Tíminn - 22.12.1981, Blaðsíða 26
26
'V l i
Þri&judagur 22. desember 1981
■ ,,6g staröi i spegilinn: Núheldur þú þér vakandi, nú talar þú viö sjálfan þig til aö halda þér vakandi...”
■ „En svo man ég ekki meira, var kominn af staö i villtustu draum-
um!”
Eitt hænufet
maöur auövitað, skoöanirnar
þróuöust, og mann fór að langa til
að prófa nýja hluti. Þegar það at-
vikaöist svo þannig aö viö sögöum
upp hjá Leikfélagi Akureyrar
þrjú i einu — við Þórhildur og
Þráinn Karlsson — þá ákváöum
viö að gera eina tilraun enn. Þaö
var Alþýðuleikhúsiö.”
—Hver var hugmyndafræöi
þessa fyrsta Alþýðuleikhúss? Af
hverju íét það til að mynda
Alþýðuleikhús?
„Þegar að nafngiftinni kom
voru uppi ýmsar tillögur, þetta
var fjórtán manna hópur og ekki
nærri allt leikhúsfólk. Sjáðu til,
leikhúsinu var aldrei ætlað að
skoðanir eða málpipa stjórnmála
flokks, en okkur langaöi samt
að taka fyrir — ef okkur entist
aldur og heilsa! — málefni sem
tengdust veruleika dagsins i' dag,
fjalla um þau á máli leikhússins.
Þvieinsogvið vitum er veruleiki
sviösins allur annar en veruleiki
lifsins. Með þvi að kalla þetta
Alþýðuleikhús vildum við lýsa yf-
irsamstööu með...” Hann hugsar
sig um. „Það er erfitt að
formúlera þetta. Ef ég segði
verkafólki yrði það misskilið.
Fólki er of almennt. En ég get
sagt að við vildum skoða sjónar-
mið — já, alþýðunnar...”
Börn Arnars og Þórhildar eru
komin á vettvang og heimta
athygli föður sins. Hann stekkur
af stað að sinna þeim og það verð-
ur smáhlé á viðtalinu. Eitt barn-
anna kemur i dyragættina, litur
mig sýnilega hornauga.
,,Er mikið eftir af viðtalinu?”
— Nei, ég fer aö verða búinn.
„Gott!” segir barnið og hverfur
allshugarfegið á braut. Þegar
Amar kemur aftur er hann með
yngstu dóttur sina í fanginu, hún
maular kexköku meðan við tölum
sam an.
Verður lambið setl
á, eða leitt til
slátrunar?
—Hvemig gekk ykkur i Alþýðu-
leikhúsinu að fara eftir þeim hug-
myndafræðilegu reglum sem þið
höfðuð sett ykkur?
„Ég held ég verði að láta aðra
dæma um það.”
—En siöan breytist starfsemi
Alþý ðu leikhús si ns.
,,Já. Við höfum verið með
Krummagull og Skollaleik á
sifelldum þvælingi um landið og
út til Norðurlandanna og úthaldið
varð að verða búið. 1978 stóðum
við frammi fyrir þvi að við Þór-
hildur vildum flytja suður,
Kristin Clafsdóttir og Þráinn
töldu sig ekki geta tekið þátt i
næstu sýningum ef af þeim yrði.
Þvi urðum við annaðhvort að
leggja leikhúsið niður eöa freista
þess að halda starfinu áfram hér
fyrir sunnan. Ég var sjálfur mik-
ið i þvi að kanna þá valkosti sem
við höföum og leiðin sem á endan-
um var farin var liklega sú eina
sem mögulegt var að fara. Það
var að breikka hópinn, taka inn
fólk sem þá streymdi út úr leik-
listarskólunum, og treysta einnig
á reyndara fólk sem gæti hlaupið
undirbagga i einstökum verkefn-
um. Okkur var fullljóst að með
þessu breytti Alþýðuleikhúsið i
raun og veru um eðli, það færðist
á áhugagrundvöllinn, og þótt
starfsemin hafi verið mjög kröft-
ug næstu árin setti leikhúsið
óhjákvæmilega ofan, bæði list-
rænt og hugmyndalega. Það var
ekki lengur með fölk sem einbeitti
sér bara að þvi, heldur urðu leik-
ararnir og aðrir starfsmenn að
hiaupa i þetta með öðru, og list-
rænt séð voru leikararnirflestir á
sama báti — það er að segja byrj-
endur sem skorti bæði sjálfs-
traust og reynslu til að fram-
kvæma það sem Alþýðuleikhúsið
sóttist eftir. En fyrirtækið lifir og
vist er að þar hafa margir öðlast
dýrmæta reynslu sem á eftir að
koma að góðu gagni. Nú siðastlið-
ið vor var starfseminni breytt á
nýjan leik þannig að myndaðir
voru tveir fastir hópar sem vinna
aöskildir að sérstökum verkefn-
um — jafnframt var fengið inn
fólk sem hafði meiri reynslu en
meirihluti meðlima Alþýðuleik-
hússins. Enn er ekki séð hvernig
þetta gengur: hvort lambið
verður sett á eða hvort þaö verður
leitt til slátrunar.”
í átt til upphafsins
—Eftir að þú komst frá Akur-
eyri varstu f þrjá vetur hjá Þjóð-
leikhúsinu, og einmitt á þeim
tima sem gagnrýni fór m jög vax-
andi á það. Talað var um stein-
gelt stofnanaleikhús og annað i
þeim dúr. Fannst þér þetta rétt-
mæt gagnrýni?
