Tíminn - 05.03.1982, Side 7
Föstudagur 5. mars 1982
erlent yfirlit
_______________________________7
erlendar fréttir
■ Schmidt og Mitterand I Parls si&astl. fimmtudag.
Samstada Mitter-
ands og Schmidts
Hún getur reynst þýðingarmikil
■ ÞÆR fregnir berast frá
Washington að Reagan forseti
mun a.m.k. i bili láta falla niður
tilraunir til að fá rikisstjórnir i
Vestur-Evrópu til að hætta við
fyrirætlanir um stórfelld kaup á
gasi frá Sovétrikjunum og stöðva
þannig lagningu gasleiðslunnar
miklu, sem Rússar eru þegar
byrjaðir á.
Bæði rikisstjórnir Frakklands
og Vestur-Þýskalands hafa ný-
lega lýst yfir þvi, að þær muni
ekki hætta við þessar fyrir-
ætlanir, þvi að þær vilji ekki vera
eins háðar oliunni frá Arabalönd-
um og nú er. Þótt Frakkar og
Þjóðverjar auki eldsneytiskaup
frá Sovétrikjunum fari fjarri þvi,
að þau verði það mikil vegna
lagningar gasleiðslunnar um-
ræddu, að þeir verði nokkuð
háðari Rússum eftir en áður. Ótti
Bandarikjamanna i þeim efnum
sé þvi ástæðulaus.
Séu áðurgreindar fréttir frá
Washington réttar, verður að lita
á þær sem merki þess, að Reagan
hafi hér heldur kosið að viðhalda
góðri sambúö við Vestur-Evrópu
en að láta undan kröfum hauk-
anna i Bandarikjunum, sem hafa
gert það að eins konar stefnumáli
sinu að stöðva lagningu gas-
leiðslunnar.
Það, sem fyrir haukunum vakir
með þvi er ekki aðeins að þrengja
að Rússum, heldur að auka úlfuð
milli þeirra og Vestur-Evrópubúa
og spilla þannig fyrir slökunar-
stefnunni sem haukarnir eru and-
vigir.
Atburðirnir i Póllandi og hlut-
deild Rússa i þeim, hafa orðið
mikið vatn á myllu bandarisku
haukanna. Þeir hafa reynt að
nota þá út i æsar til að kæla and-
rúmsloftið. Þannig vinna harð-
linumenn i Sovétrikjunum og
Bandarikjunum sameiginlega að
þvi að spilla möguleikum fyrir
spennuslökun, þótt þeir séu and-
stæðingar að öðru leyti.
ATBURÐIRNIR i Póllandi hafa
ótvirætt orðið til þess að auka
samstöðu stjórnmálaleiðtoganna
i Vestur-Evrópu. Alveg sérstak-
lega gildir þetta um þá Helmut
Schmidt og Mitterand. I fyrstu
virtist sambúð þeirra hvergi
nærri eins náin og sambúð Sch-
midts og Giscards, en þetta hefur
breytzt siðan herlögin voru sett i
Póllandi.
Einkum þykir þetta hafa komið
i ljós, þegar Helmut Schmidt
heimsótti Mitterand til Parisar i
siðastl. viku.
Fréttaskýrendur hafa mjög
haft það á orði siðan að samvinna
Frakka og Þjóðverja sé að eflast
að nýju og bendi margt til, að þeir
ætli Vestur-Evrópu vaxandi hlut-
verk og sennilega eins konar
milligöngu milli risaveldanna.
Meðal annars sé þaö markmið
þeirra að reyna að efla spennu-
slökun að nýju.
t yfirlýsingu, sem þeir birtu
eftir viðræðurnar, kemur skýrt
fram, að þeir lýsa ábyrgð á
hendur valdhöfum Sovétrikjanna
vegna herlaganna i Póllandi. 1
raun beri þeir meginábyrgð á
þeim. Þvi séu hóflegar refsiað-
gerðir eðlilegar.
