Tíminn - 05.03.1982, Side 5
Föstudagur 5. mars 1982
fréttir
Samvinnuferðir og Utsýn:
STRfDIÐ UM FARÞEG-
ANA í ALGLEYMINGI!
— samanburður á fargjöldum skrifstofanna til Ítalíu og Júgóslavíu
■ Fargjaldastriðið svokallaða
hefur vart farið fram hjá neinum
að undanförnu, þar sem ást hafa
við ferðaskrifstofurnar Útsýn og
Samvinnuferðir/Landsýn. Hafa
forsvarsmenn beggja fyrirtækj-
anna haldið mjög á lofti sinum
verðtilboðum, og talið þau, það
besta sem gerist á markaðnum.
Eins og fram hefur komið er það
engan veginn auðvelt að gera
raunhæfan verðsamanburð á
ferðum mismunandi ferðaskrif-
stofa, þvi svo margir utanaðkom-
andi þættir spila inn i slik dæmi,
eins og lengd ferða, landið sem
ferðast er til, ferðatimi, gæði
hótela og fleira.
Hér á eftir verður þó reynt að
gera samanburð á verðtilboðum
tveggja ofangreindra ferðaskrif-
stofa, til tveggja mismunandi
landa, Italiu og Júgóslaviu. Þessi
tvö lönd voru valin til saman-
burðarins, vegna þess að báðar
ferðaskrifstofurnar bjóða upp á
ferðir til beggja landanna, dvalist
er á mjög svipuðum slóðum, boð-
iðer uppá jafnlangar ferðir i báð-
um tilvikum á svipuðum árstima,
og ekki verður annað séð en gisti-
tilboðin séu einnig hliðstæð.
ítaliusamanburður
Útsýn býður upp á sólarlanda-
ferðir til Gullnu strandarinnar,
Lignano og er þar boðið upp á
ýmsa gistimöguleika. Skammt
frá Lignano er Rimini, en þangað
flytur Samvinnuferðir/Landsýn
Italiufarþega sina.
Ef byrjað er að lita á þriggja
vikna terðir ferðaskrifstofanna,
og fyrst tekið dæmi um fargjald á
einstakling sem ferðast með Út-
sýn, og gistir i ibúð með fimm
öðrum, þá er verðlagið, miðað við
brottför i lok maimánaðar þannig
að ferðin kostar einstaklinginn á
bilinu 8650 krónur og upp i 8800
krónur. Hliðstæð ferö á vegum
Samvinnuferða/Landsýnar til Ri-
mini, kostar einstaklinginn, mið-
að við 6 i ibúð, á sama timabili frá
6900 krónum upp i 7800 krónur.
Þegar þetta verð hjá Samvinnu-
ferðum/Landsýn er skoðað, og
reyndaralltverðhjá þeim, ber að
hafa það i huga, að Samvinnu-
ferðir/Landsýn bjóða upp á sér-
stakanaðildarafslátt.sem er ekki
innifalinn i þessu verði.
Afslátturinn nemur 800 krónum
og gildir hann fyrir hvern
aðildarfélaga, maka hans og börn
eldrien 12 ára. Þeir sem eiga rétt
á þessum afslætti eru félagar i
A.S.I., B.S.R.B., B.H.M., Lands-
sambandi islenskra samvinnu-
starfsmanna, Stéttarsambandi
bænda og Sambandi islenskra
bankamanna, makar þeirra og
börn.
Sé verð frá Útsýn, á s'ama tima,
þar sem tveir dveljast i stúdió-
ibúð skoðað, þá kostar ferðin per
einstakling 10.700 krónur. Hlið-
stæð ferð Samvinnuferða til Ri-
mini, þar sem tveir dvelja i
stúdióibúð, kostar per einstakling
10.200. Einstaklingur sem fer til
Lignano og dvelur á hóteli, og fær
auk þess morgunverð borgar fyr-
ir þrjár vikur á þessum tima
10.000 krónur, en einstaklingur
sem fer til Rimini og dvelur á
hóteli, með morgunverði greiðir
þar fyrir 9.500 krónur og upp i
11.900, allt eftir þvi á hvaða hóteli
hann dvelur.
Júgóslaviusamanburður
Báðar ferðaskrifstofurnar
bjóða upp á sólarlandaferðir til
Portoroz, Júgóslaviu. Verður hér
gerður samanburður á þriggja
vikna ferðum þangað i júnimán-
uði. Báðar ferðaskrifstofurnar
bjóða aðeins upp á hótelgistingu
þar, en ekki ibúðir, þannig að
verðið. hér á eftir miðast við ein-
staklmg, sem dvelur i tveggja
manna hótelherbergi og kaupir
hálft fæði.
