Tíminn - 05.03.1982, Side 18
Föstudagur 5. mars 1982
26
meðal annarra orda
Norrænt
samstarf
■ Um þessar mundir stendur hið árlega þing Norðurlandaráðs
yfir i Finnlandi. Að venju hefur meirihluti rfkisstjórnarinnar
farið á vcttvang auk nokkurra þingmanna. Og svo er aö heyra I
fréttum sem islendingarnir hafi látið verulega á sér bera i um-
ræðum.
Á þingum sem þessum eru mörg fjálgleg orð látin falla um
mikilvægi norræns samstarfs. Til þessara orða er slöan gjarnan
vitnað þegar miður gcngur f einstökum norrænum verkefnum og
bent á að í reynd séu þessi orð ekki nema orðin tóm, þegar að
raunveruleikanum komi sé ailt annað uppi á teningnum.
Það er ómótmælanlegt að
norrænt samstarf er gagnlegt
og á mörgum sviðum höfum
við Islendingar notið góðs af
þessu samstaríi.
Það er nú svo að eðli frétta-
mennsku virðist vera það að
fjalla ekki nema um eitt eða
örfá mál i einu og þá venju-
lega þau mál sem deilt er um
eða einhver vandræði eru
með. Það er hins vegar ekki
getið um þau málsem allir eru
sammála um og sigla i gegn
mótatkvæðalaust og umræðu-
litið á Norðurlandaráðsþing-
um.
Má þar nefna ýmsa sam-
ræmingu á norrænni löggjöf,
gagnkvæm réttindi norrænna
rikisborgara, menningarmál
og ýmis önnur atriði sem
snerta daglegt lif. Og það er á
þessum sviðum sem norrænt
samstarf hefur orðið okkur Is-
lendingum mest að gagni.
En svo koma öðru hvoru upp
stór mál sem ganga ekki upp
og þau eru blásin út og i kring
um þau spira fræ þeirra sem
hafa neikvæða skoðun á nor-
rænu samstarfi.
Mismunandi
hagsmunir
Auðvitað eru hagsmunir
Norðurlandanna ekki hinir
sömu i öllum málum. Til
dæmis ekki pólitiskt. Finnland
er undir sovéskum þrýstingi,
Sviþjóð er i hlutleysisleik en
Danmörk, Noregur og Island
eru i Atlantshafsbandalaginu.
Þessi mismunandi pólitiska
afstaða gerði það t.d. að verk-
um að efnahagsbandalag
Norðurlandanna komst ekki á
fyrir rúmum áratug og mis-
munandi hagsmunir á þessu
sviði sem og i atvinnulegu til-
liti hafa komið Nordsat mál-
inu á kaldan klaka þó eitthvað
eigi nú að klóra i bakkann enn
um stund.
Menn veröa þannig að gera
sér grein fyrir að i sumum
málum hafa Norðurlöndin
sameiginleg hagsmunamál og
það eru fyrst og fremst mál
sem snerta daglegt lif al-
mennings og réttindi hans. í
öðrum málum hafa Norður-
löndin misvisandi eða gagn-
stæða hagsmuni og er það
einkum á pólitiska sviðinu.
Róa þar sem
best veidist
Við tslendingar þurfum að
vera virkir þátttakendur i al-
þjóðasamvinnu. Þar er nor-
ræn samvinna mikilvæg. Við
skulum hins vegar gera okkur
fulla grein l'yrir þvi að við
verðum á hverjum tima og i
hverju máli að gera okkur ná-
kvæma grein fyrir þvi hverjir
hagsmunir okkar eru og velja
okkur vinaþjóðir samkvæmt
þvi.
I sumum málum eru það
Norðurlandaþjóðirnar og i
öðrum málum eru það aðrar
þjóðir.
Það gilda þvi sömu reglur i
utanrikismálum okkar eins og
i sjávarútvegi aö róa hverju
sinni þar sem best veiðist.
Haukur Ingibergsson
skrifar
flokkstarf
Kvikmyndir
Bingó
Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnu-
dag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18.
FUF Reykjavik.
Bolungarvik
Fundur um sjávarútvegs og samgöngumál verður haldinn
i húsi verkalýðs og sjómannafélagsins i Bolungarvik
sunnudaginn 7. mars kl. 14.00.
Alfir velkomnir.
Steingrimur Hermannsson.
Árnesingar
Almennur bændafundur um stöðu landbúnaöarins i Arnesi
5. mars kl. 21.00.
Frummælendur: Markaösmál, Ingi Tryggvason form.
Stéttarsamb. bænda.Nýjar búgréinar, Hákon Sigurgrims-
son.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Arnessýslu
Rangæingar Rangæingar
Hin árlega 4ra kvölda félagsvist framsóknarfélagsins
hefst að Hvoli sunnudagskvöld 7. mars kl. 21.00.
