Tíminn - 25.11.1981, Blaðsíða 4
4
Miövikudagur 25. nóvember 1981
f réttir
Opinberir starfsmenn
leggja fram kröfur sínar:
„Kemur ekki til
greina að gera
skammtímasamning’’ ’
■ Magnús Einar Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna kynnir félagsmönnum samkomu-
lagið sem undirritað var Ifyrrakvöld á fjölmennum félagsfundi i Austurbæjarbló i gær.
Timamynd —G.E.
Bókagerðarmerm semja:
„Sker sig í grundvallar-
atriðum frá ASÍ-samningunum”
— segir Magnús E. Sigurðsson,
formaður Félags bókagerðarmanna
■ ,,Bætt verði sú kaupmáttar-
skerðing sem orðin er hjá opin-
berum starfsmönnum frá þvisem
samið var um 1977, en hún mun
vera allt að 20%”, segir i fyrsta
lið kröfugerðar þeirrar sem
samninganefnd BSRB lagði i
fyrradag fram á fundi með
samninganefnd rikisins og fjár-
málaráðherra.
1 kröfugeröinni er einnig farið
fram á að lágmarksorlof miðist
við 5 daga vinnuviku, auk þess
sem fjölmargar sérkröfur eru
lagðar fram. Gerir kröfugerðin
ráð fyrir þvi að samningstíminn
verði eitt ár. Haraldur Steinþórs-
son varaformaður og fram-
kvæmdastjóri BSRB sagði i við-
tali við Timann i gær að fjár-
málaráðherra hefði á fundinum i
fyrradag véfengt töluna um 20%
kaupmáttarskeröingu á þessu
timabili en lýst sig reiðubúinn til
þess að taka þessi mál til athug-
unar hið fyrsta. Sagöist Haraldur
reikna með þvi aö næsti viðræðu-
fundur yrði nk. mánudag.
Haraldur sagði aö samkvæmt
lögum BSRB, þá ætti BSRB nú aö
gera aöalkjarasamning og siðan
ættu félögin innan BSRB að gera
sérkjarasamninga, þannig að
ekki kemur til greina hjá BSRB
að gera skammtima samning
eins og ASI hefur gert”. Sagðist
Haraldur hafa trú á þvi aö menn
skildu þessa sérstöðu BSRB.
Þröstur Olafsson, aðstoðar-
maður f jármálaráðherra sagði i
viðtali við Ti'mann I gær aö
samninganefnd rikisins væri litið
farin að kynna sér innihald kröfu-
gerðar BSRB enn. Taldi hann þó
að kaupmáttarskeröing sú sem
nefnd væri i kröfugerðinni væri
ofreiknuð, því samkvæmt út-
reikningum frá i sumar væri
þessi skerðing talin vera á bilinu
10-15%. Siðan það hefði verið
hefðu komiö upp í þetta félags-
málapakkar og annað sem þeir í
ráðuneytinu mætu sem ígildiv
kauphækkana auk þess sem i
skattalækkun heföi komið til sl.
vetur. Þröstur sagði það liggja i
hlutarins eðli að nýgerðir
samningar ASI og bókagerðar-
manna kæmu til með að hafa
áhrif á samninga BSRB.
■ „Samningstíminn er sá sami
oghjá ASIog VSI, þ.e. frá 1. nóv.
sl. til 15. mai nk.,” sagði Magnús
Einar Sigurðsson, þegar blaða-
maður Timans spurði hann i gær
um samkomulag það sem tókst
með bókagerðarmönnum og
vinnuveitendum þeirra i fyrra-
kvöld og var siðan samþykkt á
félagsfundum bókagerðarmanna
og prentiðnaðarins I gær.
„3,25% kauphækkun kemur til
meginstofns okkar félags-
manna,” sagði Magnús, „en það
fólk sem er lægstlaunað innan
okkar félags fékk þarna umfram-
hækkun, þannig að það hækkar
um 6%. Auk þess fengum við
fram ýmis önnur atriði, sem eru
frábrugðin þvi sem ASl sam-
komulagið felur i sér, eins og
atriðisem snerta vinnufatnað, or-
lof, kaffi- og matartíma, svo eitt-
hvað sé nefnt.”
