Tíminn - 07.01.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.01.1983, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 12 hehn ilisfírh in ri urnsjón: B.St. og K.L. Meðstjörnuríaugum og „blóm í glugga” hvað væri að gerast í þessu landi. Hingað kæmu hvað cftir annað hópar útlendinga til vinnu, en réttur þeirra væri oft fyrirborðborinn og ekki allt eins og lýst hafði verið í upphafi. Meira að segja ekkert hirt um að útvega fólkinu atvinnuleyfi, sem ætti að vera mcð því fyrsta, þó ekki væri nema til þess að tryggja að hér sé ekki fullt af útlendu vinnuafli leyfislaust, á meðan íslendingar sjálfir geta átt eftir að ganga vinnulausir. ekki að bera á borð órökstuddar ásakanir, og hafa ekkert skriflegt í höndunum. Ef mál er kært - glæpur eða bara smásamningsbrot - er það víst skylda þess sem kærir að sanna sitt mál. Menn eru „saklausir" á meðan brot þeirra hefur ekki verið sannað. Ekki eitt orð um það hjá einum eða neinum að stúlkurnar gætu haft á réttu að standa þótt ekki verði það nokkurn tíma sannað. St'minn heldur áfram að hringja. ■ Fríða Björnsdóttir er sjálf víðfræg blómakona. Hún gæti vafalaust dundað sér, þarseni „lifandi hlóm væru ígluggum“. (Tímamynd Ella) ■ Fríöa Björnssdóttir var biaöamaður á Tímanum í 20 ár, en hætti fyrir rúmu ári. Hún starfar nú á vegum Blaöamanna- félagsins og er auk þess eins konar „farandverkamaður“ þar sem hún skrifar greinar og vinnur ýmis önnur störf fyrir blöö og tímarit. Hún er gift Bergsveini Jóhannessyni rannsóknarmanni hjá Rannsóknarstofnun bygg- ingaiðnaðarins og eiga þau tvö börn Val 14 ára og Völu Ósk 4 ára. Heimilið eins og í Stundarfriði? Þegar ég horfði á Stundarfrið í sjónvarpinu um jólin varð mér að orði, að leikritið hefði allt eins vel gctað fjallað um mitt cigið heimili. Ekki vildu nú aðrir viðstaddir viðurkenna það, og satt er það að pilluskápinn vantar enn, hvað sem á eftir að verða. Þegar svo síðasti þriðjudagur var að kvöldi kominn endurtók ég fullyrðing- una, og ekki voru nú jafnmargir ósammála mér og vcriö hafði á annan í jólum. Og ástæðurnar, hverjar voru þær? Rétt eins og svo margir vaknaði fjölskyldan skömmu fyrir átta þennan dag. Ég á reyndar ekki vanda til að vakna á þcssum tíma sólarhrings, kýs frekar að vaka og vinna fram eftir og sofa á morgnana En nú þurfti sonurinn að fara í skólann eftir jólafríið og ég hafði lofað að tryggja að hann svæfi ekki yfir sig. Eiginmað- urinn komst klakklaust upp að Keldna- holti í vinnuna, en þangað er líka fólkinu ekið í rútubíl. Viö Valur, sonur min, biðum í ofvæni við útvarps- tækið og bjuggumst við að skólanum yrði aflýst. Hann var þó kominn af stað þegar tilkynningin kom, en þar scm skólinn er aðcins í hundrað metra fjarlægö komst hann auðveldlcga til baka. I’á hófst darraðardansinn og síminn byrjaði að hringja. Hjá mér er kana- dísk stúlka, sem kom til íslands með stjörnur í augunum líklega svipað því sent var um gömlu íslensku landnent- ana sem „ginntir" voru vestur um haf fyrir rúmri öld. í sumar hafði hún lesið auglýsingu um vinnumöguleika á stað sent nefndist Djúpivogurogsagðurvar á íslandi. Hún er Vestur-íslendingur og langaði að líta land forferðanna. Fundur var haldinn nteð