Góð kvöldverðlaun.
Aðalverðlaun Sólarlandaferð.
Stjórnin.
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn I Gagnfræða-
skólanum á Isafirði laugardaginn 6. mars kl. 4 e.h.
Alþingismennirnir Jóhann Einvarðsson og Ólafur Þ.
Þórðarson ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurn-
um.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag isfirðinga
Framsóknarfélag Kjósarsýslu
boðar til almenns félagsfundar i Hlégarði sunnudaginn 7.
mars kl. 15.00
Dagskrá:
1. Skýrsla viðræðunefndar
2. Tekin ákvörðun um framboðsmál
3. önnur mál.
Nýir félagar velkomnir á fundinn.
Stjórnin.
Grindvíkingar
Framsóknarfélag Grindavi'kur auglýsir hér með eftir
framboðum i væntanlegtprófkjör sem fram fer sunnudag-
inn 14. mars n.k.
Framboöum skal skilað til uppstillinganefndar eigi siðar
en föstudaginn 5. mars.
1 uppstillinganefnd eru: Svavar Svavarsson Guðmundur
Karl Tómasson Gisli Jónsson Halldór Ingvarsson og
Ragnheiður Bergundsdóttir.
Hún-
vetningar
Almennur stjórnmálafundur
Blönduósi föstudaginn 12. mars 1982 kl. 21.00
Á fundinn mæta:
Steingrimur Hermannsson samgöngu og sjávarútvegs-
ráöherra og alþingismennirnir: Páll Pétursson, Stefán
Guðmundsson og Ingólfur Guðnason.
Allir velkomnir
Framsóknarfélögin Austur-Húnavatnssýslu
Viðtalstimi
borgarfulltrúa
Gerður Steinþórsdóttir varaborgarfulltrúi og Gylfi Guö-
jónsson fulltrúi i skipulagsnefnd verða til viðtals að
Rauðárárstig 18 laugardaginn 6. mars milli kl. 10 og 12.
Gerður á sæti i félagsmálaráði og stjórn Borgarbóka-
safns.
Sími78900
Fram í sviðsljósiö
(BeingThere)
r\...
tcí
Grlnmynd I algjörum sérflokki.
Myndin er talin vera sú albesta
sem Peter Sellers lék I, enda fékk
hún tvenn óskarsverölaun og var
útnefnd fyrir 6 Golden Globe
Awards. Sellers fer á kostum.
Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley
| MacLaine, Melvin Douglas, Jack
Warden.
íslenskur texti.
I Leikstjóri: Hal Ashby.
Sýnd kl. 3, 5,30, 9 og 11.30.
Endless Love
Enginn vafi er á þvl aö Brooke
Shields er táningastjarna ungl-
inganna I dag. Þiö muniö eftir
henni úr Bláa lóninu. Hreint frá-
bær mynd. Lagiö Endless Love er
til útnefningar fyrir besta lag I
kvikmynd I mars nk.
Aöalhlutverk: Brooke Shields,
Martin Hewitt, Shirley Knight.
Leikstj.: Franco Zeffirelli.
Islenskur texti.
aýnd kl. 3.05, 5.20, 7.20 9.20 og
| 11.20.
Á föstu
(Going Steady)
L v
Frábær mynd umkringd Ijóman-
um af rokkinu sem geisaöi um
1950. Party grln og gleöi ásamt
öllum gömlu góöu rokklögunum.
Bönnuö bömum innan 12 ára.
Sýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10.
íslenskur textí.
Halloween
Halloween ruddi brautina I gerö
hrollvekjumynda, enda leikstýrir
hinn dáöi leikstjóri John Carpen-
ter (Þokan). Þessi er frábær.
Aöalhiutv.: Donald Pleasence,
Jamie Lee Curtis, Nancy Lomis.
Bönnuö bömum innan 16 ára.
lslenskur texti.
Sýnd kl. 9.10 og 11.10.
Trukkastríðið
(Breaker Breaker)
Heljarmikil hasarmynd þar sem
trukkar og slagsmál eru höfö I
I fyrirrúmi. Fyrsta myndin sem
karate-meistarinn Chuck Norris
leikur I.
Aöalhlutv.: Chuck Norris, George
Murdoch, Terry O’Connor.
Bönnuö innan 14 ára.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 3.15. 5.15 og 7.15.
Dauöaskipiö
(Deathship)
Þeir sem lifa þaö af aö bjargast
úr draugaskipinu, eru betur
staddir aö vera dauöir. Frábær
hrollvekja.
Aöalhlutv.: George Kennedy,
Richard Crenna, Sally Ann How-
es. Leikstj. Alvin Rafott.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 9.15 og 11.15.