Tíminn - 13.12.1981, Side 15
Sunnudagur 13. desember 1981
15
■ Gúrúinn Sadachari er hér hylltur af áhangendum sinum.
Ævintýra turninn.
Tveimurdögum síðar erum við
staddir i indverska sambandsrik-
inu Kaschmir. Við höldum um
djúpan dal, þar sem má lita fag-
urtæra læki, og ávaxtaekrur und-
ir fagurhvitum fjallgarði. Þegar
komið er fyrir beygju eina blasir
við undurfögur sýn: þar má sjá
turn umlukinn furutrjám, bera
við himinn. Hann er mjór, byggð-
ur úrsteinsteypu og gleri og eru á
honum Utskot og bungur hér og
þar. Þetta er likast þvi sem an-
hver guð hefði verið að leika sér
að „legó-kubbum.” Stoltur sýnir
Dhirendra okkur útbúnaðinn i
turninum, sem stendur i 2000
metra hæð. Þarna er litasjónvarp
og videótæki, þykk teppi og pluss-
húsgögn.
„Jóga getur meira að segja
læknað sjúkdóma,” segir
Dhirendra. Eitt algengasta
læknisráð hans er það að láta
menn gleypa meterslanga grisju,
sem siðar er dreginafturúr þeim,
— þetta á að hreinsa sjúklinginn
að innanverðu.
Morguninn eftir fer Dhirendra
með okkur á litinn flugvöll, sem
hann hefur látið gera i grennd við
turninn, þótt varnarmálaráð-
herra landsins hefði mælt gegn
þvi, þar sem honum þótti þetta of
nærri landamærum óvinanna i
Pakistan. En Indira féllst á þetta
sam t.
Veður er slæmt, en Dhirendra
erstaðráðinn iþvi að fljúga sjálf-
ur með okkur til Delhi. Flugið
gekk ekki áfalla laust. Við lentum
i þrumuveðri, mótorinn stansaði
og við urðum að nauðlenda. „Ég
var bUinn að biðja fyrir ykkur,”
segir gúrUinn.
Dhirendra Brahmachari hefur
eignast keppinauta fyrir
skömmu. Ungur maður að nafni
Sadachari fékk það hlutverk að
reka djöfla af höndum rikis-
stjórnar frú Gandhi og litur nU á
sig sem Gúrú númer eitt.
Við heimsóttum Sadachari i
Janakpuri, en það er úthverfi i
Delhi og þar hefur stjórnin fengið
honum til umráða svæði á stærð
við fótboltavöll. Enn stendur þó
aðeins kofi á þessu landi.
Sadachari heldur einkum upp á
rauðan lit. Þegar úr fjarlægð má
sjá hina eldrauðu skikkju hans.
Hann er með alskegg, þriflegur
og segir að við megum ávarpa
hann „Yðar heilagleiki”.
Studdi Reagan.
Hans heilagleiki segir að allt
frá þvi er hann var barn, hafi
hann ráðið yfir guðdómlegum
mætti. Fjögurra ára gamall
snerti hann við lömuðum manni,
sem þegargat stokkið á fætur og
hlaupið. Hann hefur numið
„Tantra”, hin fornu fræði. Maður
i ameríska sendiráðinu bað hann
að gera eitthvaö til stuðnings
Reagan, áður en forsetakosning-
arnar fóru fram og nú er árang-
urinn öllum ljós. Hann spáði að
ameriska geimflaugin, sem skot-
ið var upp 1979, mundi ekki falla á
Indland, heldur koma niður á sjó.
Hann kveðst einnig eiga allan
heiðurinn af þvi að Indira Gandhi
komst til valda á ný. ,,í Tantra
er eiginlega ekkert ómögulegt.”
Þegar rætt er við hann um
Dhirendra, hikar hann um stund,
en segir svo : „Við erum hægri og
vinstri hönd frú Gandhi. „En hvor
er hægri höndin og hvor sú
vinstri? Einkaritarinn hans er
skjótari til svara en meistarinn:
„Hans heilagleiki er sú hægri”
Þótt svo eigi að heita að þessir
menn skipti með sér verkum, er
ekki laust við meting á bak við
tjöldin. Dhirendra segir um
Sadachari: „Loddari.”
Sadachari segir um Dhirendra:
„Vindbelgur.”
Spádómsgáfan brást.
Þá er ótalinn enn einn gúrúinn,
sem nýtur vaxandi virðingar.
Hann heitir Chandraswamy,
fyrrverandi brotajárnsali frá
vesturindverska héraðinu
Rajasthan. Ahrif hans á frú
Gandhi fara sivaxandi.
Hins vegar hefur stjama enn
eins urgúrú hrapað hratt, stjarna
Kamplapathi Tripathi. Hann er
kominn af prestafjölskyldu í hinu
heilaga Benares og var oröinn
járnbrautarmálaráðherra, þegar
hann var skyndilega sviptur öll-
um vegtyllum sinum. Hann hafði
oft stjórnað heilögum seremóni-
um i húsi forsætisráðherrans,
bar sem einn liður i athöfninni
var sá að láta Htil guðalikneski
niður i mjólk og hræra i öllu sam-
an. Með þessu átti aö vera hægt
að finna heppilega tima til flug-
ferða fyrir hinn ákafa flugmann,
Sanjay Gandhi, einkason Indiru.
Eftir að hann fórst i fhigslysi
þann 23. júni á fyrra ári, sat hinn
heilagi maður heldur illa i súp-
unni, sem nærri má geta.
(Þýtt úr „Stern”)
V
Sunnlenskir
sagnaþættir
Safn frásagna frá liðinni tið/
skrifað af ýmsum þekktum höf-
undum frá fyrri timum. Af frá-
sögnum í bókinni má nefna:
Skipsströnd/ þjóðlif sþætti/
náttúruhamfarir/ sagnaþætti/
einkennilegir menn, þættir af
Kambsráni, þjóðsagnaþættir
o.fl. Aætlaðer framhald af þess-
um bókaþáttum.
örlög á Mateland-
setrinu
er nýjasta bók Victoriu
Holt er kemur út á is-
lensku, er þetta 15. bók
hennar. Victoria Holt var
strax með fyrstu bók
sinni, Manfreiakastalinn
afar vinsæll höfundur.
islensk list
Saga 16 islenskra myndlistar-
manna, sem rituð er af 12 rlthöf-
undum. Bókin er með litmyndum og
svart-hvítum myndum í stóru broti.
Formála skrifar forseti Islands,
Vigdís Finnbogadóttir.
Greifinn á Kirkjubæ
eftir Victoriu Holt er 2.
útgáfa og má segja það
sama um hana og Ib H.
Cavling að reynt er að
koma til móts við les-
endahóp útgáfunnar.
Hertogaynjan
er nýjasta bók Ib H. Cavling er
kemur út á íslensku. Þetta er 22. bók
hans sem sýnir að vinsældir Cavl-
ings dvína ekki með árunum.
Skemmuvegi 36
Símar 76700 — 43880