Tíminn - 13.12.1981, Side 23

Tíminn - 13.12.1981, Side 23
Sunnudagur 13. desember 1981 23 •■x ' SÉM 0 W- • .x^f< ■ Kórat Siamsköttur ■ Sómaliköttur Abyssiniuköttiir HEFÐARKISUR Eins og fram kemur i greininni hér i opnunni er yiirgnæfandi meirihluti katta ekki af neinu sérstöku kyni — sem sé bastarðar. Nú vill þannig til að margir kattaeigendur telja hreinræktuð af- brigði ólikt finni kisur en aörar, alls munu vera til 33 mismun- andi ættir katta, en afbrigði hátt i fimmtiu þegar allt er taliö. Látum nokkurra getið. „Abyssiniukötturinn”ersennilegafyrsta húsdýrið sem birtist i málverki en það gerðist 2000 árum fyrir Krist og að sjálfsögðu i Egyptalandi. Þessi tegund er stutthærð og grófhæð, þykir vera skemmtileg i lund og gefin fyrir leiki. Þá er „Abyssiniuköttur- inn’’ ein aldyrasta kattategundin — fallegur kettlingur af þessari tegund getur kostaö allt upp i 800 dollara, eða 6500 nýkrónur, og fullorðinn köttur sem liklegur er til að vinna verðlaun á katta- sýningum kostar ekki minna en 3000 dollara, 24.300 nýkrónur. „Stutthærði Amerikaninn” er stundum talinn vera hver annar flækingsköttur en það er nú eitthvað annaö. 1 sinni hreinrækt- uðustu mynd kostar kettlingur af þessari tegund frá 300 og upp i 500 dollara. „Stutthærður” likist vanalegum kynblendingum töluvert og er á flestan hátt hinn fullkomni heimilisköttur — gáf- aður, sterkbyggður og bliölyndur. „Egypskur Mau-köttur” er mjög sjaldgæfur og tiltölulega nýkominn til sögunnar, i Banda rikjunum er aðeins vitað um 51 kött af þessari tegund. Þessi köttur er oft doppóttur og ólikt flestum öðrum köttum er hann gefinn fyrir vatn. Stundum kemur hann eigendum sinum á óvart með þvi að skreppa með þeim i bað. Annars er tegundin hæglát. Onnur róleg tegund er „Kóraf’einhver eista kattartegundin og kemur upphaflega frá hinu forna Siam. Þessi köttur er silfurblár og vekur aödáun fyrir bogadregnar linur sinar og stór augu. Mjög sjáldgæfur. „Maine Coon” er kattartegund i Ameriku, mjög loðinn á feldinn og vel útbúinn fyrir vetrarhörkur. Þessir kettir þykja heldur þurrir i viömóti en eru dýrir, kettlingur kost- ar um það bil 150 dollara. „Persiukötturinn” er ein algengasta hreinræktaða kattartegundin.aðminnsta kosti í Bandarfkjunum þar sem 50% hreinræktaðra katta eru af þeirri tegund. Þó kött- urinnvirðisthægláturheimtarhannathyglifólks. Ýmsar undir- tegundir eru til af „Persiukettinum” skráðar eru 34,og þær sem mest eru metnar eru mjög dýrar. Góður gæluköttur kostar um þaö bil 350 dollara og kettlingur sem hefur alla burði til að vinna verðlaun kostar tæpast minna en 2500 dollara, rúmlega 20 þús- und krónur. Þá er neíndur til sögunnar köttur sem á ensku nefn- ist „RagdoIl”og við kunnum ekki að skira á islensku — hann gæti við fyrstu sýn virst vera siðhæröur Siamsköttur en er ööru- visi skapi farinn. Nefninlega mun viðráðanlegri. Bandarisku kattarræktarsamtökin neita að viðurkenna þennan kött vegna þess aö þau segja hann ekki hreinræktaða tegund. Einhver und- arlegasta kattartegundin er blái og hviti „Rex”eða Kóngurinn, meö sin stóru eyru og sérkennilega andlitssvip. Þessi tegund er smávaxinog mjóslegin og alhyglisverð fyrir það aö hún er rækt- uð ányfirhára. „Blái Rússinn”sem kominn er frá Arkangelsk i Norður-Rússlandi hefur á hinn bóginn mikinn og þéttan feld — hann er græneygður, gráblár á feldinn og býsna vinsæll. Þessar kisurerufeimnar.hlédrægarog una sér best á vetrum. Þá skulu nefndir „Siamskettir” sem flestir þekkja en af þeim eru til nokkrar undirtegundir. Talið er fullvist að þessir kettir hafi borist til Siam annars staðar frá en ekki er vitað hvaðan. Siams- kettir eru gáfaöir en oft á tiðum harla laugastrekktir. Loks má nefna „Sómaliu-köttinn” sem þykir mjög skemmtilegur, en hann er eiginlega siöhærður