Tíminn - 15.11.1981, Page 10

Tíminn - 15.11.1981, Page 10
Sunnudagur 15. nóvember 1981 Richard Friedenthal: Karl Marx. Sein Leben und seine Zeit. Miinchen/Ziirich 1981. ■ Fyrsta ævisaga Marx sem mér hefur enst nenna til aö lesa til enda: og ég er sko áhugamaöur um persónusögu, meö öörum orö- um kjaftakind — á það sammerkt með hinum Islendingunum. Verk- iö er gefið át eftir andlát höfund- arins, hann var hvorki rétttrún- aðarmaður né trúvillingur, hann freistaöi aöeins aö draga upp myndir „afburöamanna og ör- lagavalda” sem svo eru þrátt nefndir og öllum finnst alltaf gaman aö vita allt um. — Með einu formerki: yfirleitt komst hann betur frá verkefnum sinum en flestir aðrir. Að nefna helstar ævisagna eftir hann: Lúther, Jan Hus, Montaigne, Pascal og Dide- rot, umfram allt þó Goethe. Karl Marx, lif hans og samtiö var hinsta verk Friedenthals, það er árangur átta ára vinnu og var ekki lokið þegar höfundurinn lést áriö 1979. Útgáfu eftirlátins hand- rits annaðist Christine nokkur Soethbeer, snyrtileg handverks- kona. Hvernig myndi bókin hafa litið út ef höfundi hefði sjálfum auönast að fylgja henni úr hlaði? Um það veit enginn neitt. Likastil hefði Friedenthal lagt nokkur lóö á vogarskálirnar á annan hátt en gert er hér, strokað eitt út, aukið öðru við. Hvernig sem það kynni aöhafaorðið: „þessi” Karl Marx er góð ævisaga, frábær Frieden- thal. persónum eins og fátækralæknin- um kommúniska Gottschalk frá Köln. Siöan mikilfenglegri mönn- um og nafntogaðri: lifstiðarvinin- um Engels, Heine skáldmæringi, Lassalie, Bakúnin, hinum and- legu vegprestum Hegel og Feuer- bach, sósjölskum fyrirrennurum Saint-Simon, Fourier, Owen. Að lyktum er lýst fjölskyldunni, konu og dætrum. Allar persónur gædd- ar fjaðurmögnuðu lifi, frásögnin leikandi létt, teóretisk misklið greinileg, jafnvel skiljanleg. Marx kemur fyrir sjónir harla meðvitaður um sjálfan sig, snemma öldungis sannfærður um gáfur sinar og hlutverk, i engum vafa um eöli þess verks sem hon- um var ætlað að vinna. Einkason- ur, „tilbeðinn” af foreldrum og systkinum, „sólargeislinn litli”, sem faöirinn varar árangurslaust við helstil miklu ákaflyndi. Ekki dró að heldur úr sjálfsöryggi eld- hugans unga þegar frá leið, Mós- es Hess prisaði hann til að mynda — þeir voru kompánar um hrið — og kallaði hann „goðið”, „ef til vill eina núlifandi manninn sem i raun og veru er heimspekingur”. Marx var sumsé dáður, tala mótingjanna var þó hærri, sú staöreynd gerði að visu ekki ann- aö en að auka enn yfirgnæfanlegt sjálfstraustið, þörfina fyrir að hafa á réttu að standa. Krytur, misklið, mögl voru fylgifiskar Marx alla ævi, ekki sist af þvi aö hann unni þeim. Frumhvöt hans ■ Hinn eini sanni, Karl Marx (1818—1883) séffinn hafi ekki vilað fyrir sér að leika fylgismenn sina grátt og sýna þeim stæka óvirðingu, eins og reyndar kemur glöggt fram i bréfaskiptunum við Engels: þeir voru „allir sem einn asnakjálkar, tuddar og garmar”. Enga raunverulega öreiga þekkti hann, byltingarkenningar voru úr bókum fengnar og jafn- harðán aftur bókfestar. Lundúna- kreðsan um Marx var næsta fá- menn, takmarkaðist einkum við þýska útflytjendur. Friedenthal, sem sjálfur bjó i útlegð i Lundún- um, lýsir þessari borg stórfeng- lega. Eiginlegt heimili Marx þar var Bretasafn: „Þarna sat hann, oft uns lessalnum var lokað, frá þvi snemma á morgnana og las. Þarna leið honum vel, þarna var hann verndaður frá sérhverri ut- anaðkomandi truflun... Kom næstum alveg heim við hugmynd- ir manna um þýskan prófessor.” Byltingarinnar vænti hann á hverjum degi, en þegar Parisar- kommúnan var stofnuð i mars 1871 lýsti hann yfir efa sinum — áður en hann lofaði hana sem sönnun fyrir réttmæti kenningar sinnar. Þetta var nokkurs konar forgjöf, þvi að þá voru varla til „marxistar” i Paris, siðar var hetjuskapur kommúnunnar eign- aður hinu „marxiska verki”. Kreddan, ósveigjanleg og skrepp i senn, þurfti einlægt við hinnar „réttu” þýðingar: upphaf- ið að siðari trúarvilludómum og linnulausum svikaákærum — sem Maðurinn Marx Ég veit ekki hvort það er kunn- ara en frá þurfi að segja að ævi- saga er