,,Sko!” Siðan hugsar Arnar sig
lengi um. „Það voru gerðir ýmsir
góðir hlutir i Þjóðleikhúsinu þann
tfma sem ég var þar — ég nefni til
dæmis Stundarfirð sem óhætt er
aö segja að hafi aukið hróður leik-
hússins —svo það er langt I frá aö
þar sé allt i lamasessi og kalda-
koli. Hitt dylst engum að mörgu
er ábótavant og um það eru
allir sammála, starfsmenn og
stjómendur. Það þarf, held ég
fyrst og fremst að breyta reglu-
gerfiinni um Þjóðleikhús, það
verður að færa listræna ábyrgð
innfhúsið. Þrtta eralltaf stoppað
af af pólitikusum. Svo málið er
alls ekki svo einfalt að Þjóðleik-
húsið sem stofnun sé óalandi og
óferjandi, siður en svo. Það á sér
nú stað heilmikil gerjun meðal
starfsfólksins og það er leitun að
þeim sem ekki vill breytingar,
svo leikhúsið geti staðið undir
nafni.lagt metnað sinn í að skapa
kúnst og þróa. Ég á von á því að
þessi gerjun leiði til breytinga
sem geti gefið af sér góða hluti.”
—Þú hættir hjá Þjóðleikhúsinu
síðastliðið vor...
,,Ég er i árs launalausu leyfi.”
—Jæja, en fórstu i það leyfi til
að einbeita þér að Alþýðuleikhús-
inu eða vegna þess að þú varst
óánægður með starfiö f Þjóðleik-
húsinu?
„Ætli það sé ekki sitt litið af
hvoru. Sjáðu til, það stóð fáum
það nær en mér að koma til liðs
við Alþýðuleikhúsið er það þurfti
á þvi' að halda.”
—Undanfarið hafa heyrst radd-
ir sem gagnrýna svokallaða
„farsapólitik” Alþýðuleikhúss-
ins. Er það sanngjörn gagnrýni?
,,Að vissu leyti á hún rétt á sér,
já, enaðöðru leyti ekki. Veruleik-
inn er strangur, til að lifa þarf
bæði peninga og áhorfendur. Og
áhorfendur hefur okkur ekki
skort. Það er núorðið stór hópur
sem metur Alþýðuleikhúsið
mikils, erkannski ekki jafnhrifiö
af öllu sem þar er gert, en heldur
tryggð við það engu að siður. Ég
held að flestir skilji að, að sumu
leyti erkannski óhjákvæmilegt aö
setja upp fremur „létt” verk, en
um meðvitaða „farsapólitik” er
þó alls ekki að ræða. 1 lang-
flestum tilvikum er um að ræða
hópa sem hefur langað til að
vinna aö sérstökum verkefnum,
Dg við veröum að athuga það að á
þessum fáu árum hafa margir og
ólfkirhópar starfað undir merkj-
um Alþýðuleikhússins. Eins og ég
minntist á hefur nú verið gerö
breyting i átt til upphafsins,
fastra hópa, og hvernig það fer er
ekki gott að segja. Hópurinn sem
ég er i hefur þegar frumsýnt tvö,
trjú verkefni en það er fyrst með
næsta verkefni sem allur hópur-
inn kemur saman ásamt þeim
leikstjóra sem verður með okkur
til vors — en það er Þórhildur.
Það væri kannskifrekarívor sem
við ættum að tala saman um
þetta.”
—Ertu bjartsýnn?
„Ég verð að vera bjartsýnn —
ég myndi heldur ekki segja þér
neitt annað!” Arnar hlær. „En i
alvöru — þá þætti mér hrapalegt
■ „Þá kemursviösstjórinn æpandi: Hvaðertu að hugsa drengur.þú átt
aö vera kominn inn á sviö fyrir löngu! ”
ef menningarfyrirbæri eins og Al-
þýðuleikhúsiö lognaöist út af. Við
höfum önnur svipuö fyrirbæri, Is-
lensku óperuna, Islenska dans-
flokkinn sem hefur lagt á sig
feykilega óeigingjarnt starf, og
það má ekki gerast að þetta detti
upp fyrir vegna skammsýni
þeirra sem skammta okkur
styrkinn. Þaö er vilji hjá fólki að
halda Alþýðuleikhúsinu gangandi
en það dugar ekki til — við spör-
um af öllum llfs og sálar kröftum,
vinnum óguðlega langan vinnu-
dag og göngum i öll störf sjálf en
það er ekki nóg. Við verðum að fá
einhverja aðstoð.”
„Ekki leikari?!”
—Að eins ein spurning að lok-
um, um þig sjálfan. Ef þú værir
ekki leikari, hvað gætirðu þá
imyndað þér að þú værir að fást
við?
Amar rekur upp stór augu, seg-
ir forviða: ,,Ekki leikari? Veistu
— ég hef aldrei leitt hugann að
þvi! ”
Sem ég bið eftir Ieigubil úti á
gangstéttinni er Þórhildur Þor-
leifsdóttir að koma heim til sin.
Þá stendur Arnar Jónsson i
glugganum og lætur börnin veifa
móður sinni. —ij.
■ ...hvar eru munirnir minir, greiöan, sápufroöan?”