Tíminn - 22.12.1981, Blaðsíða 8
8
Þri&judagur 22. desember 1981
■ t si&asta þætti sögðum viö frá
eldskirn og niöurlægingu Alfreös
Alfreðssonar i Klúbbnum, en þar
hitti hann i kjallaranum hina ill-
vfgu Bakkafjarðarbræöur — þeir
kynntu sig meö likamsmeiöing-
um: Undur Ófreskja, Dálaglegur,
Beinbrjótur, Fjögramaki, Putti
Vasahni'fur og Lilli. Allir hávaxn-
ir, sviramiklir og herðabreiðir,
handstórir, rassviöir og fótstuttir,
ljóshærðir, krullaöir meö útflatt
nef, smáeygöir og kjaftstórir.
Þeir voru orfnir þreyttur á
heimaplássi sinu Bakkafiröi og
komniribæinn meö þvi hugarfari
að mála hann rauðan. Veldi Al-
freös Alfreðssonar, ins litla, per-
visna og refslega, okkar manns i
undirheimum, var ógnaö sem
aldrei fyrr. Nú voru þau ekki á út-
sölu góöu ráöin.
,,Nei, nei, nei, Uxi, ekkert sukk
núna”, sagöi Alfreö byrstur þeg-
ar Uxaskalli dró upp úr pússi sinu
flösku af ákaviti. „Við veröum að
koma reglu á hlutina, skipuleggja
okkur, stofna félag, samheldinn
og harbsnúinn flokk.”
Alfreðleitafeinu andlitiá ann-
aö og hugsaði sem svo, dapur i
bragði, aö þetta væru ekki akkúr-
at lýsingarorðin sem ættu við
drullusokkana, félaga hans.
,,Þú veist vel að ég vil ekki láta
kalla mig Uxa, Alfreð”, sagöi
Uxaskalli særöur.
„Hvern fjandann kemur mér
þaö við”, sagði Alfreð og nam við
háa séið akirei þessu vant.Félag-
arnir litu forviða á hann og
þekktu ekki fyrir sama mann.
Uxaskalli gegndi heldur lúpuleg-
ur og stakk flöskunni I belti sér.
Þeir sátu kumpánarnir i lauf-
skála Arfs Kelta, supu á limonaði
og snæddu flesk úr stolinni dós.
Arfur, hinn i'smeygilegi, Húnbogi,
meistari f undanbrögöum, Bóbó,
klámhundurinn, Uxi, tröll að
manni en illa vaxinn upp, Aldin-
blók, slefberinn — Almannagjá,
lagskona Uxaskallá, sat út i' homi
og var að prjóna lambhúshettu.
Já, þaö var svo sannarlega ekki
vanþörf á aðkoma lagi á hlutina.
Það var þrengt að flokki Alfreös
úröllum áttum.Elias Bjarkason,
rannsóknarlögreglumaöurinn
knái, fylgdist meö þeim hvert fót-
mál siðan Alfreð setti upp sótt-
kvina frægu i Hveragerði, og það
sem verra var: i fyrsta sinn i
manna minnum bauð einhver
veldi þeirra iundirheimum byrg-
inn — Undur ófreskja fór með
ránum og gripdeildum um alla
borgina ásamt bræðrum si'num,
og Aldinblók, meö auga á hverj-
um fingri, hafði vart undan að
bera fréttir af þeim. Ismeygilegt
brosiö var næstum horfið af vör-
um Alfreös, óslökkvandi athafna-
þrá Uxaskalla varð ekki svalað,
hann var á nálum og farinn að
stela allskyns smáhlutum, hrein-
asta óþarfa. Meira aö segja frá
sinum nánustu. Fingurbjörg frá
ömmu sinni....
,,Viö stofnum félag, höldum
aðalfund, kjósum stjórn, og ræð-
um svo við þetta hyski á tungu-
máli sem það skilur,” sagði Al-
freð ákveðinn. ,,En fyrst kjósum
við formann.”
Hann leit á félagana.
„Nokkrar uppástungur? Fyrst
svo er ekki,” bætti hann við áður
en nokkur fékk tóm til að svara,
„þá hef ég ákveðið að gefa kost á
mér. Vegna fjölda áskorana. Upp
með hendur allir saman...”
Alfreð rétti einn upp hendina.
Hinir störðu i gólf laufskálans.
„Jæja þá,” urraði Alfreð.
„Byrjum á hinum endanum.
Kjósum meðstjórnanda fyrst.
Einhver framboð?”
„Ég sting upp á Alfreð,” laum-
aði Húnbogi út úr sér.