ekki eitthvert samkrull af anekdótum um einhvern tiltekinn mann, alveg jafn-mikilvægt atriði einstaklingnum sem fjallaö skal um er samtið hans, efnahags- a’stand og stjórnmála i umhverf- inu, siðir og andi timans — Zeit- geist sem Þjóðverjinn nefnir svo hnyttilega. Friedenthal lýsir þessu öllu til fullnustu á lifandi hátt — fortið verður nútiö, og hon- um er sýnt um flest annað en að vera leiðinlegur. Enginn hörgull er á smásmyglislegum og grá- myglulegum Marx-ævum, nú get- ur maður gleymt þeim öllum um sinn. Oldungis sannfærður um gáfur sínar ■ „Dr. med, Karl Marx, sérfræðingur I innanmeinum, viðtalstimi eftir umtali”. Hvaöa Marx skyldi Tolli nú meina...? Hér sakar ekki að minnast á að i þessari bók getur ekki að finna svo mikið sem eina uppgötvun i teóretiskum efnum, það ætla ég enda sé ekki lengur hægt. En á hinn bóginn er myrkviði marx- isks máls grisjað nokkuð, og mun seint oflofað. Persóna Marx verð- ur skýr sem aldrei fyrr, svo og það fólk sem i kring um hann hrærðist, löndin og borgirnar þar sem hann lifði, fæðingarstaðurinn Trier, siðan Köln, þá Paris, og umfram allt móðurborgin Lund- únir, þar sem hann dvaldist lengst af. Mun itarlegar er f jallað um fyrstu áratugina en hina sið- ari — bendir það til þess að text- inn hafi átt æði langt i land að veröa fullgerður? Foreldrar, nám, fyrstu umbrot — þessu er skilmerkilega lýst, sömuleiðis fyrstu baráttufélögunum, fyrstu mótingjunum lika: Bruno Bauer, Arnold Ruge, Móses Hess þá var baráttan, markmiðið að hafa á réttu að standa. Og á réttu að standa gat enginn haft utan hann sjálfur. „Gamaldags fjölskyldu- faðir” varð oftar en ekki „heimil- istýrann”. 1 stjórnmálunum var þvi ekki á annan veg farið, ein- lægt nostraði hann við tortryggn- ina: „Og ekki að ástæðulausu: mannþekking hans var mjög af skornum skammti, að ekki sé sagt bágborin. Um það eru flestir sammála sem voru honum kunn- ugir. Langan lista mætti skrifa yfir þá sem hann taldi hafa brugöist sér sem gáfu hann upp á bátinn, sem urðu „svikarar”, þeirra á meöal eru valdavinir og nánari félagar. Hauskúpu- fræði Þeim kynlegu ávöxtum sem þetta bar er lýst i kaflanum Haus- kúpufræði, sem voru þeirra tima gervivisindi — komast skyldi að lyndiseinkunn manna með þvi að athuga hausaskeljar þeirra. Samkvæmt þessari meginreglu voru kandidatar prófaðir áður en þeir innvigðust i „Marx-flokk- inn”. Friedenthal getur þess að Þórhallur Eyþórsson skrifar frá Miinchen höfuðpaurinn var sosum fyrir sitt leyti einnig óspar á. Gyðingarnir eru ógæfa okkar .... Byltingarinnar beið hann sem kunnugt er árangurslaust, engu að siður varð dómur um hann dauðan stórkostlegri en hann hefði órað fyrir. „Marx var spá- maður”, skrifar Friedenthal eins og gert hafa á undan honum Arn- old Kunzli og nokkrir bibliuskýr- endur aðrir. Bendir þetta til hinn- ar gyðinglegu arfleiöfðar? Fried- enthal hafnar þvi. Yfirleitt dreg- ur hann úr hvers kyns gyðinglegri próblematik, visar tilgátunni um „gyðinglegt sjálfshatur” Marx snimmendis á bug — með helstil veigalitlum rökum að manni finnst: Marx hafi engan veginn verið þjakaður af gyðinglegum uppruna sinum. Mér er spurn: sannar ekki gyðingahatur hans, sem vissulega var til að dreifa, berlega hið gagnstæða? Frieden- thal vanmat áhrif antisemitisma i Þýskalandi, og þar af leiðandi einnig þýðingu hans fyrir Marx. Sjálfsöryggi kenningasmiðsins ógnaði sifellt áreynslan að verða herra eigin mótsagna. Kennisetningar orðaði hann og stilaði eins og sá sem valdið hef- ur, á hinn bóginn gaf innri óró honum engin grið, sjúkdómar þyrmdu yfir hann og hann kalkaði langt um aldur fram. önd hans var sem hyldýpisgjá, hann átti ekki til i fórum sinum vongleði siðari flokksbræðra. Aðendingu, aðfinnslur um bók- ina: harla kynlegt má teljast að Garibaldi skuli helgaður heill kafli en aðeins rétt drepið á Beb- el, Liebknecht og Bernstein, næsta óskiljanlegt vegna þess að Marx sneri sér á efri árum æ meir að Þýskalandi, þar sem kenning- ar hans hlutu hljómgrunn. Margs væri enn að geta: efnið býður upp á það ad nauseam....

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.