umsækjend- um um þcssii girnilegu atvinnumögu- leika og fólki heitið hinu og þessu. Fólkið fór til Islands og hefur verið á Djúpavogi síðan í haust. Ekki töldu allir sig hafa fengið þar. það sem um hafði veirð rætt, m.a. litla vinkona mín og tvær stöliur liennar, sent eru nú í Hafnarfirði. l’ar sem ég hef atvinnu af að reyna að túlka kjarasamninga, revndar fyrir hönd blaðamanna, en ekki fiskverka- fólks, fannst mér ég verða að leita til ASl til þess aö vita hver réttur stúlknanna væri, og hvort á þeim hefði verið brotið. I Ijós kom að kaupið sent greitt var á Djúpavogi var í samræmi við íslenska kjarasamninga, þótt ekki væri það sú upphæð sem stúlkumar höfðu talið að sér hcfði verið lofað. Á mánudagskvöldið var sagt frá málinu í kvöldfréttum og blaðafulltrúi ASÍ kom þar við sögu. Höfðum við hér á heimilinu glaðst yfir því. að nú myndu að minnsta kosti einhverjir taka eftir Verkalýðsforystan biður atvinnurekandann afsökunar! Og síminn tók að liringja. Fyrst var það blaðafulltrúi ASÍ sem þurfti að fá staðfestingu á ákveðnu atriði í þessu rnikla máli, síðan Helgi H. Jónsson fréttamaður sem einnig vildi spyrja spurninga. Heldur fannst okkur málið vera farið að taka nýja stefnu þegar forseti ASI, Ásmundur Stefánsson baðst afsökunar á oröum blaðafulltrúa síns, og ekki var annað hægt að skilja á máli forsetans bæði því sem eftir honum var haft í hádegisfréftum og síðan um kvöldið, að „stofnun" eins og ASÍ gæti ekki látið hafa sig út í að segja eða gera svona nokkuð. Nema hvað? Ég hafði látið kana- dísku stúlkuna leita til ASl vegna þess að ég hélt aö þar myndum við helst fá stuðning. Víst hafði enginn samningur verið undirritaður og því enginn samningur brotinn og launin voru í samræmi við gildandi samninga hér á landi. En hvað unt það, þrír Kanadamenn fullyrða að þeim hefði verið lofað öðru og meira en forstjór- inn á Djúpavogi heldur tram. sem reyndar var víðs fjarri þegar um- ræður um málið fóru fram i Kanada. Verkalýðsforystan biður atvinnurek- andann afsökunar! Verkalýðurinn á Vinafólk foreldra Kanadastúlkunnar minnar hringir og harmar að hún skuli ekki hafa komið til þess. Það hefði svo auðveldlega getað útvegað henni fyrir- taksvinnu strax í upphafi. Hún hefði ekki þurft að lenda í þessu. Áhyggju- fullir foreldrar hennar sem staddir eru á Akureyri þessa stundina hringja líka. Fólk óttast að nú sé útséð um að stúlkurnar fái nokkra vinnu hér á landi, þarsem fyrrverandi atvinnurek- andi þeirra hafi látið að því liggja að þær hafi farið frá Djúpavogi af því þar hafi ekki verið diskótek eða bíó. Hver vill fá óðar diskótekpíur í vinnu ef eitthvað annað betra býðst? - Já, og svo keyptum við handa Kanada- mönnunum litasjónvarp og leiktæki, sagði forstjórinn í hádegisfréttunum. Ég er sjálf svo einföld að mér detta ekki í hug önnur leiktæki í þessu sambandi en svokölluð sjónvarpsspil og spyr hvort þau hafi verið á staðnum. Nei, þarna voru spil, tafl og Back- gammon, en í sumt þetta dót vantaði nú stykki og stykki, svo ekki var sérlega auðvelt að skemmta sér við það. Og svo kom yfirlýsingin - reyndar á miðvikudaginn í Tímanum, höfð eftir framkvæmdasjtóranum: „Hins vegar er margt á hótelinu, sem aldrei var talað