Tíminn - 15.11.1981, Síða 7
Sunnudagur 15. nóvember 1981
Hjúkrunarkonan marggifta og Truscott frá vatnsveitunni talast vift.
Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir.
varsettá sviö, hitt vissu þó fæstir
aö þarhéltOrton sjálfur á penna.
Stjórnin — ofjarlar
ykkar í geðveiki
Meö Loot leikritinu sem Al-
þýöuleikhúsiö sýnir nú undir
nafninu Illur fengursló Joe Orton
loks í gegn svo um munaði.
Fyrsta uppfærslan i Wimbledon
1965 varð að visu ekki langlif.
Mörgum fannst höfundurinn
ganga of langt,hann væri hrein-
lega gersneyddur öllum smekk og
fágun. Ensýningin i London áriö
eftir undir stjórn Charles
Marowitz var mikill sigur. Fyrir
Orton þýddi Loot bæöi velgengni
og peninga, hann seldi kvik-
myndaréttinn fyrirof fjár og naut
frægðarinnar fram i fingurgóma.
EnHalliwellsá ofsjónum yfirvel-
gengni ástmannsins,geröist þung-
lyndur og uppstökkur og reyndi
tvivegis að fýrirfara sér. Mörgum
vinum þeirra fannst eins og ein-
hver ógæfa væri yfirvofandi.
Orton hélt þó lengst af fullri
tryggö við Halliwell.
Sjónvarpsleikritið The Good
and Faithful Servant frá 1967
fjallar um verkamann sem er
varpað út i' kuldann eftir fimmtiu
ára þjónustu við sama fyrirtæki.
Leikritið er skrifað af reiði og
vanþóknun og i þetta eina skipti
sýnir Orton að hann er á bandi
þeirra sem verða undir i hörðum
heimi. Annað sjónvarp6leikrit,
Funeral Games sem sýnt var
1968, fjallar eins og Loot á létt-
vægan hátt um dauða og kristi-
legan tviskinnung. Erpingham-
búðirnar frá 1967 er stutt leikrit
um uppreisn á sumarleyfisbúðum
þar sem fasiskur gangur er á öll-
um málum. 1967 var Ortoneinnig
beöinn að semja handrit aö fyrir-
hugaöri kvikmynd Bitlanna, sem
þá voru kóngar i riki friðar og
blóma. Vitaskuld átti kvikmyndin
að vera fyndin og fjörug, en
kimnigáfa Orton reyndist helsti
tvieggjuö fyrir fjórmenningana
frábæru. Handritið Up Against It
hefur þó veriö gefiö út á bók.
Orton entist ekki lif til aö sjá
siöasta verk sitt á leiksviöi —
What the Butler Saw frumsýnt
1969. Sumir telja það meistara-
verk hans/öðrum finnst að þar
taki hanr. loks út yfir allan þjófa-
bálk. Leikritið gerist á vitlausra-
spitala þarsem starfsliðið er mun
geðveikara en sjúklingarnir. M.a.
er lagt i munn eins læknisins:
,,Ég er fulltrúi stjórnar hennar
hátignar/Ofjarlykkar i geöveiki”.
Orton er sifellt að gera gys að
dauðanum, næstum storka hon-
um. begar hans eigin dauða bar
siöan að með svo vofveiflegum
hætti, fóru menn aö lesa verk
hans eins og fyrirboða.ekki varð
annað hægt en að horfast beint i
augu við alvöruþungann sem i
þeimlá frá upphafi. Orton sjálfur
hélt þvi stöðugt fram að hann
skrifaði aöeins sannleikann. Þótt
ekki kæmi hann miklu i verk á
stuttri ævi, aðeins sjö leikritum
sem mark er á takandi og einni
skáldsögu, Head to Toesem gefin
var út eftir dauða hans, er það
fyllilega nægilegt til aö halda
hæfni hans á lofti sem einhvers
færasta og sérkennilegasta leik-
skálds f endurreisn bresks leik-
húss á sjöunda áratugnum.
