Tíminn - 13.12.1981, Side 38

Tíminn - 13.12.1981, Side 38
I Sunnudagur 13. desember 1981 Elvis ■ Stráksi kallaður i herinn, fjöiskyldan harmþrungin. Vernon faöir hans („leiðindapúkiog asni” aö sögn Alberts Goldman), Elvis sjálfur og loks mamman Gladys, ósköp mædd. landi og neitaöi Elvis alla tiö um aö halda tónleika utan Bandarikj- anna, vegna þess aö Parker þoröi ekki aö feröast meö en gat ekki hugsaö sér aö Elvis færi án hans. Fleira má tina til grunsamlegt i fari ofurstans og veröur þaö gert innan tiöar. Bleikir Kádiljákar og gervirusl En nema hvaö: Elvis Presl- ey var oröinn fyrsta súper- stjárnan og svo rikur aö hann heföi meö góöum vilja getaö baöaö sig i peningum eins og Jóakim frændi Andresar And- ar. Þaö er reyndar dæmi- gert fyrir hve réttur og slétt- ur og týpiskur og venjulegur ameriskur drengur Elvis var, að hiö fyrsta sem hann geröi eftir aö honum græddist fé var að kaupa sér heljarstóran Kádilják. Bleik- an i þokkabót. Þaðan i frá keypti Elvis sér Kádilják i hvert sinn sem honum datt það i hug, áður en varö átti hann heilan fiota af Kádiljákum og var þaö ameriski draumurinn i hnotskurn. Hann keypti sér lika i'int og mikið hús i Memphis og hét það Graceland — hvorki meira né minna. Og smekkur Elvisar Presleys gekk berserksgang! Hann lét innrétta húsiö á hinn furðulegasta hátt, þar ægði saman öllum hugsanleg- um stiltegundum svo úr varð hreinasta stilleysa, en það sem kannski er merkilegast er að allt þaö dót sem Elvis skreytti með heimili sitt var i raun hið mesta drasl og einskis virði. Elvis sagöi jafnan meö fyrirlitningu: „Ég fékkskonógaf antik þegar ég var að alast upp!”. Og þvi var engin antik á heimili hans. Með tið og tima varð Graceland æ undar- legra, skipt var um innréttingar svo hann gæti hafst þar við þegar hann var i hinu eða þessu skap- inu. 1 einu herberginu voru allar þær gjafir sem Elvis höfðu verið gefnar á ferli hans, hann fleygði aldrei neinu þó hann væri orðinn leiður á þvi. Einhvern tima skömmu eftir að hann varð fræg- ur lét hann á sér skilja, að hann hefði mikið og gott gaman af leik- fangabangsum og sjá! — húsið fylltist af slikum tuskudýrum sem aðdáendur sendu hvaðan æva aö og voru flestir þeirra ekki smáir. Hér og hvar innan um gerviantikina, bókaskápana sem voru ekkert nema leðurkilir og glæsilega skrautmuni mátti svo sjá gosdrykkjasjálfsala eða djúk- box úr stáli — óspart notað. Svefnherbergi Kóngsins var lika sjón aðsjá. Þar inni var allt klætt svörtu flaueli, gerviflaueli að sjálfsögðu, en á gólfinu var hár- rautt teppi og ekki einungis á gólfinu: einnig lagt upp á borð þar sem var sjónvarp. Svört og gullin klæði héngufyrir gluggum, við rúmið risastór spegill. Og rúmið! — það var þrisvar sinnum þrir metrar að flatarmáli, skreytt alls kyns drasli en á veggjunum til hliðar voru tvö málverk. Ann- að var af móður Presleys, hitt af Jesú Kristi i bleikum náttkjól. Þarna inni er sjaldan bjart. Úti i einu horninu stendur isskápur, troðfullur af hvers kyns matvæl- um ef svo færi að Kóngurinn vaknaði upp eina nóttina og væri hungraður, eða þá gæti ekki sofn- að nema hann træði út á sér belg- inn þar til hann stæði á blistri. Matarvenjur Presleys voru alla tið býsna taumlausar og hann fitnaðimjög, fór hinsvegar i æðis- genginn megrunarkúr i hvert sinn sem leggja þurfti upp i hljóm- leikaferðalög. Elvis i herinn og herinn burt! En nú erum við komin inn i framtiöina.Vorum að segja frá hinum miklu uppgangsárum Presleys þegar vinsældir hans jukust hröðum skrefum og hann var á góöri leið að leggja allan heiminn aö fótum sér. 1 tvö ár fór þessu fram en svo var allt i einu allt búið. Elvis var kallaður i her- inn! — reiðarslag fyrir aðdáend- urna og ekki sist hann sjálfan. Einsog JohnLennon sagði: „Elv- is dó daginn sem hann var kallað- ur i herinn.” Hingað til hefur ekk- ert verið álitið grunsamlegt i sambandi við inngöngu Elvisar i herinn en Albert Goldman leiðir að þvi rök að eitthvað gruggugt hafi verið á sveimi. Litum á málsatvik. I október 1956 birtist i timaritinu Billboard grein þar sem sagði að Elvis yrði brátt kall- aöur i herinn en honum