Abyssiniuköttur — mjög sérkenni- legur á íeldinn. Þessi köttur er mikill garpur, mikiö fyrir að ganga fram og aftur linnulitið og likist gaupu, nema mun minni. Rex Blái Rússinn I „Ragdoll” „Maine Coon’ Mal kattarins óútskýrð- ur leyndardómur Sofandi köttur getur litið út eins og tuska sem fleygt hefur verið út ihorn en vakandi, og ég tala ekki um hungraður, köttur er einhver fullkomnasta vél náttúrunnar og köttur i veiðihug er ekki félegur viðfangs. Hér á Islandi eru dæmi þess að kettir hafa leikið sér að þvi að veiða ránfugla á borð við smyrla. Annars hefur veiðieðli kattarins löngum verið taliö merki um grimmd þeirra, sér- staklega sá siður þeirra að leika sérað bráðinniáður en þeirbinda endi á lif hennar og hefja át. At- ferilsfraaðingar með ketti að sér- grein — þeir eru til i Ameriku! — hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta komi grimmd öldungis ekki við. Stundum eru kettirnir að kenna kettlingum sinum að veiða, eða þá hreinlega aðkanna hversu liprir þeir eru sjálfir. Sömu fræðingar telja sig hafa fengið sönnun um að veiðieðli kattarins standi ekki endilega i sambandi við hungur, eins og tið- ast er um dýr, en er þeir loks á- kveða að stytta þjáningar músar- innar sem þeir leika sér að gera þeir það snögglega og kvalalaust — tennur þeirra eru á við beitt- ustu skurðhnifa. Og það má geta þess að vís- indamenneru famir aðsýna kett- inum sivaxandi áhuga nú upp á siðkastið. Skipting heila þeirra i hægri og vinstri heila er mjög þróuð og telja visindamenn lær- dómsrikt að kynna sér hvernig þessi skipting verkar. Eittvanda- mál hefur þeim ekki tekist að leysa, þrátt fyrirmiklar tilraun- ir: einkennishljóð kattarins, mal- ið. Hvers vegna kettir mala er enn óútskýrður leyndardómur. Eins og áður var getið er fáum sama um ketti — flestir elska þá eða hata. Þóttviðlifum á þessum upplýstu tfmum er enn ýmis hjá- trú við lýði f sambandi við ketti, svarta ketti ekki sist, og allir þekkja þjóðsöguna um að kettir hafi niu lff. Þá álita margir að kettir séu vondarskepnur, en það munu helst vera þeir sem er illa við ketti eða hræddir við þá. Hins vegar má það teljast nokkuð vel sannað að kettir eru mjög fljótir að skynja hverjum er illa við þá ogþá erekki laust við að hrekkja- lómurinn komi upp i þeim. Ótal dæmi eru um að kettir hafi bein- linis þröngvað nærveru sinni upp á fólk sem vildi sem minnst hafa með þá að gera. Eða þeir hvæst og skotið upp kryppu er þetta fólk nálgaðist. Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir Hegðun katta er nær óútreikn- anleg. Jafnvel þeir sem hafa átt kött i fjölda ára og þykjast orðið þekkja hann vel verða stundum furðu lostnir yfir þvi hverju kött- urinn tekur upp á. Hann gæti skotið upp kollinum niðri i kjall- ara þar sem maður var viss um að enginn væri. Eða hann gæti stokkið á axlir eiganda sins ofan af isskápnum alveg óforvandis. Eða hann gæti neitað að éta þar til eigandinn eldaði einhvern sér- stakan réttsem kötturinn át fyrir viku, mánuði, ári. Hann gæti lika átt það til að færa skyndilega dauð eða hálfdauð fórnardýr sin inn á stofugólf, látið sig siðan hverfa. Honum væri lika alveg trúandi að fá þá flugu allt i einu i höfuðiö að koddinn þinn sé ný teg- und af salemi. Og honum gæti flogiö i hug að rifa sundur hús- gögnin einn góðan veðurdag. Hvort sem fólki er illa eða vel við ketti, gætu sennilegá flestir tekið undir með 18. aldar natúral- istanum, greifanum af Buffon, er hann sagði: „Kötturinn virðist aðeins háður sjálfum sér, elska aðeins að nokkru marki og stofna til sambands við mannfólk i þeim eina tilgangi að smána það.” Nú eru að vísu margirannarrar skoðunar. Kötturinn hefur gegn- um aldirnar verið lofaður fyrir þokka sinn, gáfur, sjálfstæði og fastheldni. Ólikt hundum, eða mönnum, þá