Samvinnuferðir bjóða upp á
þrjú mismunandi hótel og er
verðið fyrir ferðina frá 9.400
krónum og upp i 11.700. Útsýn
býður upp á gistingu i fjórum
mismunandi hótelum og er verðið
fyrir ferðina frá 9.450 krónum,
upp i 11.900 krónur. Af þessum
tölum er ljóst að verð ferðaskrif-
stofanna til Júgóslaviu, er mjög
hliðstætt, en þó heldur hagstæðari
hjá Samvinnuferðum/Landsýn,
en munurinn er engan veginn jafn
áberandi mikill og þegar ferðir
ferðaskrifstofanna til ítaliu eru
bornar saman.
Hvað kostar svo svona
ferð fyrir fjögurra
manna fjölskyldu?
Eins og fram hefur komið áður,
þá bjóða Samvinnuíerðir/Land-
sýn farþegum sínum, sem hyggj-
ast fara i sólarlandaferð og búa
úti á landi ókeypis flugfar hér
innanlands, og nú nýverið brydd-
aði Útsýn upp á þeirri nýjung að
bjóða fanþegum sinum utan að
landi upp á 50% afslátt af innan-
landsfluginu. Verður þessum
verðsamanburði lokið hér, með
þvi að gera samanburð á kostnaði
fyrir fjögurra manna fjölskyldu
frá Egilsstöðum, að ferðast ann-
ars vegar á vegum Samvinnu-
ferða/Landsýnar til Italiu i 3 vik-
ur, og hins vegar til Lignano á
vegum Útsýnar, auk þess sem
samskonar samanburður verður
gerður á ferð jafnstórrar fjöl-
skyldu frá Reykjavik, til sömu
staða. Reiknað er með hjónum,
sem eiga tvö börn, annað þriggja
ára, hitt 9 ára.
Verður hér fyrst litið á dæmi
fjögurra manna fjölskyldunnar á
Egilsstöðum, sem hyggst ferðast
með Samvinnuferðum/Landsýn
til Rimini, ítaliu, og er gert ráð
fyrir þvi að fjölskyldan kaupi sér
gistingu á ibúðahóteli, og dveljist
i tveggja herbergja ibúð, og er
þar valinn ódýrasti gistikostur-
inn. Miðað er við að brottför frá
Keflavik sé 27. mai.
Helgi Jónsson, sölustjóri
Samvinnuferða/Landsýnar:
„Fögnum umfjöllun
á hlutlausan hátt”
■ I framhaldi af niðurstöðum
þessa samanburðar snéri Tim-
inn sér til forsvarsmanna þess-
ara tveggja ferðaskrifstofa og
spurði þá álits á samanburðin-
um. Eysteinn Helgason, for-
stjóri Samvinnuferða/Landsýn-
ar er erlendis, og varð Helgi Jó-
hannsson, sölustjóri Samvinnu-
ferða/Landsýnar fyrir svörum,
I fjarveru hans. Fer hér á eftir
álit hans á samanburöinum :
„Niðurstöður þessa saman-
burðar koma okkur sist á óvart,
enda sést greinilega hversu
mikil áhersla er lögð á að halda
verði niðri þegar okkar aðildar-
félagsmenn eiga i hlut. Sam-
vinnuferðir/Landsýn er jú
þeirra eign og okkur ber skylda
til að gæta hagsmuna þeirra
hvaðan af landinu sem þeir
koma. Ennþá athyglisverðari er
þó sú staðreynd að þrátt fyrir að
ekki sé tekið tillit til aðildaraf-
sláttar er okkar verð samt sem
áður lægra en það verð sem
keppinautar okkar bjóða.
Lykillinn að þessum árangri er
fyrst og fremst hinn aukni far-
þegafjöldi Samvinnu-
ferða/Landsýnar, sem jafn-
framt kallar á aukna nýtingu og
þá betra verð.
Við hjá Samvinnuferð-
um/Landsýn fögnum þvi að á
opinberum vettvangi sé nú fjall-
að um þessi mál á hlutlausan
hátt með þvi að beita einföldum
samanburði. Hér er um að ræða
tölur sem almenningur getur
sannreynt hvenær sem er og
hvarsemer. Við teljum að nú sé
kominn timi til að afhjúpa þann
gengdarlausa óhróður og
falsanir sem að Útsýn hefur
gripið til þegar samkeppnis-
hæfni þeirra þrýtur.