væri að- eins gert að stunda æfingar i sex vikur, siðan fengi hann að halda áfram i sjóbissness, en að visu undir merkjum hersins fyrsta kastið. Ekkert yrði gert til að hindra frama hans og hann fengi meira að segja að halda hári sinu óskertu. Þessi grein vakti reiði samtaka gamalla hermanna sem voru óánægðir með að Elvis kæmist upp með slikt, meðan aðr- ir þyrftuaðleggja hart að sér fyr- ir föðurlandið. Hitt er svo annað mál að þessi grein er rakinn upp- spuni. Elvis hafði ekki einu sinni farið i likamsskoðun hjá hernum og hann hafði beðið herkvaðning- arskrifstofuna i Memphis að láta sig vita með góðum fyrirvara áð- ur en að nokkru sliku kæmi. Elvis vildi nefnilega alls ekki ganga i herinn, ef hann mögulega kæmist undan þvi. Hann leit svo á að vin- sældir sinar væru aðeins stundar- fyrirbæri sem fljótt myndi hverfa, þvi vildi hann græöa sem mest á þvi meðan hægt var. (Þá má einnig geta þess að hann var tæpast sannur tónlistarmaður, leit á tónlistina sem tæki til að komast út i kvikmyndaleik og ekki annaö.) Nema hvað, Elvis var tjáð að ekki stæði til i bili að kalla hann i herinn. Kom þá til skjalanna ofurstinn Tom Parker einsog iðulega áður. Hann sagði Elvis beinlinis að hann yrði að ganga i herinn og það sem meira væri: hann mætti ekki fara fram á neina sérstaka meðhöndlun. Ef hann slyppi við herþjónustu, eða kæmist léttilega frá henni, væri ferill hans á enda, sagði ofurstinn — aðdáendurnir myndu aldrei þola honum þaö að svikjast um að þjóna landi sinu! Góð og gild rök i eyrum Presleys en alröng. Aðdá- endurnir vildu alls ekki missa Elvis i herþjónustu og þó samtök fyrrverandi hermanna og/eða nokkrir viröulegir borgarar réð- ust að Elvis fyrir þetta heföi það engin áhrif á ferilinn. Þessir hóp- ar voru andsnúnir söngvaranum hvort eð var. Og þá má einnig geta þess aö f jöldi skemmtikrafta hafði sloppið við herþjónustu, ef þeir einungis léðu hernum þjón- ustu sina öðru hvoru með þvi að skemmta hermönnum Banda- rikjanna viða um heim. Var þetta til dæmis alkunnugt i seinni heimsstyrjöldinni. SvoElvis hefði ekki þurft að ganga i gegnum þau erfiöu ár sem herþjónustan var. Hvað vakti þá fyrir Tom Parker? Parker bjargar skinni sinu, Elvis missir hárið Jú, það sama og lengstum fyrr og siðar — að bjarga eigin skinni. Elvis var sem sé langt i frá á- nægður meö þjónustu umboðs- manns sins um þessar mundir. Honum þótti Parker fá mikla peninga fyrir að gera mjög litið, sagði oftar en einu sinni að það sem Parker fengi 25% tekna hans fyrir að gera,gæti hvaða hálfviti sem væri framkvæmt jafn vel. Þetta vissi Parker og var auðvit- aö mjög umhugað um að missa ekki gróða sinn af Elvis. Hann hvatti þviElvis mjög sterklega tii aðstreitast ekki á móti herkvaðn- ingu en undir niðri hugsaði hann aðeins um aö gera Presley háðari sér en orðið var. Nú stóð hann að visu á hátindi sinum en Parker þóttist vita að að aflokinni tveggja ára herkvaðningu mætti hleypa honum af stað á ný og jafnvel auka vinsældir hans enn meira með þvi að einbeita sér að kvikmyndum. Árunum sem Pres- ley væri i hernum hugðist Parker verja til að búa svo um hnúta að þeir yrðu óaðskiljanlegir upp frá þvi. Og að venju tókst Parker að snúa á skjólstæðing sinn. Er Elvis fékk herkvaðningu seint á árinu 1957 reyndi hann ekki að komast undan og 24. mars 1958 breyttist hann úr Elvis Presley, söngvara i Óbreyttan hermann Presley, US53310761. Elvis var þunglyndur en ofurstinn lék á alls oddi og setti upp hina mögnuðustu sýningu er söngvarinn frægi var formlega tekinn i herinn. Fjöldinn allur af blaðamönnum, sjónvarpsmönn- um og ljósmyndurum eltu Pres- ley um allt i herbúðunum sem hann meldaði sig til og þessu stjórnaði Parker með harðri hendi, glottandi i ofanálag. Meira að segja nákvæm likamsskoðun herlæknisins var fest á filmu, en þaö sem ljósmyndararnir biðu eftir með mestri eftirvæntingu var klippingin — er Óbreytti her- maðurinn Presley yröi snoðaður. Brosandi hárskeri tók á móti hon- um, flóðljós sjónvarpsvélanna og blossar ljósmyndaranna lýstu upp hvern krók og kima á rakara- stofunni og rakarinn naut sin út i ystu æsar. Ekki sist