um áður en þau komu; litasjónvarp, lifandi blóni í gluggum, töfl og spil. Svona mætti legni telja." Loksins höfðum við íslendingar lært að „láta blómin tala“. Égersjálf mikill áhugamaður um blómarækt og er með alla glugga fulla af blómum. Mér hefði áreiðanlega liðið ágætlega á Djúpavogi úr því þeir hafa þar blóm, og hefði getað eytt tímanum í að vökva þau og snyrta! Tíminn líður og áfram hringir síminn. Ákveðið er að vinstúlkurnar tvær úr Hafnarfirði reyni þrátt fyrir ófærð að komast til okkar, svo við getum rætt saman án þess að teppa með því símann, og koma í veg fyrir að enn fleiri geti við okkur rætt um þetta mál, sem ýmsir virðast hafa áhuga á. Þær ná í leigubíl, og verða reyndar að ýta honum síðasta spölinn upp götuna til okkar. Leigubílstjórinn er sem betur fer einn þeirra sem ekki notfærir sér vanmátt erlendra ung- menna, sem hvorki tala íslensku né þekkja inn á kerfið hér. Hann tekur mælinn úr sambandi á meðan á ýtingunum stendur og fargjadlið er síður en svo í hærri kantinum. Við ákveðum að þremenningarnir skuli setjast við ritvélina mína, skrifa þar niður á blað það sem þær telja að þeim hafi verið heitið, og með það getum við síðan farið niður í útvarp í þeirri von, að það verði birt. Úti heldur óveðrið áfram. Ég hef ekki getað komið Völu ósk dóttur minni á leikskóla, enda óþarfi þar sem mamm- an hefur ekki komist út úr húsi vegna stöðugra símhringinga. Valur er búinn að bera út Dagblaðið Vísi við illan leik. Og enn hringir síminn. Það er spurt eftir honum í þetta sinn. Áskrf- andi hefur kvartað. DV komið í alla póstkassa nema hans. Ég lofa að senda drenginn strax og hann komi inn með okkar eigið blað, svo áskrifandinn verði ánægður. Þegar Valur kemur mótmælir hann harðlega. Það eru alltaf einhver vand- ræði í blokkunum þar sem eru póst- kassar. Hann segist hafa látið blaðið í umræddan kassa. Ég reyniaðsannfæra hann um að viðskiptavinurinn - í þessu tilfelli áskrifandinn - hafi alltaf rétt fyrir sér og ekki sé um annað að ræða en bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og viðurkenna að honum hafi sjálfum orðið á mistök. (Er þetta kanski eitthvað á borð við það sem verið er að gera við kanadísku stúlkurnar - atvinnurekandi - launþegi, áskrifandi - blaðburðarbarn? Ég bara spyr, þið svarið). Það skal tekið fram, að blaðið var komið í kassann, þegardrengurinn kom. Ekkert til skriflegt Fulltrúi úr eitt sinn starfandi sam- tökum farandverkafólks gengur í bæinn. Hann og félagar hans hafa heyrt um það sem er að gerast og vilja gjarnan hjálpa ef hægt er. Því miður sjáum við ekkert á hvern hátt hann eða aðrir geti orðið að liði. Það lá Ijóst fyrir og við vissum að kaupið, sem borgað var á Djúpavogi var samkvæmt ís- lenskum samningum, og fólkið hafði sjálft samþykkt að það skyldi greiða farið sitt til íslands (sem reyndar tíðkast víst ekki hjá flestum öðrum fiskvinnslufyrirtækjum) að peninga- kröfur yrðu engar gerðar á lagalegum grundvelli. Ekkert var til skriflegt um kauploforð sem höfðu komið fram í viðræðum vestur í íslendingabyggðum í Manitoba. Samantekt stúlknanna er tilbúinn, eiginmaðurinn kominn heim, og mót- mælir harðlega að ég fari að brölta á bílum niður í bæ. Hann neyðist þó til að moka hann úr skaflinum og við höldum niður í útvarp og komumst alla leið. Það var líka eins gott, því í kvöldfréttunum heyrum við að „óvin- urinn“ hefur ekki setið aðgerðarlaus. Krakkarnir á Djúpavogi hafa „verið látin semja“ yfirlýsingu og segja „við teljum að húsnæðið hafi verið eins og því var lýst og meira en viðunandi.