Tíminn - 25.11.1981, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 25. nóvember 1981
Bókin gaf of gagn-
legar upplýsingar
■ Timi bókabrennanna er liðinn í
Þyskalandi, en þó sá lögreglan þar i
landi astæðu til að gera bók eina þar
upptæka ekki alls fyrir löngu. I bókinni
var að finna leiðbeiningar til almenn-
ings um, hvernig mætti fá vottorð frá
læknum og herja með þeim út fé hjá al-
mannatryggingunum.
Bokin bar hinn viröulega titil: Þér lið-
ur betur, þegar þú ert veikur, en þegar
þu ert hraustur í vinnu,og höfundar eru
engir aðrir en dr. A. Narcho, dr. Marie
Huana, o.s.frv., allt saman dulnefni
natturlega. Hvort bókin var hugsuð sem
brandarabók hefur ekki verið upplýst
en að aliti lögreglunnar er hún ekkert
annað en uppskrift að þvi, hvernig hafa
: & m- ■ m
y,V í
■
jmáé
m
■ Þessi aðlaðandi stúlka, Morgan
Fairchild að nafni á sér nokkuð óvana-
legt áhugamál. Hún hefir kvikmynda-
leik að aðalstarfi, en þegar tómstundir
gefast vill hún helst verja þeim til
rannsókna á sviði mannfræði og/eða
steingervingafræöi. Ungfrúin segist
hafa verið ófrfð og feimin sem barn,
auk þess nærsýn með þykk gleraugu.
Aðstandendum hennar þótti fyrrnefnd
áhugamál fáránleg en hún hefir haft
hhg á þeim allt frá barnæsku. Það var
helst reiknað með þvi, að hún gæti
e.t.v. lagt fyrir sig barnakennslu eða
bókavörslu, þegar fram liðu stundir.
Þessar spár rættust ekki. Það fór
eins og I ævintýri Andersens, um ljóta
andarungann, að Morga varð, er hún
óx úr grasi, gullfalleg stúlka, öllum
aðstandendum til mikillar furöu.
Hún tók þátt i feguröarsamkeppni I
Dallas og komst I úrslit og þar meö var
hún umvifalaust komin á fulla ferð i
leiklistinni. Lesendur Tfmans minnast
e.t.v. hennar i smáhlutverki er Morg-
an hafði I framhaidsmyndaflokknum
Dallas, en þar lék hún fyrrv. unnustu
Bobby Ewings.
Þótt Morgan hafi fyrir löngu gefið
frá sér áform æskudaganna að feröast
út i eyöimörkina til rannsóknarstarfa,
þá hyggst hún iáta þann draum rætast,
fyrr en siöar, að komast til Austur-
landa nær eða Suður-Amerlku, er hlé
gefst frá upptökum I kvikmyndaver-
inu, og fá að slást I för meö hópi vis-
indamanna, að fornleifarannsóknum.
f .M
ma fe út úr almannatryggingum með
svindli.
Aður en löggan tók rögg á sig og gerði
bokina upptæka, var búið að selja mörg
eintök. Enda má finna þar ráð, eins og-
Haldið ekki of lengi til streitu, að þið
þjáist af bakverk. Ef röntgenmyndir
leiða ekki i Ijös neinn krankleik, verður
gerð mænustunga á sjúklingnum og það
er mjög sársaukafullt, sársaukafyllra
en að vinna. Lesendum er einnig kennt
aó lýsa þvi yfir að þeir þjáist af
migreni, magasjúkdömum og ,,tennis
alnboga"!
Heitt bad og heitt
drykkjarvatn á
kvöldin — þá er
auóveldara aó sof na
■ Fólk, sem er i megrunarkúr, verður
að vera við því búið að eiga bágt með
svefn, að sögn bandarísks skálfræð-
ings. — Það eru vissir þættir i næring-
unni, sem hafa afgerandi áhrif á svefn-
inn. Megrunarkúr raskaröllu jafnvægi,
segir hann. Fleiri sálfræðingar taka i
sama streng.
— Farið í heitt bað rétt fyrir hátta-
tíma, ef þið eruð á megrunarkúr. Það
léttir talsvert spennuna, sem fylgir
kúrnum, segir einn þeirra. Hann lætur
þá viðbótarráðleggingu fylgja, að það
hjálpi að drekka bolla af heitu vatni rétt
fyrir svefninn.
