Tíminn - 07.01.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.01.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 7 ■ Þessi ballkjóll er frá tískuhúsi í Kaupmannahöfn - en gerður eftir teikningu Gra- hams Wren, sem hefur hannað föt fyrir Diönu prinsessu í Bretlandi dömurnar um að kaupa sér ævintýralega prinsessukjóia til að vera í á árshátíðum og við önnur hátíðieg tækifæri. $á sem á heiðurinn af þessari breytingu er enski fatahönn- uðurinn Graham Wren, en hann hefur gert nokkra kjóla fyrir Diönu prinsessu af Wales. Nýlega fékk dönsk kona Annie Dunch, tískuverslunar- eigandi í Kaupmannahöfn, einkarétt í Danmörku á fötum frá Wren og þá var haldin tískusýning, sem sýndi hvernig „öskubuskur nútímans" breyttust í ævintýraprinsessur, - eins og sagði í auglýsingu frá fyrirtækinu. „Fyrir stuttu var það þannig“, sagði Annie Dunch, „að ungu stúikurnar létu heist ekki sjá sig nema í gallabuxum og boi eða mussu, en nú hefur komið upp rómantísk byigja, sem Diana prinsessa er hvatinn að. Eg er viss um að þær sem Fötin breyta „öskubuskum nútímans’' f ævintýra- prinsessur ■ Þegar Lady Diana giftist enska krónprinsinum varð það ekki aðeins kærkomið efni fyrir blöð og tímarit um allan heim, heldur urðu við þennan atburð söguleg umskipti í tísku ungra stúlkna. Undanfarin ár hefur verið algjört bann á fínlegan fatnað hjá ungu stúlkunum. Helst hafa þær verið í gallabuxum og mussum við öll möguleg og ómöguleg tæki- færi. Það sem einkum átti að forðast var - að vera of puntuð. Nú keppast ungu koma og kaupa „ævintýrakjól- ana“ eins og ég kalla þá,verða finiegri í framgöngu og fá annað lífsviðhorf, - og ævintýr- ið kemur areiðaniega til þeirra," sagði Annie Dunch. ■ Hér er bréf það sem Gunnari Thoroddscn barst fyrir nokkru frá Rostropovich, þar sem snil- lingurinn fer miklum viðurkenn- ingarorðum uin Jón Nordal stjórnar, hefði pantað verkið í fyrra. hann hefði síðan samið það í haust, en því var lokið um miðjan októbcr. Verkið var frumflutt 23. nóvember í Kenncdy Certre, sem er aðal- tónlistarhöllin í Washington, og leikið þar ijórum sinnum. Þá var verkið einnig flutt í Carnegie Hall í New York og loks útvarp- að um öll Bandaríkin. Jón kvað Rostropovich einn mesta cellóleikara sem nú er uppi, en hann skiptir tíma sínum í að spila og stjórna, og er í þeim tilgangi á sífelldum ferðalögum um allan hcim. Hann hefur m.a. komið tvívegis til íslands, í seinna skiptið á listahátíð. Lék hann þá celló konsert eftir Dvorak og Askenazy stjórnaði. Að sögn Jóns hefur Rostro- povich hug á fleiri íslandsferð- um, en óvíst er hvort af því geti orðið vegna anna hans. „Annars var þessi ferð okkur hjónunum báðum ógleymanleg og eins og ævintýri. Við fengum mjög góðar viðtökur og ferðin, sem stóð í tvær vikur, var í alla staði mjög ánægjuleg. Hljóm- sveitin er með betri hljóm- sveitum heimsins og Rostrop- ovich er stórkostlegur stjórn- andi.“ -sbj erlent yfirlit ■ Antonov og maðurinn á Péturstorginu, sem þykir líkur honum. vegna beinnar þátttöku í morð- tilrauninni, heldur þætti nauð- synlegt að fá þá til yfirheyrslu m.a. til að sannreyna, hvort hinn nýi framburður Agca gæti staðizt. Þó mun það hafa ýtt nokkuð undir handtöku Antonovs, að hann virtist líkur manni. sem stóð nálægt Agca á Péturstorg- inu, þegar hann skaut á páfann. Eftir handtöku antonovs hefur færzt heldur betur líf í tuskurnar. Búlgörsk stjórnvöld hafa efnt til blaðamannafundar, þar sem þeir voru mættir Aivazov, Vasil- ev og Celink. Allir afneituðu þeir að hafaíitt éinhver samskipti við Agca. Þá hafa tyrknesk stjórnarvöld látið hefja nýja rannsókn á máli Agca, en í Ankara hefur verið kveðinn upp yfir honum dauða- dómur að honum fjarstöddum. Dauðadómurinn var byggður á því, að Agca hafði í febrúar ÆTLUÐU BÚLGARAR AÐ LÁTA MYRÐA PÁFANN? Dómsvöld rannsaka nýjan framburð Agca STÓÐIJ rússnesk og búlgörsk stjórnarvöld á bak við tilraunina, sem var gerð til að myrða Jóhannes Pál páfa á Péturstorg- inu 13. maí 1981? Eða er þetta uppspuni þess manns, sem gerði morðtilraunina? Þetta eru spurningar, sem margir fréttaskýrendur hafa velt fyrir sér að undanföru og komizt að ólíkri