“ Kannski leynist einhver áhugasamur blómaræktandi í hópnum, sem hvort eð er hefur aldrei látið sig dreyma um að afkomendur þeirra sem eftir urðu í örbirgðinni á íslandi dunduðu sér á diskótekum! Það læðist að mér efi um, hvað ég hefði e.t.v. sjálf gert einhvers staðar víðs fjarri mínu heimalandi, ung að árum, peningalaus og hafandi enga möguleika á að komast aftur heim, nema vinna fyrir farinu með því að vera enn eina fjóra mánuði á staðnum, ef ég hefði átt þess kost að undirrita svona yfirlýsingu. En ég ætti að skammast mín fyrir að álíta afkomend- ur Vestur-íslendinganna, sem sýndu svo mikið hugrekki endur fyrir löngu, huglausa eða raga. Við komumst heim úr útvarpsferð- inni við illan leik, og eftir kvöldfréítirn- ar þegar áhyggjurnar sóttu að henni vinkonu minni, buðu eiginmaður og sonur upp á að fara með hana að sjá James Bond. Hún hafði jú ekki haft svo mikið af bíóum að segja síðustu mánuðina! Vestur á Flateyri sat enn ein Kan- adastúlka. Með aðstoð verkstjóra hennar náði ég sambandi við hana. Hún hafði verið á Djúpavogi en var fyrst til að fara í burtu „vegna skorts á bíóum eða diskótekum" eða var það af einhverju öðru? Hún var svo heppin að eiga frændfólk á Flateyri og þar fékk hún vinnu og verkstjórinn fór lofsamlegum orðum um hana sem fiskverkakonu. Þegar vinkona mín kom úr bíóinu, heldur hressari eftir að hafa séð James Bond, hringdi hún sjálf í vinkonu sína á Flateyri. Þær voru sammála um að það sem frá þremenn- ingunum hér syðra hafði komið um þetta mál allt væri satt og rétt, og þær trúðu því varla að þeim sem eystra sitja og höfðu til skamms tíma haft aðrar skoðanir en fram hafa komið í fjölmiðlum hefðu skipt svona rækilega um skoðun. Auðveldara að túlka málstað atvinnurekend- anna Það var komið langt fram yfir miðnætti og síminn hættur að hringja. Ég lét hugann reika til Ásmundar Stefánssonar hjá ASI og fann óþægi- legan skyldleika með afstöðu hans til málsins, eins og hún kom mér fyrir sjónir, og þess sem mínir eigin stéttar- bræður segja stundum við mig, að ég standi alltaf með útgefendunum, þegar þeir kvarti undan samningsbrotum. Þá hef ég venjulega sagt í gamni eða alvöru: Það er svo miklu auðveldara að túlka málstað atvinnurekendanna. Þeir virðast alltaf hafa á réttu að standa. Og nú er ég að hneykslast á öðrum, fyrir að gera það sama „að mínu mati". Eftir að hafa hugleitt þetta mál finnst mér sitthvað líkt með því, og þegar íslendingar lögðu upp til Vestur- heims fyrir heilli öld, þrátt fyrir það að við lifum nú á upplýsingaöld. Flest var þar sagt gott, en margt reyndist öðru vísi en ætlað var. Þá komust fæstir heim aftur, þótt þeir hefðu viljað. Sem betur fer eru tímarnir breyttir. og Kanadaungmennin þurfa ekki að ótt- ast að komastbéðan aldrei aftur: Dagur í lífi Frídu Björnsdóttur É

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.