Tíminn - 06.12.1981, Qupperneq 14

Tíminn - 06.12.1981, Qupperneq 14
14 Sunnudagur 6. desember 1981. Myndakóngur nóvember-mánaðar ARNAR JÓNSSON Myndir í blödunum taldar Vísir ■ Friðrik Sophusson ■ Magnús E. Sigurðsson ■ Gunnar Thoroddsen ■ Geir Hailgrimsson ■ Myndir dreifðust mjög jafnt að þessu sinni. Eins og menn muna ef til vill var Pétur Sigurgeirsson biskup myndakóngur septem- bermánaðar, með 32 myndir, Vigdis Finn- bogadóttir forseti varð myndakóngur októ- ber með hvorki meira né minna en 107 myndir. Nú er það Arnar Jónsson leikari sem ber sigur úr býtum — af honum voru 32 myndir i blöðunum i nóvember... Þjóðviljinn ■ A þvi blaði var hörö keppni og jöfn manna í mill- um þennan nóvember. Aö lyktum fór þaö svo að tveir stóöu uppi efstir og jafnir meö flestar myndir af sér, sem reyndust nefnilega dtta aö tölu. Þetta voru þau Vig- dis Finnbogadóttirforseti Is- lands og Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur og iönaöarráöherra. I þriöja sæti var Arnar Jónsson.leikariog voru birt- ar sjö myndir af honum i •Þjóöviljanum umræddan mánuö — enda lék Arnar og leikur enn, hlutverk i tveim- ur leikritum AlþýöuleikhUss- ins og öldungis snilldarvel aö þvi er sagt er. Fjóröi varö sjálfur for- maöur Alþýöubandalagsins sem gefur Ut Þjóðviljann.þaö vill segja Svavar Gestsson ráöherra og sex sinnum fengu lesendur Þjóöviljans aö rifja upp i huganum útlit hans. Siðan komu fjórir I fimmta til áttunda sæti: ólafur Jó- hannesson, utanrikisráð- herra, ólafur Ragnar Grimsson alþingismaöur, Guðrún Helgadóttir, al- þingismaöur og borgarfull- trúi og Ragnar Arnalds al- þingismaður og fjármála- ráðherra. Voru birtar af hverju þessara fjórar myndir. Með þrjár myndir voru meöal annars Jóhanna Egflsdóttirbaráttukona sem varö eitt hundraö ára fyrir stuttu, Sigurjón Pétursson, yfirborgarstjóri og Einar Kárason rithöfundur og höf- undur bókarinnar Þetta eru asnar Guöjón. Tíminn Þaö reyndust vera tveir leikarar sem fengu flestar myndir af sér I Ti'manum nú I nóvember. Annar þeirra, Montgomery Clift, Broadway- og Hollywood- stjarna (Neineinei! Ekki is- lenslúrskemmtistaöir!) sem bar aö lokum sigur úr být- um. Voru af honum sjö myndir f Timanum,en þess skal getið aö þær birtust all- ar meö langri grein um Monty i Helgar-Timanum siöasta. I ööru sæti varö ,,our own” Arnar Jónsson stjarna i Útlaganum, Elskaöu mig og Illum feng. Birtust sex myndiraf Arnari iTimanum aö þessu sinni. 1 þriöja sæti varö ólafur Jóhannesson alþingismaöur og utanrikisráöherra en fimm myndir voru af honum I nóvember. I f jóröa til sjötta sæti voru eftirtaldir: Ronaid Reagan forseti vestur i Bandarikjun- um, Vigdis Finnbogadóttir, forseti hér á íslandi, og Oriana Fallaci itölsk blaöa- kona meö kjaftinn fyrir neöan nefiö og eru fjórar myndir af hverju þeirra. Meö þrjár myndir eru meðal annars Þórhallur Sigurðsson leikari og leik- stjóri, Guölaugur Þorvalds- son sáttasemjari og Alfreð Alfreðsson stórglæpa- maöur... Morgunblaðið Óskaplega sem ljósmyndir Morgunblaösins dreiföust þennan mánuöinn nóvem- ber. Fjöldi mynda var i blaöinu aö venjuen samtvar varla hægt aö skrapa upp I myndakóng. Aö lokum var þaö samt Arnar Jónsson leikari sem bar sigur Ur býtum. Voru birtar sjö myndir af honum i Mogganum, tveimur fleiri en af nokkrum öörum. Tveir þjóöarleiötogar lentu i' öðru til þriöja sæti annarlifshinn liöinn. Er hér um aö ræöa þá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, og Ólaf Thors forsætis- ráöherra tslands sem lést fyrir 18 árum. Fimm myndir af hvorum þeirra prýddu siöur Morgunblaösins. Fjórar myndir rákumst viö á aftveimur stjómmála- mönnum til,annar þeirra er ólafur Jóhanncsson utan- rikisráöherra