Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 1
WflW Helgarpakki Og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 29. október til 5. nóvember HURRA FYRIR GULL I MUND en slíkt hið sama verður ekki hrópað fyrir Þáttum úr félags- heimili, sr. Bolla Gústafssyni og HelgaE. Heígasyni Þættir úr félagsheimili eru aðalum- ræðuefnið manna í milli þessa dagana, og ekki að ófyrirsynju, því þótt íslenska sjónvarpið hafi nú oft lagst lágt í dagskrárgerð sinni, þá er Opinber heimsókn, annar þáttur framhaldsmyndaflokksins sennilega heimsmet á íslandi í lágkúrulegu, klúru, innihaldslausu, tilgangslausu og ég veit ekki hvað - sjónvarpsefni. Eins og lesendum Tímans er kunnugt um, þá hefur Jónas Gumunds- son, höfundur þessa þáttar neitað að gangast við afstyrminu, og undrar engan. Aldrei myndi ég viðurkenna að svona hugarsmíð væri ættuð úr mínum kolli, og á ég þó ekki heima í rithófundaelítunni eins og stýrimað- urinn, Hrafn Guhnlaugsson, leikstjóri óbermisins hefur vísað öllum skömm- um Jónasar til föðurhúsanna og sagt að eigin leti og áhugaleysi Jónasar sé um að kenna hvernig fór, auk þess sem textahandritið frá Jónasi hafi ekki verið neitt annað en löng kaffibolla- samtöl, sem sé jú alls ekki það sama og sjónvarpsleikrit. Ég ætla ekki, og hef ekki tekið neina afstöðu til deilna þeirra spekinganna, sem munu að því er mér skilst, eiga nokkurra ára sögu. Hins vegar ætla ég að víta Sjónvarpið fyrir að ausa fé því sem sjónvarpáhorfendur greiða í góðri trú, í svona afspyrnulélega þáttagerð. Ef kúrfan heldur áfram að stefna niður á við, varðandi gæði þessara Nýr Þórs- kabarett hefur göngu sína ¦ Nýr Þórskabarett hefur göngu sína í veitingahúsinu Þórscafé nú um helgina og verður fyrsta sýningin á föstudagskvöldið, 28. nóvember n.k. Er þetta fjórði veturinn sem Þórs- café býður gestum sínum upp á létta skemmtidagskrá yfir vetrarmánuð- ina, en kabarettinn verður í talsvert breyttu formi nú frá því sem áður hefur verið, bæði hvað varðar efnistök og uppsetningu. Sýningar verða nú föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og verður sérstök dagskrá fyrir hvert kvöldið. Leikstjóri Þórscabaretts er Gísli Rúnar Jónsson, en í skemmtiatriðun- um koma fram þeir Jörundur, Laddi og Júlíus, sem skipað hafa „Kaba- retttríóið" undanfarin ár, en auk þess hafa þeir fengið góðan liðsauka þar sem Saga Jónsdóttir leikkona er. Tónlistin er eftir Árna Scheving, en hann annast einnig útsetningar og hljómsveitarstjórn og hljómsveit hússins, Dansbandið, sér um tónlist- arflutning ásamt Þorleifi Gíslasyni saxafónleikara. Að loknum kabarettnum, sem hefst um klukkan 22.00 og lýkur um klukkan 23.00, verður stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik Dansbandsins og söngkonunnar Önnu Vilhjálms, en hljómsveitin hefur verið fastráðin í Þórscafé í vetur. þátta, þá spái ég því að sjónvarps- áhorfendur fái aldrei að sjá nema fyrstu þrjá þættina: og að ákvörðun verði tekin um að þættirnir séu eftir allt saman, ekki birtingarhæfir. Glugginn góður Nú, það var víst eitthvað fleira á dagskrá sjónvarpsins þessa viku, en áðurnefnt óbermi og vil ég þá nefna Gluggann, þátt um menningamál og listir, sem var í annað sinn á skjánum á sunnudagkvöld. Ég er þeirrar skoðunar að hugmyndin á bak við uppbyggingu þessara þátta sé góð, og að útfærslan sé mun léttari og skemmtilegri en gamia formið á Vöku. Það sem mér leiðist einna mest, er hversu vemmilegur spyrjandi hann Sveinbjörn I. Baldvinsson er-Hresstu þig nú aðeins við Sveinbjörn! Hann var þó ekki verstur sl. sunnudags- kvöld, í Glugganum, heldur var það séraiin að norðan, Bolli Gústafsson, sem yfirheyrði Bríeti Héðinsdóttur um uppfærslu hennar á Atómstóðinni, á Akureyri. Var presturinn í gervi prófdómara sem gaf viðmælanda sínum, Bríeti einkunnir í