Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.11.1981, Blaðsíða 19
Sunnudagur 15. nóvember 1981 -lyiro________________________________19 á bókamarkaði . •• '; • • -’rG SÓLFAR Guðmundur Irgi Kristjánsson ®Þetta er fimmta ljóðabik Guömundar Inga Kristjánssonar bónda á Kirkjubóli i Bjarnardal i önundarfirði, en hann varð þjóð- kunnur strax af fyrstu bók sinni 1938 og hefur siðan verið i fremstu röðislenskra skálda. Fyrri bækur Guðmundar eru: Sólstafir (1938), Sólbráð (1945), Sóldögg (1958) og Sólborgir (1963). Um skáldskap höfundar segir á bókarkápu „Guðmundur Ingi er fulltrúi sveitalifs og bændamenn- ingar á islensku skáldþingi. Ljóð hans eru sérstæð og listræn, ný- stárleg en þó hluti af aldagömlum arfi Islendinga. Skáldið kveður stuðlaðar lofgjörðir um lif og gróður, menntir og samhygð,” Sólfar er 113 bls. að stærð og hefur að geyma 52 kvæði. Sigurð- ur örn Brynjólfsson gerði kápu, en bókin er sett, prentuð og bund- in i Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Spellvirki ■ Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu ný skáldsaga eftir Jón Dan. Nefnist hdn Spellvirki og segir frá unglingi sem lendir i vandræðum. Bókin er kynnt þannig: ,,Ný skáldsaga eftir Jón Dan, raunsönn, spennandi, um eitt af brýnustu vandamálum samtim- ans. Unglingur við erfiðar aðstæður og misrétti beittur lendir i hræði- legum vanda þegar hann missir stjórn á sjálfum sér á örlagastund — og fremur spellvirki. Hvað er til ráða?” Spellvirki er gefin út i pappirs- kilju 157 bls. að stærð. Bókin er unnin i Prentsmiðju Arna Valdemarssonar og Bókbands- stofunni örkinni. Skrifað í skýin SKBJFAÐj SKYIN \ JÓHANNESR SNORRASON Úter komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin Skrifað i skýin eft- ir Jóhannes R. Snorrason flug- stjóra. Þetta er æsku- og flugsaga höfundarins, hefst vestur á Flat- eyri og endar áriö 1946, þegar fastur grundvöllur hefur verið lagður að áætlunarflugi innan- lands og hafið er farþegaflug til útlanda, en Jóhannes R. Snorra- son var einn af aðalfrumherjun- um í hvoru tveggja. Skrifað i skýiner kynnt þannig á bókarkápu: „Jóhannes R. Snorrason býður okkur fram i flugstjórnarklefa. Og það er ekki einn flugst jórnar- klefi, heldur margir, og við fljúg- um ýmist i sólskini eða kolsvört- um skýjum og illviðrum. Nú er flugtæknin háþróuö, en i upphafi flugferils Jóhannesar var hún þaö ekki. Þá var flugiö ævin- týri likast. Þessi bók er fyrri hluti flugsögu Jóhannesar. Fyrst segir hann frá viðburöarikum bernskuárum á Flateyri viö önunarfjörð og svo enn viðburðarrikari unglingsár- um norður á Akureyri. Siðan hefst fhigsagansjálf ímBju striði og endar á þessu bindi 1946 þegar Jóhannes er nýbúinn að fljúga fyrstu farþegaflugin frá Is- landi til Skotlands og megin- landsins og ferjá tvo Katalínu- flugbáta hingað frá Ameriku yfir Grænland i illviðrum um hávet- ur.’ ’ Skrifað i skýin er 266 bls. að stærðauk 37 myndasiðna með um 70 myndum frá æskuárum höf- undar og þó einkum frá fyrstu ár- um fhigferils hans, ýnsum mjög mikilvægum fyrir flugsögu lands- ins. Skrifað i skýiner unnin i Prent- smiðju Arna Valdemarssonar og Bókbandsstofunni örkinni. ,Kátt er í Krummavík Mignea frá Kkifum KÁTT ER í ■ út er komin hjá Iðunni ný barnabók eftir Magneu frá Kleif- um og nefnist hún Kátt er i Krummavik. Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar Krakkarnir i Krummaviksem út kom i' fyrra. Magnea frá Kleifum hefur samið allmargar barnasögur, þar á meöal eru sögurnar um Hönnu Marfu. — Nýja bókin, Kátt er i Krummavik, er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárnog er kápumynd einnig eftir hana. Um efni sögunnar segir svo á kápubaki: ,,Nú er aöalpersónan frændi krakkanna i Krummavik, Danni, sem lika kom við sögu i fyrri bókinniog á heima i Reykja- vik. Hann fær að vera hjá frænd- fólki sínu um sumartima og sú dvöl reynist mikið ævintýri.” Kátt er I Krummavík er 137 blaðsiður. Prisma prentaði. Sætir strákar ■ IÐUNN hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Magneu J. Matthiasdóttur og nefnist hún Sætir strákar. Þetta er þriðja skáldsaga Magneu. Hinar fyrri voru Hægara pælt en kýlt og Göturæsiskandfdatar. Auk þess hefur hún gefið út ljóðabók. I kynningu forlagsins á efni hinnar nýju sögu segir m.a.: „Sætir strákar — hverjir eru þeir? — Giftir, ógiftir, fráskildir, dökkhærðir, ljóshærðir, rauð- hærðir, skáld og skrifstofumenn, pönkarar og pólitiskir skipbrots- menn, framagosar og fallnir alk- ar, hommar, ofstækisfullir náttúruverndarmenn, ráðherrar, leigubilstj<k-ar, sjoppuþjófar. Allt sætir strákar.. Umhverfið er Reykjavik, timinn núna, sögu- maðurinn stúlka sem flækist I ýmis mál, viljandi eöa óviljandi. Andrúmsloftið frjálslegt, allt get- ur gerst”. Sætir strákar er i niu köflum, 160 blaðsiður að stærð. Kápu- teikningu gerði Brian Pilkington. Prentrún prentaði. LJOÐ ® Fyrirskömmu kom út hjá Máli og menningu bókin Ljóö, ný heild- arútgáfa á ljóðum og ljóðaþýö- ingum Vilborgar Dagbjartsdótt- ur. 1 bókinni er að finna efni þeirra þriggja ljóðabóka, sem Vilborg hefursentfrá sér. Laufið á trján- um (1960) Dvergliljur (1968) Og Kyndilmessa (1971) og ennfrem- ur ljóð sem birst hafa i' blöðum og timaritum siðan Kyndilmessa kom út. Jón Reykdal, myndlistarmað- ur, teiknaði kápu og sá um útlit bókarinnar og er frágangur henn- ar allur hinn vandaðasti. Bókin er 137 bls. og unnin i Prentsmiðjunni Hólum hf. í borginni okkar ■ Mái og menning hefur gefið út smásagnasafn eftir Véstein Lúð- viksson og nefnist það 1 borginni okkar, Sögur og ævintýri frá legri tið. Abókarkápu segir: „Einu sinni var borg sem hét þvi hlýlega nafni Borginokkar. Enginn efað- istum aöhún væri fallegust allra borga, a.m.k. á sólrikum dögum. Tungan sem þar var töluð var hreinust allra tungna og þar bjuggu kynhreinir menn sem voru frá fornu fari gefnir fyrir mergjaðar sögur. I þessari bök kynnumst við viðbrögöum Borgarinnar okkar við hinum margvi'slegasta vanda, bæði utanaökomandi og þeim sem steðjar innan frá og raskar þeirri mynd sem borgarbúar hafa gert sér af li'finu eins og það er — og á að vera. 1 borginni okkar er 157 bls. aö stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Robert Guillemette gerði kápuna. Lambadrengur ■ út er komin á vegum IÐUNNAR ný saga handa börn- um eftir Pái H. Jónsson. Nefnist hún Lambadrengur og er þriðja barnabók höfundar. Fyrri sögur hans, Berjabitur og Agnarögn, hlutu báðar verðlaun fræðsluráðs Reykjavikurborgar sem veitt eru bestu frumsaminni barnabók hvers árs. Auk þessara bóka hef- ur Páll H. Jónsson gefið út tvær ljóöabækur, leikrit og ævisögu, auk þess sem hann er kunnur fyrir tónlistarstörf og hefur samiö sönglög. Um efni þessarar nýju bókar, Lanibadrengs segir svo i kynn- ingu forlagsins: „Hér leitar höf- undur i sjóð minninganna og bregður upp heillandi myndum úr lifi sveitadrengs á þeim árum sem enn var fært frá og þurfti að sitja yfir ánum sumarlangt. Sag- an lýsir samlifi drengsins með fólki, dýrum og gróðri, segir frá þvi hvernig hann vaknar til vit- undar um hið auöuga og marg- breytilega lif sem landið elur.” Lambadrengurer i sextán köfl- um, auk inngangs- og lokaorða. Teikningar og kápumynd gerði Sigrid Valtingojer. Prentrún prentaði. Hún er 122 bls. FRONSK LEIKFONG Stór og smá í miklu úrvali á góðu Heildsölubirgðir INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simi 33560.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.