Tíminn - 13.12.1981, Blaðsíða 5
_____ Vigdís Finnbogadóttir_____________________
ritar ítarlegan formála. ______________
Bókin er saga Tonton Yves, eða ,,Yves frœnda“ sem
stundaði veiðar á skútum við ísland á lokaskeiðiþeirrar út-
gerðar. Jacques Dubois skráði eftir frásögn Yves.
Vigdís Finnbogadóttir er manna fróðust um íslands-
siglingar Frakka. í formála segir hún m.a. :
,,Þessi bók sem hér hefur verið þýdd af frönsku á
íslensku er, auk þess að vera merk œvisaga einstaklinga,
drjúgt heimildarrit um siglingar Frakka á íslandsmið og
samskipti þeirra við íslendinga á síðasta skeiði 300 ára
siglingasögu.
Hér er brugðið upp myndum af því hvemig lífið var
um borð langa mánuði með endalaust hafið við sjóndeild-
arhring, hvemig menn voru keyrðir áfram til vinnu og veik-
um og slösuðum allar bjargir bannaðar um lœknishjálp,
þar sem hagur útgerðarinnar var stcerri og meiri en hagur
einstaklingsins. Hún segir frá strandi franskrar skútu á
söndunum suður af jöklum og viðbrögðum skipverja og
heimamanna... Þá er íþessari bók rifjað upp hvernig veið-
arfórufram á frönsku skútunum. “
Bókin er prýdd 52 gömlum ljósmyndum
YVES FRÆNDI hefur að geyma 52 gamlar Ijósmyndir, s
sumar áður óbirtar, sem tengjast efni hennar, jafnt frá ®
Bretagne sem Austfjörðum þar sem frönsku duggararnir í
komu einkum. Aftast í bókinni er sögulegt yfirlit um f
fiskveiðamar við ísland. |
__Raunsönn og forvitnileg bók
um samskipti íslendinga og Frakka.