Tíminn - 29.10.1982, Side 8

Tíminn - 29.10.1982, Side 8
8____________ Helgarpakkinn FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 Kvikmyndir Venjulegí fólk - ★★★ - Háskólabíó Óskarsverðlaunakvikmynd Robert Redfords frá því í fyrra. Þar tekst afbragðsvel að lýsa venjulegri banda- rískri fjölskyldu, sem skyndilega stendur andspænis tilfinningalegum vandamálum, sem erfitt er að ráða við. Timothy Hutton fer vel með erfitt hlutverk unglingspilts, sem fyllist sektarkennd þegar hann verður að horfa á bróður sinn farast í óveðri, og Mary Tyler Moore leikur mjög vel vanþáttlátt hlutverk móðurinnar, sem neitar að viðurkenna eigin takmarkan- ir og brynjar sig við missi sinn fyrir frekara tilfinningalegu sambandi við eiginmann sinn og eftirlifandi son. Þetta er mynd, sem fæstir ættu að láta framhjá sér fara. Absence of Malice - ★★★ - Laugarásbíó Þessi nýja kvikmynd Sidney Pollack fjallar um bandaríska blaðamcnnsku á gagnrýninn hátt. Sagt er frá sérstakri lögreglusveit, sem er að rannsaka hvarf verkalýðsleiðtoga og hyggst neyða saklausan mann til þess að gefa upplýsingar með því að leka því til fjölmiðla, að sá maður sé grunaður um morðið. Blaðamaðurinn, sem fær „lekann", birtir fréttina, en það hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Myndin sameinar það að vera spennandi, skemmtileg og fjalla á gagnrýninn hátt um vandamál, sem koma öllum við. Paul Newman og Sally Field eru í aðalhlutverkunum. Blóðhiti - ★★★ - Austurbæjarbíó Þetta er fyrsta kvikmyndin, sem Lawrence Kasdan - höfundur hand- ritsins að Ráninu á týndu örkinni - leikstýrir, og sýnilegt að hann hefur lært vel af félögum sínum Spielberg og Lucas. Fjallar um misheppnaðan lögfræðing, Ned Racine (frábærlega leikinn af William Hunt), sem lendir í lostafullu ástarsambandi við eigin- konu forríks fjármálamanns. Og svo fer, að þau vilja losna við eiginmann- inn. En ekki er allt sem sýnist. Mjög vel gerð kvikmynd. Stripes - ★★ - Stjörnubíó Hér er á ferðinni góð afþreyingar- mynd, sem tekur sig á engan hátt alvarlega »,g er einungis til þess að kitla hláturtaugar áhorfenda. Bill Murrey leikur hér mann, sem gengur illa í flestu ef ekki öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og af þeim sökum ákveður hann að ganga í herinn og mannast. Fram í sviðsljósið - ★★★ - Bíóhöllin Þessi mynd er enn sýnd í Bíóhöll- inni, en hún var frumsýnd þar þegar kvikmyndahúsið tók til starfa snemma á árinu. Þetta er bráðskemmtileg ádeilukvikmvnd með Peter Sellers og Shirley McLaine í aðalhlutverkunum. Hellisbúinn - ★ - Tónabíó ■ Tjáskipti fara fram með urrum, stunum, ropum og handabendingum í brokkgengum steinaldarhúmor Gott- libs í þessari mynd, sem er einskonar grínútgáfa af myndinni Milljón ár fyrir Krist. Myndin samanstendur af stutt- um atriðum, sem eiga að lýsa sögu frummannsins í gamansömu ljósi. Fiðrildið - O Regnboginn - ■ Mynd þessi er gjöf forríks banda- rísks fjármálamanns, Riklis að nafni, til eiginkonunnar, sem heitir Pia Zodora og leikur aðalhlutverkið í myndinni. Takmarkið var að gera Piu fræga semn kyntákn, og hefur það tekist í bili að minnsta kosti. Hins vegar hefur ekki einu sinni tekist að gera sæmilega kvikmynd, hvað þá meira, þótt efnið sé sótt í eina af sögum James M. Cains. Rannsóknarblaðamaðurinn - ★ Laugarásbíó ■ Hópur góðra kvikmyndagerðar- manna stendur að þessari mynd - Kasdan, Apted og Spielberg, en hún uppfyllir ekki þau fyrirheit, sem nöfn þeirra gefa um góða kvikmynd. Myndin fjaílar um rannsóknarblaðamann í Chicago