Tíminn - 06.12.1981, Qupperneq 20

Tíminn - 06.12.1981, Qupperneq 20
Sunnudagur 6. desember 1981. ■ Hinn snjalli rannsókn- arlögreglumaður var kall- aður út rétt f yrir miðnætti, uppálagt að halda þegar í stað að leikhúsi einu hér í bæ. Rannsóknarlögreglu- maðurinn, söguhetja vor, vissi vel að oft er grunnt á því góða milli leikara, þessara miklu og tilfinn- ingaríku listamanna, en hann varð eigi að síður undrandi er í Ijós kom, og hann frétti það hjá varð- stjóranum sem fyrstur hafði mætt á vettvang, að Morðið í leikhúsinu ein leikkonan hafði verið myrt í búningsherbergi sínu skömmu eftir sýn- ingu. Var þetta mál allt hið óhuggulegasta og átti rannsóknarlögreglumað- urinn vanda til að fá mar- traðir löngu eftir að það var upplýst. Því auðvitað var málið upplýst—til þess eru rann- sóknarlögreglumenn gerð- ir. Ert þú, lesari vor og bróðir, frústreraður rann- sóknarlögreglumaður? Reyndu að leysa gátuna. Leikkonan sem fannst myrt hét Ketilríður, og fannst limlest í búnings- herbergi sinu, eins og sennilega var drepið á hér að ofan. Aðrir leikarar í því stykki sem sett var upp þetta örlagaríka kvöld voru f jórir — hétu Hólm- fastur, Guttormur, Mál- hildur og Lofthæna. Á meðfylgjandi korti sjáum við búningsherbergi þeirra allra. Þið fáið ekki að vita hver átti hvaða herbergi, þið fáið aftur á móti nokkrar vísbendingar. Svo sem eins og þessar: a. Jafnmörg herbergi liggja að búningsherbergi morðingjans og búnings- herbergi Ketilriðar. b. Búningsherbergi Ket- ilríðar liggur að búnings- herbergjum Hólmfasts og Málhildar. c. Búningsherbergi Gutt- orms og Lofthænu eru jafnstór. d. Búningsherbergi Mál- hildar liggur ekki að bún- ingsherbergi Guttorms. Og þetta mun nægja. Hver myrti veslíngs Ketil- ríði? Lausn bls. ? Ifcddrifjaöir njósnaiar Asbjorn 0ksendal Ðókin segir frá lífshættulegum flóttaferöum í stórtirlðum og vetrarstormum um hálendi Nor- egs og Svíþjóðar. Þar er barist við grimm nátt- úruöfl. Einnig kvislinga og Gestapo, sem alls staðar liggja I launsátri tilbúnir að svíkja og myrða. „Persónum er lýst af slíkri nákvæmni og innlif- un að okkur finnst við g jörþekkja þær. Gestapo í Þráncftieimi er að öllu leyti sambærileg við bækumar Eftiir lýstur af Gestapo og Þegar neyðin er stærst." - Arbeidaibladet. „Sönn frásögn af baráttu norskra föðuriands- vina við kvislinga og Gestapo I Noregi." - Aftenposten. „ ... lifandi lýsing á hrikalegum sannleika." - Vaart land. „... við stöndum bókstaflega á öndinni." Ný bók eftir enska metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Njósnanetið kom fyrst út í Bretlandi haustið 1980. Þetta er nútíma njósnasaga. Breska leyniþjónustan, CIA-njósnarar og KGM-menn eru á fullri ferð. Umsagnir um bókina: „Frábær njósnasaga.“ - The Times. „Ein af þeim allra bestu.* - Daily Telegraph. „Hjá Lyall er allt á fullri ferð.“ - Punch. „Höfundurínn kann þá list að halda lesandan- um í spennu.“ - Daily Telegraph. „Kaldrifjaðir njósnarar . . . . vel smurðar skammbyssur." - Evening Standard. .....Tveir þjóðvarðliðar birtust skyndilega í Ijósgeisianum með riffla um axlir. . . Loader fann stingandi verk í brjóstinu ... Skot sundr- aði framrúðunni. Hendur hans hrukku af stýr- inu. Bíllinn rann út af veginum. Loader var klesstur milli stýrisins og hurðarinnar. Höfuðið hékk aftur, augun voru opin, varimar hreyfðust ekki... „Enginn höfundur lýsir eins vel og Clifford samspili haturs og ótta, samúð og mannlegum tilfinningum ... Mögnuð spennubók ... Stór- kostleg." - London Spectator. Efnið tekur mann heljartökum.“ - The Scots- man. „Hraði og spenna frá fyrstu til síðustu blað- síðu." - The Times Literary Supplement. HÖRPUÚTGÁFAN Alfreð hættir að reykja — Alfreð Alfreðs- son í undirheim- um, sjöundi þáttur ■ bað rigndi yfir kvörtunum — Alfreð Alfreðsson var fjarri góðu gamni i Helgar-Timan- um um siðustu helgi. Ahrifa- mesta kvörtunin kom frá Al- freð sjálfum, hann ruddist hér inná gafl til okkar, um varir hans lék hið tviræða glott sem aldrei veit á gott, pervisin refsleg nærvera Alfreðs gerði okkur bumbult, hann dró upp ' lúna naglaþjöl og otaði henni að okkur, hótaði jafnvel að siga á okkur gömlum penna- vini sinum — Brjálaða Mike. „Allt i góðu gamni”, sagði hann og meinti greinilega hið gagnstæða. Við sórum og sárt við lögðum að við skyldum bæta okkar ráð. „Sjáiði til, strákar”, sagði Alfreð og var siðan sem á valdi endurminninganna, við