Þeir vilja hins vegar ekki
ganga svo langt i þessum að-
gerðum, að það leiöi til fráhvarfs
frá spennuslökun og að ekkert
verði þvi úr viðræðum um tak-
mörkun kjarnorkuvopna. Þvert á
móti leggja þeir áherzlu á, að
þeim viöræðum sé hraðað og þær
jafnframt gerðar viðtækari en nú,
þ.e. að þær nái ekki aðeins til
meðaldrægra eldflauga heldur
langdrægra einnig.
Þá árétta þeir fyrri óskir sinar
um að herlögunum í Póllandi
verði aflétt sem fyrst og stjórnar-
fariö gert frjálslegra.
Astæðan til þess, að hvorki Sch-
midt eða Mitterand vilja hætta
viö gasleiðsluna áðurnefndu er
ekki sizt sú, að þeir telja hana
vænlega til. að styrkja spennu-
slökun og það myndi mjög spilla
andrúmsloftinu ef hætt væri við
hana.
EN ÞAÐ er á fleiri hátt, sem
ágreiningur þeirra Schmidts og
Mitterands við Bandarikin kemur
i ljós. Hann stafar ekki eingöngu
af þvi að þeir séu ósammála
haukunum. Fjármálastefna
Bandarikjastjórnar er þeim enn
meiri þyrnir i augum, einkum þó
háu vextirnir. Þeir telja fjár-
Keagan
málastefnu Reagans eiga mikinn
og vaxandi þátt i þeim efnahags-
erfiðleikum, sem nú eru i vest-
rænum löndum.
Fréttaskýrendur telja að þeir
Schmidt og Mitterand hafi rætt
um sameiginlegar eínahagsað-
gerðir af hálfu Frakka og
Þjóðverja til að mæta hinum
óhagstæðu áhrifum af bandarisku
efnahagsstefnunni, og helzt muni
þeir vilja að öll Efnahagsbanda-
lagsrikin taki þátt i þeim.
Þrátt fyrir þennan ágreining
við Bandarikin, lýstu þeir áhuga
á að varnarsamstarfi á vegum
Nato yrði haldið áfram og það eflt
og þá ekki siztsá þáttur þess, sem
lýtur að spennuslökun og við-
ræðum um gagnkvæma aívopn-
un.
A sviði öryggismála kemur i
ljós, að þótt sitthvað skilji Banda-
rikin og Vestur-Evrópu um þess-
ar mundir, er það sem sameinar
þó mikilvægara. Þennan skilning
virðist Reagan einnig hafa og þvi
hafi hann hætt baráttunni gegn
gasleiðslunni, a.m.k. að sinni.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Mitterrand í opinberu heim-
sókn sinni til ísrael:
Avarpaði þing
ísrael í gær
Ræddi réttindi Palestínumanna
■ Mitterrand, Frakklands-
forseti, ávarpaði i gær tsraels-
þing og ræddi þá um réttindi
fólks þess sem býr i Mið-
Austurlöndum, og kom þá
jafnframt inn á réttindi
Palestinumanna.
Sagði Mitterrand m.a. að
allir þeir sem byggju i löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs
hefðu jafnan tilverurétt, og
þar á meðal Palestinumenn.
Sagði forsetinn, að með hlið-
sjón af friðarhorfum, þá gæti
þetta þýtt það að stofna bæri
sérstakt riki Palestinumanna.
Hann sagði að Palestinumenn
yrðu sjálíir að fá að ráða ör-
lögum sinum, en aðeins
þannig yrðu þeir jafnir öörum
rikjum.
Mitterrand, sagði jafnframt
að PLO, Frelsishreyfing
Palestinumanna yrði að
viðurkenna tilverurétt ísra-
elsrikis, áður en samtökin
gætu gert sér vonir um að fá
að táka þátt i nokkrum friðar-
samninga viðræðum.
1 máli sinu lagði Mitterrand,
Frakklandsforseti sérstaka á-
herslu á að engin ytri öfl gætu
leyst vandamál þau sem
blöstu við löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs, lausnin
yrði að koma innan frá, til
þess að öruggur og varanlegur
friður gæti náðst.
Fellibylur
á Kyrrahafi
■ Yfirvöld i Astraliu hófu
viðtæka neyðaraðstoð við eina
Kyrrahafseyna i i gær.enhún
varð mjög illa úti i fellibyl.