niðurstöðu, enda flest óupplýst í þessu sambandi enn og menn verða því að álykta af líkum og ágizkunum, sem geta átt eftir að reynast rangar. Orðrómurinn um þátttöku Búlgara í morðtilrauninni komst á kreik á síðastliðnu hausti, þegar ítölskum blöðum tókst að hlera, að maðurinn, sem framdi morðtilraunina, Mehmet Ali Agca, hefði breytt framburði sínum. Upphaflega hélt hann því fram, að hann hefði staðið einn að morðtilrauninni. Síðastliðið sumar breytti hann svo fram- burði sínum á þann veg, að eftir að hann slapp úr fangelsi í Ankara 25. nóvember 1979 hafi landi hans, Oral Celik, hjálpað honum til að komast til Búlgaríu. Þar kynnti Celik honum annan landa þeirra, Bechir Celink, sem kynnti hann síðast fyrir þremur Búlgörum. Tveir þeirra, Kolev Vasilev og Stayanov Aivazov, voru þá starfandi í sendiráði Búlgaríu í Rómaborg, en hinn þriðji, Sege Ivanov Antonov, var starfsmaður á skrifstofu búlg- arska flugfélagsins í Rómaborg. Samkvæmt frásögn Agca, að því blöðin töldu sig hafa fregnað, buðu þremenningarnir honum 3 milljónir vestur-þýzkra marka fyrir að myrða páfann. Agca féllst á að taka þetta að sér. Að ráði þeirra ferðaðist hann til margra landa áður en hann fór til Rómaborgar til að draga athyglina frá því, að hann hefði verið í Búlgaríu. Þegar til Rómaborgar kom, hitti hann þá félaga að nýju. Þeir Aivazov og Antonov fóru síðan með honum á Péturstorgið 11. og 12. maí til að kynna honum aðstæður þar. Þeir voru svo báðir staddir á Péturstorginu, þegar Agca gerði morðtilraunina 13. maí. Þá höfðu blöðin einnig hlerað, að Búlgarar hefðu ætlað Agca meíri verkefni. Samkvæmt frá- sögn Newsweek 3. janúar vildu þeir einnig fá hann til að myrða Lech Walesa, Elizabetu drottn- ingu, Mintoff forsætisráðherra Möltu og Simone Veil, forseta þings Efnahagsbandalags Evr- ópu. ÞÓTT þessar frásagnir blaðanna vektu nokkra athygli, -en ítölsk blöð fá oft býsna góðar fréttir af því, sem er að gerast að tjalda- baki hjá dómstólunum - komst þetta mál ekki verulega á dagskrá fyrr en 25. nóvember, þegar dómarinn, sem hefur þetta mál til meðferðar, lét handtaka Anton'ov, sem enn var starfandi í Rómaborg. Jafnframt gaf hann út fyrirskipun um handtöku þeirra Vasilev og Aivazov, en Þórarirm Þórarinsson, ritstjóri, skrifar þeir eru báðir komnir heim til Búigaríu. Það fylgdi ekki handtökuskip- unum þessum, að mál myndi verða höfðað gegn þeim félögum 1979 skotið til bana ritstjóra vinstrisinnaðs blaðs, sem var í þann veginn að Ijóstra upp, að tengsli væru milli mafíunnar og gráúlfanna, en svo kölluðu sig samtök hægrisinnaðra öfga- manna, en Agca var meðlimur i þeim. Agca tókst að sleppa úr haldi 25. nóvember 1979 eða áður en dómurinn hafði verið kveðinn upp. Grunur leikur nú á því, að hann hafi þar notið aðstoðar mafíunnar. MEÐAN ítölsk dómsvöld leysa ekki nteira frá skjóðunni, munu fréttaskýrendur halda áfram að velta því fyrir sér hvað réttast muni í þessum efnum. Mörgum þcirra kemur saman um, að séu búlgörsk stjórnarvöld eitthvað við morðtilraunina riðin, hljóti það að hafa verið gert í samráði við rússnesku leynilögregluna KGB, en á þess- um tíma var Andropov æðsti yfirmaður hennar. Sumir fréttaskýrendur telja, að Rússar hafi viljað losna við páfann vegna ástandsins í Pól- landi, en hann hafi verið gagn- rýninn á það. Aðrir telja þetta ekki sennilegt, því að pólsk stjórnarvöld hafa mjög leitað eftir liðsinni kirkjunnar. Þá telja sumir fréttaskýrendur bað sennilegt, að Antonov hefði strax verið kallaður heim, ef hann hefði verið við morðtil- raunina riðinn. Það væri a.m.k. ólíkt KGB að skjóta mönnum ekki undan, þegar um svipaðar kringumstæður væri að ræða. Lögfræðingar þeir, sem hafa tekið að sér mál Antonovs, telja sig geta fært fram sannanir fyrir því, að hann hafi ekki verið á Péturstorginu, þegar morðtil- raunin var gerð, og heldur ekki verið þar dagana á undan, eins og Agca heldur fram. Þeir krefj- ast því þess vegna, að hann verði látinn laus. ítölsk dómsvöld hafa enn ekki tekið afstöðu til þessarar kröfu, en úrskurður þeirra getur orðið nokkur vísbending um framhaldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.