Tíminn - 13.12.1981, Page 24
Sunnudagur 13. desember 1981
24__________________________________Wimvm.
á bókamarkadi
Klas, Lena, Nína og ... hver?
— Unglingabækur Lystræningjans eftir Hans Hansen
Hans Hansen :
Klás, Lena, Nina og...
Margrét Aöalsteinsdóttir og
Vernharður Linnet þýddu,
Lystræninginn 1981.
■ Þaö er erfitt, og i rauninni
óhugsandi að fjalla um þessa bók
án þess aö minnast bækurnar,
„Sjáðu sæta naflann minn” og
„Vertugóður viðmig”,en þessar
þrjár bækur eru svo að segja
órofa heild og hver i framhaldi af
annarri. Þó ekki svo að skilja að
hverþeirra standiekki fyrirsi'nu,
hinsvegar er það næsta nauðsyn-
legt vegna þess að viss þróun á
sér stað og atburðarásin er sam-
ofin. Aðalpersónur þessara
þriggja bóka eru Klas og Lena,
þótt Lena detti að svolitlu leyti út
úr myndinni I siðustu bókinni.
Þau skötuhjú eru í sama bekk og
byrja að vera saman i „ Sjáðu
sæta naflann minn”. Þar er sam-
bandi þeirra lýst af skilningi,
þegar þau kynnast hvort öðru, —
andlega og li'kamlega. Sagan er
þó að mestum parti sögð frá
sjónarhóli Klás, hans vangavelt-
ur og hugsanir ganga fyrir. Hann
er á þessu „erfiöa skeiöi”, hefur
mikinn áhuga á stelpum og kyn-
lifi, sem hann hefur einungis
kynnst i gegnum klámblöð og
fjálglegar lýsingar vinar sins,
Jörgen, sem þó virðist aðeins
hafa upplifað kynlif i kollinum og
kjaftinum. Aö minum dómi er of
mikið lagt upp úr þvi, — eða of
litil hersla lögö á að strákar hafa
ýmiss önnur áhugamál en bara
steipur. Vafalaust upplifa flestir
drengir „klámblaðakynllf” ein-
hverntima, en ég hygg að fæstir
verði svo gagnteknir að engin
hugsun önnur komist aö, og þeir
linni ekki látum fyrr en þeir hafa
„sannaö karlmennsku sina”. Vel
aö merkja, ég vil engan veginn
koma nokkrum til að halda að
bækurnar snúist um þetta eitt,
það væri hreinasta fásinna, auk
heldursem þetta er vitaskuld ein-
vörðungu min persónulega skoö-
un.
Dream about you..
Ensvolitið sé afturá söguþráð-
inn, Klás og Lena kynnast æ betur
og verða nánari, tilfinningalega
séð.
En þótt Klás sé sannfærður um
að hann geti ekki án Lenu verið,
þá verður hann hálfhrifinn af
annari stelpu : Ninu. Nina er tölu-
vert öðruvisi en Lena, en hún er
llka soldið skotin i Klás. Enginn
alvarlegur ástarþrihyrningur
myndast, Klás kyssir Ninu einu
sinni og káfar litillega á brjóstum
hennar (sem reynast stærri en á
Lenu!): en svo er það búið i bili.
Núgæti verið aðlesendur þessa
pistils séu orðnir svoldið áttavillt-
ir, ég vil taka fram að það sem
hér á undan er nefnt gerist i
fyrstu tveim bókunum. Þar gerist
það lika að Lena flytur til Fjóns,
sem ku vera alllangt frá þeim
stað sem þau bæði búa á. Klás
verður harmi sleginn og er á þvi
að hann muni ekki bera sitt barr
eftir þaö. Þau heita þó hvort öðru
ást, tryggð og bréfaskriftum.
Klás situr eftir i bókarlok angur-
værog dapur, hafandi misst Lenu
og bókin endar á þessari
rómantisku laglinu: I just dose
my eyes and dream about you...
Aldrei að vita
Siðasta bókin, „Klás, Lena,
Nina og..” snýst að mestu leyti
um Klás, Lena, hún er á Fjóni og
þótthún séeinatt nálæg Klási, þá
erhún eins og gefur aö skilja ekki
mikiö ráðandi i söguþræðinum
sjálfum. Eins og nafnið gefur til
kynna blandast Nina, áðurnefnd
meira inn i. Klás endurnýjar
kynnin við hana, hver verða
aldrei mjög tilfinningaleg frá
hans hendi, hann leitar til hennar,
að mér skildist meira af kven-
semi en ást. Þau sofa saman, og
þar með finnst Klás sem horn-
steinninn að karlmennskuprófi
hans sé lagður. (Hér ber að taka
fram, að Klás og Lena sváfu
aldrei saman, — þótt þau gerðu
ýmislegt annað)
Inn ísöguna er blandað, eins og
i hinum bókunum, bekkjarfélög-
um Klás, foreldrum... — og Lenu
aðeins.