og hinn Geir Hallgrimsson alþingismaöur og fyrrverandi forsætis- ráöherra auk þess aö vera formaöur Sjálfstæöisflokks- ins. Meöal margra sem fengu af sér þrjár myndir i Mogg- ann voru Friðrik Sophusson varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins, Jóhanna Egils- dóttir 100 ára skörungur og Gunnar Thoroddsen for- sætisráöherra. Visir Friörik Sophusson al- þingismaöur og nýkjörinn varaformaöur Sjálfstæðis- flokksins varö öruggur myndakóngur dagblaösins Vfsis meöan þaö var og hét i nóvembermánuði. Nú er þaö dáiö drottni sinum eins og menn vita. Af Friörik voru heilar fimmtán myndirfVIsi mtíra en helmingi fleira en af næstu mönnum. Næstir uröu þrir kappar: Magnús E. Sigurösson for- maöur Félags bókageröar- manna, Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra og Geir Hallgrimsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Af hverjum þessara voru sjö myndir i Visi og dæmast þeir þvi vera saman I ööru til fjórða sæti. Aðrir þrfr kappar fengu sex myndir af sér i Visi — nefnilega Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráö- herra, Ólafur heitinn Thors forsætisráöherra, Aðalsteinn Ingólfsson listfræöingur og Arnar Jónsson leikari. Eru þeir fjórmenningar þvi i fimmta til áttunda sæti allir saman. Meö fimm myndir i niunda sæti varö sænska söngkonan Agnetha Faltskog kunn af starfi sinu með hinum valin- kunna ABBA-flokki... Nokkrir voru með fjórar myndiraf sér i Visi i nóvem- ber: við látum okkur nægja að nefna hina sivinsælu Karin Madsen,danska fata- fellu. Dagblaðið Erekki lengur til, aö þvi er manni er sagt. En i nóvember-mánuði var aukin heldur fátt um myndir i þvi blaöi eða að minnsta kosti fátt um margar myndir af sömu mönnunum. Hæstur varö aö lokum Magnús Magnússon sjónvarpsmaöur I Bretlandi en af honum voru fimm myndir i Dje-Bje. t ööru sæti varð enginn smátappi: sem sé Leónid Ilitsj Brésnjéf, forseti Sovét- rikjanna og formaður Kommúnistaflokksins þar i landi, fjörum sinnum sáu lesendur Dagblaðsins hann blasa viö á siöum blaðsins. Nokkrir fengu þrjár myndir — Anatóli Karpov, heimsmeistari i skák, Arnar Jónsson,leikari, Geir Hall- grímsson,formaöur Sjálf- stæöisflokksins , Friðrik Sophusson, varaformaður sama flokks og Arnór Guö- jónssen,fótboltamaður. Dagblaðið & Visir Svo fá eintök hafa komið út af þessu nýja blaöi að varla er marktækt aö telja þau meö. Þó er Tom Martinhjá Menningarstofnun Banda- rikjanna efsturþviaf honum birtust sex myndir i Dag- blaöinu & Vísi. Aö auki skal þess aðeins getiö aö fleiri myndir birtust af Ellert B. Schram en Jónasi Kristjánssyni. Alþýðublaðið Þaö var einn alþingis- manna Vestfirðinga, Sig- hvatur Björgvinsson sem fékk flestar myndir af sér i Alþýöublaöinu — nákvæm- lega taliö voru þær átta og stundum tvær i einni og sömu opnunni. t ööru sæti varð Jóhanna Egilsdóttir baráttumaöur Alþýðuflokkskvenna sem varö 100 ára nýlega en af henni voru sjö myndir i blaöinu. Næstur kom svo Kjartan Jóhannssonfyrrver- andi ráðherra en af honum voru fimm myndir I mál- gagninu. Förum viö ekki lengra aö sinni en getum þess að sem fyrr er Alþýðublaðiö eina flokksmálagagniö sem birtir myndir af öllum þingmönn- um sinum og flestum oftar en einu sinni... Þjódviljinn ■ Hjörleifur Guttormsson ■ Vigdís Finnbogadóttir ■ Arnar Jónsson Tíminn ■ Montgomery Clift Arnar Jónsson ■ ólafur Jóhannesson Morgunblaðið j|: jgj ■ Araar ■ Ronald Jónsson Reagan ■ Ólafur thors Dagbladið ■ Magnús ■ Leónid I. ■ Arnar Magnússon Brésjnéf Jónsson Dagblaðid & Vísir ■ Tom ■ Ellert B. ■ Jónas Martin Schram Kristjánsson Alþýdublaðið ■ Sighvatur ■ Jóhanna Kjartan Björgvinsson Egilsdóttir Jóhannsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.