Magnús var að þvi spurður
hvort bókagerðarmenn væru
ánægðir með þetta samkomulag
og sagði hann: „Ja, maður er
auðvitað aldrei ánægður, en mið-
að við þær kringumstæður sem
samningarnir eru gerðir undir þá
þá held ég að við getum sæmilega
vel við unað. Okkur tókst að gera
samning sem sker sig frá ASÍ i
grundvallaratriðum. Okkar
samningur er bæði betri og öðru-
vísi en ASI samkomulagið.”
Fundur hjá Félagi bókagerðar-
manna I Austurbæjarbiói var
mjög fjölmennur i gær. Eftir
miklar umræður fór fram at-
kvæðagreiðsla um samkomulagið
og var það samþykkt með 297 at-
kvæðum gegn 122. Grétar G.
Nikulásson, framkvæmdastjóri
Félags islenska prentiðnaðarins
sagði í gær í viðtali við Timann að
þeir hjá F.t.P. litu þannig á að
þessi samningur væri það hag-
kvæmastasem hægt Jrefði verið
að gera miðað við aðstæður.
„Samningurinn er byggður á
samningum Alþýðusambands-
sins,” sagði Grétar, „og var reynt
að hafa eins litið af frávikum frá
honum og hægt var. Frávikin
koma þeim lægstlaunuðu til góða,
sem er aðstoðarfólkið i bókband-
inu.”
—AB
■ Sibastliðinn föstudag fór fram
I húsakynnum sáttasemjara við
Borgartún, talning i atkvæða-
greiðslu bankamanna um sátta-
tiiiögu þá er sáttasemjari hafði
lagt fyrir bankamenn. Úrslit at-
kvæðagreiðslunnar urðu þau að
2149 greiddu atkvæði gegn sátta-
tillögunni og 118 greiddu atkvæði
með henni. Var tillagan þvi kol-
felld af bankamönnum.
AB
Timamynd - Ella
—AB
Fleygir þú
peningum daglega
óafvitandi ?
i
Nýr Danfoss með minnispunkti
Enn er fjöldi fólks hér á landi sem
gerir sér ekki grein fyrir hve mikil
hitaorka fer til spillis í húsnæði
þess, sem kostar það ómæld pen-
ingaútlát.
Verkefni Danfoss ofnhitastillanna
er einmitt að nýta hitaorkuna og
auka þægindin til hins ýtrasta í
hverju herbergi.
Dragðu þaö ekki að kynna þér
kosti nýju Danfoss ofnhitastillanna,
það kostar ekkert. En þú getur
sparað þér fúlguna sem þú fleygir.
= HEÐINN =
DANFOSS ráðgjafaþjónusta
Seljavegi 2, sími 24260
bingffréttir i --sv-
„Friður verður
aðeins tryggður
með alhliða afvopnun”
— sagði Ólafur Jóhannesson,
utanrikisráðherra
■ Miklar umræöur urðu I gær,
þriðjudag, i sameinuðu þingi um
utanrikis- og öryggismál. ólafur
Ragnar beindi tveim fyrirspurn-
um til utanrikisráðherra um nýj-
ar kjarnorkueldflaugar I Evrópu
annars vegar og aöild Islands að
kj arnorkulausu svæði á Norður-
löndum hins vegar. Fjöldi þing-
manna tók til máls og báru um-
ræðurnar mjög keim af svipuðum
rökræðum sem áttu sér stað fyrir
tveim vikum.
ÓRG hélt sér við efnið og fór
mörgum orðum um friðar-
hreyfingar i Evrópu og er mál-
flutningur hans i þeim efnum
orðinn svo kunnur að óþarft mun
að rekja hann enn.
Ólafur Jóhannesson svaraði og
gerði grein fyrir stefnu tslands i
öryggismálum og taldi það vera
fjarri að svokallaðar friðar-
hreyfingar hefðu einkarétt á
friðarvilja. Kvaöst hann vilja sjá
þessar friðarhreyfingar horfa til
beggja átta og hvar eru friðar-