Svo litið sé á Klás, eins og hann
er gerður frá höfundarins hendi,
þáerhann fremur feiminn og lok-
aður, hvaö stafar að einhverju
leyti af tilfinningalegu sam-
bandsleysi við foreldrana. Þeir
eru dálitiö gamaldags, og litið um
opinskáar samræðurum það sem
Klás vill helst tala um. Þeir eru
öngvu að siður ágætir og vilja
Klási allt hið besta. Andstæða
þeirra eru svo foreldrar Jörgens,
bestavinar Klásar, móðirhanser
svo frjálsleg og alþýðleg að
Jörgen hefur imugust á.
Siðasti kafli bókarinnar lýsir
þvi þegar Klás fer i heimsókn til
Lenu, hún var lika búin að útvega
sér annan vin, þótt það væri eins
og hjá Klási, ekki mikil alvara i.
Hjá báðum vaknar ástin aftur, og
það er aldrei að vita...
Besta unglingabók þessa árs.
Þessar þrjár bækur, sem allar
eru frekar stuttar, til samans
sirka hálfur Sigurður A., eru
bestu þartilgerðu unglingabækur
sem ég hef lesið. Þær fjalla um
þaö sem getur hent hvern sem er,
gagnstætt flestum unglingabók-
um sem fjalla um unga ofurhuga
leysandi hin og þessi löggumál.
Atburðarásin er lifandi og per-
sónurnar skýrar og vel upp
dregnar og ekki sist einkar trú-
verðugar. Þráttfyrir ýmsa mein-
bugi eru kostirnir svo miklu fleiri
og ég vil hvetja alla, og ekki bara
unglinga til að lesa þessar bækur,
þær eru öllum þörf — og
skemmtileg lesning.
Þýðing Margrétar og Vern-
harðs sýnist mér hin ágætasta,
lipurog vel unnin.Má vera að það
sé smáatriði, hinsvegar langar
mig að benda þeim á, að orðið
hönd beygist svona: hér er hönd
um hönd frá hendi til handar.
Þaö er án efa áhættusamt fyrir-
tæki, fyrir ekki stærra forlag en
Lystræningjann að ráðast i út-
gáfu þessara bóka. Eiga þeirsem
hlut eiga að máli hinar bestu
þakkir skildar.
Aö lokum vil ég leyfa mér að út-
nefna bókina „Klás, Lena, Nina
og...” bestu unglingabók þessa
árs.
Draumóra-
bók fyrir
byrjendur
— „Á flótta með
f ar andleikur um ’ ’
eftir Geoffrey Trease
Geoffrey Trease:
Á flótta með farandleik-
urum/Cue for Treason,
Silja Aðalsteinsdóttir
þýddi
Mál og menning 1981.
■ Þessi bók kom út i Englandi
árið 1940 og gerist á siðustu ára-
tugum 16. aldar. Má þvi með
sannisegja að hún sé orðin dálitið
lúin að eðli og anda.
Aðalpersóna sögunnar er Pétur
Brownrigg, 14 ára drengur úr
norðurhéruðum Englands. 1 upp-
hafi sögunnar er lýst viðureign
bænda þessarar sveitar við aðals-
manninn: Sir Philip Morton.
Hann er erfiður viðureignar og
vill sölsa land bændanna undir
sig. 1 þeirri baráttu kemst Pétur
upp á kant við aðalsmanninn,
m.þ.a. sá fyrrnefndi veróur að
flýja. Pétur slæst i för með far-
andleikflokki og leikur um nokk-
urt skeið aðalkvenhlutverkin, en
það tiðkaðist ekki á þessum tim-
um aðkvenmenn léku. En stjarna
hans fer lækkandi innan flokksins
meö tilkomu annars drengs, Kit.
Pétur kemst að þvi eftir nokkurn
tlma, að Kit er einnig að flýja
Philip, hinn grirnmlynda aðals-
mann, sökum þess að hann vill
taka sér Kit fyrir konu (!?).
Kit reynist eftir allt saman vera
stúlka, vellauðug, en foreldralaus
og ætlaði Philip að sölsa undir sig
lendur hennar með aðstoð fjár-
haldsmanns hennar. Kit er ein-
ungis 13 vetra og kaus þvi að
hlaupast á brott, uns hún yrði
fjárráða. Pétur lofar að ljóstra
ekki upp um leyndarmál Kits og
saman fara þau til Lundúna. Þar
komast þau að i leikhúsi, fyrir til-
stuðlan Villa Shakespeares!
Hann er um þær mundir að skapa
sér nafn og telur ekki eftir sér að
hjálpa strákunum (?) enda Kit
hið mesta efni.
En uppúr einhverju briarii
komast þau á snoðir um... —
landráð! Og höfuöpaurinn á bak
við þau er enginn annar en Sir
Philip Morton! Þau ganga þegar
á fund ensks ráöherra, sem snim-
endis innritar þau i ensku leyni-
þjónustuna....
