Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 2. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T D A G U R Í L Í F I … Margrétar Sanders, framkvæmdastjóra hjá Deloitte. 06.15 Vakna, er komin á Reykjanesbrautina hálftíma síðar. 07.30 Komin í vinnu, kaffisopi, yfirferð yfir tölvupóstinn. Síðasta hönd á undirbúning undir stjórnarfund. 08.30 Stjórnarfundur. Mikið að gerast á þessum tíma, áramót hjá okkur maí/júní. 11.00 Yfirferð yfir bílastyrki, ótrúlegur kostnaðarauki! Allt of mörg- um skilaboðum svarað, er tæp á að komast á réttum tíma á hluthafa- fund. 12.00 Hluthafafundur á hinum frábæra veitingastað 19. hæðinni í Turninum. 14.00 Farið betur yfir tölur úr fjárhagsáætlun, hvar er möguleiki á kostnaðarlækkun... 15.00 Yfirferð yfir ýmislegt tengt ársreikningi Deloitte með Þorvarði forstjóra og Pétri Odds viðskiptafræðingi. 16.00 Fundur með nokkrum eigendum vegna breytinga á skipulagi innanhúss. 17.00 Er á leið í boð hjá Auði Capital þegar Sigga (dóttirin) hringir, þarf að sækja hana. Missi af flottu boði. Sigga var að spila fótbolta ásamt nokkrum krökkum í myndbandi TM með Margréti Láru. Var búið fyrr en áætlað var. 17.05 Hringi í Alla Kalla (soninn) til að láta vita að ég fari snemma heim og að hann fái far þar sem hann þarf að komast á fótbolta- æfingu. 17.15 Reykjanesbrautin, góður tími til að spjalla við soninn og dóttur- ina. Vön að vera ein á brautinni, mun skemmtilegra að vera í þeirra félagsskap. Syninum skutlað á æfingu. 17.50 Komin heim, hendi í mig samloku og byrja að undirbúa veiði- ferðina í Langá. Dótturinni skutlað til vinkonunnar. 18.45 Evrópukeppnin, náðum ekki öllum leiknum en fréttum á leiðinni í Langá að bölv. Portúgalarnir séu dottnir út! Nú eru Hollendingar síðasta vonin. 20.30 Við hjónin leggjum af stað í Langá. 22.00 Mættum í veiðihúsið með góðum hópi Deloitte-ara. Mikil spenna fyrir morgundeginum enda opnun árinnar. Frábært veður en ömurlegt veiðiveður fram undan. Er og spáir glampandi sól. Veiðidót græjað. 22.30 Berglind kona Knúts stjórnarformanns tók til ýmislegt snarl fyrir okkur þessi svöngu. Við aðstoðum eftir bestu getu. Höfðum góða lyst með góðu rauðvíni. Frábært útsýni úr veiðihúsi inn í Jónsmessuna. 01.00 Ekkert vit í öðru en að koma sér í bælið enda eigum við að byrja að veiða í fyrramálið kl. 7. MARGRÉT á fundi með Sigrúnu Daníelsdóttur. MARKAÐURINN/VILHELM „Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árna- son, sjóðsstjóri hjá Íslensk- um verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátt- töku í einu stærsta og erf- iðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra. ,,Hlaupið í fyrra var mikil upplifun enda frábært útsýni og mikil stemning í kringum þetta hlaup. Þetta var vissu- lega erfitt, mikill hiti var á tímabili sem gerði hlaupur- um erfitt fyrir og sá ég þann kost vænstan að henda mér niður á dýnu í hálftíma eftir 25 klukkustundir á ferðinni til að safna smá orku fyrir „endasprettinn“ sem tók bara tíu tíma. En það var ólýsanlega gaman að koma í mark snemma á sunnudags- morgun í Chamonix eftir að hafa farið þessa löngu og erfiðu leið,“ segir Börkur. Hlaupaleiðin liggur í kringum fjallið Mont Blanc, í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Hlaupið er yfir fjöld- ann allan af fjöllum og fjalla- skörðum og þar af eru fjög- ur fjöll sem eru í 2.500 metra hæð. Hlaupið er alls 166 kíló- metrar að lengd. Hann segist fyrst hafa byrjað að hlaupa af ein- hverju marki árið 2002. Yfir- leitt æfir hann ekki mikið í lok árs en byrjar aftur markvisst í kringum áramót. ,,Ég lagði meiri áherslu á styrktar æfingar í vetur en áður,“ segir Börkur. Börkur tók einnig þátt í fyrsta 100 kílómetra hlaup- inu sem haldið var hérlend- is í byrjun mánaðarins, sem og Mývatnsmaraþoni vik- una áður. Hann stefnir að því að taka þátt í Laugavegs- maraþoni og Jökulsárhlaupi nú í júlí en reiknar ekki með að taka þátt í Reykjavík- urmaraþoni sem er haldið vikuna fyrir Mont Blanc- hlaupið. Hugsanlega bætist við eitt 180 km hlaup í Bret- landi seinna í haust. Þess má til gamans geta að Börk- ur tók ,,létt skokk“ um liðna helgi og hljóp Fimmvörðu- hálsinn á innan við þremur klukkustundum. Hljóp 530 km í maí BÖRKUR ÁRNASON undirbýr sig nú af krafti fyrir 166 kílómetra hlaup í kringum Mont Blanc sem fer fram í lok ágúst. MYND/RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR F R Í S T U N D I N Annas Sigmundsson skrifar Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjóns dóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Ís- lendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingi- björg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytja hlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður há- tískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna fram- leiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftir- sóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmennta- verk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Ice- land, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru árit- aðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingi- björg að lokum. Epal og Liborius saman í miðbæinn Þessi tvö fyrirtæki hafa nú sameinað krafta sína og opnað nýja verslun í miðbæ Reykjavíkur. HILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR Starfsmaður í nýju versluninni. Verslunin er bæði ætluð Íslendingum og erlendum ferðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.