Tíminn - 06.12.1981, Side 30

Tíminn - 06.12.1981, Side 30
30 Sunn'u'dagiir'tí. desembér 1981. DANSÁ ELD- FJALLI — af þýska leikaranum Gustaf Griingens og lyki lskáldsögunni Mefistó I ár hafa selst um 300.000 eintök af forboðinni bók í Þýskalandi/ lykilskáldsögunni „Mefistó" eftir Klaus Mann, son rithöfundarins alþekkta Thom- asar Mann. I leikhúsum eru færðar upp leikgerðir sögunnar og nú hefur stórmyndin „Mefistó" litið dagsins Ijós. i raun er allt þetta uppistand út af manni sem legið hefur i gröfinni í næstum tuttugu ár — leikaranum, leikstjóranum og leikhússtjór- anum Gustaf Grúndgens. Ferill hans er lygasögu likastur, hann var orðinn þekktur og dáður leikari fyrir heimstyrjöldina síðari, á tíma Þríðja ríkisins var hann sérstakt eftirlæti Hermanns Görings og réði fyrir virtasta leikhúsi i Þýskalandi. Og eftir stríðið skaut honum aftur upp úr f lóðinu og varð ó- umdeildur höfðingi þýsks leikhúss á tíma efna- hagsundursins. Á siðari hluta þessa árs hefur vart annar maður verið meira umtalaður í Þýskalandi er Grúndgens og þó einkum og serílagi sú svarta mynd sem Klaus Mann dró upp af honum í Mefistó. A skrifborði sinu i Krónprinsa- höllinni i Berlin hafði hann á dýröardögunum mynd af Her- manni Göring i silfurramma með tileinkun. Augliti til auglitis við Göring, sem taldi hann einn af sinum sveinum, vann hann sin embættisstörf. Af mikilli alúð og snilld og með ótviræðum árangri. Þó trúði enginn þvi i alvöru að hann væri nasisti, ekki einu sinni Göring. Hann var yfirmaður prússnesku rikisleikhúsanna, ráðherra, og ásamt með tón- listarmanninum Furtwangler frægasti listamaður i Þriðja rik- inu. Samt var hann ekki i flokkn- um, og hafnaði jafnvel kuldalega boði um að ganga i skaðlitið stuöningsmannafélag. Hann hafði aö staðaldri yfir um 1000 starfs- mönnum að segja, meðal þeirra var kveðjan „Heil Hitler” for- boöin. Hann var enginn meðreiðar- sveinn, það leyföi ekki vissa hans um sérstöðu sina. Hann varö að leika aöalhlutverkiö. Hann naut þess að ráða yfir þvi glæsilega leiksviði sem Þriðja rikið lét hon- um í té. Þó hugsaði hann alltaf sem svo, að þar yrði hann aö gefa tóninn. Ferill leikarans, leikstjórans og leikhU sst jöra ns Gustafs Grundgens i Þýskalandi Hitlers er ekki eftirbreytni verður, en , vissulega er hann einstæður. Hann er snilldarbragð, i senn ámælisvert og snilldarlegt. Og því er Grundgens oröinn aö goö- sögu sem ennþa heillar, hann er einstakur i röð listamanna nasistatimans. Hann heillar jafn- vel kynslöö sem aðeins þekkir listamanninn Grundgens úr dauf- um og rykföllnum kvikmyndum, og fær þannig heldur óljósa hug- mynd um hann. Forboðín skáldsaga Þessi nýi og endurvakti áhugi á Grundgens á upptök sin i bók sem var skrifuð fyir 45 árum. Af henni fer það orð að þar séu tómar svi- viröingar um Grundgens, em- bættismann á nasistatimanum. Af þeirri ástæðu hefur hún verið bönnuö í Vestur-Þýskalandi siðan 1966. Þetta er skáldsagan „Mefistó” eftir Klaus Mann. Fyrir rúmlega tveimur árum setti franski leikstjórinn Ariane Mnouchkine leikgerð bókarinnar á sviö. Skömmu siðar var leik- gerðin einnig sviðsett I Þýska- landi og kom þá af stað fjarg- viðrinu út af Mefistó. Siðan hafa skuggaprentsmiöjur reynt að fullnægja eftirspurninni i Þýska- landi og áhuganum á bókinni um nasistastjörnuna. Hrifninginóx