Sem dæmi um grófa ögrun viö
dómgreind þjóðarinnar setur
forstjóri Útsýnar upp reiknings-
dæmi i einu af dagblöðum
landsins, og kemst að þeirri
niðurstöðu að hans larþegar fái
kr. 10.000 i afslátt! Þar gefur
■ Ingólfur Guðbrandsson, for-
stjóri Ferðaskrifstofunnar Út-
sýnar hafði eftirfarandi um
þennan verðsamanburð að
segja:
„Það er náttúrlega auðséð á
uppbyggingu þessa samanburð-
ar þins, til hvers leikurinn er
gerður. A ég þar t.d. við það að
velja dýrasta stað utan að landi,
Egilsstaði, sem heimastað fjöl-
skyldunnar.
Nú, ekki veit ég hve mikið þú
þekkir til á Italiu, en ég býst
ekki við að þú þekkir jafnmikið
til þar og ég. Ég held að fáir sem
til þekkja, berisaman Rimini og
Lignano. Lignano er einn dýr-
asti ferðamannastaðurinn, þvi
hann er sérstaklega uppbyggð-
ur sem módelferðamannastað-
ur, og þar er allt tiltölulega nýtt,
en Rimini aftur á móti, er gam-
all staður, og viðurkenndur að
vera einn allra ódýrasti sumar-
dvalarstaður i allri álfunni. Og
hann sér þá makalausu for-
sendu að farþegi sem ekki ferð-
aðist i hans hópferð til sólar-
landa, yrði að greiða svonefnt
normalfargjald, þ.e. kr. 11.500-
13.000 og siðan annað eins íyrir
gistingu.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, og það veit íorstjórinn
mætavel, að innan við 1% af
þeim sem ferðast til sólarlanda
notast við þessi fargjöld, þvi til
eru sérfargjöld, sem öllum
landsmönnum bjóðast, sem eru
á bilinu kr. 5.500-6.500, og verðið
fer jafnvel enn neðar sé flogið i
beinu leiguflugi.
Ef við notuðum nú sömu lor-
sendur og forstjóri Útsýnar og
tækjum sem dæmi Grikkland.
Þangað kostar flug samkv. nor-
malfargjaldi kr. 15.600, gisting
hátt i annað eins og þá fæst verð
ca. kr. 30.000. Þessi lerö kostar
hjá Samvinnuferðum/Landsýn
hf. frá kr. 9.500, þannig að
sparnaður á larþega væri
hvorki meiri né minni en kr.
20.000, ef þessar stórfurðulegu
reikningskúnstir væru notaðar!
Samvinnuferðir/Landsýn heíur
hins vegar ekki farið út i svona
upphrópanir. Við látum fólki
eftir að bera saman verð á eigin
spýtur og auðvitað beinir það
viðskiptum sinum þangað sem
best er boöið hverju sinni.”
— AB
Ingólfur Gudbrandsson,
forstjóri Útsýnar:
„Tel þennan saman-
burð óraunhæfan”
ef við litum i ferðaáætlanir hjá
nágrannaþjóðunum, hvort sem
er i Bretlandi eða á Norðurlönd-
unum, þá eru ferðir til Rimini, á
meðal ódýrustu ferða á
markaðnum og þær ódýrustu til
ltaliu. Aftur á móti er Lignano
ekki á boðstólunum hjá bresk-
um eða skandinaviskum fyrir-
tækjum, vegna þess, að staður-
inn er i þaðháum klassa, að þeir
hafa ekki treyst sér til þess að
bjóða upp á ferðir þangað,
verðsins vegna. Þessvegna tel
ég þennan samanburð óraun-
hæfan.
Að öðru leyti er ekki nema allt
gott um þennan samanburð þinn
að segja. Ég sé ekki annað en þú
farir rétt með tölur, og hef þvi
að sjálfsögðu ekkert við það að
athuga. Það mætti hins vegar
alveg benda á þá staðreynd að
Útsýn er að bjóða upp á sex mis-
munandi dvalarstaði við Mið-
jarðarhafið, á móti þvi að Sam-
vinnuferðir/Landsýn hí. býður
upp á þrjá slika dvalarstaði, ef
Aþena er talin meö. Auk þess vil
ég benda á það að þetta er óhag-
stæðasti samanburðurinn sem
þú getur gert á milli fyrirtækj-
anna.
