Tíminn - 13.12.1981, Síða 32

Tíminn - 13.12.1981, Síða 32
Sunnudagur 13. desember 1981 Nýja Philips maxim er ekki aðeins hrærivél heldur einnig grænmetiskvörn, hakkavéi og blandari Philips maxim er frábær hönnun. Með fáeinum handtökum breytir þú hrærivél- inni í grænmetishvörn, hakkavél eða blandara. Allt sem tii þarf eru fáeinir Philips maxim kostar aðeins 2.226 krónur! Það er leit að ódýrari hrærivél! fylgihlutir, sem aliir eru innifaldir í verðinu. Philips maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoðari, lítil skál, grænmetishvörn, hakkavél, blandari og sleikja. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. Þessi margeftirspurða rúmsamstæða komin aftur. Verð kr. 3.970.— með dýnum BKí Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Slökkvitæki fyrir heimilið, bíiinn og vinnustaðinn GINGE Halon 1301 slökkvikerfi fyrir skip, báta og tölvusali Bridela Eldvarnarteppi Kolsýru- hleðslan s/f Seljavegi 12, simi 13381 útdauðir - lifandi ■ Kringum áriö 1950 eru pygmiar sagöir hafa drepiö dinósár- usarlega skepnu sem ógnaöi fiskimiðum þeirra i vatni nokkru. Lifandi dínósárusar ennþá til? — Leiðangur inn í frumskóga Kongó ■ Eru lifandi dinósárusar enn á sveimi í myrkvið- um Kongó? — sem nú heitir Zaire? Kann að virðast fráleitt en nú í haust og fyrrihluta veturs hefur Roy nokkur P. Mackal, líffræðingur við Chicago há- skóla, stundað leit að sliku dýri. Mackal er þraut- reyndur í þessum efnum og í fyrra snéri hann aftur úr langri og erfiðri ferð um regnskógana þar sem hann hafði leitað að dularfulium skepnum í fenjum Likouala, en það er lítt kannað svæði milli ánna Ubangi og Sanga. Leit hans bar ekki árangur en í október síðastliðnum iagði hann upp á ný og hugðist þá beita mun betri aðferðum við leitina. Með honum var og er Herman nokkur Regusters, en hann er verkfræðingur við Caltec's Jet Propulsion Laboratory sem fylgist nákvæmlega með ferðum leiðangursmanna með f jarskiptum um gervihnött. Er Mackal var á þessu svæöi i fyrra heyröi hann frá rúmlega þrjátiu innfæddum sögur um aö þeir heföu séö meö eigin augum undarlega skepnu á stærö viö flóðhest eða stærri, og kalla þeir þessa skepnu Mokele-Mbeme. Segja þeir aö dýr þetta hafi rauö- brúnan skrokk, langan háls, fremur smátt höfuð og langan digran hala. Er Mackel lagði fyrir hina innfæddu myndir af hinum og þessum skepnum sem ef til vill gætu fallið undir þessa lýsingu völdu þeir allir sömu myndina. Sú mynd var af sauropod — en þaö var tegund dinósárusar sem meöal annars innihélt brontósárus, stærsta landdýr á jörðinni. Mackel kvaö þaö athyglisvert aö ef þetta dýr væri sauropod heföi þaö breyst litiö sem ekkert á 60 milljónum ára. Hinir innfæddu sögöu Mackel aö þaö heföi ver- iö um þaö bil áriö 1950 sem Mokele-Mbembes dýr tóku aö birtast i vatni sem fiskimenn stunduðu veiðar i. Fiskimenn- irnir reistu giröingu yfir eina ána sem rann i vatniö til þess aö halda skepnunum i burtu en eitt dýranna geröi tilraun til þess aö brjótast i gegn. Innfæddir veiðimenn, sem eru af dvergakyni pýgmia, réöust þá aö dýrinu, stungu þaö til bana meö spjótum sinum og átu þaö. Allir þeir sem þátt tóku i þeirri átveislu eru sagðir hafa dáiö kvalafullum dauödaga stuttu eftir þennan atburö. Sást skepnan árið 1770? Mackel segir eftirtektarvert aö Likouala-svæöiö hafi nær ekkert breyst siöan dinósárus- ar voru upp á sitt besta en ibú- ar þar eru þó ekki hinir einu sem hafa tilkynnt aö þeir hafi séö undarleg dýr i skógum Kongó. Franskir trúboöar sem voru þarna á ferö um þaö bil órið 1770 sögöust hafa séö spor eftir dýr á stærð viö fil nema hvaö þessi dýr höföu sterkar klær. Tveir og aðskildir þýskir leiöangrar á tuttugustu öldinni hafa einnig gefiö til kynna aö þeir hafi séö sitthvaö þarna inni i skógunum sem ekki er almennt reiknaö meö. Þessar fra'sagnir, sem og ýmsar aörar, hafa sannfært Mackel um aö Mokele-Mbembe sé i raun og sannleika til og til- heyri algerlega einstæöri dýrategund á jaröriki, þó hann sé enn ekki nægilega viss i sinni sók til að fullyröa aö hér sé um sauropod aö ræöa. Leiöangurinn er nú brýst gegnum skóga Kongó er sér- lega vel útbúinn tæknilega séö. Meöal tólanna sem þeir Mackel og Regusters hafa meöferöis eru sónar og videó- tæki og hyggjast þeir nota þau til að kanna vötn og vatna- svæði aö nóttu til. Mackel kvaðst, áður en hann hélt af staö inn i frumskógana, vera nokkuð viss um aö regntiminn þetta áriö yröi ofsafengnari en venjulega og það sagöi hann koma sér vel. Hækki vatns- boröið i ám og vötnum eru meiri likur en ella á þvi að Mokele-Mbembe hætti sér út úr fylgsnum sinum dýpst inni i frumskógunum og fari viöar i fæðuleit. Skepnan er sögö leggja sér fyrst og fremst til munns ávöxtinn Molombo, en hann er svipaður epli og vex alls staö- ar viö árbakkana. Takist ejcki aö finna lifandi dinósár hugga þeir félagar sig viö aö rann- sóknir þeirra, studdar gervi- tunglum, muni aö minnsta kosti veröa til þess aö Likou- ala svæöiö veröi nú loksins kortlagt af einhverri alvöru.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.