Tíminn - 13.12.1981, Page 30
■ Sem betur fer viröist islensk
pldtuútgáfa standa i hinum mesta
blóma núna. Otgefendur keppast
við að koma á markaðinn plötum
listamanna sinna fyrir jólin og er
nú svo komið að enginn munur er
á jólaplötuflóðinu og jólabóka-
flóöinu. Plötur með islenskum
listamönnum vekja skiljanlega
mesta athygli og verður hér á
eftir reynt að gera þeim plötum
■ Björgvin Halldórsson.
■ Start. Frá v. til h.: Eirlkur Hauksson, Nikulás Róbertsson, Pétur
Kristjánsson, Kristján Edelstein, Davið Karlsson og Jón Ólafsson.
JÖHmríH£LG^SOÖ.
Fjórar íslenskar
skil, sem komið hafa út það sem
af er desember, en vegna pláss-
leysis veröur þeim ekki gert jafn
hátt undir höfði og þær ættu skil-
ið.
Björgvin Halldórsson
//Eins og þú ert"
Likt og félagi hans Gunnar
Þórðarson, hefur Björgvin
Halldórsson tekið að sér að vinna
ákveöiö verkefni (project) fyrir
Fálkann h.f. Björgvin hafði sem
sagt yfirumsjón með sam-
setningu plötunnar „Eins og þú
ert”. 1 stuttu spjalli sem Nútim-
inn átti við Björgvin i tilefni af
útkomu plötunnar* kom fram að
þetta er ekki sólóplata Björgvins,
heldur hyggst hann fara úr landi
á næsta ári, sennilega i mars, til
að taka upp sólóplötu. Þegar hann
var spuröur um tilurð þessarar
plötu,þá sagðist hann hafa gengið
lengi með þetta i maganum aö
gefa út „jákvæða” barnaplötu.
Þegar hann orðaði þetta við
Kristján frá Djúpalæk og baö
hann að semja texta brást
Kristján vel við og boltinn byrjaði
að rúlla. Frá upphafi hafði Björg-
vin hugsað sér þessa plötu sem
aðgengilega og ánægjulega plötu
fyrir börn á öllum aldri. Þetta
væri ekkert frekar jólaplata.
en hún er vetrerplata. Til
þess að auka fjölbreytnina á plöt-
unni fékk hann til liðs við sig fólk
úr öllum áttum, tilbúið að gera
þetta fyrir krakkana. Leikarana
Róbert Arnfinnsson, Gisla Rúnar
Jónsson, söngvarana Jóhann
Helgason Ragnhildi Gisladóttur
og Ladda.
Björgvin lét þess sérstaklega
getiö að þessi plata væri eins
mikiö platan hans Kristjáns frá
Djúpalæk eins og sín, þar sem
hann heföi samið alla textana og
ætti auk þess hugmyndina að
nafninu. Þaö má örugglega taka
undir þetta með Björgvin, þvi
textar Kristjáns eru mjög góöir
og höfða á skemmtilegan hátt til
barna og barnæsku.
Flutningur allur og útsetningar
eru til fyrirmyndar. Hvergi er of-
gert eða ofkeyrt. Textafram-
buröur er góður og lögin vel til
þess fallin að raula með.
Plata fyrir „barnið sem
blundar i okkur öllum”.
Jóhann Helgason
//Tass"
„Ef þetta er einhver for-
smekkur aö væntanlegri sólóplötu
hans,...mega menn fara að búa
sig undir aö þeim verði komið
þægilega á óvart.” (Plötudómur
um smáskifu Jóhanns frá 15/11).
Voruð þið tilbúin?
Nei, ekki ég heldur.
Jóhann Helgason kemur
skemmtilega á óvart með nýju
plötunni sinni „Tass”. Hún er
tekin upp i Bandarikjunum,
nánar tiltekið Los Angeles, þar
sem helsti hjálparkokkur Jó-
hanns við gerð þessarar plötu,
Jakob Magnússon, býr. Þeir voru
ekkert að flýta sér við gerð plöt-
unnar, enda ber fyrsta lag plöt-
unnar heitið, „Take Your Time”.
Hún er hljóörituö I júii og ágúst,
en hljóðblöndun stóö allt fram i
október.
Aöstoðarmenn hans á plötunni
fyrir utan Jakob Magnússon eru
allt viöurkenndir hljómlistar-
menn I Bandarikjunum. Þar er að
finna meölimi hljómsveitar
söngvarans Boz Scaggs og hljóm-
sveitarinnar „Pages”. Upptöku-
menn eru hvorki af verri endan-
um né of fáir. Fremstan má lik-
lega telja Humberto Gattica, sem
hefur m.a. starfaö með áður-
nefndum Boz Scaggs og
„Chicago”. Aðrir sem störfuðu
með Jóhanni voru Heyworth
Collins, Patrick McDonald, Jónas
R. Jónasson, en hann starfar nú i
Los Angeles og Alan Howarth.
