Tíminn - 17.09.1982, Page 3

Tíminn - 17.09.1982, Page 3
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 Ur borgarlífinu VEITINGARHÚS HELGARINNAR „FASTIIR ÞÁTTUR í LÍFI FÓLKS AÐ FARA IÍT AÐ BORÐA” a ■ m m m m m ■ Veitingasalurinnerhinnvistlegastiogbýðurafsérgóðanþokka. Tímamynd G.E. — segja eigendur Lækjarbrekku ■ - Við verðum ekki vör við neina kreppu í þjóðfélaginu hér. Það er orðinn fastur þáttur í h'fi fólks að fara út að borða og gera sér dagamun í skemmtilegu umhverfi, segir Kolbrún Jóhannesdóttir, enn eiganda veitinga hússins Lækjarbrekku, en Lækjar- brekka er í sviðsljósinu í „Veitingarhús helgarinnar“ í Tímanum þessa helgina. Veitingahúsið Lækjarbrekka var opnað 10. október í fyrra og geta eigendurnir því brátt státað sig af eins árs samfelldum rekstri. Lækjarbrekka er til húsa í Bernhöftstorfunni svokölluðu, í húsi byggðu árið 1834, en þar var bakarí hér fyrr á árum. Þetta var fyrir tíð banka og verðbólgu og enda dró Bankastrætið, sem Lækjarbrekka stendur við, þá nafn sitt af bakaríinu og nefndist Bakara- brekka. En allt um það. Engin brauð eru lengur bökuð í gamla bakaríinu, en þess í stað er þar glæsilegt veitingahús, þar sem um 90 manns geta setið að snæðingi, fengið sér kaffibolla eða súkkulaði og stungið saman nefjum. Lækjarbrekka hins almenna borgara Lækjarbrekka er í eigu Kolbrúnar Jóhannesdóttur og Snorra Sigurjóns- sonar og Guðmundar Ingvarssonar og Lindu Ingvarsdóttur. Veitingahúsið er rekið sem fjölskyldufyrirtæki, þar sem Kolbrún er veitingastjóri Guðmundur yfirmatreiðslumaður, Linda yfirþjónn og Snorri sér svo um ýmislegt sem lýt- : ur að rekstri veitingarhússins. - Þetta hefur gengið ákaflega vel og það væri a.m.k. vanþakklátt að kvarta yfir þeim viðtökum sem staðurinn hefur fengið, segja þau Kolbrún, Guðmundur og Linda. Að sögn þeirra þremenninganna hafa þau kappkostað að bjóða upp á fjölbreyttan og góðan matseðil og hefur verið jafnvægi á milli sjávarrétta og kjötrétta á matseðlinum. Gestir staðarins eru hinir almennu borgarar, enda hafa eigendurnir ekkert gert til þessum síðustu og verstu krepputím- um. Fólk fái sér góðan mat og oftast vín með, en þau undirstrika að þess sé neytt í miklu hófi og auk þess sé vín aðeins selt með mat. Verð frá 40-298 krónur Matseðillinn í Lækjarbrekku er mjög fjölbreyttur og úrval vína á vínlista gott. Forréttirnir kosta frá 68 krónum upp í 108 krónur og eru sniglar með hvítlauksbrauði dýrasti forrétturinn. Súpur kosta 33-40 krónur og eftirréttirnir eru á bilinu 35-80 krónur. Dýrastur Sjávarréttanna er Humar í skel „Lækjarbrekka“ á 298 krónur, en smokkfiskur A la Bombey er ódýrastur á 106 krónur. Piparsteik með sveppum og Madagaskarsósu trónar hæst á listanum yfir kjötréttina á 298 krónur, en einnig má snæða ódýrari rétt s.s. Klúbbsamloku með buffi, bacon og kjúkling á 158 krónur. Réttir dagsins eru mun ódýrari, eða frá um 80-90 krónum upp í 160-170 krónur. 16 rauðvín og 14 hvítvín eru á vínlistanum auk annara tegunda og er verð þeirra 116-349 krónur. Af einstökum víntegundum má nefna vín eins og Chateau Talbot, Chateauneuf du Pape, Gesweiler reserve og Tervigny Vieux - allt rauðvín og af hvítvínunum, Dry Pouilly Fussie Reserve, Chablis, Gewursttraminer og Riesling Hugel. Ýmislegt í vændum Það má taka fram í tilefni af eins árs afmæli Lækjarbrekku verður gerður nýr matseðill og vafalaust verða einhverjar breytingar einnig á verðum því samfara. En aðrar breytingar standa einnig yfir. Eigendur Lækjar- brekku hafa hugleitt möguleika á að koma upp útiveitingastað í bakgarðin- um fyrir aftan veitingahúsið og eins stendur til að Lækjarbrekka taki að sér að útbúa mat fyrir fermingarveislur og önnur tækifæri. -ESE að laða einn hóp að staðnum öðrum fremur. - Það kemur vissulega