Tíminn - 13.12.1981, Síða 28
Sunnudagur 13. desember 1981
^28
nútíminn —gKi
■ „Mjötviöur mær” heitir nýja platan frá Þcy. Ætli hugmyndin aö
nafninu hafi oröiö til þarna. Magnús og Sigtryggur kanna máliö.
■ llljómsveitin Þeyr er nýlega komin úr reisu til Bretlands og
bar margt og merkilegt fyrir augu og eyru hljómsveitarinnar,
sem vænta mátti. Helgar-Timinn hefur komist yfir dagbók sem
félagar Þcys héldu i feröinni og fer hún hér á eftir, skrautleg
nokkuö.
5. nóv.:
Kæra dagbók.
Ég vigi þig hér þar sem við, hið
friða föruneyti Þeysreisunnar,
brokkum skýjum ofar i einum
hinna glæstu faxa Flugleiða. Eins
og þessar fyrstu linur gefa til
kynna hafa háloftin gert mig
skaldlegan, en ég segi það satt að
ég er eins og ómálga ungbarn við
hliöina á gerðafélögum mínum:
Guðni Rúnar er að semja þakkar-
gjörðtil Drottins Allsherjar fyrir
þá náð að öll mál hafi bjargast á
siðustu stundu. Við erum allir
með óstundvisari mönnum og
þegar óstundvisin hefur verið
hafin upp i sjöunda veldi er voð-
inn vis. — Enda þurfti James-
Bondkeyrsluúr bænum til þess að
ná flugvélinni og öll frihafnar-
kaup urðu að engu — nema það að
mér tókst að hlaupa i gegn og
kaupa þrjár svartadauðaflöskur
sem við höföum ætlað nokkrum
Ijúflingum handan við hafið. Já
og Hilmar örn Agnarsson er með
tárin í augunum að lofsyngja sól-
arlagið: útsýnið er eins og bóm-
ullarábreiða með blóðpolli út i
einum endanum. „Þarnæsta
plötuumslag”, segir Hilmar. Við
samþykkjum annars hugar. Þor-
steinn og Magnús fara aftur i til
þess að svala nikótinnautninni,
Gulli horfir út um gluggann og
virðist utan viö sig. Hvernig
skyldi blóðrautt sólarlag li'ta út i
gegnum þessi bláu sólgleraugu
hans Gulla?
10. min. siðar:
Guðni potar i mig og segir að
Gulli sé kominn með „svipinn”
eina sanna. Þá fer ýmsilegt að
gerast. Allirþekkja sögurnar um
það hvernig Niels Bohr dreymdi
um uppsetningu atómsins og
hvernig — hvort var það Watson
eða Crick? dreymdi um uppsetn-
ingu kjarnsýranna, þetta eru góð
dæmi um það þegar dulvitundin
og innsæið hjálpa vi'sindunum.
Gulli er stundum eins og Nichola
Tesla (sem hefur fundið upp ann-
að hvert apparat sem gengur fyr-
ir rafmagni), hann „sér” fyrir
sér teikningar af einhverjum
furðumaskinum sem hann hefur
oft orðið að smiða til þess að sjá
hvað þær raunverulega gera. Að
visu á hann lika til svefninnblást-
ur og Valborg kona hans byrjar
oft daginn á þvi að tina 10 blöð
með útreikningum út úr rúminu
og biður svo bæn um að þetta sé
ekki eitthvað sem umbreytir
heimilistækjum yfiri furðudót, —
eins og þegar ryksugan varð að
rakatæki, sjónvarpið að oskilló-
skópi og hrærivélarskálin að
parabólskum spegli til þess að
varpa hátiönihljóðum. Hvað ætli
komi út úr þessu?
Loksinssést iborgarljós. Okkur
er sagt að nú gefist einstakt tæki-
færi til þess að sjá eldflaugasýn-
ingar ofanfrá. 1 kvöld er hið fræga
kvöld sem er kennt við Guy
Fawkes, þann sem i eina tið ætl-
aði að sprengja breska þingið i
loft upp. Einhver illgjarn maður
segir að Iranir hafi betri auga
fyrir sögulegu samhengi en Ir-
arnir: þeir dundi sér þö við það að
sprengja þingmenn og ráðherra
— á meðan menn á Bretlandseyj-
um láta sér nægja að sprengja
hamborgarasjoppur.
En hvur veit nema Irarnir geri
eitthvað af sér i kvöld. Var þaö
ekki guðspjallamaðurinn John
Lennon sem ritaði: „Remember
Remember the fifth of Novemb-
er”? Hvort skyldi hann hafa
meint það afturábak eða áfram i
tima?
Rétt i þvi er ég hafði lokiö við að
rita orðin hér að ofan, þ.e. þetta
um timann, gekk Gulli að mér og
tilkynnti að hann væri búinn að
finna upp timavél! — Hafi ég
gripið þetta rétt er hann kominn
með grunnhugmynd að maskinu
sem getur gert Fouriergreiningu
af umhverfinu og búið til eftir-
mynd/ir af þvi. Gulli er oröinn
Guli Skuggi hljómsveilarinnar..
Gulli Skugginn!!!
Bubbi Moran? Nei, andskot-
inn...
Við erum að lenda.
(5. nóv.:
Jaz (hljómborðsleikari og
söngvari Killing Joke) sóttiokkur
út á fhigvöll og tilkynnti að hann
ætlaði að kynna okkur fyrir „und-
irheimum Lundúnaborgar” og
planta okkur á brjálaðasta hótelið
i bænum. Þegar á hótelið kom
opnaði fyrir okkur fölleitur mað-
ur sem virtist ákaflega fúll yfir
þvi aö fá gesti. Hann tilkynnti
okkur að hótelið byði ekki upp á
neina fæðu, engan morgunverð,
hádegisverð, kvöldverð — ekk-
ert! Herra Bath (en svo kynnti
hann sig) sagði okkur að hér væri
heldur ekkert sjónvarp en þegar
það virtist ekkert ætla að draga
úr þeim ásetningi okkar að gista
hótelið, geiflaði hann sig illsku-
lega, rétti okkur herbergislykla
og hvarf inni skugga. „Hvilikur
maður”, hló Sigtryggur. „Þar-
þarnæsta plötuumslag”, sagði
Hilmar örn A. og við fórum aö
dást að augntönnunum sem mað-
urinn hafði haft. Jaz fór þá glott-
andi að segja okkur frá ameriskri
■ A hljómleikum Killing Joke I Leeds.
MONTNIR
Hljómsveitin Þeyr í Bretlandi
hljómsveit sem hafði dvalist
þarna stuttan tima og fengið það
á hreint að hótelið væri vampýru-
bæli. „Söngvarinn tjáði mér”,
Jaz brosti sinu dimma brosi, „að
hann hefði komist að þvf að herra
Bath væri rússneskur innflytjandi
og hann og hljómsveitin voru
sannfærðir um að Mr. Bath væri
sömuættar og Elizabeth Bathory,
greifynjan sem ásamt Vlad
nokkrum varð uppsprettan að
sögunum um Dracúla greifa og
allt hans slekt.” Við settumst inn
á herbergið hjá Steina og Gulla,
skulfum smávegis af ferðahrolli
og blóðSuguhræðslu og köstuðum
upp krónu um það hver ætti að
kaupa hvitlaukskippu næsta
morgun. Allt þetta gleymdist þö
siðarþegar við söknuðum pokans
með svartadauðaflöskunum
þremur og teikningunum hans
Gulla af timavélinni. Við leituð-
um vel og lengi en ekkert fannst.
Slðar:
Drengirnireru komnir með gott
æfingapiáss sem Jaz reddaði
þeim og eru strax byrjaðir að
vinna úr Lundúnaloftinu. Staður-
inn er i hjarta einnar aðal blá-
mannagötu hverfisins og þegar
við Guðni komum á staðinn stóð
hópur af þeldökku fólki og diskút-
eraði tónlist eskimóanna.
Enn siöar:
Þeir hafa eitthvert skilaboðs-
kerfi hér. Þegar við fórum út að
borða fórum við á dularfullan
veitingastað sem var rekinn af
nokkrum blámönnum sem
klæddu sig í A1 Capone-stil. Fyrst
i stað litu þeir illilega á okkur en
svo gekk allt i einu einn að okkur
og spurði hvort við værum is-
lenska hljómsveitin. Þegar menn
■ „Ber er hver aö baki...” Sig-
tryggur og Hilmar biöa eftir lest.
jánkuðu þvi, gjörbreyttist upplit-
ið á mönnum og okkur var
skyndilega tekiö eins og týndu
sonunum. Þetta var svo góður
hópur og fjörið svo mikið að Sig-
tryggur tilkynnti að hann ætlaði
að verða negri þegar hann yrði
stór.
