Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 S K O Ð U N Afríka Afríka er staðurinn í dag. Þá er ég að tala um allt frá Mar- okkó í norðri niður til miðhlut- ans. Suður-Afríka er ekki upp á marga fiska og Simbabve í tómu rugli. Vesturhlutinn er fínn og þangað hef ég nú komið nokkr- um sinnum síðustu árin. Þótt flestir tali illa um löndin þarna fyrir sunnan leynast dem- antar innan um. Og þá er ég að tala um þá í bókstaflegum skiln- ingi orðsins. Raunar eru það hvorki kon- urnar né áfengið sem ég sæki í og er ekki mikið fyrir mat- inn. Smakkaði á honum þegar ég kom hingað fyrst og skolaði gjarnan niður með innlendri og rótsterkri framleiðslu. Það var ágætt. En ég fékk oftast niður- gang næsta dag. Núorðið snerti ég ekki á honum heldur kýs að burðast með úttroðna ferðatösku af Oramat í dósum. Sem er fínt. Maður þekkir auðvitað bragðið. Og því er ekki að neita að ég er ekki einn um þetta. Fjárfestarn- ir heima á skerinu kannast við þetta enda víst margir komnir í hann. Ef þeir eru ekki þegar byrjaðir að borða úr dósunum þá eru þeir að birgja sig upp. Það er svo spurning hvort marg- ir hafi efni á upptakara núorðið. En það er þeirra mál. Það eru kínversku peningarn- ir sem mitt ofurnæma nef hefur þefað uppi í Afríku. Ég er auð- vitað ekki einn um það. Kínverj- ar hafa í mörg ár dundað sér við fjárfestingar þarna niðri í henni svörtustu og tryggt sig fyrir traustum hlutum í hrá- vöru og jarðhita án þess að fjár- festa beint í þessum eignum fólksins. Sniðugur gjörningur. Enda verða náttúruauðlindirn- ar með þessu móti í eigu fólks- ins um aldur og ævi á meðan Kínverjarnir stinga hagnaðin- um í vasann. Og allir sáttir. Því er auðvitað ekki að neita að Kín- verjarnir kunna að fara í kring- um hlutina. Sem er að skila sér núna. Enda finnst mér stundum sem við séum bræður í anda. Sér- staklega hugsa ég það þegar ég læði hendi undir kodda á kvöld- in og þreifa á evrunum sem ég sankaði að mér í haust. Já, við Kínverjarnir kunnum þetta. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Ekki aðeins mæðir mikið á honum vegna rannsóknar Kauphallar- innar á kaupum bankans á íbúðabréf- um, sama dag og ríkisstjórnin kynnti breytingar á Íbúðalánasjóði, heldur er nú unnið hörðum höndum að því að bjarga fyrirtækinu Nýsi. Þá stendur Halldór líka í stórræðum sem formaður Samtaka fjár- málafyrirtækja vegna rannsóknar ESA á sjóðnum. Halldór er reyndur bankamaður og hefur verið í bankabransanum í næst- um tvo áratugi. Hann var deildarstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eftir nám, en árið 1991 varð hann aðstoð- arbankastjóri Evrópubankans í Lundún- um. Þar var hann í fjögur ár, en sneri síðan heim í ráðuneytið. Þar varð hann skrifstofustjóri og síðan ráðuneytisstjóri. Það var síðan árið 1998 að hann gerðist bankastjóri Landsbankans og hefur sinnt því starfi síðan. Halldór tók stúdentspróf í Noregi og nam lífefnafræði eftir það, áður en hann hóf lögfræðinám við Háskóla Íslands. Því lauk hann árið 1979 og tveimur árum síðar lauk hann framhaldsnámi í þjóðar- rétti. Eftir það nam hann samningarétt við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Halldór hefur sinnt mörgum trúnaðar- störfum. Til að mynda sat hann í fjöl- mörgum nefndum iðnaðarráðuneytisins árin 1981 og áratuginn þar á eftir. Þá sat hann í stjórn Landsvirkjunar, var stjórn- arformaður Steinullarverksmiðjunnar og Þróunarsjóðs lagmetisiðnaðarins. Hall- dór var formaður nefndar sem undir- bjó hlutafélagavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árin 1997 til 98. Síðan hefur hann setið í ýmsum stjórnum, til að mynda stjórn Samtaka atvinnulífs- ins og er nú formaður Samtaka fjármála- fyrirtækja. Halldór er fæddur árið 1955. Hann er kvæntur Karolinu Fabínu Söebech stjórn- málafræðingi og eiga þau tvö börn. S A G A N Á B A K V I Ð . . . H A L L D Ó R J . K R I S T J Á N S S O N , B A N K A S T J Ó R A L A N D S B A N K A N S Reyndur í heimi viðskiptanna „Ég sá það fyrst á visir.is“ Öll mörkin í Landsbankadeildinni Visir.is var langfyrstur með mörkin í Landsbankadeildinni. Boltavakt visir.is og Fréttablaðsins er á öllum leikjum sumarsins í Landsbankadeild karla. Öll mörk, spjöld og helstu atriði leikjanna eru í beinni textalýsingu. Visir.is er öflug frétta- og upplýsingaveita í stöðugri sókn sem leggur metnað sinn í að flytja fréttir líðandi stundar fljótt og örugglega. Fréttir, dægurmál, umræða, blogg, sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 og fréttatengdir þættir – allt er þetta aðgengilegt á einum stað í einfaldri umgjörð með skýrri framsetningu. Notendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir heimsækja visir.is. ...ég sá það á visir.is     Netverslun ishusid.is Er of hátt hitastig? Loftkæling fyrir: -Netþjóna -Skrifstofur -Veitingastaði -Verslanir Netversl ishusid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.