Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 2. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frum- kvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnu- rekendum: „Þeir gengu til samn- inga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan fé- lagsmálapakka, heldur víðtæk- ar aðgerðir til að tryggja stöðug- leikann í efnahagsmálum“, skrif- ar hann. Í bók minni Frá kreppu til þjóð- arsáttar (Reykjavík 2004), sem er saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1938 til 1999, er farið nánar í saumana á aðdraganda og árangri þjóðarsáttarinnar. Þar er rakið hvernig þjóðarsátt- in spratt annars vegar upp úr erfiðu efnahagsástandi vetur inn 1989-1990, og hins vegar hvaða aðstæður höfðu skapast í sam- skiptum aðila vinnumarkaðar- ins og hagstjórn í landinu, sem gerðu hana mögulega. Þjóðar- sáttin hefði ekki tekist án marg- víslegra umbóta í efnahagsmál- um á níunda áratugnum. ORÐIÐ ÞJÓÐARSÁTT KOM SÍÐAR Orðið „þjóðarsátt“ um kjara- samningana og samkomulagið við stjórnvöld í febrúar 1990 kom ekki frá aðilum vinnumark- aðarins og finnst hvergi á samn- ingablöðunum. Eftir að form- legar viðræður voru hafnar um nýja kjarasamninga og samn- ingahugmyndin var farin að kvisast út töluðu fjölmiðlar um „niðurfærslu“. Samheldni ASÍ og VSÍ við samningaborðið var kölluð „niðurfærslubandalag- ið“. Hannes G. Sigurðsson, hag- fræðingur VSÍ, talaði um „núll- lausn“ í grein í Morgunblaðinu mánuði áður en samningar voru undirritaðir. „Þjóðarsátt“ heyrð- ist fyrst að ráði um sumarið 1990 þegar tekist var á um það í tengslum við uppsögn samninga ríkisins við háskólamenn hvort allir launþegar ættu að sitja við sama borð. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn voru þá sakað- ir um að brjóta gegn þjóðar- sátt um sömu launa þróun allra stétta. Eftir það festist heitið í sessi. FORSENDURNAR LYKILATRIÐIÐ Þjóðarsáttin var ekki fólgin í kjarasamningunum sem slíkum, heldur forsendum þeirra. Samn- ingarnir fólu í sér að laun hækk- uðu fimm sinnum á næstu tut- tugu mánuðum, samtals um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Að auki skyldu sérstakar launabæt- ur greiddar hinum lægst laun- uðu. Samningarnir voru ekki verðtryggðir. Í staðinn var sett á fót launanefnd tveggja full- trúa hvors samningsaðila sem meta átti hvort þróun verðlags á tilgreindum tímabilum gæfi til- efni til launahækkana umfram samninga. Átti nefndin í mati sínu einnig að taka tillit til breyt- inga á viðskiptakjörum við út- lönd. Þetta var nýmæli. Það var ekki nóg að verðlag hækkaði svo að laun lækkuðu. Það varð líka að taka tillit til þess hvernig fyr- irtækjunum gengi að afla tekna á erlendum mörkuðum. En þetta var ekki nægilegt til að ná árangri í baráttu við verð- bólguna, samdrátt í efnahags- lífinu og atvinnuleysi sem auk- ist hafði umtalsvert. Það þurfti að taka á ýmsum öðrum veiga- miklum þáttum í efnahagslífinu. Þegar aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamning- ana afhentu þeir ríkisstjórninni minnisblað í tíu liðum um for- sendur samninganna. Þjóðarsátt- in var fólgin í því að ríkisstjórn- in féllst á að vinna í samræmi við þessar forsendur. Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórn- arsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórn- arinnar hefði færst frá Stjórnar- ráðinu og til aðila vinnumarkað- arins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg við- skiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verð- lag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum. Einnig var ríkisstjórninni falið að leggja fram lagafrumvarp um lífeyris- sjóði, samræma skattlagningu fyrirtækja því sem gerðist í ná- grannalöndunum og skipa nefnd- ir til að vinna úttektir á nokkrum félagslegum málefnum. HIMNASENDING FYRIR RÍKIS- STJÓRNINA Ríkisstjórnin sem þá sat undir forsæti Steingríms Hermanns- sonar var samsteypustjórn fjögurra flokka: Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins, Al- þýðubandalagsins og Borgara- flokksins. Hún hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahags- vandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumark- aðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsáttin sem himna- sending. Þjóðarsáttin tókst vegna þess að allir lögðu hönd á plóginn, vinnuveitendur og verkalýðs- hreyfing, ríkisstjórn og Alþingi, bændasamtök, viðskiptalífið og síðast en ekki síst almenning- ur með virku aðhaldi og eftir- liti með framkvæmd loforð- anna sem gefin voru. Jafnvægið í efnahagsmálum á tíunda ára- tugnum er afleiðing þjóðarsátt- arinnar og þess skilnings á lög- málum efnahagslífsins sem þá tókst samstaða um. Allir lögðu hönd á plóginn ÞJÓÐARSÁTT 1990 Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson. G U Ð M U N D U R M A G N Ú S S O N S A G N F R Æ Ð I N G U R Annas Sigmundsson skrifar „Staða smærri gjaldmiðla hefur undanfarin ár orðið mun verri en áður. Hún er reyndar skárri núna þegar fjármagnsflæði er að minnka í