Tíminn - 24.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.04.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. april 1982 erlent yfirlit 5 dagbók Þeir hafa ekki efni á aö halda vináttunni áfram. Sú efnahagskreppa sem nú gengur yfir heimsbyggöina kem- ur viða viö og tekur á sig ýmsar myndir. Samkvæmt kórréttri marxiskri kenningu er samdrátt- ur og kreppuástand einkenni auð- valdsþjóðfélaga og kemur ekki par við sósialisk riki. Enda viður- kenna kommúnistar ekki sam- drátt i efnahagslifi á sinum heimavigstöðvum og þar er ekki talað opinskátt um verðbólgu. Hún er vandlega falin. Eftir að Castró lýsti yfir að Kúba væri kommúniskt riki, stöðvuðu Bandarikjamenn öll viðskipti við landið og var þvi til- tæki svarað meðþviað Sovétrikin efldu sin viðskipti við Kúbu um allan helming og hafa séð um að halda efnahagnum þar i sæmileg- um skorðum. Auk mikilla viðskipta hafa Sovétrikin og önn- ur kommúnistariki veitt Kúbu- mönnum gifurlega efnahagsað- stoð. Sovétríkin-Kúba: Alitiðer að núna þurfi Sovétrik- in að kosta 8.5 milljónum dollara á dag til að halda efnahag Kúbu á floti. betta er mikið fé og margt bendir til að RUssar neyðist til að hækka framlögin verulega. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á að gera Kúbu að fyrirmyndarriki sósíalismans i Vesturheimi. Kúba er mjög háð sykurútflutn- ingi og stjórnin þar hefur reynt að koma á fót fjölbreyttari út- flutningsatvinnuvegum, en gengið heldur illa. Frægt er dæm- ið um þegar búlgarskir sér- fræðingar endurskipulögðu tó^ baksframleiðslu Kúbu með þeim árangri að framleiðslan minnkaði um 90 af hundraði. Ef Sovétrikin draga verulega úr aðstoðinni verða Kúbumenn mjög háðir sykurútflutningnum og þeim miklu sveiflum sem eru á heimsmarkaðsverði á þeirri vörutegund.Þáfer að verða erfitt að framfylgja róttækum fimm ára áætlunum. A Kúbu eru menn talsvert við- kvæmir fyrirumtalium hve háðir þeir eru Sovétnkjunum. Þeir vilja standa á eigin fótum en hafa raunar ekkert bolmagn til þess. En Sovétrikin verða nauðug, viljug að draga úr aðstoðinni, og hafa gert það á vissan hátt. 1 fimm ára áætluninni 1976-80 juk- ust viðskipti rikjanna um 173 af hundraöi. 1 þeirri fimm ára áætlun sem nú stendur yfir nemur aukningin aðeins 50 af hundraöi. Kúba hefur notið mjög góðra viðskiptakjara i samskiptunum. Sovétrikin kaupa vörur, aðallega sykur, frá Kúbu fyrir mjög hátt verð, en selja þeim aftur nauðsynjar, svo sem oliu,á mikið niðursettu verði. Þessi viðskipti eru nú að breytast Kúbönum i óhag. Rússar hafa reynt að fá önnur kommúnistariki til að að- stoða Kúbu eftir mætti, en áhugi þeirra fer minnkandi, enda næg verkefni heima fyrir sem vinna þarf, þött ekki sé verið að eyða fjármunum i kommúnistariki vestur i Ameriku. Sovétrikin hafa ekki efni á að styðja og styrkja skoðanabræður sina úti um allan heim. Það er höfuðriki sósialismans og verður fyrst og fremst að gæta hags- muna sinna. Ef til þess kemur að velja á milli Póllands og Kúbu munu Rússar áreiðanlega hyggja fyrst og fremst að þvi rikinu sem ligguraðlandamærum þeirra. Að viðhalda sósialisma I Póllandi er greinilega miklu meira öryggis og hagsmunamál en aö auglýsa kommúnistariki á vesturhveli jarðar. Kúbumenn hafa verið Rússum trúir þjónar. Þeir hafa lagt til herflokka til að berjast i Angóla og Eþiópiu og Kastró gætir vel hagsmuna Sovétrikjanna i röðum „hlutlausra” þjóða. Með þessum hætti borga Kúbumenn fyrir sig. Eins og i öðrum kommúnista- rikjum leiðir sjálf efnahagsstefn- an til stöðnunar. Það er enginn sveigjanleiki I kerfinu til að bregöast við breyttum aðstæöum. Nokkuð hefur verið slakað á i þá veru að koma á launahvetjandi launakerfi og bændur fá að selja hluta framieiðslu sinnar á frjáls- um markaði en illa gengur að auka framleiðnina. Á yfirborðinu viröast litlar breytingar á samskiptum Kúbu og Sovétrikjanna, en þeir sem