settumst niður og skrifuðum eftir forskrift hans söguna af þvi þegar hann, Uxaskalli og Bóbó hættu að reykja. Þeir lágu heima hjá Bóbó i Skógarseli og Alfreð leið illa. Alfreð Alfreðsson er maður hinna göfugu hvata og nautna, en honum þótti Bóbó helsti fyrir neðan mitti. Bóbó átti mikið og vandað safn klám- blaða og hafði fjárfest i videói fyrir bisað fé til að geta horft á „bláar myndir” klukkan sjö á morgnana,en það fannst hon- um best, aftur á móti hafði Bóbó aldrei gagnast kven- manni,svo vitað sé. En þarna sat Alfreð útúr leiðindum og blaðaði áhugalit- ill gegnum fimm ára gamlan árgang af Hustler, blaðsiðurn- ar voru kámugar og klesstar þar sem mest gekk á. Uxa- skalli kynnti sér Playboy frá árinu 1957. Þá reis Bóbó rjóður uppúr klámbókinni sinni, æði svæsinni, og sagði letilega: „Uxi, gemmér sigarettu.” Alfreð, á nálum af leiðind- um, greip tækifærið fegins hendi: „Veistu ekki að það er óhollt að reykja, maður?” „Óhollt”, sagði Bóbó og tendraði naglann sem Uxa- skalli rétti honum. „Til hvers reykirðu þá sjálfur?” — og þóttist hafa stungið uppi Al- freð Alfreðsson, Napóleon fjórða undirheimanna. En Al- freð lét ekki slá sig út af lag- inu: „Blessaður, ég er hættur. Ég var að hætta. Rétt áðan”, sagði hann og skáskaut aug- unum þar sem glóðin var að deyja út. Oskubakkinn var i laginu eins og allsber kven- maður. bað kom nokkuð fát á Bóbó. Loks sagði hann: „Jæja, þá getég alvegeins hætt lika”, og var ekki laust við að hann fyrtist við. „Uxaskalli, ertu með?” „Ha?” sagði Uxaskalli upp- úr blaðinu, andstuttur. „Við erum að hætta að reykja, við Alfreð”, sagði Bóbó. „Ertu með?” „Auðvitað”, sagði Uxaskalli ósjálfrátt og sneri sér aftur að blaðinu. Og þannig hættu þeir að reykja, eitt dapurlegt siðdegi heima hjá Bóbó i Skógarseli, Breiðholti. Þeir sóru hátiðleg- an eið að reykja ekki framar og sá sem fyrstur bryti heitið yrðilaminn af hinum tveimur. Það þótti þeim sanngjarnt. Næstu daga og vikur veltu vinir og vandamenn (og lög- reglan lika) fyrir sér hvað væri á seyði hjá Alfreð Al- freðssyni og kumpánum hans tveimur, Uxaskalla og Bóbó. Þeir skulfu sjáanlega á al- mannafæri, voru ekki mönn- um sinnandi og svöruðu út i ■hött ef á þá var yrt. Sá eini sem vissi leyndarmálið var Aldinblók, slefberinn, og er þrjár vikur, fjórir dagar, sex klukkustundir og seytján min- útur voru liðnar frá þvi að heitið var gefið i Skógarselinu kom hann á fund Alfreðs, óða- mála að vanda. „Jæja, Alfreð, hvað segirðu þá?” Alfreð hvæsti og gaut aug- unum á Camel sigaréttu sem dinglaði i munnvikinu á Aldin- blók. „Hérna, Bóbó...Hann Bóbó var i Klúbbnum i gær.” „Jæja, hvað með það?” urr- aði Alfreð Alfreðsson, ekki nema skugginn af sjálfum sér. „Sko”, sagði Aldinblók flóttalegur. „Hann var alveg migandi fullur, ær af vini, og var sko að reyna við stelpu — þú veist nú hvernig það fer alltaf hjá ’onum — en hann var semsagt þarna, og ...” Nú var Aldinblók farinn að tala svo hratt að vart heyrðust orða skil. Alfreð hlustaði á hann með þjáningarsvip. ,,....og, égsáhannfásér- smókhjástelpunni...” Aldin- blók lyppaðist niður i stól með það sama. Pirð augu Alfreðs Alfreðs- sonar skutu gneistum. Með það sama var hann horfinn á braut, uppi Leið eitt þar sem aldurhnignir farþegar hörfuðu allir sem einn aftast i vagninn, og hraðar en auga varð á kom- ið uppi Hliðar þar sem Uxa- skalli kvaldist einn og yfirgef- inn. Almannagjá var að vitja heimkynna sinna i Keflavik. Þeir ræddust lengi einslega við og veit enginn til þessa dags hvað þeim fór i milli. Hitt höfum við eftir Aldinblók, og Alfreð þrætti ekkifyrir það, að þeir hefðu tekið hálf niu strætó uppi Breiðholt og ekki stað- næmst fyrr en i Skógarseli. Bóbó sat einn heima og blaðaði i gömlu hefti af Top Hat sem honum hafði áskotn- ast i fornsölu i Skuggahverf- inu. Dyrabjallan hringdi og Bóbó hrökk við eins og maður sem á von á dauða sinum. Bóbó fór til dýra. „Ég átti von á ykkur, strákar”, sagði hann. Alfreö og Uxaskalli gengu þegjandi inn og virtu hinn seka ekki viðlits. „Uxaskalli”, sagði Alfreð, „gemmér rettu.” Þeir fengu sér báðir siga- rettu og drógu að sér allt nikó- tin i tveimur sogum. Bóbó beið átekta og tók eftir þvi sér til skelfingar að glottið kviknaði aftur i munnvikum Alfreðs. Alfreð og Uxaskalli fóru sér að engu óðslega, drápu i rettum sinum. Svo gengu þeir i skrokk á honum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.