Tíminn - 13.12.1981, Qupperneq 25

Tíminn - 13.12.1981, Qupperneq 25
Sunnudagur 13. desember 1981 i íívíí í • m *i Ovíl Sfám a\Cmavc f ‘1 > í-*t5 Dominique Eudes: The Kepetanios Monthly Review Press ■ Hér segir af Grikkjum. Eftir aB ÞjóBverjar réBust inn I Grikkland reis þar upp mikil og öflug andspyrnuhreyfing sem, eins og viBar á Balkan- skaga, skiptist i tvær fylking- ar — kommúnista og ekki-- kommúnista. Eins og ehdrá- nær reyndust kommúnistar segir f baráttunni gegn nas- istum en aBrir voru gjarnir á aB hlaupa út undan sér. AB stríBslokum var skæruliBa- hreyfing kommúnista mjög sterk og höfBu kammúnistar fullan hug á aB koma Grikkj- um undir ráBstjórn i meira eöa minna mæli. Þaö gátu Vesturveldin afturá móti ekki þolaö og studdu andstæöinga kommúnista gegn þeim.1946- 49 rikti grimmilegt borgara- striö i landinu og fóru komm- únistar aö lokum halloka. Eudes segir þessa miklu sögu á fróBlegan og skemmtilegan hátt, því er ekki aB leyna aö samúö höfundar er öll meö kommUnistum en þaö skemmir ekki fyrir bókinni i heild. kcm Owwge invwfígotos fiylheaijé>oraf TtmSpy'MxtCoim ir>/rrvn Ae Gj/d John Le Carré: A Murder of Quality Penguin ■ Þessi bók er aö sönnu ekki ný af nálinni. HUn kom fyrst út áriö 1962 en hefur siöan veriö endursprentuö æ ofan i æ og vinsældir hennar fara sist minnkandi. Þetta mun vera önnur bók Le Carrés eri meö þriöju bók sinni öölaðist hann heimsfrægð: Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, sem gerði m.a. njósnarann George Smiley frægan. 1 þessari bók hér er Smiley á feröinni en ekki viö snjósnir, hins vegar berstfyrir tilviljun upp i hend- urnar á honum morðmál. Leikurinn gerist i umhverfi ensku yfirstéttarinnar, finum einkaskóla, og auðvitað kemur margt grunsamlegt upp á yfirborðið. Frásögnin er meistaraleg plottið óaðfinnan- legt en eins og siðar kom f ljós er sterkasta hliö Le Carrés ,jiinn mannlegi þáttur” — næm og blæbrigöarikpersónu- sköpun. Sigmund Freud: Case Histories II — „Rat man”, Screber, „Wolf Man”, Famale Homosexuaiity Pelican/Penguin 1979 ■ Þetta er ni'unda bindiö i rit- safni Pelican/Penguin útgáf- unnar á verkum hins mikla Freuds fýlupoka, tilvalið fyrir alþýöu manna aö kynna sér verk hans á nokkuö aögengi- legan hátt I þessu bindi eru þrjár „sjúkdómslýsingar” eöa „case histories” sem voru vinsælar i eina tiö og eru sjálf- sagt enn — lesast nánast eins og leynilögreglusögur. Svo dæmi sé tekiö: þaö er komið meö mann til Freuds og þjáist af taugaveiklun, ofsóknaræði, minnimáttarkennd og ööru sem til fellur; eftir langar og strangar yfirsetur / sem oft taka mörg ár og eru viöburöa- rikar, kemst Freud aö hinu sanna — i æsku var dreng- urinn lokaður inniskáp meðan foreldrarnir eöluöu sig. Eöa eitthvað álika. Mjög skemmti- leg lesning og, ef menn eru þannig sinnaöir, sjálfsagt lær- dómsrik...! Gay Talese: Honor Thy Father Dell 1981 ■ Talese þessi er höfundur frægrar bókar um kynlifsmál ameriskra karla á miðjum aldri —Thy Neighbour’s Wife. Sú vakti bæöi aðdáun og kneykslun, en er vel að merka ekki fyrir alla: Hugh Hefner og Utgefandi timaritsins Screw lofsungnir fyrir að hafa veitt leyndum hvörtum milli- stéttarkarla útrás á ýmsastan hátt... I þessari bók, sem skrifuð var áður en Talese hóf ódysseifsferð sina um nudd- stofur, segir hann frá Mafi- unni — nánar ’tiltekiö Bonnano-fjölskyldunni, einni hinni áhrifamestu af þeim ítaliuættum sem lengstaf réði lögum og lofum (!) i banda- riskum undirheimum. Sagan er sögð i skáldsöguformi og frásögnin verður fyrir vikið lifandi og á köflum spennandi. Hafi maður áhuga á viðfangs- efninu. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Sunnlenskir sagnaþættir BókaUtgáfan Hildur hefur sent frá sér bókina Sunnlenskir sagna- þættir. Þættir þeir sem birtast i bók- innieru fengnir Ur ýmsum áttum. Leitast hefur veriö viö aö breyta þeim sem minnst, en reynt aö láta frásagnir höfunda njóta sin. Þættirnir eru um margt ólikir en allir eiga þeir þaö sameiginlegt aö vera skemmtilegir aflestrar og höföa til þeirra sem unna þjóöleg- um fróöleik. Gunnar S. Þorleifsson safnaöi þáttunum saman. Starfið er margt Landvernd hefur gefiö Ut bók- ina Starfiö er margt.ræöur og rit- geröir Hákonar Guömundssonar, fyrrum hæstaréttaritara og siðar borgardómara. Hákon var þekktur fyrirlesari um lögfræðileg efni i Utvarpi um langt skeiö. Auk þess var hann mikill áhugamaöur um skógrækt STARFIÐ ER MARGT HÁKON GUDMUNDSSON og umhverfisvernd og ræddi og ritaöi margt um þau málefni. 1 bókinni er úrval Ur ræöum og greinum af fræöisviöum Hákon- ar. Seljaútibú BÚNAÐARBANKANS tekur til starfa 11. desember Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 09.15—16.00 Síðdegisafgreiðsla fimmtudaga kl. 17.00—18.00 ★ Við bjóðum Seljahverfinu alla innlenda bankaþjónustu ★ Við reynum að miða aðbúnað og þjónustu fyrst og fremst við einstaklinga og fjölskyldur ★ Starfsfólk reynir að sýna viðskiptamönnum lipurð og skilning í öllum afgreiðslum ★ Við bjóðum björt og notaleg húsakynni án hefðbundinnar formfestu ★ Við bendum á, að Búnaðarbanki íslands er annar stærsti viðskiptabanki þjóðarinnar og einn traustasti hornsteinn íslenzkra peningamála ★ Athygli er vakin á því, að útibúið starfar til bráðabirgða í núverandi húsnæði og bíður eftir aðstöðu í verzlunar- og þjónustumiðstöð Seljahverfis ★ Við bendum á, að Skógarsel hefur nýlega verið gert að aðalbraut og biðjum viðskiptamenn að gæta varúðar í umferðinni ★ Loks bjóðum við viðskiptamenn velkomna í útibúið. Það verður heitt á könnunni í skammdeginu. Jón Sigurðsson útibússtjóri Sigurður Karlsson gjaldkeri Gerður Daníelsdóttir bókari Sigríður Stetánsdóttir bókari BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS SELJAUTIBU Stekkjarseli 1 (á horni Stekkjarsels, Stokkasels og Skógarsels) Sími78855

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.