mynda kettir ekki flókin þjóðfélagskerfi sem siðan eru óraskanleg. Einhver köttur- inn I hverfinu getur vissulega verið foringinn en hinir fylgja honum ekki i blindni og hann krefst þess heldur ekki. Einmitt þetta sjálfstæði er ein helsta á- stæðan fyrir vinsældum kattar- ins. Rudyard Kipling skrifaði á sinum tima, fullur aðdáunar, sög- una: „Kötturinn sem fór sínar eiginleiðir”, og iJapan erköttur- inn kallaður „tigurinn sem étur úr höndinni”. Villidýrseðli katt- arins hefur aldrei verið bælt niður en í nýlegri bók um ketti segir Muriel Beadle að samband manns og kattar hafi orsakast ai liffræðilegri ákvörðun kattakyn stofnsins um aö slást I för með mönnum heldur en lifa lifinu upp á eindæmi. Múmíur mörg þúsund katta Þá er komið aö enn einum leyndardómnum I sambandi við kettina: Hvernig varð hann hús- dýr mannsins? Gerðu mennirnir hann að húsdýri eða tók kisa upp á því sjálf að halda sig i grennd við mannabústaði og settist að lyktum þar að? Erfitt hefur reynst að fá svar við þessu. Altént ervist, og var minnstá það áðan, að Egyptar hinir fornu litu á ketti sem guði og árið 1888 gróf bóndi nokkur þar i landi upp grafhýsi þar sem voru múmiur mörg þús- und katta. Hins vegar fer staða kattanna að skýrast eftir þvi sem timinn liður. A tiundu öld er svo komið að kettir eru orðnir ráð- settir músaveiðarar . 1 Wales um það leyti voru sett lög þar sem kötturinn var metinn til fjár, góð- ur músaköttur var metinn á jafn mikið og vænt lamb. Er kom lengra fram á miðaldir versnaði hagur katta, enda þeir taldir árar djöfulsins sem var ofarlega i hugum fólks, og svo lúmsk dýr að þeim væri ekki treystandi. Ar- ið 1699 voru 300 börn I sænsku borginni Mora ákærð um að hafa þjálfað djöflaketti til að stela smjöri, osti og fleski. 15 barnanna voru tekin af lifi og önnur 36 húð- strýkt á hverjum sunnudegi i heilt ár. Svo komst kötturinn aftur i náð og er Friðrik mikli var keis- ari i Prússlandi voru kettir form- lega gerðir að foringjum varö- sveita hans og gættu aöallega lag- erhúsa þar sem von var á mús- um. 1 hvert sinn sem Friðrik lagði undir sig nýja borg skipaöi hann svo fyrir að meöal herfangsins sem rænt var úr borginni væru allir kettir sem náðist i. Eftir að iönbyltingin kom til sögunnar og borgarastéttin óx kom svoköttur- inn sér þægilega fyrir i hlutverki gæludýrsins. Maðurinn höfðar til barnalegra hvata kisu Vikjum þá að þvi hvernig kött- urinn fær þolaö manninn. Aöur- nefndir atferilsfræðingar hafa bent á að sé aðdáun mannsins á kettinum sprottin af áætluðum hæfileikum þeirra og náttúruleg- um gáfum, þá sé elska kattarins aö manninum sprottin af þvi aö hann höföi til barnalegra hvata kisu!! Kettlingar sem aldir eru upp af mönnum tengja þá við hlýju, móðurmjólkina, og leiki. Eftir að kötturinn vex upp og tek- ur aö auka kyn sitt,veiða mýseða slást við aðra ketti, þá litur hann enn á menn sem stór leikföng og nokkurs konar fósturmæður sem sjá þeim fyrir fiski, kéti og mjólk. Kettir hafa engan áhuga á þvi sem fullorðiö fólk tekur sér fyrir hendur, snerti það ekki þá sjálfa. Þeir skipta sér ekki af pólitik, ó- peruflutningi, eldsneytisskorti, eða kjarnorkuslysum. Þeir láta heldur ekki hrifast af kvenfélög- um, Lions, Kiwanis eða Rótari. Geispa jafn illilega að Mick Jagg- er og Ólafi Ragnari Grimssyni. Tilvera kattanna snýst aðeins og eingöngu um þá sjálfa, heimur þeirra er i rauninni smár og þaö fer mjög í finar taugar margra kattaeigenda hversu innilega á- hugalausir kettirnir geta verið. Meðan fólk rifst um hugrekki kattarins, gáfur hans og ástriki þá bregður kötturinn sér út i spássitúr. Og samt heillar hann fólk jafnt nú sem áður fyrr. Kötturinn er engum likur og varla sjálfum sér. — Endursagt: —ij.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.