Tíminn - 13.12.1981, Side 37

Tíminn - 13.12.1981, Side 37
SunnUdagur '13. desember 1981' anna. Útvarpið var hinn eiginlegi boðberi rokksins, sumar útvarps- stöðvar uröu gifurlega áhrifa- miklar og sterkar og breyttu i rik- um mæli lifi unglinganna sem hlustuðu á þær á hverjum degi. Hið taktfasta rokk varð tónlist nútimans — Elvis Presley eitt helsta goðið. Það er nú ein út- breiddasta kjaftasagan um Elvis sem hver étur upp eftir öðrum að hann hafi tekið upp fyrstu plötu sina i þeim tilgangi einum að gefa mömmu sinni hana i afmælisgjöf. Þetta er ekki rétt, að sögn Alberts Goldman i bókinni um Elvis og ekki hægðarleikur að finna út hvernig sagan lomst á krvik Nema hvað hún féll aödáendum vel i geð og þannig hefur goðsögn- in um Presley smátt og smátt orðið til. Sannleikurinn er sá að Elvis hafði, eins og aðrir, áhuga á að koma sér á framfæri, þótt feiminn væri, og fór þvi i stúdióið Sun hvað eftir annað uns hann fékk tækifæri. Sam nokkur Phillips var þar við stjórnvölinn og honum fannst strax að Elvis væri á einhvern hátt sérstakur og gæti náö langt. Hann beitti rödd sinni öðruvisi en þangað til hafði verið gert og röddin reyndist hæfa einstaklega vel bæði hörðum rokklögum og fyrrnefndum ball- öðum. Þeim sem aldrei hefur fundist neitt til hans koma eru fiknir i að segja að Elvis hafi að- eins orðið frægur, virtur og dáöur vegna þess aö hann var hvitur strákur sem gat sungið eins og svertingi... //Löppin á þér, maöur!" Það var 30. júli 1954 sem Elvis Presley kom i fyrsta sinn fram opinberlega — i einhverri alvöru. Hann hafði þá gefið út fyrstu plötu sina og hún náð nokkrum vinsældum og fóru vaxandi nú stóð hann frammi fyrir eldraun- inni sem voru opinberir tónleikar. Undir eins og hann hafði komið sér fyrir á sviöinu tók hann að syngja „That’s All Right Mama” sem hann hafði áður sungið inn á plötuna. Vart var hann byrjaður að syngja þegar hann heyrir að mikil óp og köll hefjast meðal áheyrenda. Hann ákvað að halda áfram þó hann væri hræddur um að eitthvað væri að úti i sal og er laginu lýkur þagna hrópin en áhorfendur fagna honum gifur- lega. Þannig gekk þetta: er Elvis byrjaði að syngja upphófust skrækir og hróp i salnum og aldrei gat Elvis gert sér grein fyrir þvi hverju þetta sætti. Er hann hafði lokið sér af flýtti hann sér út af sviðinu og spurði undir- leikara sina: ,,Af hverju hrópa þau svona?” Svarið kom um hæl: „Það var löppin á þér, maöur. liku áður. Hann byrjaði á þvi að spila á fremur litlum stööum i ná- grenni Memphis og alls staöar var sama sagan: stúlkur trylltust af fögnuði og vildu umfram allt ná i goðið það var oftsinnis sem Presley var beinlinis i lifshættu vegna ágangs aðdáendanna. Svo var að lokum komið að er hann hafði lokiö siðasta laginu stökk hann i hendingskasti út af sviðinu, hentist inn i nálæga limúsinu sem ók burt á mikilli ferð. A eftir komu aödáendurnir, trylltir. Þannig gekk þetta fyrir sig hvar sem hann kom fram, plötur hans seldust i áður óþekkt- um upplögum og hann kom fram i sjónvarpsþáttum sem stór hluti bandariskrar æsku horföi á. Hann var óöum að veröa Kóngur. Hinn dulafulli Tom Parker ofursti Að sjálfsögðu átti tónlist, eða réttara sagt söngur, Presleys mestan þátt i vinsældum hans,en klækjabrögð umboðsmannsins hjálpuðu til. Umboðsmaður Pres- leys, næstum frá upphafi, var undarlegur maður sem gekk undir nafninu Tom Parker, of- ursti, en hann hefur orðiö álika þjóðsagnapersóna og Elvis Presley sjálfur. Það var lengst af vitað ákaflega litið um Parker 1 þennan, hið eina sem menn vissu með vissu var að snemma á fjórða áratugnum skaut hann upp kollinum i amerisku skemmtana- lifi — var sérlega áfjáður i að starfa i námunda við sirkusa og kabaretta en tók fljótlega að sér að verða umboðsmaður. Hann var ólikur flestum öðrum um- boðsmönnum að þvi leyti aö hann haföi aðeins einn skjólstæöing i einu, taldi sig geta einbeitt sér betur að frama hans ef aðrir yröu ekki til að trufla hann. Hann hafði náð ágætum árangri áður en El- vis kom til en er Parker sá hann skildi hann strax að þessi strákur gæti og myndi ná langt. Hann gabbaði þvi Elvis burt frá þáver- andi umboðsmanni sinum og gerði samkomulag um að hann fengi 25% af öllum tekjum Pres- leys, gegn þvi að sjá um öll hans mál. Er þetta há prósenta en til dæmis sú sama og Brian Epstein, umboðsmaður Bitlanna, fékk i sinn hlut. Það hefur oft