Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 S K U G G A B A N K A S T J Ó R N E D D A R Ó S K A R L S D Ó T T I R Ó L A F U R Í S L E I F S S O N Þ Ó R Ð U R F R I Ð J Ó N S S O N S K U G G A B A N K A S T J Ó R N M A R K A Ð A R I N S U R S T A Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R N I Ð U R S T A Ð A : L Æ K K A S T Ý R I V E X T I U M 0 , 2 5 % N I Ð U R S T A Ð A : L Æ K K A S T Ý R I V E X T I U M 0 , 5 0 % étt að halda stýrivöxtum óbreyttum, jafnvel þótt verð- rfur hafi versnað frá síðustu vaxtaákvörðun. Skýr u komin fram um viðsnúning í efnahagslífinu,“ segir s Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Lands- íslensku krónunnar er hins vegar ofur viðkvæm og veiking gæti endanlega étið upp eigið fé margra fyrir- heimila og framkallað mun harkalegri lendingu en ella. erandi aðstæður skiptir því miklu að viðhalda trausti fjárfesta, alþjóðastofnana og lánshæfis fyrirtækja. kkun ofan í vaxandi verðbólgu, agnar smáan gjald- ða og illa starfandi gjaldeyrisskiptamarkað er tæp- verðug. Þetta getur hins vegar breyst skjótt. Ég geri r að verðbólga, án matvöru, bensíns og vaxta, toppi í ánuði. Stýrivextir geta lækkað hratt eftir það, enda deyrisforði Seðlabankans þá verið styrktur.“ Lækkun, en ekki strax „Fall krónunnar og ofurvextir ógna atvinnufyrirtækjum og heimilum. Háir vextir hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fall krónunnar og virðist sem tengsl stýrivaxta og gengis hafi rofnað,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Af þessum ástæðum er rétt að hefja lækkun stýrivaxta nú þegar efnahagslífið horfist í augu við alvarlega ofkælingu og býr við þrefalda vexti á við það sem gerist í samkeppnis- löndum. Stjórnvöld þurfa að senda frá sér skýr skilaboð um að í pen- ingamálum verði leitað nýrra leiða með því að styrkja tengsl- in við Evrópu og leita eftir því af fullum þunga að Ísland sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eigi bakhjarl í evrópska seðlabankanum með gjaldmiðlaskiptasamningum við Seðla- banka Íslands.“ Okurvextir ógna „Ég legg til að vextir verði lækkaðir um 50 punkta, hálft pró- sentustig. Ástæðan er einfaldlega sú að það stefnir í harða lendingu. Við þær aðstæður er verkefnið að draga úr óþæg- indunum eins og kostur er og koma í veg fyrir að lendingin hafi skaðleg áhrif til lengri tíma. Jafnframt að búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Frá því að við komum saman hér síðast hafa hagtölur stað- fest að hagkerfið kólnar hratt um þessar mundir. Þá mátti þegar sjá í tölum mikinn samdrátt á fasteignamarkaði, mun minni bílainnflutning og lækkun eignaverðs. Við hafa bæst tölur um samdrátt í kortaveltu, frekari uppsagnir á vinnu- markaði og vöruviðskiptin við útlönd nálgast jafnvægi. Verð- bólga mun ganga hratt niður þegar líður á árið, eins og við svipaðar aðstæður áður, og hættan á víxlgangi verðlags og launa er lítill að mínu mati.“ Stefnir í harða lendingu fleiri slíkra er að vænta. Halda þarf áfram á þessari braut. Með lækkun vaxta nú væri ekki verið að kasta verðbólgumarkmiðinu fyrir róða. Verð- bólgan mun hjaðna hratt í haust og á næsta ári þegar áhrif gengislækkunar eru frá og hagkerfið er komið lengra í átt að jafnvægi. Ég reikna með að verðbólgumarkmiðið náist á seinni helmingi næsta árs. Vaxtalækkun nú passar því vel við þá spá og í aðgerðum sínum á bankinn að taka tillit til þess að það tekur um tvö ár að vaxtabreytingar bankans hafi full áhrif á verðbólguna í landinu. Litið tvö ár fram í tímann eru verðbólguhorfur góðar og góðar forsendur þannig fyrir lækkun nú.