Hafiö þessi ráð i huga, ef þið eigiö
erfitt með að sofna á kvöldin. Þau
hljóta að hafa góð áhrif, jafnvel þó að
megrunarkúr eigi engan hlut i svefn-
leysinu.
Afbrýðisamur
við japönsku!
■ Yoko Ono hef ur ekki enn komist yf ir
hinn skyndilega dauða manns sins
Johns Lennon enda ekki langt um liðið
og þau höfðu verið óvenju náin. Ekki
voru þau hjón þó samtaka á öllum svið-
um. Yoko hefur skýrt frá því, að eitt
atriði hafi valdið ósamlyndi þeirra
hjóna. — John var svo afbrýðisamur, að
hann leyfði mér ekki einu sinni að tala
eða lesa japönsku, mitteigið móðurmál.
Það eru vissir hlutar af lifi mínu og mér
sjálfri sem hann skildi aldrei og til-
heyrði aldrei, segir hún.
■ Cleo Laine er utan við
sig eins og fleiri.
Cleo
Laine
er ekki
sleip í
reikn-
ingi
■ Söngkonan Cleo Laine
er islendingum að góðu
kunn, enda hefur hún gist
landið okkar oftar en einu
sinni. En sem góðri lista-
konu hæfir, á hún það til
að vera ofurlitið utan við
sig um jarðbundnari
hluti.
Enn setur að henni
skrekk, þegar henni verð-
ur hugsað til þess, þegar
hún var nærri búin að
týna syni sinum, Stuart.
Hún hafði fariö að versla
og skildi eftir barnavagn-
inn, með Stuart innan-
borðs, fyrir utan kjötbúð-
ina á meðan hún brá sér
inn. Siðan hélt hún heim á
leið með innkaupin og
rankaði ekki við sér fyrr
en mamma hennar kom i
heimsókn nokkrum
klukkustundum siðar til
að lita aðeins á dótturson
sinn. Varð þá skiljanlega
uppi fótur og fit á heimil-
inu, en Stuart var enn
kyrr, þar sem hann hafði
verið skilinn eftir, og varð
ekki meint af.
Það virtist ætla að
verða heldur afdrifarik-
ara, þegar Cleo gat ekki
munað rétt fæðingarár
dóttur sinnar. Dóttir
hennar, Jackie var að
skipta um skóla, og eftir
fyrsta skóladaginn sagði
hún við mömmu sina, að
sér þættu krakkarnir i
bekknum óttalega smá-
barnalegir. t ljós kom, að
mamma hennar hafði
skráð Jakcie tveim árum
yngri en hún var á um-
sóknareyðublaöið. Þá gat
nú skólastýran ekki orða
bundist og hafði orð á þvi,
að ekki veitti nú af fyrir
suma foreldra að læra of-
urlitið i reikningi!
Getur litaval á íbúdinni dregið úr upphitunarkostnaði?
■ Verkamennirn-
ir i súpuverksmiðj-
unni voru fullvissir
um, að dregiö hefði
verið úr upphitun á
kaf fistofunni
þeirra. Það stoðaði
litið að fram-
kvæmdastjórarnir
heldu þvi statt og
stööugt fram, að
hitastigið væri ó-
breytt, venjulegur
herbergishiti. Hit-
inn var þó aukitln
til að halda friöinn.
En þá datt ein-
hverjum i hug að
athuga, hvort nýi
liturinn á kaffi-
stofunni hefði ein-
hver áhrif, en hún
hafði nýverið verið
máluð, og var nú
orðin blá á lit, bláir
veggir og Ijósbláar
veggflisar upp á
miðja veggi.
Sent var eftir
málurum, sem
bættu appelsinu-
rauðri rönd á vegg-
ina, stólarnir voru
klæddir appelsinu-
rauöum og ryð-
rauðum lit. Og nú
var hitastillirinn
aftur stilltur á sitt
venjulega hitastig.
Nú brá svo við, að
enginn kvartaði
undan kulda leng-
ur!
Sálf ræðingar
halda þvi fram, að
blár litur minni
folk á kaldan sjó,
eða jafnvel is, þar
sem rauðir litir
hafa undanfarin
30.000 ár minnt
mannkynið á eld og
eru settir i sam-
band við glaðværð,
hlýju og ómeðvit-
aða eftirvæntingu
og uppörvun.