Tíminn - 13.12.1981, Side 16

Tíminn - 13.12.1981, Side 16
Sunnudagur 13. desember 1981 Glias Canetti: Auto da Fé. Picador 1981. ■ Þaö voru einkum tvær, bækur sem sköffuöu Elíasi Canetti Nóbelsverölaunin. „Masse und Macht”, Fjöldinn og valdiö, risavaxin stúdia á miigmennsku og samspili valdsins og hópsdlarinnar. Aö þeirri bók vann Canetti bróöurpartinn af lifi sinu. Og svo þessi, ,,Die Blendung”, á frummálinu eöa Blindan og „Auto da Fé” á ensku. Þetta er skáldsaga, mikil aö vöxt- um,sem segir söguna afPeter Kien, fræöimanni og sinölóg, sem lifir innilokaöur í heimi bóka i Þýskalandi millistriös- áranna. Hann sýnir meö- bræörum sinum fdtt annaö en fyrirlitningu, hugmyndir hans um lifiö eru barnalegar og upp á bókina lærðar, enda verður hann auöveld bráö fyrir gild- vaxna ráöskonu sem fangar hann i net hjónabandsins. A endanum hrynur heimur hans, bókasafnið óendanlega, og um svipaö leyti gefst umheimur- inn upp fyrir ruddaskap og bókabrennum. Viö lestur „Auto da Fé” veröur manni ljóst hvers vegna Canettifékk Nóbelinn, eða næstum... Nikolaus Pevsner: An Outline of European Architecture. Pcnguin 1979. ■ Þessi bók er komin nokkuö til ára sinna, en er i sifelldri endurprentun. Drög Pevsners aö evópskri byggingarlista- sögu komufyrstútáriö 1943og hafa verið sívaxandi aö mynd- um og lesmáli allt fram á þennan dag. I bókinni eru dregnar hinar stóru linur i evrópskum arkitektúr, allt frá pápiskum kirkjum 9ndu aldar til skýjakljúfa þeirrar 20stu — einnig er drepiö á þátt forsög- unnar, hinnar grisku og róm- versku, þó sviö bókarinnar sé afmarkaö við hina einu sönnu vestrænu siömenningu. Máli sinu til stuönings tílfærir hann ýmis dæmi, en gætir þess þó vandlega að þau séu ekki of mörg, að það séu þær bygg- ingar sem talist geta framtír- skarandi og dæmigerðar. Pevsner er mikill lærdóms- maður ásfnu sviði og bókin er meö afbrigðum skýr, góöur inngangur að þessum fræðum og alþýölegur. Bókin er með fjölda ljósmynda. Pevsner þessi, þýskur að ætt, hefur gegnt ýmsum embættum tengdum arkitektúr og lista- sögu áBretlandiog er höfund- ur fjölda bóka. First World War Poetry. Edt. Jon Silkin. Penguin 1981. H Þetta er safn skáldskapar sem varö til i heimsstyr jöld- inni fyrri, ýmist i skotgröfun- um sjálfum eöa meðal þeirra sem fylgdust meö úr nálægö. Þetta grimmilega striö kallaöi likast til fram meiri andsvör hjá rithöfundum en nokkurt stríö annaö og haföi um leið afgerandi áhrif á framvindu vesturlandabókmennta, þaö kom fólki aö óvörum og sýndi berlega hversu grunnt var á barbarismann i siö- menningunni vestrænu. Flest- ir höfundarnir i safninu voru enskumælandi og margir þeirra létu lifið i striöinu, þeirra frægastur óefaö Rupert Brooke. Þarna eru einnig þýdd kvæöi úr ýmsum tungu- málum, þó reyndar sé það alltaf þunnur þretta'ndi aö þurfa aö lesa kveöskap i ensk- um þýöingum, m.a. eftír rtíssnesku skáldin önnu Akhmatovu og Alexander Blok, Italana Ungaretti og Montale, Þjóöverjana Georg Heym og Georg Trakl. Bók- inni fylgir nokkuð itarlegur formáli eftir ritstjóra safns- ins, Jon Silkin, sem sjálfur er reyndar skáld. GRAHAM GREENE WAYSOFI I ^ÍPAPF I jJVjAJ Graham Greene: Ways of Escape. Penguin 1981. ■ Fyrra bindi „ævisögu” Grahams Greene hét Ein- hvers konar lif, þetta hiö siö- ara Flóttaleiöir. Skyldi mað- urinn hafa eitthvaö á móti sjálfum sér. Ætli