best fylgjastmeð málum telja að viðskiptin séuorðin stirðari og að breytinga á þeim sé að vænta inn- an tiðar. Veldi Kastrós er i sjálfu sér ekki i hættu en verði Kúbu- menn að herða sultarólina að mun er ekkert liklegra en að órói fari vaxandi og Kúbumönnum er margt betur gefiö en geðprýði og þrautseigja. Kúba getur ekki án erlendrar aðstoðar verið. Markið hefur verið sett hátt i félagslegum umbótum og almennri velsæld. Verði snöggur afturkippur getur allt valdakerfið hrunið. Stjórnin f Havana hefur látið liklega við Bandarikjastjórn, imprað á bættum samskiptum landanna og sumir aðilar i Bandarikjunum álita að nú sé tækifærið til aö taka upp bætta sambúð og friömælast við Kúbu. Þess i stað er stefna Reagans að herða enn meira á viðskipta- hömlunum. Haft er eftir diplomat, sem fylgist með framvindu á Kúbu, að svo gæti farið að landið yrði sett á uppboð, en það væri aðeins einn aöili sem byði i. Oddur Ólafsson, skrifar Vináttan er of dýrkeypt guðsþjónustur Kirkja óháða safnaðarins: Messa kl. 2 á sunnudag. Safnaðarpresturinn séra Emil Björnsson er kominn til starfa að loknu veikindafrii. Safnaðar- stjórnin. Kirkjuhvolsprestakall: Fermingarguðsþjónusta i Há- bæjarkirkju á sunnudag kl. 2. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Filadelfiukirkjan: Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Al- menn guðsþjónusta kl. 20. Ræðu- maður Eric Dando frá Englandi. Einar J. Gislason. ferðalög útivist Dagsferðir sunnudaginn 25.april. 1. kl. 11. Hvalfell-Hvalvatn. 2. kl. 13 Brynjudalur-Skorhaga- vatn eða kræklingafjara. Farið frá BSl (bensinstöð) Sjáumst Úti- vist simi 14606. ýmislegt Foreldra- og kennarafélag Vogaskóla boðar til fundar ■ Foreldra- og kennarafélag Vogaskóla boðar til almenns fundar 24. april nk. i Vogaskóla um málefni grunnskóla. I umræðum um grunnskóla- mál hefur einkum verið rætt um kostnað við rekstur skólanna. Til þessa fundar er boðað til þess að ræða málin frá þeirri hlið, sem að börnunum snýr. Til liös við sig hefur félagið fengiö færustu sér- fræðinga i málefnum barna og skóla. Munu þeir flytja framsögu- erindi á fundinum og svara fyrirspurnum. Til fundarins er boðið m.a. skólastjórum grunnskóla, stjórn- endum foreldra- og kennara- félaga, fræðsluráði, borgarfull- trúum, fjölmiölum og áhuga- sömum kennurum og foreldrum. Kvenfélag óháða safnaðarins: ■ Næstkomandi laugardag kl. 2 verður kennsla i blómagerð úr næloni, kaffiveitingar. Lesbíur og hommar: „Réttur til réttinda" ■ „Réttur til réttinda! Hvaða réttindi höfum við og hvaða rétt- indi höfum viö ekki? Hvaða um- bætur viljum við?” Svo nefnist umræðudagskrá á fundi Samtak- anna ’78, félags lesbia og homma á tslandi er verður haldinn á Hótel Loftleiðum á laugardaginn klukkan 17. Rætt verður um misrétti, sem lesbiur og hommar verða fyrir, og kynnt stefna erlendra sam- starfsfélaga gagnvart sliku, sem og aðgerðir og árangur. Fundurinn er opinn öllum lesbium og hommum, félags- mönnum og öðrum. Kvæðamannafélagið Iðunn ■ heldur kaffifund fyrir félags- menn og gesti þeirra á Hall- veigarstöðum laugardaginn 24. þ.m. kl. 20. Stjórnin. Frá Guðspekifélaginu. ■ Kaffisala verður á vegum Þjónustureglunnar sunnudaginn 25. apr. kl. 15.00 i Templarahöll- inni. Allir velkomnir. JAZZ-INN í Háskólabiói ■ 10. sýning á söngleiknum JAZZ-INN i Háskólabiói verður sunnud. 25. april kl. 21.00. TIL FERMINGARGJAFA Skrifborð, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Skrifborðið á myndinni með hillum kr. 1.490.- Húsgögn og . * ..• Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Vörupallar Áburðarverksmiðja rikisins óskar eftir tilboðum i smiði allt að 5000 vörupalla. Til- boðsgögn eru afhent á skrifstofu verk- smiðjunnar i Gufunesi. Tilboðum sé skilað til skrifstofunnar fyrir kl. 11:00 þriðjudag- inn 18. mai 1982 Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.