Fimm flutningaflugvélar voru
i stöðugu flugi i gær til eyjar-
innar með hjálpargögn, fjöldi
verkfræðinga ástralska hers-
ins var fluttur til eyjarinnar
og auk þess tvær þyrlur.
Talsmaður áströlsku
stjórnarinnar sagði i gær að
matarbirgðir á eynni myndu
aðeins duga eyjarskeggjum i
tvær vikur enn, og yrðu ibúar
eyjarinnar að treysta á
stuðning utanaðkomandi aðila
næstu þrjá til sex mánuði.
Fregnir herma að um þrir
fjórðu hlutar höfuðborgar
eyjarinnar hafi stórskemmst
eða gjöreyðilagst i fellibylnum
sem gieisaði yfir eyna sl. rnið-
vikudag. Miklar l'lóðbylgjur
fóru einnig yfir eyna, i kjölfar
felliby lsins.
Vitað er til þess að tvö börn
hafi látist, en enn er fjölda
manna saknað. Auk þessa
slasaðist mikill fjöldi manna,
vegna þess að þeir urðu fyrir
hlutum sem fuku til i óveðrinu.
Ibúafjöldi eyjarinnar er um
100 þúsund manns og hermdu
fregnir i gær að eina aflstöð
eyjarinnar hefði gjöreyði-
lagst, vatnsskorts var þegar
farið að gæta, og megnið af
kornuppskeru eyjarskeggja
fauk á haf út.
Klofningur hvítra
í Zimbabwe
■ Sjö þingmenn á þinginu i
Zimbabwe sögðu sig i gær úr
flokki Ian Smith, Lýðveldis-
flokknum, sem er flokkur
hvitra i Zimbabwe.
Þetta er talinn einn alvar-
legasti klofningur á meðal
hvitra stjórnmálamanna i
Zimbabwe, siðan landið fékk
sjálfstæði. Talsmaður sjö-
menninganna sem sögðu sig
úr flokknum, sagði að þeir litu
þannig á að besta aðferðin við
að koma á friövænlegu ástandi
i landinu, væri sú að stofna til
friðsamlegra tengsla við íor-
sætisráðherra landsins, Mug-
abe, og rikisstjórn hans, en
hann tók það jafnframt fram
að Smith væri ekki á sömu
skoðun.
Sagði talsmaðurinn að 'hvitir
gegndu enn þýðingarmiklu
forystuhlutverki i Zimbabwe,
en þeir væru ekki öruggir um
framtiðina. Óvinátta við
Mugabe og stjórnvöld lands-
ins, myndu aðeins enn frekar
auka á öryggisleysi hvitra i
Zimbabwe.
Pólland
fær stuttan
greidslufrest
■ Talsverður fjöldi vest-
rænna banka hefur komist að
samkomulagi þess efnis að
Pólland fái framlengingu á
fresti þeim sem landið hafði,
til þess að greiða vexti af lán-
um siðasta árs.
Talið er að upphæðin nemi
um 75 milljónum dollara.
Talsmaður bankanna sagði að
bankarnir hefðu oröið sam-
mála um aö veita Póllandi
frest út marsmánuð, til þess
að standa i skilum.
BRETLAND: Breska stjórnin greindi frá þvi 1 gær, að hún
myndi ekki sætta sig við að pólskir borgarar yröu neyddir til
þess að yfirgefa Pólland gegn sinum eigin vilja.
Sagði talsmaður stjórnarinnar að innflutningsumsóknir Pól-
verja til Bretlands yrðu aðeins teknar til athugunar, ef fullvissa
lægi að baki þvi að Pólverjarnir óskuðu að yfirgefa heimaland
sitt.
IRLAND: Eftirlýstasti glæpamaðurinn I Bretlandi einn aðalfor-
ingi IRA var i gær handtekinn á írlandi. Irsku lögreglunni tókst
að uppgötva felustað hans, og réðst hún inn i Ibúðina þar sem
hann varífelum,skammtfyrir utan Dublin, auk foringjans voru
nokkrir aörir handteknir og fluttir til yfirheyrslu.