þó fyrst aðmarki þegar eitt stærsta forlag i Þýska- landi Rowohlt, gaf Mefistó út i vasabroti um áramótin og storkaði þannig lögbanninu vis- vitandi. Nú hafa selst um 300.000 eintök, þrisvar sinnum stærra upplag en venja er um metsölu- bækur i Sambandslýðveldinu. Og til a6 kóróna allt þetta var farið aö sýna stórmyndina Mefistó i 33 þýskum borgum i september siðastliðnum. Leik- stjóri er Ungverjinn István Szasbó, en framleiöandinn er Horst Endlandt, sem færir sér enn i nyt formúluna sem gaf svo góða raun i „Lili Marleen” eftir Fassbinder: Blöndu af sjó- bissniss, brjálæði og hakakrossa- skrautsýningum. Það kann vel að vera að Mefistó, bók Klaus Manns um Gustaf Grundgens sé illkvittnasta bókin um hann, en jafnframt tek- ur hún öllum hinum fram hvað varðar snilli og innsýn. Það kann einnig að vera að sköpunargáfan eigi upptök sin i hatri, en þó ber bókin einnig vitni um aö höfund- urinn er sem heillaður, þótt hon- um sé þaö kannski þvert um geð. Af þessu leiðir aö Mann tekst að lýsa manninum og hugarheimi hans.og gera skiljanlegt bæði hiö framúrskarandi og hið stórvafa- sama 1 ferli Grundgens. Fjögurramanna revían Klaus, sonur rithöfundarins fræga Tómasar Mann, var gáfað- ur, glæsilegur og undrabarn i bókmenntum. 1925, þegar hann var 19 ára gamall, hitti hann Grundgens, sem var sjö árum eldri, i' fyrsta sinn. A þeim tima var Grundgens oröinn þekktur á leiksviðinu i „Hamburger Kammerspiele”, þótti einkum drjúgur i' hlutverki yfirstéttar- skúrka og glaumgosa. Með þeim tókst kunningsskap- ur og Grundgens setti á svið frumraun Klaus Manns i leikrita- smíð „Anja und Esther”. Það var þó einkum leikaravalið sem var til þess fallið að vekja athygli, með aðalhlutverk fóru tvær duttlungafullar dætur frægra rit- höfunda, Erika Mann (systir Klaus) og Pamela Wedekind (dóttir leikskáldsins Frank ■ Gustaf Grúndgens I ævirullu sinni, Mefistó eða freistarinn úr Fást eftir Göethe Wedekinds). Mótleikarar þeirra voru Grundgens og Klaus Mann sjálfur. Sómakær gagnrýnandi, Her- bert Inering, afgreiddi leikritið stuttaralega sem „sviðsetta martraðaskáldsögu um kyn- villu”. Sýningin varð hneyksli, sem olli því aftur aö leikritið sló i gegn, og leikarakvartettinn varð alræmdur á þriðja áratugnum. Vorið 1927 settu þau upp nokkuð léttúðuga .Jí'jögurramanna- reviu”, þá var Grundgens kvænt- ur Eriku Mann, en þau Klaus og Pamela Wedekind höfðu enn ekki gengiö f það heilaga, einfaldlega vegna þess að hann hafði ekki enn náð lögaldri. En þá splundraöist þessi við- kvæmi hópur. Systkinin Mann, sem ekki máttu sjá af hvort ööru, héldu i heimssiglingu, fyrst i átt til Ameriku. Pamela Wedekind giftist leikritahöfundinum Carl Sternheim, sem var mannsaldri eldri en hún. Og Grundgens sló i gegn í Berlin svo um munaði i leikriti Georgs Bruckners „Afbrotamennirnir”, náttúrulega sem yfirstéttarskúrkur. Lykilröman Allar götur siðan hefur verið um þaö deilt hvort eða að hve miklu leyti Mefistó sé lykilróman. Klaus Mann visaði þvi sjálfur af- dráttarlaust á bug og varð að sögn heldur hverft við, eins og sá sem hefur veriö staðinn að verki. 