Þá vil ég taka fram að verðiö
hjá Samvinnuferðum kemur
engum á óvart þvi Útsýn gaf
sina áætlun út á undan Sam-
vinnuferðum, og Samvinnuferð-
ir hafa lagt áherslu á, að lækka
sitt verð eins og mögulegt var, á
þeim stöðum sem eru sambæri-
legirvið Útsýnarferðir. En þeg-
ar fólk fer aö kynna sér þessar
áætlanir, og önnur ferðalög, en
eru i þinum samanburöi borin
saman, þá er siður en svo að Út-
sýn sé með hærri fargjöld. Ég
tel þvi aö þessi samanburður
gefi engan veginn raunhæfa
mynd af verösamanburði fyrir-
tækjanna i heild. Þarna eru
bara tekin út úr dæmi, sem
koma tiltölulega hagstætt út
fyrir Samvinnuferðir og tiltölu-
lega óhagstætt fyrir Útsýn.
Það vita eiginlega allir lands-
menn hvers konar þjónustu þeir
eru að kaupa hjá Útsýn, hún
hefur ekkert brugðist hingað
til.”
— AB
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
Dæmið litur þá svona út:
3 ára barn: ferð 7800, barnaaf-
sláttur 2000, innanlandsflug 0,
samtals — 5800 krónur.
9 ára barn: ferð 7800, barnaaf-
sláttur 1600, innanlandsflug 0,
samtals 6200 krónur.
Móðir: ferð 7800, innanlandsílug
0, samtals — 7800 krónur.
Faðir: ferð 7800, innanlandsflug
0, samtais 7800 krónur.
Fjögurra manna íjölskyldan
sem ferðast með Samvinnuferð
um frá Egilsstöðum til Rimini,
þarf þvi að greiða alls krónur
27.600 fyrir þrjár vikurnar á Ri-
mini.
Litum svo á samskonar fjöl-
skyldu frá Egilsstöðum sem ætlar
með Útsýn til Lignano. Valið er
sams konar gistiaöstaða og i
fyrra dæminu og brottfarartim-
inn er 28. mai.
Þriggja ára barn: ferð 8650,
barnaafsláttur 2000, innanlands-
flug 337, samtals — 6987 krónur.
Niu ára barn: ferð 8650, barnaaf-
sláttur 1700, innanlandsflug 337,
samtals — 7287 krónur.
Móðir: ferð 8650, innanlandsílug
674, samtals — 9324 krónur.
Faðir: ferð 8650, innanlandsílug
674, samtals — 9324 krónur.
(Athugið innanlandsfargjaldið
er miðað við 50% aíslatt fyrir
alla fjölskyidumeðlimi). Fjöl-
skyldan þarf þvi samtals að
greiða fyrir þriggja vikna ferð
með Útsýn til Lignano, krónur
32.922.
Verðmunurinn á feröum íyrir
fjögurra manna fjölskyidu, i
þessum tveimur feröum er þvi
krónur 5322.
Ekki yrði um jai'n mikinn mun
að ræða á tveimur fjögurra
manna fjölskyldum, sem færu i
þessar ferðir og væru búsettar i
Reykjavik. Talan sem gefin var
upp fyrir fjölskylduna frá Egils-
stöðum, sem íerðaöist með Sam-
vinnuferðum/Landsýn yrði sú
sama, eða krónur 27.600, en talan
fyrir fjölskyldu frá* Reykjavik,
sem færi með Útsýn til Lignano
myndi lækka þvi sem innanlands-
fluginu nemur, eða um 2022 krón-
ur, þannig að verðið á ferðinni
fyrir Reykjavikurfjölskylduna
yrði 30900, og mismunurinn á
milli ferðaskrifstofa verður i þvi
tilviki krónur 3.300.
Þar sem meginþorri launþega i
landinu á kost á aðildarafslætti
Samvinnuferða/Landsýnar, þyk-
ir hér rétt að greina frá þvi
hvernig dæmin litu út, ef aðildar-
afslátturinn væri reiknaður með
inn i þessi dæmi. Þá yrði ferðin
hvort sem hún væri farin frá
Egilsstöðum, eða Reykjavik, á
vegum Samvinnuferða/Landsýn-
ar 2400 krónum ódýrari, þvi inn i
dæmið kæmi 800 króna afsláttur á
hvern fullorðinn og 400 króna af-
sláttur hjá hvoru barni, og ferðin
kostaði þannig 25.200 krónur.sem
hefði það i för meö sér að verð-
munur fyrir Egilsstaðafjölskyld-
una á þessum ferðum yrði 7722
krónur, en fyrir Reykjavikurfjöl-
skyídunayrðiverðmunurinn 5.700
krónur, miðað við Útsýnar-
ferðirnar til Lignano.
Þess skal að lokum getið, að
flugvallarskatturinn er ekki
reiknaður inn i verðið þannig að
hann bætist ofan á i öllum tilvik-
um.
— AB