Yfir þessu öllu hafði svo Jakob
Magnússon umsjón og á hann
vafalaust mikinn þátt i aö gera
plötuna jafn góöa og raun ber
vitni. Þvi platan er góð og er tvi-
mælalaust ein af bestu islensku
plötunum þetta árið. Reyndar
hafði ég alltaf beðið (eða vonað)
aö Jóhann myndi gera svona
plötu þvi hæfileikarnir eru fyrir
hendi. Hlustiö bara á fjölbreyti-
leik laganna á plötunni sem þó
eru öll eftir Jóhann. Af hálfu Jó-
hanns er greinilega mikill
metnaður lagöur i plötuna og þá
sérstaklega sönginn. Jóhann er
hér i toppformi og kveður endan-
lega niöur þá skoöun margra að
sjónvarpsdægurlagakeppnin
skeri úr um hver sé besti söngv-
arinn á Islandi.
Ef einhver von er til að koma
sólóistum frá Islandi á framfæri
erlendis þá er þetta einmitt plat-
an. Hún myndi sóma sér vel á
hvaöa vinsældarlista sem er. Hún
er allavega efst á minum vin-
sældarlista.
Mezzoforte
//Þvílíkt og annað eins"
Þeir eru ekki öfundsverðir
strákarnir i Mezzo. Allt frá þvi að
þeir komu fyrst fram á Tónlistar-
kvöldum Jazzvakningar fyrir
hartnær fjórum árum hafa þeir
stööugt verið undir smásjáraug-
um okkar poppskribenta. Hér
hefur gefist ómetanlegt tækifæri
til aö fylgjast með þróun ungrar
og efnilegrar hljómsveitar i eina
verðuga fulltrúa okkar Islendinga
á jazzrokksviðinu. Enn eru þeir
ungir, en ekki lengur efnilegir
heldur eru þeir orönir að efni. Og
þaö góðu efni. Alls hafa þeir gefiö
út á þessu fimm ára timabili, sem
þeir hafa starfaö saman, þrjár
stórar plötur. Alltaf hefur veriö
gerður góöur rómur aö plötum
þeirra og greinilegt að fólk kann
að meta þetta tónlistarform.
Þriðja og nýjasta skifa þeirra
félaga „Þvilikt og annaö eins”
varð til við undirspil þeirra
sjálfra ef svo má aö orði komast.
Þeir tóku hana upp i Bretlandi um
þaö bil sem veriö var að gefa út
aðra plötu þeirra „íhakanum”á
Bretlandi og fékk hún talsverða
spilun i útvarpi þarlendra.
011 lögin á „Þvilikt og annað
eins” eru eftir þá Eyþór Gunnars-
son eða Friðrik Karlsson. Sem
fyrr eru lögin „instrumental”.
Þeir hafa ekki raddað nokkur
þeirra likt og gert var á „1 hak-
anum” þegar Shady Ownes og
Ellen Kristjánsdóttir aðstoðuðu
þá og tókst, aö mati undirritaðs,
ágætlega. Þaö gaf lögi
unum skemmtilegan svip og plöt-
unni tilbreytileika. Tveir að-
stoðarmenn eru á „Þvilikt og
annaö eins” þeir Louis Jardin og
Ron Asprey. Þeir voru nú
reyndar einnig meö á „1 hakan-
um”. En þaö var Simon Hey-
worth ekki. Hann stjórnaöi hins
vegar upptökum hjá strákunum
úti i Bretlandi og fórst þaö vel úr
hendi, enda þaulvanur, hefur
m.a. unnið með Mike Oldfield.
Mikið og gott tónlistarlegt jafn-
vægi rikir á þessari plötu. Yfir
henni er i kraftmikill og ljóðrænn
blær. Lög Friöriks eru yfirleitt
taktföst, hröð og hrein og bein, en
Eyþór vegur vel upp á móti þessu
meö sinum mjúku og ljóðrænu
lögum. Bestu lögin á plötunni
finnst mér fyrstu tvö lögin á hlið
tvö, þar sem þetta skemmtilega
jafnvægi kemur i ljós.
Start
//... en hún snýst nú samt"
Með lögunum „Seinna meir” og
„Stina fina” skaust Start fram á
sjónarsviðið i sumar. Þar gáfu
þeir ákveöin fyrirheit um að vera
efni i góða „heavy rock” grúppu,
eins og Kaninn kallar þaö en út
leggst vist á Islensku þungt rokk.
Nú hafa þeir félagar sent frá sér
sina fyrstu breiðskifu og þeir hafa
vaðið fyrir neðan sig og ætla
grcinilega aö skjóta gagnrýnend-
um ref fyrir rass og kalla plötuna
,,... en hún snýst nú samt”
Hugmyndin er góð, en ef þetta
var tilgangurinn, þá var það al-
gerlega óþarfi. Startstrákarnir
þurfa ekkert aö afsaka sig gagn-
vart einum eða neinum. Platan
stendur fyllilega fyrir sinu. Að
visu er það misjafnt hversu vel
lögin koma út en samt, heildar-
svipurinn er góður. Þeir standa
við þau fyrirheit sem þeir gáfu
um þungarokkið.