1 fylgd bráðklárrar allratima
leynilöggu fara þau aftur á
heimaslóðir til að freista þess að
koma upp um samsærismennina
og þar með bjarga ensku krún-
unni og þeirri Betu drottningu
sem þá sat....
Eins og gefur að skilja, lenda
þau i miklum mannraunum og
hættum, dauðinn biður við hvert
fótmál. En þau slá öllum við i
ráðkænsku og hugrekki og — eins
og vænta mátti —- standa að lok-
um uppi sem hinir fullkomnu sig-
urvegarar, dáð og virt og elskuð
af Betu og Villa og öllum hinum.
Hetjur
Þetta er litt frumleg bók, hún
var það kannski fyrir 40 árum,
ekki núna. Hún er ein af þeim
bókum þar sem venjulegir ung-
lingar verða hetjur og nánast of-
urmenni, leysandi öll vandamál
sem ekkert væri. Ég skil ekki þá
tilhneigingu að geta ekki skrifað
um unglinga fyrir unglinga, án
þess að úr verði einhver hetju-
fans. Allir verða að vera hetjur,
bjargandi hinu og þessu, ef ekki
föðurlandinu, þá helst heiminum.
Ef ég væri nú jafn kænn og hug-
rakkur....
Semsagt draumórabók, fyrir þá
sem langar að verða hetjur. Sem
slik er hún ekki svo slæm, hún er
bara innihaldslitil og fjarstæðu-
kennd.
Þýðing Silju sýndist hin skikk-
anlegasta og ekki meira, enda
býður bókin sennilega ekki upp á
mikil stiltilþrif. Tilvitnanir i leik-
rit Villa, þónokkrar, eru úr þýð-
ingum Helga Hálfdánarsonar,
birtum og óbirtum. Enhverntima
hefur hann átt hlut i betri bók...
Hrafn Jökulsson
skrifar um
unglingabækur.
Bara fyrir
stelpur?
— „Aprílást” eftir Evi Bögenæs
Evi Bögenæs:
Aprilást
Andrés Kristjánsson
þýddi,
Iðunn 1981.
■ Þessi bók kom fyrst út i Noregi
1958, og var gefin út i islenskri
þýðingu Sigurðar Gunnarssonar
1963, þá hjá Setbergi.
Höfundurinn, Evi Bögenæs, er
einkum kunnur á Islandi fyrir
Kittu bækurnar, sem munu hafa
notið mikilla vinsælda hjá is-
lenskum stúlkum að þvi er segir á
bókarkápu. Auk heldur er þar
fullyrt að Aprilást muni ábyggi-
lega ekki falla þeim siður i geð.
Semsagt stúlkubók, eða hvað?
Sagan fjallar um önnu Betu,
sem búið hefur ein hjá föður sin-
um, móðirin lést við fæðingu
Onnu. Hún unir sér vel og sam-
band þeirra feðgina er gott og ná-
ið. Það verður þvi reiðarslag fyrir
hana þegar pabbi hennar giftir
sig aftur og konan flytur inn á
heimilið með dóttur sinni sem er
á aldur við önnu. Henni finnst
sem lif sitt hafi algerlega verið
brotið niður, nýja konan sé búin
að stela pabba hennar frá henni.
Aukheldur er dóttir konunnar
hvers manns hugljúfi og önnu
Betu fellur sárt þegar vinkonur
hennar virðast meta hina stelp-
una meira. Hún verður einmana,
sár, bitur og þrjósk og fer einför-
um. En þá kemur Friðrik, sonur
nýju konunnar til sögu. Hann
stundar nám langt i burtu og
kemur I heimsókn endrum og
eins. Hann virðist skilja hvað
önnu liður og reynir að koma til
móts við hana. Hvort sem henni
þykir það leitt eða ljúft verður
hún smám saman hrifin af Frið-
riki, hvað er gagnkvæmt.
Engin
ástarsaga
Með timanum sættir hún sig svo
við nýju mömmuna og verður
„sama glaða og káta” stelpan
sem fyrr. Þegar Friðrik kemur
næst i heimsókn opinbera þau
trúlofun sina og allt endar i lukk-
unnar velstandi....
Lesendur skyldu ekki misskilja
nafn bókarinnar, þetta er engin
ástarsaga. Ástin kemur við sögu
en fyrst og fremst er þetta lýsing
á baráttu söguhetjunnar við
sjálfa sig þegar henni virðast all-
ar dyr luktar og engin úrræði i
sjónmáli. Sem slik er þessi bók
góð, það er hægt að kalla hana til-
finningalega þroskasögu, — og
auk þess ágæta skemmtilega.
Bókin er lipur og atburðarásin
skýr.
Þýðing Andrésar Kristjánsson-
ar er vel unnin og á góðu máli, —
eins og vænta mátti.
Leyfist mér svo að spyrja að
lokum: afhver ju stendur á bókar-
kápu að bókin sé likleg til að falla
stúlkum vel I geð, mér virtist hún
nokkurnveginn við allra hæfi.