Tíminn - 13.12.1981, Page 33
Undur Ofreskja
kemur í bæinn
— Alfreð Alfreðsson lendir í
vandræðum í undirheimum
— 8. þáttur
■ Alfreð var i slæmu skapi. Þaö
er aö segja: Alfreð Alfreösson,
okkar maöur f undirheimum, lit-
ill, pervisinn og rebbalegur,
skuggabaldur mesti og réttnefnd-
ur Napóleon fjóröi glæpalýösins 1
Reykjavik, samviskulaus þorp-
ari, góðkunningi lögreglunnar og
uggvænlegur betri borgurum. Og
nú var hann i slæmu skapi. Hann
haföi veriö iðjulaus i mánuð,
engin tækifæri gefist aö brýna
klæmar, og mamma hans var si-
fellt aö suða i honum að fara Ut á
land að vinna i fiski — vinna var
eitur í beinum Alfreðs Alfreðs-
sonar. Svo hann hékk mestanpart
i fleti si'nu i móöurgarði, reykti,
las Morgan Kane og hámaöi i sig
franskar meö tómatsósu. Kunn-
ingjarnir voru tvistog bast: Uxa-
skalli varla viðmælandi vegna
ástar á Almannagjá úr Keflavik,
Arfur Kelti í útlöndum, Húnbogi á
Hrauninu, Aldinblók á flótta
vegna kjaftháttar og Bóbö niður-
sokkinn í nýja sendingu af bláum
videó-spólum sem hafði verið
smyglað til hans frá Kaupmanna-
höfn. Alfreð fannst hann vera
einn i heiminum.
Svo var það einn daginn að
Alfreð fékk nóg af móöur sinni.
Hún haföi lesiö fyrir hann — i tvi-
gang! — atvinnuauglýsingarnar
úr öllum blööunum, bent honum á
að það væri mokafliá Halamiðum
og taldi vist að afreiðslumaðurinn
i Gullfiskabúðinni væri að hætta.
Alfreð, vanalega þolinmæðin
uppmáluð viðmúttu sina, reiddist
að lokum:
„Haltu kjafti kelling!” öskraði
’ann, rauk á dyr og skellti á eftir
sér. Sótrauöur af vonsku arkaöi
hann út i Hljómskálagarö, þar
áttu þeir félagarnir leynistaö þar
sem þeir stungu bokkum ef eitt-
hvaö var afgangs að loknu svalli.
Hjarta Alfreös kættist er hann
kom á staðinn: hálffull flaska af
ákaviti brosti við honum. Heim-
urinn er þrátt fyrir allt ekki al-
vondur, hugsaði Alfreö hlýr að
innan eftir fyrsta sopann. En
hvert skyldi haldið? Upp i' Hlfðar
til Uxa
En Uxaskalli var ekki heima.
Rottan, hugsaði Alfreð, nú er
hann á bió með Almannagjá!
Forsmáir gamla vini og drykkju-
félaga. Fjandinn eigi hann!
Alfreð velti fyrirsér hvorthann
ætti að taka strætó uppi Skógasel
tii Bóbós en hryllti við. Honum
leiddust liffærasýningar á fölblá-
um sjónvarpsskermi. Hvert þá?
Áður en Alfreð vissi af var áka-
vitið uppurið og hann kominn inni
Klúbb.
Dyravörðunum var um og ó.
Ætli þeirþekki ekki Alfreð! „Kúl-
aöu þaö, maöur,” sagöi Alfreð ró-
lega,þegar einn þeirra, alkunnur
fauti, ætlaði aö varna honum inn-
göngu. „Ég stoppa stutt.” Og
glotti ismeygilega.
Það var fimmtudagskvöld og
fáir mættir enn. Alfreð smeygði
sér niður i kj allara, fiskaði á leið-
inni veski upp úr rassvasa kóf-
drukkins manns, og fór á barinn.
Fékk sér meira ákaviti. Settist
inni' einn básinn og beið. Eftir þvi
aö eitthvaö geröist.
Þegar ekkert hafði gerst lengi
svipinn. Þeir litu svinsaugum
sinum hver á annan.
„Við vorum að koma frá
Bakkafirði, bræður minir og ég,”
sagði foringinn loks. „Við ætlum
að mála bæinn rauðan.”
„Geriði þaö fyrir mér,” ansaði
Alfreð stuttaralega. „Nú er ég
farinn.”
„Þú ferð ekki fet, Freddi litli,
fyrren viö leyfum þér að fara. Þú
ert bara nóboddi. Héðan i frá
erum þaö við sem ráðum i bæn-
um. Skiluröu það?”
„Hver þykist þú vera?” spurði
Alfreð eins kæruleysislega og
honum var unnt. Foringinn
tútnaði út:
„A Bakkafirði var ég kallaður
Undur Ófreskja.”
„Segir mér ekki neitt.”
„Ekki þaö, lilliman. Freddi. En
biddu bara — eftir smástund
veröur allur bærinn búinn aö
frétta af mér og bræðrum
minum,,’ sagði Ófreskjan. Alfreð
fann þykka krumlu gripa um
fingur sér og kreista. Hann horfði
uppi gular, skemmdar tennur
eins bræðranna:
„Ég heiti Dálaglegur.”
Onnur hönd þreif um fingur Al-
freös. „Beinabrjótur hérna.”
„Fjögramaki.”
„Putti Vasahnifur.”
„Og ég heitiLilli,” sagði sá sib-
asti.
Alfreð reyndi að glotta yfir-
lætislega. „Gleður mig aö kynn-
ast ykkur.”