er hann rak- aði hina frægu barta Elvisar, greip krepping hárs og lét þyrlast igólfið. Elvis var auðvitað undir- búinn og reyndi aö bregða á glens og gaman en það varð hálfmátt- laust. Hann reyndi þó að brosa og sagði: „Hair today, gone tomorr- ow!” sem vart er hægt að þýða á islensku, en fáum duldist að hon- um var þungt i skapi. Ljósmynd- ararnir voru hins vegar i sjöunda himni. Til þess var tekið að ljós- myndari Life tók hvorki meira né færri en 1200 myndir af þessum mjög svo sögulega atburði. Er klippingunni var lokið var Elvis svo brugðið að hann ætlaði að þjóta út en gleymdi að borga rak- aranum, vesenið sem hlaust af þvi jók enn á hugarangur hans. Eftir þetta hóf hann venjulegar æfingar sem nýliðar i hernum verða að ganga i gegnum, hann var settur i skriðdrekasveit og si- felld skothriðin úr þeim drekum mun hafa farið langt með að eyði- leggja heyrn hans. Skömmu siðar var tilkynnt að herdeildin sem hann tilheyrði yrði innan skamms flutt til Vestur-Þýskalands og lát- in slást i flokk setuliðs Bandarikj- anna þar — þetta var enn eitt reiðarslagið. Mamma lifði það ekki af. Táslurnar á henni mömmu dauðri Það var skömmu áður en Elvis Presley yrði skipað út til Þýska- landsað Gladys móðir hans lagð- ist i veikindi og stóð ekki upp aft- ur. Hún var gerbreytt kona, nú fallin i sorg og sút og mæðu — nú er hún átti að sjá af augasteinin- um sinum til Þýskalands i mörg ár.hrakaði henni mjög og ioks dó hún. Þaö var feiknalegt áfall fyrir Elvis, svo mikið að jafnvel má segja að eftir það hafi hann að- eins verið hálfur. Samband þeirra hafði, eins og þegar hefur komið fram, ætið verið mjög náið og hún hafði veriö sú manneskja sem hann gat leitað til og sagt allt af létta, hún hafði stappað i hann stálinu þegar hann varð hræddur við það sem fyrir höndum var. Þeir voru og eru reyndar til sem segja að samband móður og son- ar hafi verið allt að þvi óeðlilega náið og þaöhafi staðið honum fyr- ir þrifum. Þau töluðu saman á barnamáli, hversu gamall sem Presley var orðinn. Og þegar hún dó brotnaði sonurinn i þúsund mola. Hann grétog orgaði, röflaði samhengislaust á barnamállýsk- unni þeirra mömmu, og dró alla nálæga til að horfa á likið. „Sjáiði mömmu”, hrópaði hann, þar sem hún lá i kistunni sinni, „djöfull eru þeir búnir að gera hana vel upp”. Sérstakan áhuga fékk hann á fótum hennar og einkum tám: „Sjáðu táslurnar á henni mömmu”, vældi hann við alla sem komunærri. Við jarðarförina varð að halda aftur af honum svo hann kastaði sér ekki ofan i gröf- ina.Eftirdauða móður sinnar var Elvis rekald, viljalitill og óákveð- inn sem aldrei fyrr, og náttúrlega kom það umboðsmanni hans, Tom Parker, ákaflega vel og eftir að Gladys dó má heita að hann hafi verið i vasanum á umboðs- mannisinum. Parker hvatti hann áfram, sjóið varðað halda áfram, og þegar Elvis gekk upp land- göngubrúna á skipinu sem flutti hann til Þýskalands brosti hann breitt og veifaði eins og allt væri i lagi og honum þætti bara gaman að skreppa eins og tvö ár i herinn fyrir föðurlandið. Raunin varð samt önnur, eins og við var að bú- ast. Elvis dauðleiddist sem sé i hernum og meira en það: hervist- in var honum raunverulegt kval- ræði. Hann sjálf súperstjarnan! — ekki nema óbreyttur dáti i ein- hverju krummaskuði i Vestur- Þýskalandi i stað þess að njóta aðdáunar i heimalandi sinu. Að visu reyndi hann að hafa það heimilislegt — faðir hans og margir vinir söfnuðust til Þýska- lands til að vera Elvis til skemmtunar og hann kom upp visi að þeirri hirð sem hann hafði haft i kringum sig vestra. Einnig kom hann sér upp nokkrum vin- stúlkum i Þýskalandi til viðbótar við þær sem hann átti i Banda- rikjunum. Do not presume! Það sem Elvis gerði við vinstúlkur sinar var að fara með þeim i bió og i mat til foreldra þeirra, kannski leika sér við þær uppi i rúmi, bæði fullklædd náttfötum. Elvis Presley — sannur lítill Amerikani úr Suðrinu — virti meydóma mikils. Þarna i Þýska- landi hitti Elvis einmitt þá konu sem siðar átti eftir að verða eig- inkona hans, Priscillu. frh. i næsta helgarblaöi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.