er með bestu leik- ritum hans. Jökull var alla tið mikill og góð- ur stilisti og fáir islenskir höf- undar standast honum snúning i aö skrifa lifandi en jafnframt áreynslulausan texta. Sem leik- skáld var hann öörum kollegum sinum fremri hvað dramatik og tækni varðaði, hann þurfti sjaldn- ast að beita brögðum þar sem textinn hrökk ekki til. Helsti ann- marki á verkum hans var hins vegar aö oft var eins og vantaði inntak og dýpt, einhvern megin- kjarna til að halda þeim saman, leikrit hans voru kannski mörg hver hálf endaslepp. I Skilaboð- um til Söndru er þó sögunni fylgt á enda af rökfestu, og þótt sögu- þráöurinn sé kannski eilitið út i hött a' köflum, ekki sist undir lokin, er auðsætt að það stafar af þvi aö Jökull tekur sig mátulega hátiðlega, þaö er næstum eins og hann sé að paródera sjálfan sig. Þegar heimur rithöfundarins er i þá mund að leysast i frumparta segir hann i örvæntingu viö Söndru sina að hann vilji skrifa söguna af Söndru — „Þetta yröi afþreyingarsaga handa sjómönn- um á frivaktinni og miöaldra kon- um sem væru að ná sér eftir upp- skurð”. Það er satt, bókin er skemmtisaga og ágætis afþrey- ing, en hún hefur þetta bakbein, þennan mátulega skammt af alvöru undir rós, sem gerir hana annað og meira. Jökull er að lýsa tveim kynslóöum, tveim heimum sem lýstur saman — áhyggju- þrungnum heimi rithöfundarins, heimi magasára og afborgana, og ábyrgöarlausum og eilitið firrt- um heimi Söndru, lifi mið- öldrunar og æsku. Eintöl sögu- manns viö sjálfan sig og aðra eru kostuleg á pörtum, t.d. þar sem hann skilgreinir kynslóð sina i ljósi hernámsgróða og settlegra heimila: „Viö vorum fædd og uppalin undir merki rjúpunnar. A sama hátt og krossinn var tákn kristn- innar og skjaldarmerkið rikisins, þá var rjúpan hans Guðmundar frá Miðdal tákn þeirra fyrir- myndarheimila sem svo aftur i sameiningu mynduðu það gró- andi þjóöllf sem Matthias nefnir i þjóðsöngnum okkar frá 1874 og komst loks á stofn árið 1940 þegar blessaöur striðsgróðinn færði okkur þennan gróanda.” Þessu lifsviðhorfi, viðhorfi sem eiginkonan löglega og Benedikt fótboltagarpur drægju aldrei i efa og klámhundurinn Eyrún hagnast á, raskar Sandra endanlega fyrir sögumanni. Það kemur meðal annar s fram i þvi að mynd hans Jökull Jakobsson við skriftir, af Snorra Sturlusyni tekur ósjálf- ráðum breytingum og handritið verður óbrúklegt. Sandra spyr hvort Snorri hafi skrifað af „innri þörf”, rithöfundurinn verður að fallast á aö liklega hafi hann skrifað af „ytri þörf”. Þegar hann siðan kemst undir læknis- hendur og sálkönnuður fer að leita að orsökum rótleysisins i bernsku hans færir sögumaður æviatriði Snorra upp á nútimann og sjálfan sig. Það er hvort tveggja stórsniðugt og hressandi fyrir okkur sem þurftum aö upp- lifa forgamlaðan Snorra i islenskri kvikmynd. Eins og áður var gefið i skyn er söguþráöurinn nokkuð þvældur á köflum, svo maöur segi ekki lygi- legur og reyfarakenndur, einkum er þaö þó og sérilagi þar sem Eyrún kemur viö sögu og hennar maður i hjólastól og með gler- auga. En fjarstæður sögunnar eru þó bæði réttlætanlegar og skiljan- legar hafi maður áðurnefndan fyrirvara um paródiu, Jökull er ekkert að reyna að vera trúverð- ugur. En ég get þó ekki stillt mig um að minnast á kvenpersónu úr islenskum bókmenntum sem þarna gengur aftúr I stúlkunni Söndru — þaö er hin óræða kven- mynd Halldórs Laxness konan sem ekki er af holdi og blóði heldur af náttúrunni og loftinu, huldukonan hálfgildings. Hér er táknmynd, afturganga, verðugt rannsóknarefni fyrir kvennabók- menntafræöinga. En kannski er Sandra þessi lika öðru fremur hugarfikja sögumanns, einhvers konarranghvgrfa hans, sem hann er slðan reiðubúinn að leita að fram i rauðan dauðann. Skilaboð til Söndru er skemmti- leg og læsileg bók og I henni eru firna kröftugir sprettir þar sem áleitnum hugmyndum er komið ágæta vel i orð. Það er fengur að henni á prenti. Frágangurinn á bókinni er svo annar handleggur — hún er prentuð á leiðinlegan þykkan pappir, sem ég veit af eigin raun að gulnar fljótt og það er of mikið af prentsvertu á hverri siðu. Bandið getur ekki heldur talist nein hilluprýði. Verði einhvern tima ráðist I að gefa út leikrit Jökuls á bók, sem ég vona að verði fyrr en siðar, er óskandi að útgerðin verði rikmannlegri. Bók eins og þessi ætti betri meðferð skilda. Egill Helgason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.