formi orða eins og „einmitt", „já, einmitt", og „það er rétt," ef hann var ánægður með svörin, en lagði henni annars orð í munn og greip fram í fyrir henni, þegar honum sýndist svo. Að mínu viti, skólabókardæmi um það hvernig spyrjendur eiga ekki að vera. ¦ Húrra fyrir Stefáni Jóni Hafstein, sem stendur sig frábærlega í morgun- útvarpinu. FRI hrifmn af amerísku körfunni FRI, blaðamaður Tímans hefur beðið mig að skila þakklæti og viðurkenningu til Bjarna Fel. fyrir það sem hann segir vera frábæra þætti úr ameríska körfuboltanum, og vonast hann eftir áframhaldi á þessu ljúfmeti. Eitt orð um Kastljós frá þvf í síðustu viku, áður en útvarpið fær sinn skerf. Helgi E. Helgason, fréttamaður sjónvarps leitaði skýringa á því hjá Súgfirðingum hvers vegna svo margir Súgfirðingar hafa flust á brott frá Suðureyri, en það mun hafa verið þróunin að undanförnu. Ræddi Helgi við fjölda framámanna á Suðureyri um þetta spursmál og orsakir þess, en honum láðist að leita svars hjá einum einasta brottfluttum Súgfirðingi, sem þó hljóta manna best að vita hvers vegna þeir fluttust á brott. Eða er það ekki svo? Húrra fyrir Stefáni Jóni Hafstein og kompaní Gull í mund, þáttur Stefáns Jóns Hafstein og þeirra stallna Sigríðar Árnadóttur og Hildar Eiríksdóttur hefur hlotið nafn sem er réttnefni. Það er ástæða til þess að hrópa húrra fyrir þremenningunum, svo vel hefur þeim tekist að halda úti fjölbreyttu, líflegu, skemmtilegu og hressilegu morgunút- varpi. Það er allt annað að vakna um sjöleytið á morgnana eftir að þættir þessir hófu göngu sína, og ég held meira að segja að hún Sunna dóttir mín litla, sem ég baða upp úr sjö á morgnana, hýrni öll þegar Gull í mund hefst! Stefán Jón er einstaklega góður útvarpsmaður. Hann nær þannig til viðmælenda sinna, hvort sem hann ræðir við fjógurra ára gutta um „þegar piparkökur baka", táning um rokktón- list, húsmóður um daglegt líf hús- mæðra eða gamla konu í Öræfasveit, að hrein ánægja er að því að. hlusta á samtölin. Stefán hefur líka vit á því að vera ekki að trana sér fram, heldur nær hann því út úr viðmælendum sínum, sem tök eru á. Þó að minna beri á Sigríði í þáttunum, (Hildur sér um tónlistina) þá er ekki að efa að þættirnir eru byggðir upp á góðri samvinnu og hugmyndum Sigríðar og Hildar einnig, svo fjölbreyttir eru þeir. Ég vil því andmæla einum viðmæl- anda Stefáns af beinni línu frá því sl. þriðjudag, Ásgeir Einarsson minnir mig hann heiti, en hann sagði að morgunútvarpið undir stjórn Péturs Péturssonar hefði höfðað svo til fólks á aldrinum 60 til 80 ára, að til fyrirmyndar hefði verið og sagðist hann helst vilja fá Pétur aftur, því morgunútvarpið væri jú fyrst og fremst fyrir þennan aldurshóp. Þetta er regin firra, því fólk á öllum aldri hlustar á morgunútvarpið, og því eiga þættirnir að höfða til fólks á öllum aldri, eins og Gull í mund gerir einmitt. Jón Oddur og Jón Bjarni frábærir Blessunarlega er nú verið að lesa Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna í Morgunstund barnanna og það er Steinunn Jóhannesdóttir, leikkona sem á heiðurinn af frábærum lestri. Þeir Jón Oddur og Jón Bjarni eru makalaust skemmtileg börn, sem höfða til barna á óllum aldri, hafi barnið á annað borð varðveist í manni. Ég get ekki að mér gert að hugsa að hún Guðrún Helgadóttir ætti bara að draga sig út úr pólitíska þrasinu með öllu, og helga sig skriftum alfarið, - því bækur-Jjennar eru fágætir gimstein- ar í íslenskum barnabókmenntum. Agnes Bragadóttir bladamaAur, skrifar um dagskrá rfkisfjölmidlanna ¦ Saga, Júlíus, Jörundur og Laddi skipa hinn nýja Þórskabarett, sem frumsýndur verður í Þórscafé um helgina. Med þeim á myndinni er Dansbandið, sem mun leika fyrir dansi í Þórscafé í vetur. - Tímamynd ELLA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.