“ Ingólfur bendir á að Seðlabankinn hafi haft tilhneigingu til að hafa vexti of lága við upp- haf þensluskeiðs. „Sú hefur verið raunin nú og það vaxtastig sem nú er í landinu kemur um 1 til 2 árum of seint. Hættan er nú sú að hann haldi vöxtum sínum of háum of lengi og að fyr- irtæki og almenningur í landinu þurfi að blæða fyrir með djúpri og erfiðri niðursveiflu efna- hagslífsins.“ MATSFYRIRTÆKIN FYLGJAST MEÐ HVERJU FÓTMÁLI OKKAR Edda Rós Karldóttir tekur undir þau sjónar- mið að komin séu fram skýr merki um við- snúning. Hún segir raunar að hin alþjóðlega kreppa magni upp hraða þessa viðsnúnings. Þess vegna sé þess ekki langt að bíða að lækka megi vexti. Enn sé verðbólga þó á uppleið og því þurfi að stíga afar varlega til jarðar. „Ég vonast til þess að hægt verði að lækka vexti nokkuð hratt, jafnvel frá og með sept- embermánuði. Ég geri þá ráð fyrir að í milli- tíðinni hafi þróun krónunnar verið ásættan- leg, gjaldeyrisvaraforðinn aukinn og helst að markaður með gjaldeyrisskiptasamninga verði kominn i betra horf. Að mínu mati er nauðsyn- legt að horfa á þetta í samhengi, en ekki óháð hvert öðru,“ segir hún. „Það er þess vegna of snemmt að lækka vexti strax, betra að bíða aðeins og hafa var- ann á. Alþjóðleg matsfyrirtæki fylgjast hér með hverju fótmáli okkar og við megum alls ekki við vítahring sem gæti skapast af endur- teknum lækkunum á lánshæfi þjóðarinnar og helstu fyrirtækja. Hefjum við lækkunarferli strax, gæti því verið illa tekið í alþjóðaumhverfinu. Við þurf- um frekari merki um að krónan sé komin yfir erfiðasta hjallann, sem er forsenda þess að verðbólga hætti að hækka,“ segir hún. MEGUM EKKI SPARKA Í LIGGJANDI MANN Þórður Friðjónsson segir verulega hættu á mjög harðri lendingu og mikilvægt sé að róa að því öllum árum að sporna við því. „Jafnframt verðum við búa þannig í hag- inn að hagvöxtur geti aukist sem fyrst á ný,“ segir hann. „Við þessar aðstæður teldi ég ekki heppi- legt og jafnvel skaðlegt að halda vöxtum óbreyttum, ég tala nú ekki um að hækka þá. Það væri eins og að sparka í liggjandi mann,“ bætir hann við. Þórður telur að skýra þurfi betur peninga- og efnahagsstefnuna. Hvernig við ætlum að fara gegnum þessa hagsveiflu og hvað eigi svo að taka við. Bæði heimamenn og útlend- ingar séu áttavilltir í þeim efnum og viti ekki hvert förinni er heitið. „Það þarf sterkari og skýrari skilaboð til landsmanna og jafnframt erlendra aðila. Verði ekkert að gert, geta erfiðleikarnir orðið mjög miklir í haust. Svo miklir að erfitt gæti reynst að snúa þeirri þróun við. Þess vegna þarf núna skýra framtíðarsýn; vegvísi fyrir þjóðina og aðila á markaði til að fara eftir,“ bætir Þórður við. Skuggabankastjórn Markaðarins kom fyrst saman um miðjan maí og var fundargerð fyrsta fundar birt í Markaðnum 21. maí síðast- liðinn. Niðurstaða fundarins var að halda stýrivöxtum óbreyttum, en um leið lýsti bankastjórnin áhyggj- um af mögulegri ofkælingu íslenska hag kerfisins og taldi því ekki skyn- samlegt að hækka frekar vexti, þrátt fyrir verðbólguhorfur. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, sat þá í bankastjórninni en vegna dval- ar hans erlendis tók Ingólfur Bend- er, forstöðumaður greiningardeild- ar Glitnis, hans sæti að þessu sinni. Seðlabankinn ákvað að halda stýri- vöxtum óbreyttum á fundi sínum degi síðar, eða 22. maí síðastliðinn. Stýrivextir eru því 15,5%. Næsta reglulega ákvörðun banka- stjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti verður birt fimmtudag- inn 3. júlí næstkomandi samhliða út- gáfu Peningamála. Voru sammála Seðlabankanum síðast FYRSTI FUNDURINN Skuggabankastjórn vildi þá halda vöxtum óbreyttum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.