og unga stúlku, sem býr ein síns liðs í Klettafjöllum að fylgjast með bandaríska skallaerninum þar. Þessar andstæður hittast og verða ástfangin. Atlantic City - ★★★ - Bíóhöllin ■ í þessari nýjustu kvikmynd sinni lýsir franski leikstjórinn Louis Malle með dásamlega skemmtilegum hætti lífi nokkurra einstaklinga, sem lifa í þröngum óspennandi hversdagsheimi en dreymir bandaríska drauminn um pen- inga og vinsældir. Og þá dreymir þessa drauma : borginni Atlantic City. Myndin er mjög veluppbyggð, tekin og klippt, og umhverfið, borgin sjálf, þar sem uppbygging og niðurníðsla blasir við augum hlið við hlið, verður mjög eðlilegur rammi um veruleika og drauma, líf og dauða persónanna. Trúðarnir þagna - ★★ - Nýja bíó ■ Þetta er sérkennileg kvikmynd um bandaríska hermennsku. Nemendur í Bunker Hill herskólanum taka skólann á sitt vald, vopnum búnir, þegar skólanefndin hefur ákveðið að loka honum. Fylkisstjórnin sendir þjóðvarð- liðið, grátt fyrir járnum, á vettvang, og að lokum lendir allt í bardögum. Sýnir glögglega hvernig hægt er að afvegaleiða ungt fólk með fáránlegri hernaðar- rómantík. Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun „Rúm "-bezta verzlun landsins Góðir skilmálar Betri svefn INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK SIMI 81144 OG 33530 Sérverzlun með rúm Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00 sjonvarp Föstudagur 5. nóvembér 1982 19.45 Fréttaágrlp á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á dötinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.20 Kastljós Páttur um innlend og erlend málelni. Umsjónarmenn Guðjón Einars- son og Margrét Heinréksdóttir. 22.20 Ekki er ein báran stök (Du vent sur la maison) Ný frbnsk sjónvarpsmynd byggð á sögu eftir Mariléne Clément. leikstjóri Franck Apprederis. Aðalhlut- verk: Marle-Josée Nat, Pierre Vaneck og Pascal Sellier. Mynd um unglinga á gelgjuskeiði og áhyggjur foreldra al brekumþeirra. Þýðandi RagnaRagnars. 23.55 Dagskrárlok I ■ Jakob S. Júnsson les Maðurinn sem vildi ekki gráta. útvarp Föstudagur 5. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fróttir. Bæn. Gull mund. 7.25 Leikfimi. 8.00Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orö. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar" eftir Bjarne Reuter 9.20 leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þlngfréttlr. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hemtundarfelli sér um þáttinn. 11.00 íslensk kör og einsöngslög. 11.30 Frá norðurlöndum. 12.00 Dagsl(rá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni. 14.30 „Móðir mfn i kvi kvi“ eftir Adrian Johansen 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftlr Ludwig van Beethoven. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurirégnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leifur heppni" eftir Armann Kr. Einarsson. 16.40 Litli barnatiminn Stjórnandi: Gréta Ölafsdóttir. (RÚVAK). í 17.00 íþróttir fatlaðra 17.15 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þorsteinsdóttir kynnir. 18.00Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir, 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiriksdótt- ir kynnir. 20.40 Frá afmælistónlelkum Lúðrasveit- ar Reykjavíkur i Háskólabíói f júnf s.l. Stjórnandi: Ernest Májo. 21.45 „Maðurinn, sem vlldl ekki gráta", smásaga eftir Stig Dagerman 22.15 Veðuþregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss 23.00 Dægurflugur 00.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.