það, enskir rithöfundar eru þaulvanir i þessari list — aö látast. Ann- ars er þetta á köflum guðdóm- lega skemmtileg bók, við kynntum hana siöastliðiö sumar, en nú er hún komin i pappirskilju til landsins. Uppistaöan eru fœ-málar sem Greene ritaði fyrir framan skáldsögur sinar i heildarút- gáfuBodley Head,hann skýrir tilurð sagnanna, hvar hann var staddur og hvaö hann var að dunda sér viö meðan hann skrifaði þær. Sem var margt og mikið og ævintýralegt og ekki heiglum hent. Þrátt fyrir að Greene af gömlum vana láti sem honum þyki liöið til koma er undurskemmtilegt aö lesa þetta — á köflum skrifar maðurinn skemmtilegar en sæmandi er. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. I örmum kolkrabbans... — „Sólin og skugginn” eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur Frlða A. Sigurðardóttir: Sólin og skugginn Skuggsjá / Bókabúö Ólivers Steins 1981 ■ Spitalasaga? Jú, hún hefst vissulega á þvi að konan Sigrún er lögö inn, við vit- um ekki hvaö aö henni gengur og hún veit það ekki einu sinni sjálf. Það er bara eitthvað aö. „Þegar þú hefur vaknaö á hverjum morgni kvalinn frá heröum og upp i haus”, segirhún viö lækni sem ýjar aö þvi aö ef til vill gangi ekkert aö henni nema tauga- veiklun, „og helminginn af skrokknum áþér sama sem ónot- hæfan í þrisvar sinnum þrjtí hundruð sextí'u og fimm daga þegar þú hefur reynt þaö skaltu koma og tala við mig um tauga- veiklun”. í þrjtí ár hefur hún sem sagt barist viö þennan ókennilega sjúkdóm og er farinaö láta veru- lega á sjá. Og ekki bara hún held- urfjölskyldanöll.Hún á þrjtí börn — eldri drengimir rifast og slást sýnkt og heilagt, dóttirin fimm ára gerir sin stykki i brókina. Og eiginmaöurinn Maggi — sem reynir aö vera þolinmóður og skilningsrikur — einnig hann er ab þvi kominn ab bresta. Enda- lausar göngur Sigrtínar milli Pi'la tusar og Heródesar— það vill segja lækna, sérfræðinga og jafn- vel andalækna — hafa engan árangur borið, þó er eins og htín þráist viö ab láta leggja sig inn. Um siöir er þaö eina leiöin. Bannað að ræða um dauðann Skemmstfrá aö segja: Sigrúnu fellur ekki spitalalifiö. Htín likir sjúkrahúsinu við risastdran kol- krabba sem hafi gleypt hana I sig og aöra sjúklinga — þaö er aug- ljóst aö læknamir ganga erinda kolkrabbakóngsins. Hún kynnist skilningsleysi frá þeirra hendi, sinnuleysi, óþolinmæöi og jafnvel beinni andúð — henni blöskrar manntíöarleysi kerfisins. Starfs- fólkinu er uppálagt aö ræöa ekki viö sjúklinga um dauöann, þaö i þessu húsi þar sem dauöinn er ætiö nálægur. Svo er hún hrædd. Hrædd við sjúkdóminn sem hún skilur ekki og læknarnir viröast varla gera raunverulega tilraun tilaö skilja, einnig hrædd viö andstyggilegt umhverfið og þaö sem það gerir henni. Þeirsem koma i heimsókn spyrja flausturslega hvernig henni liöi, svo fara þeir tít i aöra sálma — þaö reynir á samband hennar viö fjölskylduna og vini, hún er utanveltu þarna á sjúkra- hús inu. En reynsla hennar i örmum kolkrabbans er ekki einungis nei- kvæö. Htín kynnist ýmsum merkilegum persónum — merki- legum en þó um leið ósköp venju- legum. Þarna — i návist dauöans og hræðilegra sjúkdóma — kemur i ljös hvem mann fólk hefur aö geyma þvi liöst ekki lengur aö hylja sig bak viö þá grimu sem þaö gengur með hversdagslega. Þarna er gamla konan Halldóra — mállaus en hefur ekki misst kærleika