Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1982, Blaðsíða 1
tfftl Helgarpakki ríkisf jölmidlanna 14./8 til 20./8 '82 SIÐASTA VIKA SANNKOLLUÐ VEISLA JAZZ-UNNENDA — segir Agnes Bragadóttir, blaðamadur, sem skrifar um dagskrá ríkisf jölmidlanna nýliðna viku ¦ Þá tökum við upp á nýjan leik þann háttinn að rýna svolítið í dagskrá ríkisijölmiðlanna frá iiðinni viku og verður hér svo til eingöngu fjallað um dagskrá sjónvarpsins. Dagskráin fór vel af stað síðastliðið laugardagskvöld - Löður stóð að vanda fyrir sínu, og verður mikil eftirsjá af þeim þætti þegar hann hættir á skjánum, vegna hæpinna aðgerða hálfbrjálaðra siðferðispostula í henni Ameríku. Náttúrulífsmyndin sem sýnd var á laugardagskvöldið frá BBC um blóm af Lokaskeggsætt þótti mér frábærlega falleg. Bæði var það, að blómin, umhverfi þeirra og litskrúðugir fugl- arnir sem myndaðir voru til augnaynd- is, og kvikmyndatakan var einnig einstaklega falleg. Það sem gerði þessa mynd enn betri var lífleg framsetning Birnu Hrólfsdóttur á þýddum texta myndarinnar. Ofrausn að gefa myndinni umsögn Þá var nú komið að því sem ætla mætti hápunkt kvöldsins, og þar á ég að sjálfsögðu við laugardagskvikmynd- ina. En sú reyndist vera bandarísk dans- og söngvamynd frá árinu 1969 - og sannast sagna ein sú hroðalegasta, af þeim þó hroðalega stofni. Hér skal að vísu játað að undirrituð þraukaði aðeins fyrstu 10 mínútur myndarinnar og var það þá samdóma álit viðstaddra að nú skyldi slökkt á imbanum, en miðað við þróun mála þessar fyrstu 10 mínútur, má telja öruggt að ritstjóri vor og kvikmyndaspekúlant blaðsins, hefði í fyrsta lagi talið það ofrausn að gefa myndinni umsögn, og í öðru lagi hefði myndin fengið hið stóra 0 ef hún yfir höfuð hefði fengið einkunn, en nóg um kvartanir að sinni. Það væri víst að bera í bakkafullan lækinn að fara að fjalla um HM í knattspyrnu í sjónvarpinu, og læt ég „l'yrsti þátturinn um Júhuim Kristófer lofaði góðu" því slíkt eiga sig þó að um sjálfan úrslitaleikinn hafi verið að ræða. Jóhann Kristófer lofar 'góðu Á sunnudagskvöldið var sýnd bæði falleg og fróðleg mynd um Grænland, og að henni lokinni var fluttur fyrsti þátturinn í framhaldsmyndaflokknum um Jóhann Kristófer, þættir sem eru byggðir á hinu fræga verki Frakkans Raomain Rolland. Þessi fyrsti þáttur lofaði góðu, bæði hvað leik, leikmynd og efnistök snertir, en þó verður það að segjast eins og er að mixað tal á kvikmyndum, er eitt af því sem undirrituð á mjög bágt með að þola, hversu vel sem það er gert. Þátturinn bar það greinilega mér sér að mikið hefur verið borið í gerð þáttanna, enda eru þeir afsprengi samvinnu fjögurra landa: Frakklands, Vestur-Þýska- lands, Hollands og Belgíu. Ef marka má þennan fyrsta þátt, þá virðist sem andrúmslofti seinni hluta 19. aldar í Evrópu verði vel til skila komið, þótt heldur leiki nú rómantískur blær um hetjuna Jean-Christopher. Sannkölluð veisla jazz-unnenda Það má segja að sjónvarpið hafi þessa viku verið sannkölluð veisla jazz-unnenda, því sunnudagsdag- skránni lauk með þætti með jazz- trommaranum góða Art Blakey og The Jazz Messengers. Art Blakey er hreint frábær, og það er hrein unun að horfa á gamla manninn og þá iðandi lífsgleði sem skín úr andliti hans er hann ber húðirnar. Áframhald veisl- unnar var syo í fyrrakvöld þegar píanósnillingurinn Oscar Peterson lék Agnes Bragadóttir blaðamaður, skrifar með Boston Pops sinfóníuhljómsveit- inni undir stjórn John Williams. Hápunktur leiks gamla mannsins var að sjálfsögðu þegar hann, ásamt félögum sínum fór á kostum í laginu Sweet Georgia Brown. Það er sömu sögu að segja af Peterson og Blakey - að fylgjast með þeim leika listir sínar er hrein skemmtun, því leikgleðin og ánægjan af því sem þeir eru að gera er óviðjafnanleg Virðingarverð viðleitni sjónvarpsins Vegna sýninga sjónvarpsins á fran- ska þættinum um Jóhann Kristófer, þýska sakamálaþættinum um leynilög- regluna Derrick og sænska þættinum um Babelshús vill undirrituð lýsa því yfir að hún telur að hér sé um virðingarverða viðleitni sjónvarpsins að ræða í þá veru að draga úr hinni eilífu og raunar yfirgengilegu mötun sjónvarpsins á afþreyingarefni ættuðu frá Bretlandi eða Bandaríkjunum. Hér er í öllum tilvikum um framhalds- myndaflokka að ræða, þannig að með þessu móti, og að sjálfsögðu áfram- haldi á því, þegar þessum þáttum lýkur, ætti að skapast ákveðið mótvægi við efni af anglósaxneskum uppruna. Ekki aðeins að tungan sjálf skipti máli í þessu tilviki, heldur skapast með þessu móti mun meiri fjölbreytileiki í dagskrá sjónvarpsins, auk þess sem það er vitað mál, að menningarlegt yfirbragð mynda frá Evrópulöndum eins og Frakklandi Vestur-Þýskalandi og fleiri löndum, er allt annað en það breska eða bandaríska. Hér með er ekki sagt að það sé betra, en annað er það óneitanlega og allir hafa gott af því að kynnast sjónvarpsefni frá sem flestum sjónarhornum. Það viðurkennist hér með að það eina sem undirrituð hefur hlustað á í hljóðvarpi undanfarna viku eru hinar ýmsu eftirmiðdagssyrpur, sem allar eru ágætar, Mömmustrák Guðna Kolbeins, sem er hreint stórfínn, og þá sérstaklega hugmyndin um það hvernig litlir strákar iæra að telja og telja þá sjálfsagt að talan 20 heiti títján, í beinu framhaldi af nítján og óreglulega hefur undirrituð náð að fylgjast með lestri Atla Magnússonar á ágæiri þýðingu hans á sögu Fitzgerald „Næturglit". HER ?Æ RDU PLOTUNk- í LIST færðu plötur sem snúast. Pop — rokk — klassik — pönk — jass — nýbylgja — country — þjóðlög — disco — íslenskar og erlendar. Semsagt hjá okkur færðu allar þessar svörtu, kringlóttu með gatinu á, þú veist. Og ekki má gleyma límmiðunum sem fylgja með í kaupunum. Kíktu inn og hlustaðu á úrvalið, við erum líka með toppgræjur — Goodmans — SME — Revox — QUAD — Sendum í póstkröfu samdægurs. oglátt'anasnúast Hljómplötuverslunin US* Hverfitónar Miðbæjarmarkaðurinn Aðalstræti 9 101 Reykjavík sími 22977

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.