„Onei,” urraði Undur Óíreskja.
„Það gleður þig ekkert. Og þú átt
sko eftir að komast betur i' kynni
við okkur. Við vitum allt um þig,
Freddi og þina lúsablesa. Ein-
hver sagði mér að þú létir kalla
þig Napóleon fjórða.”
Alfreð hætti á að fara meö
höndina i vasa sinn og draga upp
velktan sigarettupakka. Hann
fékk sér eina og blés reyknum
framan i ófreskjuna.
„Þcir kalla mig það á Helgar-
Timanum.”
Undur Ófreskja spratt upp, reif
sigarettuna úr munnviki Alfreðs
og fleygði henni burt.
„Sannaðu til, lillimann. Eftir
ekki langan tima verður þetta
undanrennukjaftæði farið að snú-
ast um mig og bræöur mína,
Undur Ófreskju, Dálaglegan,
Putta Vasahnif, Beinbrjót,
Fjögramaka og Lilla. Þú verður
gleymdur. Viö ætlum að taka við
stjórninni hér.”
Auövitaö vissi Alfreö betur en
hann mátti ekki vera að þvi' að
hugsa um það. Sterkar hendur
Beinbrjóts og Dálagslegs tóku
hann á loft og svo var honum
fleygt öfugum út úr básnum og
kútveltist eftir ganginum. Hann
heyrði storkandi rödd ófreskj-
unnar á eftir sér:
„Þér væri hollast að fara úr
bænum, Freddi. Þú hefur ekkert
að gera hér lengur. Hver veit, þú
gætir farið á Bakkafjörð!”
Og bræðurnir hlógu ofsalega.
Alfreö reyndi að bæla niður i
sér hvöt til aö ráðast á þá með
hnúunum einum. Hann stakk
höndum i vasa og skálmaði út.
Þegar hann var kominn undir
bert loft hugsaöi hann: Uxi! Nú
liggur mikiö við!
framhald.
og glasið búið fór Alfreð aftur á
barinn. Svo aftur. Og i fjórða
sinn. Hvort glösin urðu sjö eða
átta mundi Alfreð ekki seinna-
meiren svo mikið er víst aö hann
sofnaði værum svefni þarna i
básnum.
„Færðu þig, lillimann!”
Alfreð hrökk upp. Sex menn
voru komnir i básinn hans og það
engir smá menn. Gegnum
áfengisþokuna sá Alfreð ekki bet-
ur en mennirnir væru undarlega
likir. Þeir voru allir hátt á annan
metra á hæð, sviramiklir og
herðabreiöir, handstórir, rassvið-
ir og fótstuttir. Allir ljóshærðir,
krullaðir með útflatt nef. Smá-
eygðiren kjaftstórir. Sá svolaleg-
asti þeirra potaði aftur i Alfreð.
„Færðu þig, lillimann!”
Alíreö rauk á fætur, óstöðugur
á löppunum.
„Djöfullinn heldurðu aö þú sért,
keppur? Þetta er minn bás. Það
hreyfir enginn viö mér i Klúbbn-
um.”
Svolinn blakaði við Alfreð svo
hann féll ifangið á einum hinna,
hann var gripinn Tarzan-taki
aftan frá.
„Það er uppi tippið á þeim
stutta, bræður”, sagði svolinn og
hló hrossahlátri. Hinir hlógu lika
og einn þeirra gaf Alfreð olnboga-
skot i kviðinn. Alfreð saup kiljur
en þegar hann hafði jafnaö sig
hvæsti hann milli samanbitinna
tannanna :
„Þetta skuluði fá borgað! Þetta
skuluði fá borgaö margfalt!”
Ruddarnirsex hlógu enn hærra.
Tarzan takiö harðnaði og for-
inginn spurði:
„Hver þykist þú vera, lilli-
mann?”
Alfreð geröi sitt besta til aö
þenja út brjóstkassann mjó-
slegna.
,,Ég er kallaður Alfreð Alfreðs-
son,” sagði hann kæruleysislega.
Jötnaforinginn rak upp stór
augu. ,J)etta mér nú allar
dauöar...” hrópaði hann. ,,Ert þú
Freddi?” bætti hann viö.
„Alfreð Alf...” byrjaði Alfreð
en fann aöTarzan að baki honum
herti takið enn. Alfreð náði dcki
andanum, hann var að kafna.
Loks þegar slakað var á spurði sá
stærsti:
„Jæja, hvað heitiröu þá?”
,,Alf...” og Alfreö fann járn-
krumlur læsast i sig. „Freddi!
Freddi! Ég heiti Freddi!”
„Sko lillamann. Hann er ekki
svo vitlaus. Slepptu honum, Bein-
brjótur”.
Maðurinn sem kallaður var
Beinbrjótur þeytti Alfreð sögu-
hetju okkar fram á boröiö i básn-
um. Alfreð kastaði mæðinni. Það
var runnið af honum.
„Þú þykist vist vera eitthvað
númer hérna fyrir sunnan,
Freddi minn,” urraði foringinn.
„Er það ekki, Freddi?”
Alfreð reyndi að endurheimta
virðingu sina og svaraði ekki.
Hann gaut pfrðum augum sfnum
fram á ganginn og hugðist taka
undir sig stökk og sleppa. þá
gripu hann margar hendur og
héldu honum blýföstum.
„Ertu hræddur, Freddi?” Og
þeir hlógu.
„Nei,” hvæsti Alfreð. „Hverjir
eruð þiö?”
Ruddarnir sex urðu drjúgir á
■ Undur ófreskja, ögn stilfæröur.