1 bókinni er forkólfum ,,Ham- burger Kammerspiele” sem þá var lýst meö hressu háði og skerpu, og i ofanálag Sternheim gamla, rithöfundinum Gottfried Benn og fjölskyldu Tómasar Mann eins og hún lagði sig. Og Mefistó sór sig lika i ættina, þvi að 1901 var það að borgararnir i Lubeck lásu meö skelfingu „Buddenbrooks” eftir Tómas Mann sem lykilskáldsögu. Sonurinn Klaus var alla tfð ógætinn i skrifum sinum og gá- leysið upphófst þegar í fyrsta verki hans. Gamall skólameistari hans í Odenwald hafði hvatt þennan sjálfumglaða ungling áfram með vinsemd og þolinmæði siðan hitti uppfræðarinn fyrir lýs- ingu á sjálfum sér i frumraun Kiáusar, ,,Sá gamli”. Hún var með þeim hættiaö sá gamli sagð- ist hafa orðiö fyrir barðinu á „ódrengilegum rógi”. Sem oftar var Klaus Mann sem sakleysið uppmálað og þóttist móögaður. Skömmu síðar skrifaði Tómas Mann smásögu um uppvaxtar- ævintýri barna sinna meðal bóhema í Munchen. Klaus Mann svaraði með andsmásögu i sama stil. Þegar Klaus frétti svo að Carl Sternheim væri aö skrifa leikrit um ungmenni rithöfunda- fjölskyldnanna Mann, Wedeking og Sternheim, varð hann mjög skekinn af þessu „tillitsleysi og illgirni”. Klaus Mann notaði Gustaf Grundgens fyrst sem fyrirmynd árið 1932: Grundgens þýtur i gegnum skáldsöguna „Stefnumót ieilifðinni” sem dansari að nafni Gregor Gregori. En stund Mefistós rann ekki upp fyrr en 1935. Þá var Grundgens yfirmað- ur rikisleikhúsanna i Prússlandi og frægasti skjólstæöingur Gör- ings, en Klaus mann var blaða- maður og áróðursmaöur og ein- hver áhrifarikasti talsmaður andfasiskrar starfsemi i útlegð. Báðir höfðu lagt af taumleysi æskunnar og báðir höfðu fundið sitthlutverk f lifinu, ,,hlutverk” i þess fyllstu merkingu því báðir voru þeir miklir leikarar alla tið. Blanda af sjálfsandúð og -hrifningu Gagnkvæm hrifning sem tengdi þá um stund og hatrið sem þeir losnuðu ekki við var ef til vill dýpra en þá renndi sjálfa i grun. Það var ýmislegt sem var likt i fari þeirra og spyrti þá að vissu leyti saman þótt þeir stæðu sin hvoru megin við viglinuna — til- hneigingar til kynvillu og kvala- losta, áköf þunglyndisköst, óhóf- leg lyfjaneysla á köflum og háskasamlegt daður við dauðann. Skyldleikinn kom einnig fram i misvel duldum ávæningi af eigin fánýti, sem þeir reyndu báðir að breiða yfir með linnulausu orða- glamri og sifelldri leit að lofi, hrósi og velgengni. Persónan Mefistó er hvort tveggja fullur af andúð og hrifningu á sjálfum sér, þar má likast til greina einhvers konar spegilmynd Klaus Manns. Hendrik Höfgen er leikari og glæsilegt eftirlæti Hamborgara, sem oftast nær er klæddur I smóking á leiksviðinu, þess utan er hann ógnvaldur góðborgar- anna og stofukommúnisti eins og tiskan býður. Hann lætur sig dreyma um að stofna byltingar- leikhús.Tfuárum si'ðar hafa orðið endaskipti á honum, hann er kominn undir verndarvæng hins holduga Ri'kismarskálks og er skærasta stjarna nasistanna. Með oröum Kiaus Manns: „Api vald- hafanna” og „trúður sem skemmtir morðingjum”. Þessi Mefistó-persóna likist stórbokkanum efagjarna, Grundgens, i vexti, fasi og tökum. Hann ferðast i gegnum tilveruna sem skopleikari sem er ekki neitt neitt, nema þvi aðeins að hann sé alltaf að leika. Skáldsagan um þessa tvlbentu persónu sveigir raunverulegt og óraunverulegt saman og gerir úr þvi áhrifamikla einingu, reyndar með nokkurri óskammfeilni og ósannsögli. Tómas Mann tekur þessa ósannsögli fyrir með nokkrum þunga i gagnrýni sem hann stilaði til sonar sins. Hann segir: ,,verk sem er svo mjög bundið