mikið af útlendingum hingað á sumrin og þá má segja að fiskréttirnir njóti mestra vinsælda, segir Linda og bætir því við að haustið og veturinn sé frekar kjöttími. Áður en Lækjarbrekka var opnuð voru eigendur Lækjarbrekku meðeig- endur í hinu vinsæla veitingahúsi Torfunni sem þarna er aðeins steinsnar undan og í upphafi var það Torfan sem sótti um það húsnæði sem Lækjarbrekka er nú í. - Við ákváðum þó þegar við fengum leyfið að best væri að skipta rekstrinum og það skeði allt í mesta bróðerni, segir Kolbrún. - Við tókum við þessum stað og ef eitthvað er þá bæta staðirnir hvorn annan upp. Við höfum alla vegana ekki o,óið vör við annað. Talið berst nú að matarvenjum íslendinga og þremenningarnir eru sammála um að það sé orðin hefð að fólk bregði sér út að borða við og við og geri sér dagamun. Og þau segjast ekki verða vör við að fólk þurfi að halda dauðahaldi um budduna á ■ Guðmundur Ingvarsson, Linda Ingvarsdóttir og Kolbrún Jóhannesdóttir fyrir utan Lækjarbrekku Tímamynd G.E. sjónvarp Laugardagur 18. september 17.00 Iþróttir Enska knattspyrnan og fleira. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Löður 71 þáttur. Bandariskur gamanmyndaflokkur . Þýðandi: Ellert Sigurbjörnsson. 21.05 Blágrashátiö Hljómsveitin „The Sai- dom Scene“ leikur bandaríska sveitatón- list. Þýðandi Halldór Halldórsson. 21.35 Adam áttl syni fjóra (Adam Had Four Sons) Bandarísk biómynd frá 1941. Leikstjóri er Gregory Ratoff. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman, Wamer Baxter og Susan Hayward. Ung kennslu- kona fær það erfiða hlutverk að ganga fjórum stálpuðum strákum í móðurstað. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.50 Dansar frá Suður-Ameríku Frá heimsmeístarakeppni i suörænum döns- um I Heisinki 1981. Þýðandí Trausti Júlíusson. (Eurovísíon-Finnska sjón- varpið) 23.55 Dagskrárlok laugardagur ■ Haraldur Olafsson rabbar við hlustendur eftir fréttir á laugardags- kvöldinu. Laugardagur 18. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. i 8.00 Fréttlr. Dagskrá. Morgunorð: Guð- rún Kristjánsdóttir talar. 9.00 Fréttir. Tilkynníngar. Tónieikar. 9.30 Óskalög sjúkllnga. Kristín Björg Þorsteinsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Sumarsnældan: Helgarþáttur fyrlr krakka. Upplýsingar, fréttir og viðtöl. Sumargetraun og sumarsagan: MVið- burðarrikt sumar" ettir Þorstein Marels- son. Höfundur les. Stjómendur: Jónína H. Jónsdóttir og Sigriður Eyþórsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tlikynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- íngar. Tónieikar. 13.35 Iþróttaþáttur. Umsjón: Hermann Gunnarsson. 13,50 Á kantinum. Birna G. Bjarnieifsdóttir og Gunnar Kári Magnússon stjórna umferðarþætti. 14.00 Laugardagssyrpa. Ásgeir Tómas- son og Þorgeir ÁsWaldsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.50 Bamalóg, sungin og leikin. 17.00 Siðdegistónleikar: Frá tónlistarhá- tfðinni I Schwetzingen s.l. vor. Blás- arasveitin i Mainz leikur Serenöðu K., 361 eftir Wolfgang Amadeus Mozarl. 18.00 Söngvar í léttum dúr. Tílkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Rabb á taugardagskvöldi. Haraldur Ólafsson spjallar við hlutstendur. 20.00 Hljómskáiamúsik. Guðmundur Gils- son kynnir. 1 20.30 Þlngmenn Austanlands segja frá. Vilhjálmur Einarsson raeðir viö Tómas Árnason. 21.15 Kórsöngur: Kammerkórinn syngur íslensk alþýðulög. Söngstjóri: Ftut L Magnússon. 21.40 Heimur Háskólanema - umræða um skólamál. Umsjónarmaður: Þórey Friðbjömsdóttir. 5. þáttur: Fjöldatak- markanir f delldum. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frásögn frá Bretlandi eftir Phillp Clayton. Stefán Jón Hafstein les hluta þýðingar sinnar. 23.00 Danslög 00.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.