sinn, það er sýnt aö henni mættikenna aö tala á nýjan leik en talkennarar eru fáir og einbeita sér aö yngra fólki — nefnilega nýtum þjóðfélagsþegn- um. Halidóra er gömul og kemur ekki tilmeð aö auka rikiskassan- um auð þvi' er hún dæmd til aö fara aftur austur á firöi og lifa þar i málleysi þaö sem eftir er. Og Gugga hún er helsjúk en breiöiryfirþab með lifsþróttí sin- um, hún er bitur út i þjóöfélagiö og ferekki dult meö þaö, Sigrtínu og fleirum þykir hún full ein- strengingsleg en vita samt aö htín fer með rétt mál aö hún veit hvað hún er aö segja. Olga — hún er ung og vann fyrir manni sinum meðan hann var i viðskiptafræö- inni til þess aö svo mætti veröa gaf hún upp á bátinn eigin hug- myndir um myndlistarnám. Komin inn á sjúkrahtís og hvött áfram af herbergisnautum sinum ákveður hún aö fórna ekki sinum ferli fyrir hans — er hún tilkynnir manni si'num htín ætli i nám fer hann á fimm daga fylleri. Og kemur ekki meö málaratrönurn- ar hennar. Persónusaga Þaö er fleira fólk. Hinn hægláti Bjarnþór sem er staöráðinn i aö láta læknana ekki komast upp meö neina handvömm, hann krefst þessaö fá aö vita. Þvi þetta er hans heilsa hans lif. En læknarnir gefa loöin svör aö venju. Læknarnir fá heldur slæma títreið f þessari bók, þó viröast þeir einnig vera fórnar- lömb kerfisins fremur en aö þeir hafi skapaö þaö. Hið lægra setta starfsfólk siglir milli skers og báru. Jæja, er þetta þá ekki spitala- saga? Nei, i rauninni ekki. Þetta er persónusaga hennar Sigrtínar, þroskasaga ef vill. Þarna inni á sjúkrahtísinu — f örmum kol- krabbans — uppgötvar Sigrún ýmislegt sem hún haföi ekki gert sér grein fyrir áöur. Samkenndin milli sjúklinganna flestallra er mikil þeir skilja hver annan og hafa samúö án þess aö leggjast i vorkunnsemi — þessar tilfinning- ar veröa næstum til þess aö henni þyki þaö þess viröi aö vera á sjúkrahúsinu. Og fyrirlestrar Guggu og rólyndisleg þrjóskan i Bjarnþóri opna augu hennar fyrir göllum á sjúkrahúskerfinu og þar af leiðandi þjóöfélagskerfinu öllu. 1 lok bókarinnar segja læknarnir henni aö það sé ekkert að henni nema hysteri — resúltat af gömlu framhjáhaldi og vandræðum i hjónabandinu — þeir vilja tít- skrifa hana og ráðleggja henni jafnvel aö leita til andalæknis! Htín veit ekki hvað htín á aö halda — er hún þá geðveik eftir allt saman? — en ákveður að reyna upp á nýtt, fara heim og byrja á byrjuninni. Og htín neitar að taka við rescepti upp á pillur — htín hefur lært svo mikið. Máttum eiga von á þessu Þaö erbýsna góö bók sem Friöa A. Siguröardóttír hefur hér sett saman. Einkum og sér i lagi skrifar hún ákaflega fallegt mál og vandaö — engan veginn há- stemmt, vel aö merkja — en henni tekst einnig mæta vel að sýna lesara inn i þröngan heim sjúkrahússins og inn i enn þrengri hugarheim konunnar Sigrúnar. Mannlýsingar eru flestar vel gerðar. Einhverja galla mætti benda á i byggingu sögunnar en heildaráhrifin eru góö. Næstum ótrtílegtað þettaskuli vera fyrsta skáldsaga höfundar svo þroskuð sem hún er aö allrigerö. En smá- sögur Friöu sem komu tít i fyrra sýndu hverju viö máttum eiga von á. Illugi Jökulsson Bókmeimtaráðgjafi óskast — „Sagan um Þráin” eftir Hafliða Vilhelmsson Ilafliöi Vilhelmsson: Sagan um Þráin örn & örlygur 1981 ■ Fyrstein ráðlegging til forlag- ins: aö það ráöi sér bókmennta- ráögjafa hiö bráðasta. Svoleiöis fugl