7. nóv.:
Jaz tók okkur i kennslustund i
þvi hvernig á að ganga eins og
blámaður, en það ku vera eina
leiðin til þess að geta gengið i
gegnum hverfið án þess að vera
barinn i hausinn og troðið veskis-
lausum oni' öskutunnu.
Hlutir halda áfram að hverfa.
Guðni er búinn að týna þremur
bókum og nokkrar kassettur með
ensku útgáfunni af Þeysplötunni
nýju eru lika horfnar. Gulli er bú-
inn að vera óhuggandi útaf teikn-
ingunum og segir að þetta hafi
verið innblástur af þeirri gráðu
að hann hafi varla hugmynd um
nema lítinn hluta af efni þeirra.
Hann, Sigtryggur og Steini fóru
útá flugvöll til að athuga hvort
eitthvað hefði fundist þar, en sú
ferð bar engan árangur.
En við gátum að visu fengið
huggun i sögu sem við heyrðum
um góðan Nýalssinna heima á
landi isa: þessi ágæti maður er i
svo miklu „sambandi”, að einn
fjórði eigna hans er yfirleitt i ein-
hverri annarrividd! Okkar vandi
er smávægilegur i samanburði
við það...
Enn eitt hvarfið! Pokinn með
hangikjötinu og harðfisknum sem
við höfðum með okkur, er horf-
inn. Allar okkar rammislensku
matarbirgðir eru horfnar á ein-
■ Fyrir utan hóteliö.
hvern dularfullan hátt, sveit mér
þá ef ég hallast ekki að þvi að
Helgi Pjeturs og Egill Skalla-
gri'msson séu á Siriusi að halda
veislu.
8. nóv:
La gt af stað til Leeds til þess að
hlusta á Killing Joke.
9. nóv.:
Meðan lýsingarorðaforðinn er
svona fátækur hjá manni, þá er
fáránlegt að ætla sér að lýsa þess-
um stórkostlegustu hljómleikum
sem við höfum nokkru sinni
heyrt.
Kvöld:
Góður dagur út frá praktisku
sjónarmiði — vægast sagt. Tvö
hljómplötufyrirtæki hafa boðið
okkur það að gefa plötuna út. A
öðru þeirra, Cherry Red, rættist
spádómur okkar Guðna um það
að við myndum hitta félaga Jello
Biafra úrDead Kennedys. Þegar
við vorum i miðju viðtali opnuð-
ust dyrnar og Biafra gekk inn
prúðu r og góður og ky nnt i s ig. V ið
sátum þarna góða stund eins og
litlirsætir sunnudagaskóladreng-
ir og ræddum heimsmálin: það
gladdi gamla hjartað i Biafra
beibi'að vita, að fá tippi hefði haft
jafn stóran áhorfenda — og vænt-
anlega aðdáendahóp — heima á
Islandi og einmitt hans eigið. En
Jello opinberaði sem kunnugt er
nekt sina i kvikmyndinni „öfgar i
Ameriku II”og var nærri þvi kos-
inn borgarstjóri i San Fransisco
fyrir vikið. Eða eitthvað svoleið-
is. Kæri Jello, sögðum við, hvurn-
ig væri að þú kæmir til Islands og
gerðireitthvað dónó og spennandi
— svosem að halda hljómleika
með Kennediunum????? Jello
mældi okkur upp og niður og
hvislaði siðan i' eyru okkar nokkru
sem við getum ekki sagt hér
vegna plássleysis....
En sumsé stórkostlegur dagur.
10. nóv.:
Kvöld: Annar frábær dagur. Þó
skyggði það i fyrstu töluvert á
gleði okkar að fyrirhugaðir
hljómleikar með Þey og Killing
Joke hér i London féllu niður af ó-
fyrirsjáanlegumástæðum, þá var
strax bætt úr þvi með boði frá að-
standendum nýjasta klúbbsins i
London, en hann er rekinn af
sranuaðilum og eru með tónlist-
arblaðið Zig Zag. Þey var boðiö
að leika þ. 23. ásamt bresku
hljómsveitinni Cure sem hefur
alla tið verið i sérlegu uppáhaldi
hjá Þeysdrengjum. — Eini gall-
inn er sá að þetta er ekki fyrr en