Þeir hafa efniviðinn i góöa
þungarokkshljómsveit. Davið
Karlsson á trommunum er jafn
og sterkur og Jón bassi Ólafsson
veitir góða fyllingu i bakgrunninn
( og er auk þess liðtækur laga-
smiður). Gitarleikarar eru tveir
á plötunni. Sigurgeir Sigmunds-
son var i Start þegar upptökur
hófust á plötunni en yfirgaf
hljómsveitina áður en upptökum
var lokið. Kristján Edeilstein tók
sæti hans og er þvi ekki annað
hægt að segja en gitarleikur sé
fjölbreytilegur! Nei I alvörunni
þá er gitarleikur mjög góður og
tekst þeim báðum félögunum
Kristjáni og Sigurgeiri best upp i
þungarokkinu. Nikulás Róberts-
son er hljómborðsleikari Start og
er hann mikilvægur hlekkur i
hljómsveitinni. Gefur henni mýkt
og melodiu þar sem þess er þörf.
Likt og gitarleikararnir eru
söngvararnir tveir. Þetta er þá
svei mér fjölbreytt grúppa!
Pétur Kristjánsson þarf ekki aö
kynna fyrir Islenskum ungmenn-
um og reyndar ekki heldur eldra
fólkinu. Hann ætti aö vera orðinn
vel þekktur eftir fimmtán ár i
poppinu.
Eirikur Hauksson er hinn
söngvarinn. Kraftmikill og radd-
sterkur söngvari, sniðinn fyrir
þungarokkið.
Þetta er gott start hjá Start!!
—M.E.
Að
þora
The Human
League: Dare
fe Sumarið og reyndar allt árið
1981 má segja að elektróniskt
popp hafi tröllriðiö Bretlandi. All-
ar nýjar hljómsveitir sem komu
fram voru niðursokknar I nýjustu
tækniundrin á tónlistarsviðinu.
Nöfn sem sett hafa svip sinn á
vinsældarlista Breta þetta árið
eru t.d. „Depeche Mode”, „Soft
Cell” og núna nýlega „The Hum-
an League” með lagið sitt „The
Sound of the Crowd”.
Margir á Bretlandseyjum hefðu
ekki trúað þvi að The Human
League ætti eftir að hafa það af að
komast á vinsældarlista, sérstak-
lega með tilliti til þess að á
siöasta ári yfirgáfu hljómsveit-
ina, þeir tveir menn, Martin og
Ian, sem allir álitu að væru þeir
einu sem „kynnu” eitthvað. Eftir
stóðu Phil Dakey, söngvari með
sérkennilega hárgreiðslu sina og
nafnið og Adrian Wright sem
venjulega stjórnaði litskyggnu-
vélinni á tónleikum. Þeir ákvaðu
að gefast ekki upp og fengu til liðs
við sig tvo hljóðgerflaleikara.
Rökréttast var að fá einnig tii
liðs við sig annan söngvara til
þess að halda hljómsveitinni á
floti. Phil Oakey fór þvi á stúfana
og hóf leit að svörtum söngvara
sem væri tilbúinn að ganga i
elektróniska poppgrúppu. Þaö
sem hann hins vegar kom til baka
með voru tvær átján ára gamlar
skólastúlkur, sem hann hafði séð
dansa á diskóteki. Þær kunnu að
sjálfsögðu ekkert en voru samt
teknar i hljómsveitina. Nú litur
hljómsveitin út eins og Abba á
sviði, tveir strákar og tvær
stelpur.
Tónlist The Human League ber
þess merki að hún kemur ein-
göngu úr hljóögerflum, en merki-
legt er þó að hún er bara viðkunn-
anleg. Sjálfur hef ég aldrei
kunnað við að viðurkenna slika
músik, en The Human League
sýnir fram á það að hægt er að
búa til skemmtilega áheyrilega
og melódiska dansmúsik með
slikum tækjum.
Hljómsveitin státar sig af þvi
að hver og einn meðlimur hefur
fullkomið frelsi innan hljóm-
sveitarinnar til aö gera það sem
honum eöa henni likar. Þannig að
verkaskipting meðlimanna er
engan veginn ljós. Reyndar státa
þeir sig af þvi að vera „ekki tón-
listarmenn” heldur séu aðeins að
„gera”. Svipað prinsipp og
Purrkur Pillnikk er með.
Til þess að leggja áherslu á
þetta þá gerði Phil Oakey sjón-
varpsþátt þar sem hann gekk i
hljóöfæraverslanir og sýndi
mönnum að þeir gætu gengið inn i
næstu búð og keypt sér i formi
hljóögerfils heila hljómsveit og
þaö skipti engu máli þótt þú værir
alger byrjandi spilað gætir þú
samt.
A tónlist The Human League er
engin byrjendabragur, og ef þetta
er rétt sem þau halda fram þá
mega stórhljómsveitir þessa
heims fara að vara sig.
—M.G.
■ The Human League á sviði.