getur ekki fyrirfundist á skrifstofu Arnar & örlygs — væri svo hefði þessi bók ekki verið gef- in tít. Ekki i' núverandi mynd aö minnsta kosti. Því htín hefur ýmislegt í sér sem vafalitið hefði veriö hægt aö vinna úr með vó'nduðum vinnu- brögðum. Þetta er saga af ósköp venjulegum manni, hann heitir Þráinn og er sölumaöur, konan hans liggur dauðvona á sjtíkra- húsi og hann er eitthvað aö vafstra. Það er metingur á skrif- stofu fyrirtækisins sem Þráinn vinnur viö, að ööru leyti er hugur hans aö mestu bundinn viö kyn- ferðismál. Skemst frá að segja: hvort sem höfundur hefur ætlað sér þaö eöa ekki, þá er þessi Þrá- inn alveg ótrtílega leiöinlegur maöur. Allt i lagi meö þaö i sjálfu sér,ef Hafliöi héldi lesara viö efn- iö með öörum hætti. En það gerir hann ekki. Þessi bók er nefnilega öll, frá fyrstu blaösiðu, alveg ótrúlega leiöinleg og fer versn- andi eftir þvi sem á liöur. Einn kost sá ég á bókinni — Hafliði er sem sé ekki hræddur viö að láta söguhetju sina hugsa „hallæris- legar” hugsanir. Eitt dæmi: er Þráinn kemur til vinnu sinnar einn morguninn dettur honum i hug aðhann sé James Bond af þvi aö hann er með hanska. Svona- löguöu mætti vinna tír, en það er ekki gert. Þár ljósu punktar sem finnast koöna fljótt niður i óvið- jafnanlega flatneskju. Fer flatt! Hafliöi kann ekki aö skrifa ís- lensku — þaö þykir mér augljóst. Stíll þessarar bókar er þvílík hrákasmfö að það telst vera móögun viö islenska lesendur aö bjóöa þeim upp á annaö áns. Khíðursleg orðasambönd, fárán- leg röktengsl og endalaus dönsk áhrif gera þessa bók aö einhverri mestu stilleysu sem tít hefur komið undanfarin ár — og er þó af nógu aö taka!! Má ég segja frá eigin reynslu: erég reyndiað lesa þessa bók i annað sinn varð mér illt! Afhverju gera Orn & örlygur þetta? Forlag meö raunveruleg- an bókmenntametnað getur ekki verið þekkt fyrir aö senda slikt handrit frá sér athugasemda- laust. Ef Hafliða heföi veriö leiöbeint hressilega er ekki að vita nema tír heföi oröiö þolanleg bók. Hér fer hann sinu fram af al- geru sjálfsöryggi og fer flatt! Hispursleysið til að mynda, þessi bók á aö vera m jög hispurs- laus. Er þaö hispursleysi fólgiö i þvi aö lýsa föllnum, blautum getnaöarlimum? Olræt, en hvaö mára? Jtí f siöasta kafla bókar- innar veröur ekkert smáræðis ippgjör. Þá er Þráinn kominn til Þýskalands og flækist um mellu- hverfiö — aö lokum er honum nauögaö af hommatetri. Og það er ekki litið mikilvægt! Honum veröur hvorki meira né minna en ljós sifelld niöurlæging sin fram aö þvi — allir hafa riðiö honum i rassinn oghann aldrei sagt mtíkk. Ntí læturhann sig hafa þaö, býöur „Status Kapitalismus Facismus” velkominn í endaþarminn! Hvað áþetta aöþýöa? Annars vegar er sagt aö hann hafi sætt sig viö þá ógurlegu niðurlægingu sem fylgir nauöguninni, hins vegar þykir honum þetta gott! Hvar er sam- hengið, röktengslin — hver er niðurstaðan? Ég veit þaö ekki. Ég veit hitt aö þessi kafli er grátleg- ur. Þetta er haröur dómur, ég veit það. Hafliöi hefur sýnilega gaman af að segja sögu, hann hefurlíka nokkra buröi tilað gera þaö vel. En til þess aö svo megi veröa verður hann að gera svo vel aö vanda sig miklu, miklu meira en viö samningu þessarar bókar. Þaö eru nefnilega takmörk fyrir þvi hvaö bjóöa má lesendum upp á. Illugi Jökulsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.