Loot eða Illur
fengur
t Illum feng gerir Orton sér
mat úr flestu því sem er heilagt i
vitund samfélagsins — dauðan-
um, trúarbrögðunum og einkum
og séri'lagi yfirvöldum og lög-
reglu. Aköflum er eins og hann sé
að ná sér niðriá löggæslunni fyrir
fangelsisvistina 1962. Leikurinn
hefst á þvi að sómakær kaþólikki
McLeavy, hyggst koma konu
sinni nýlátinni i gröfina á viðeig-
andi hátt. Likkistan stendur siðan
á sviðinu mestallt leikritið.
Hjúkrunarkona eiginkonunnar
sem hefur átt sjö eiginmenn á
jafnmörgum árum, reynir að
bragði að festa sér hann i' hjóna-
band. Sonurinn, Hal, hefur lika
óhreint mjöl í pokahominu, tvi-
skinnungurinn f fari hans er
undirstrikaður með þvi að honum
er ókleift aö ljúga. Fyrr en varir
er kominn óboðinn gestur inn á
heimilið. frakkaklæddur maður
með hatt sem segist koma frá
vatnsveitunni. Þó dylst engum
áhorfanda að þarna er á ferðinni
laganna vörður. Truscott þessi er
eins og gangandi safn af of-
notuðum klisjum úr lögreglusög-
um og 1 þokkabót heimskur og
hugvitsamur, i senn spilltur og
ruddalegur. Misræmið milli þess
sem persónurnar segja og gera er
him inhrópandi og það er engin
tilviljun að í lokin hlýtur sá eini
sem trúir á heiðarleika og réttlæti
makleg málagjöld.
Þetta er gallsvartur farsi.
svartagallsleikrit eins og flest
verk Ortons. Hann er fram úr hófi
illkvittinn og tekur áhorfendur
óblBum tökum. Þess er kannski
ekki að vænta að áhorfendur
módel ’81 láti hann slá sig út af
laginu og hneykslist. Enhins veg-
ar má sá hafa harða skel sem
ekki sér að undir farsanum býr
djúp alvara og vandlæting. Snilli
Ortons þykir einkum felast 1
harðsnúnum orðræðum og
reynslan hefur sýnt að Illan feng
skuli leika á sem raunveruleg-
astan hátt,fáránleikinn sem býr I
textanum og uppákomunum sé
látinn tala sinu máli. Orton skrif-
ar af þeirri sannfæringu sinni að
fóík sé „óforbetranlega slæmt, en
óumræftaniega fyndift”...._
VEUN
ANDfl
OGHÚN PARF HREINT LOFT
í andrúmsloftinu eru alls kyns óhreinindi, sem fara inn um
loftinntakið á dráttarvélinni, og valda því aö hún vinnur ekki
nógu vel. Viðhaldskostnaðurinn eykst, eldsneytiseyðslan veröur
meiri og það þarf að skipta oftar um loftsíur.
Vélin þolir nefnilega ekki mengun!
Lausnin er TURBO II
lofthreinsitæki.
TURBO II lofthreinsitæki
vinnur á sama hátt og skil-
vinda. Loftið sogast inn, og
spaöarnir (loftknúnir — í því
er galdurinn fólginn) snúast
og skilja ryk, vætu, snjó og
önnur óhreinindi frá loftinu
sem dráttarvélin þarfnast.
TURBO II er sjálfhreinsandi.
TURBO II hentar öllum (þeir ætla aö fá sér TURBO II
í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.
Þarf frekar vitnanna við? ?)
DRA TTARVELIN ÞÍN ÞARF
HREINT LOFT, EIGI HENNI
ADUDA VEL
Yækjasalan hf
.....tæki í takt við tímann.
Pósthólf 21 202 Kópavogi S 91-78210