heiminum vegna áhættufælni fjárfesta,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, hag- fræðingur og forstjóri Aska Capital. Hann tekur þó fram að smærri gjaldmiðlar séu þó ekki ónot- hæfir en þeir séu hins vegar við- kvæmari og hagstjórn með þá sé vandasamari en með þá stærri. „Ríki þurfa að beita fjármála- stefnunni mun meira en áður til þess að styðja betur við peninga- málastefnuna og þar með hafa stjórn á gjaldmiðlum,“ segir Tryggvi. Þegar mikill vaxtamunur myndast á milli landa líkt og gerst hefur hér á landi segir Tryggvi að þá verði mikið inn- streymi á fjármunum til þess að peningamálastefnan verði mátt- laus. „Fjármagnsflæðið fer þá að stjórna stöðu gjaldmiðilsins,“ segir Tryggvi. Að sögn Tryggva verða mikl- ar breytingar á gjaldmiðlamál- um í heiminum með tilkomu evr- unnar árið 2000. „Þetta leiddi til þess að það urðu til tvær stór- ar heimsmyntir: dollar og evra. Það er alveg ljóst að ólgan sem við sjáum á smærri gjaldmiðlum eins og krónunni stafar meðal annars af tilkomu evrunnar,“ segir Tryggvi. „Það sem við erum að velja með því að vera með krónuna er sveigjanleiki. Ef við tækjum upp fastgengisstefnu eða gengj- um í Evrópusambandið þá fórn- um við sveigjanleika en fáum stöðugleika í staðinn. Íslending- ar þurfa að spyrja sig hvort þeir vilja sveigjanleika eða stöðug- leika,“ segir Tryggvi. Stöðugleiki í skilningi evru- svæðisins þýðir að sögn Tryggva minni hagvöxt, vinnumarkað sem getur síður tekið við sveifl- um í eftirspurn og þar með at- vinnuleysi. „Hér á landi höfum við hins vegar viljað auka kaup- mátt hratt og mikið. Það getur vel verið að Íslendingar séu komn- ir á það stig að vilja gefa upp sveigjanleika og kjósa fremur stöðugleika,“ segir hann. „Ef við lítum til baka til fyrri hluta síðustu aldar þá studdist heimurinn við gullfót,“ segir Tryggvi. Síðan kom Brett- on Woods-samkomulagið eftir stríð. Það byggðist á ákvörðun helstu ríkja Vesturlanda að endurreisa svipað gengisfyrirkomulag og verið hafði fyrir fyrri heims- styrjöldina. Bandaríkjadollar varð hornsteinn samkomulags- ins fyrst og fremst vegna yfir- burða Bandaríkjanna á þeim tíma þegar hagkerfi annarra stórra iðnríkja voru í rúst. Þetta samkomulag leið undir lok á átt- unda áratugnum síðustu aldar í kjölfar olíukreppunnar. Segir Tryggvi að þá hafi Bandaríkja- dalurinn ekki getað valdið þessu hlutverki sínu lengur. Tryggvi nefnir líka að alþjóða- væðing síðustu fimmtán til tut- tugu ára hafi leitt til þess að hagkerfi séu að verða stöðugt opnari og fjármagnshreyfingar auðveldari. Bæði af tæknilegum ástæðum og vegna þess að afnám á hindrunum hefur gert það að verkum að peningamálastefna í ríkjum með fljótandi gjaldmiðla sé orðin mun erfiðari. Hann segir að spurningin sé hvort evran standist til lang- frama það álag sem hinn pólit- íski raunveruleiki hefur sett á hana. Tryggvi segir ljóst að lönd eins og Frakkland, Benelux-lönd- in og Þýskaland séu með svipað efnahagskerfi og það henti þeim því vel að vera með sama gjald- miðilinn. „En er það svo fyrir lönd sem eru langt á eftir í þróunarferl- inu og eiga eftir að vaxa mun hraðar? Mun evran þola þetta?“ spyr Tryggvi. Þrátt fyrir að stýrivextir hér- lendis séu nú 15,5 prósent þá segir Tryggvi það ekkert ein- stakt í sögunni. „Þegar Paul Wal- ker kom inn í Bandaríska seðla- bankann árið 1979 setti hann stýrivexti í um tuttugu prósent,“ segir Tryggvi. Hann segir að fátt bendi til annars en að lönd eins og Ástr- alía, Argentína og Hong Kong haldi sínum gjaldmiðlum næstu áratugi. Hið sama gildi um lönd sem eru okkur nær eins og Nor- egur og Svíþjóð. Tryggvi nefnir að það að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil sé hluti af peningastjórn. „Það er stór biti fyrir þjóð að gefa upp peningamálastefnu sína einhliða og hafa ekkert um það lengur að segja hvernig henni verður hátt- að,“ segir Tryggvi. Vísar hann þá í hugmyndina um að Íslend- ingar tækju upp annan gjaldmið- il hérlendis. „Þar með værum við að segja að við ráðum ekkert við hag- stjórnina sjálfir og við ætlum bara að láta einhverja aðra sjá um þetta. Við erum fullvalda sjálfstæð þjóð og eigum alveg að geta ráðið við þetta,“ segir Tryggvi. Spurður um hvaða afstöðu hagfræðingar í heiminum hafi almennt til sjálfstæðis gjald- miðla segir Tryggvi að það sé alls ekki svo að þeir aðhyll- ist flestir þeirri stefnu að allir gangi í myntbandalag. „Það er mikil gerjun í heim- inum núna. Flestar þjóðir eru í vandræðum með peningastefnu sína eins og við sjáum á verð- bólgutölum. Vandræðin eru alls ekkert einskorðuð við Ís- land. Það sem kann að vera hent- ugt á einum áratug getur verið orðið úrelt á þeim næsta,“ segir Tryggvi að lokum. Staða smærri gjaldmiðla verri en áður TRYGGVI ÞÓR segir að Íslendingar verði að velja á milli sveigjanleika og stöðug- leika. ,,Það getur vel verið að Íslendingar séu komnir á það stig að vilja gefa upp sveigjanleika og kjósa fremur stöðugleika,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.