veriö sagt um Parker ofursta að hann hafi verið mesti refur og geysisnjall umboðsmaður, hafi hvaö eftir annað útvegð Presley hina hag- stæðustu samninga og reynst honum sem sá faðir sem Vernon vitleysingur aldrei var. Þetta gerir Albert Goldman sitt ýtrasta til að afsanna i margumræddri ævisögu: hann segir að Parker hafi hvað eftir annað yfirsést á hinn ferlegasta hátt i peninga- — Samantekt byggð á nýrri, umdeildri ævisögu Albert Goldman segir, einn upphafsmanna, þess. Hann hafði fram að þvi að hann tók að fitla við rokk einkum haft gaman af sálmasöng en sálma- söngur er eins og menn vita með nokkru öðru sniði i Bandarikjun- um en hér á Islandi. Vel að merkja er hér átt við svokallaða „gospel” tónlist ekki eiginlega sálma. Það var ryþmi i þessari músik og Elvis lét heillast, auk þess sem hann var náttúrlega guðhræddur og vis og fannst rétt og sjálfsagt að tilbiðja guð i slik- um sálmum. Brátt kom að þvi að hann fór sjálfur að fitla við spileri, hann lærði á gitar og stóð stundum úti á svölum blokkarinn- ar sem Presley-fjölskyldan bjó i og spilaði og söng fyrir nágrenn- ið. Að visu var hann svo feiminn aö hann þorði ekki að láta sjá framan i sig og hóf þvi aðeins spilamennsku þegar dimmt var orðið, honum hlýnaði um hjarta- rætur þegar hann fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sina. Er hann tók að syngja i skólanum sinum á skemmtunum þar,*var honum einnig hrósað mikið og hann var bæði þakklátur og undrandi. Þess skal getið að þessi fyrstu lög sem Elvis spilaði áttu ekkert skylt við „Rock’n’Roll’ — þetta voru ljúfs- árar, rómantiskar ballöður sem féllu flestum vel i geð á þeim tima. Þar kom þó að hann leiddist út i ryþmatiskari tónlist og tók að hlusta i útvarpinu á tónlist negr- ■ Elvis á hátindi sinum. Og unglingsstúlkur æptu... Það var hvernig þú sveiflaöir vinstri löppinni sem fékk þau til aö öskra. „Þarna var fæddur mikill skemmtikraftur sem snimmendis var skirður Elvis the Pelvis af fjandsamlegri pressu — Pelvis þýöir mjaðmir á enskri tungu og Elvis varð frægur fyrir mjaömahnykki sina og sveiflur á sviðinu. Þótt tónlistin sem Pres- ley flutti,eigi nú ekki upp á pall- borðið nema endrum og einster ljóst að sviðsframkoma hans er enn i dag fyrirmynd flestra hljómsveita i poppi þótt blæbrigði séu ýmisleg. Elvis lét öllum illum látum á sviði, skók sig, sveigði og beygði — það átti ekki minnstan þátt i vinsældum hans þótt röddin hafi riöið baggamuninn. Ótal tón- listarmenn hafa vitnaö um það hvilik áhrif þaö haföi á þá er þeir heyrðu lög Presleys i fyrsta sinn — þeirra helstur er væntanlega John heitinn Lennon sem kvað Presley hafa breytt lifi sinu og komið sér af staö i rokkið. Það er reyndar sammerkt með öllum þeim sem Kóngurinn kom af staö á þennan hátt að innan skamms féll Elvis i áliti og önnur átrúnaðargoð tóku við. Enda var Elvis þá ekki nálægur, frægðar- ferill hans stóð aðeins i tvö ár og má það undarlegt heita. Hann sló rækilega og eftirminnilega i gegn aöeins tvitugur að aldri og sigur- ganga hans var ótrúleg. Heimur- inn hafði ekki kynnst neinu þvi málum og dómgreind hans hafi ekki verið alveg til aö treysta á. Til að mynda kennir Goldman Parker einum um þá hroðalegu niðurlægingu sem Elvis lagðist i eftir að hann kom úr hernum og fór að leika i „Beach Party” kvikmyndum sem seint verða taldar til listaverka i kvikmynda- iðnaðinum. Kemur að þvi siöar en snúum okkur að persónu þessa dularfulla umboðsmanns. Gold- man leiöir sem sé að þvi sterkar og sannfærandi likur að Parker hafi i upphafi öldungis ekki heitið Parker heldur Andreas Cornelis van Kuijk og fæddur i Breda, Niðurlöndum. Van Kujik þessi lagðist ungur i flakk og fór til Ameriku eins og fleiri, eftir það heyröi fjölskylda hans i Hollandi aldrei frá honum meir. Eftir að saga þessi komst i hámæli hefur Parker hvorki játað henni né neitaö svo afgerandi sé. Margt rennir hins vegar stoöum undir hana. Hafi Van Kuijk komist ólöglega inn i Bandarikin er þar komin skýringin á ýmsu undar- legu i fari hans. Hann neitaöi til að mynda alltaf aö smeygja peningum undan skatti sem þó hefði veriö auðvelt og þvi borgaði Elvis Presley ætið mun meira i skatta en tilsvarandi stjörnur. Þetta hafi verið gert til að Parker lenti ekki i vandræðum og upp kæmist um gamlar syndir. Þá hefur Parker aldrei feröast úr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.