raunveruleikanum, er i hættu og lendir i ógöngum, þar sem það vill fjarlægjast þennan sama raunveruleika og afneita honum”. Klaus Mann afneitar raunveru- leikanum. Þannig gerir hann systur sina Eriku, sem var gáfuð, ævintýragjörn og ofsafaigin og aukinheldur leikkona, að frisk- legri þýskri prófessorsdóttur. Það sem heillar Höfgen helst i fari hannar er borgaralegt lit- leysi. OgMann gengst ekkiheldur við sinum eigin þætti og lýsir sjálfum sér sem göðlegri og leyndardómsfullri aukapersónu, Sebastian að nafni. Og það sem meira er um vert, Klaus Mann leggur ekki ekki i að lýsa Grundgens/Mefistó sem kynvillingi i samfélagi kynvilltra. Höfgen mátti ekki vera kynvillt- ur. Istaðinn lendir hann i klandri i sambandi við kynþáttamálin, sem i' augum nasista var viðlfka viðurstyggilegt. Höfgen, sem reyndar er ónýtur, stendur i kvalalostasambandi við negra- dansmeyna Júliettu, þar til að Göring leiðir honum fyrir sjónir að þolinmæði vinsamlegra vald- hafa séu takmörk sett. I Mefistó er ekki annað gefið skyn en að glæsilegur ferill sögu- hetjunnar stafi af lævisi ófyrir- leitins hentistefnumanns. Þetta kallar á andsvör. Gamlir sam- verkamenn Grundgens, sem hafa allir sem einn mótmælt útgáfunni á Mefistó, áli'ta það vera vinar- bragð að láta sem fæst uppi og hjálpa li'ttuppá sannleikann með vængjuðum yfirlýsingum um mannorð og æru. „Mefistó án grímu” 1 öllum þessum Mefistó-áhuga hefurAlfred Muhr,78ára gamall, látið til sin heyra. Hann gagn- rýndi Grundgens árið 1934 og varð fyrir barðinu á reiði Gör- ings. En Grundgens bjargaði hon- um stórmannlega, Muhr var ráð- inn að rikisleikhúsinu, starfaði þar m.a. sem fulltrúi og i tiu ár sem nánasti samstarfsmaður Grundgens. I bók Muhrs, „Mefistó án gri'mu”, sem er stefntgegn Klaus Mann, er þessum árum lýst. En á henni eru ýmsir meinbugir, þetta er heldur viðkvæmnisleg minningabók, full af smásögum og skrýtlum, uppblásin og ekki ýkja trúverðug. Að auki er hún full af alls konar villum hvað varðar timasetningar og stað- reyndir og ennfremur gætir i henni heldur gáleysislegrar til- hneigingar tii að nota orðafar nasistatimans. í bókinni er dregin upp mynd af góðviljuðum leik- húshöfðingja, sem ieinkalifinu er ýmist á embættissetrinu Bellevuehöll eða á sveitasetrinu Zessen, þarsem hann gerir kvik- mynd um „Effie Briest” eftir skáldið Theodor Fontane ásamt konu sinni, Marianne Hoppe. 1 þokkabót stundar hann akuryrkju og fjárbúskap eins og gósseig- anda sæmir. Ekki heyrist múkk frá Muhr um morfinið, sem kann að hafa leikið nokkurt hlutverk i sambandi Grundgens og Görings. Og hann fer varfærnislega i sakirnar þar Sfem hann kemst ekki hjá þvi að nefna ung uppáhöld Grundgens i leikarastétt, sem hann útvegar hlutverk svo litið ber á. Honum er einnig undarlega mikið i mun að hreinsa átrúnaðargoðið Grundgens af öllum grun um aö hann hafi verið kommúnisti fyrir 1933. 1 siðasta viðtali Grundgens, skömmuáður enhann lést, sagð- ist hann aldrei hafa haft minnsta áhuga á stjörnmálum og að á nasistati'manum hefðihann aldrei getað losað sig við einhverja óraunveruleikatilfinningu. Það er vandséð hvernig þessim aður sem leit á lifið sem leiksvið hafi getað verið kommúnisti. Honum tókst svo vel upp i daglega lifinu ein- faldlega vegna þess aö þar var

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.