Allir réttu samstundis upp
hedur nema Almannagjá, sem
hafði ekki atkvæðisréttaf þvi hún
var kona, og svo auðvitað Alfreð.
Hann hvi'tnaði af bræði.
„Er þetta öll vináttan, Hún-
bogi?”
„Þú auglýstir eftir framboðum.
Er þetta ekki lýöræðislegt félag?
Það er búið að kjósa þig með-
stjórnanda.”
„Ætlið þið að gera Ófreskjunni
þennan greiða, ætlið þið að drepa
féiagið i' fæðingu, ætlið þið að
selja saklausa bæjarbúa i
hendurnar á Bakkafjarðarbræðr-
um?” þrumaði Alfreð yfir hnipn-
um hópnum. „Hér eruð þið búnir
að kjósa mig meðstjómanda,
hver á þá að vera formaöur?!”
„Tja...” sagði Húnbogi.
„Ég væri nú eiginlega...” sagði
Bóbó.
„Fyrst þaöer skoraö á mig...’”
sagði Arfur Kelti.
„Ég veit ég á það ekki skilið,
en...’” sagði Aldinblók.
„Ég er nú sterkastur,” sagði
Uxaskalli.
Alfreð fórnaði höndum. „Fá-
bjánar! Grasasnar! Þaöerumlif
og dauða að tefla og þið...’” Hann
þagnaði eitt andartak. Svo brosti
hann undurblitt.
„Ókei, nú beiti ég neitunar-
valdi mi'nu sem meðstjórnandi og
lýsi kosninguna áðan ógilda. Og
nú hætti ég að vera með-
stjórnandi og lýsi sjálfan mig
fundarstjóra. Atkvæðagreiðslan
verður bæði leynileg og lýöræðis-
leg. Fyrst kjósum við formann.
Almannagjá — útbýttu atkvæða-
seðlum! ”
Eftir mikið japl og jaml og
fuðurfékk Alfreð atkvæöaseðlana
loks i hendur. Þeir voru sex og at-
kvæöin höföu dreifst jafnt á alla
viðstadda, hver hafði fengið eitt
atkvæði. Nema hvað á einum
seðlinum var stórkarlalegt X.
■ Alfreð Alfreðsson
ALFREÐ
rrniD
ufiKlK
HREINT
FYRIR
JÓLIN
- Alfreð Alfreðsson glímlr
vlð Bakkafjarðarbræður
— níundi þátfur
Það iskraði i Alfreð, heilinn ihon-
um starfaði eins og kjarnorkukaf-
bátur, fákunnátta Uxaskalla i
skrift var svo snanarlega himna-
sending.
„Atkvæði hafa fallið þannig,”
tilkynnti hann hátt og snjallt:
„Húnbogi eitt atkvæði, Bóbó eitt
atkvæði, Arfur eitt atkvæði,
Aldinblók eitt atkvæði, og...”
Allra augu mændu á Alfreð.
„... ogAlfreð Alfreðsson, það er
vist ég, tvö atkvæði. Ég er þvi
réttkjörinn formaður og þó fyrr
hefði verið! ”
Hann settist i stólinn, hásætið.
Það kom fát á Uxaskalla.
„Hérna, Alfreð, hmmm, hérna,
fékk ég ekkert atkvæði?”
„Nei,” sagði Alfreð stuttara-
lega.
„En... ég, hérna, bjóst eigin-
lega við að fá að minnsta kosti
eitt...’”
„Ég veit ekki hvað þú ert að
tala um, Uxi,” sagði Alfreð
kuldalega. „Það kom fram eitt
vafaatkvæði, en fundarstjórinn
úrskurðaði að það hefði verið
greitt Alfreð Alfreðssyni. Svo ég
fékk tvö. ”
„Nú,” sagði Uxaskalli og
lyppaðistniður.Svoleit hann upp
á nýjan leik, ögn upplitsdjarfari:
,En ég vil ekki láta kalla mig
Uxa!”
„Sjálfsagt, Uxaskalli minn,”
sagði Alfreð fullur skilnings. „En
áfram með fundinn, strákar. Nú
verða kosnir fimm meðstjórn-
endur. Ég sting upp á ykkur
fimm.”
„En heyrðu, Alfreð,” sagði
Húnbogi. „A ekki að kjósa vara-
formann? ”
Alfreð sendi honum iskalt
augnaráð: „Nei!”
„Já, en...”
„Sjáðu til, Húnbogi,” sagði Al-
freð og dró úr vasa sinum velktan
pappirssnepil. „Lög félagsins
hafa þegarverið samþykkt af for-
manni og fundarstjóra og þau eru
svona: