Tíminn - 12.01.1983, Síða 9

Tíminn - 12.01.1983, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983 9 landbúnaðurinn 1982 Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri: Sauðfé fækkaði um 6-7% — um 750 þús. fjár á fððrum ■ Árferði. Árið 1982 var í slöku meðallagi hvað veðnrfar snertir þegar á heildina er litið - án stóráfalla eða mjög erfiðra veðurfarsþátta. Óveður hafa þó valdið sköðum svo sem fólki er í fersku minni. Einna erfiðast gerðu þurrkar framan af sumri sem háðu sprettu um mikinn hluta landsins. Kuldar síðara hluta sumarsins voru einnig mjög til baga og hafa ugglaust dregið mjög úr vexti og þrifum fjár á afréttum. í heild var árið kalt þannig var meðalhiti ársins í Reykjavík 4°, l°gráðu lægri en í meðalári og á Akureyri 3° sem er tæplega 1° kaldara en í meðalári. Er þá borið saman við meðaltal áranna 1931-60. Sé árið hinsvegar borið saman ' við meðaltal áranna 1961-1980 kemur nýliðið ár betur út og var aðeins 'A° kaldara en meðaltal þess tímabils í Reykjavík og á Akureyri var meðalhit- inn nokkurn veginn sá sami og á þessu síðasta 20 ára bili. Janúar var fremur kaldur, harður frostakafli var fyrstu daga mánaðarins. Snjóasamt var fyrir norðan, en minni snjór sunnan lands og veður lengst af fremur stillt. Meðalhitinn var 1,5° undir meðallagi í Reykjavík og 3,4° á Akur- eyri. Febrúar var hlýr með suðlægum vindum og hlýnaði þá fyrst verulega eftir 5 mánaða kulda frá því í september árið áður. Hitinn í Reykjavík var 2° yfir meðallagi og 2,9° á Akureyri. Úrkomu- samt var og gerði tvívegis mikil flóð á sunnanverðu landinu vegna úrfellis og leysinga þann 5. og 17. mánaðarins. Úrkoma var tvöföld meðalúrkoma bæði í Reykjavík og Höfn í Hornafirði. Mars var í heild heldur kaldari en í meðalári, 1,3° kaldari í Reykjavík, nálægt meðalári á Akureyri og frekar hlýrri á Höfn. I aprfl var sunnanátt ríkjandi lengst af mánaðarins með hlýindum um landið allt en í lok mánaðarins kom norðan kuldakast með snjókomu. Stórhríð var fyrir norðan síðustu daga apríl og þá fyrstu í maí. Meðalhiti apríl var 3.2° bæði í Reykjavík og á Akureyri og er það meðallag í Reykjavík en 1,5° yfir meðallag á Akureyri. Maí var kaldur. Óvenju kalt var fimm fyrstu dagana með allt að 10° frosti á Akureyri og h- 7,7° í Reykjavík. Norðan áhlaupinu slotaði 6. maí og eftir það voru veður sæmileg og yfirleitt var sauðburðartíð sæmileg þrátt fyrir kuld- ana, en gróður kom seint og fór hægt fram. Meðalhiti var 1,4° undir meðaltal í Reykjavtk og 2,7° gráðum á Akureyri. Úrkoma var í meðallagi. Meðalhiti júní var nálægt meðallagi um land allt. Þegar á heildina er litið komu tún nokkuð vel undan vetri. Að sjálfsögðu báru þau merki hins mikla kals um stóra hluta landsins frá árinu áður. Nýtt kal var ekki útbreytt, en þó verulegt á nokkrum svæðum. Verst var það við sjóinn í Þistilfirði og á Langa- nesi. Miklir þurrkar voru um mestan hluta landsins og var úrkoma verulega undir meðallagi nema á suðvestur horni landsins. Fyrir þetta spratt víða mjög seint og varð sumsstaðar nánast um uppskerubrest að ræða vegna þurrka t.d. við Inn Djúp. Eins dró þetta mjög úr heyfeng víða í sveitum fyrir norðan og seinkaði því einnig verulega að sláttur gæti hafist í uppsveitum á Suðurlandi. Þrátt fyrir þetta var byrjað að slá all víða á landinu fyrir lok mánaðarins. Júlí var úrkomusamur og sólarlítill á sunnanverðu landinu og aðeins kaldari en í meðalári í Reykjavík. Fyrir norðan var hlýtt og tæpu stigi hlýrra en í meðalári á Akureyri. Víðast var byrjað að slá fyrri hluta mánaðarins, en spretta var víða sein vegna þurrka og eins hömluðu miklar úrkomur slætti á sunnanverðu landinu. Ágúst var fremur kaldur. í Reykjavík var hiti 1,4° undir meðallagi, annar kaldasti ágúst síðastliðin sextíu ár. Á Akureyri var 1,8° kaldara en í meðalári og var úrkomusamt á Norðurlandi. Norðanátt skall yfir aðra helgina í ágúst og gerði ekki þurrka fyrir norðan fyrr en undir mánaðarlok. September var mjög kaldur. 3,0° undir meðallagi í Reykjavík og hefur enginn september mælst kaldari síðan mælingar hófust. Á Akureyri var hitinn 3,2° undir meðallagi og var það einn kaldasti september síðan um aldamót. Eftir hið kalda síðsumar og erfiða tíð framan af hausti batnaði með október og var hann hagstæður og yfirleitt verðurgóður og hiti nálægt meðallagi. Nóvember var hlutfallslega kaldari og nokkuð umhleypingasamur, með hita 3.2° undir meðallagi í Reykjavíkog 2,9° á Akureyri. Desember hefur verið sæmilegur fyrir utan þau ofsaveður og áhlaup sem komið hafa. Víkjum þá nánar að landbúnaðinum. Áburðarnotkun Heildaráburðarkaup urðu nokkuð meiri en síðastliðið ár, en svipuð og árin tvö þar á undan. Nú seldi Áburðarverk- smiðjan 72.170 lestir af áburði alls á móti 68.371 lest 1981. Þar af námu kaup bænda á áburði 64.211 lestum (60.694) mismunur 3.517 lestir. Til garðræktar fóru 3.329 (3.117), mismunur 212 lestir. Til landgrœðslu fóru 2.148,lestir (2.282) eða 265 lestum minna en 1981. Grænfóðurverksmiðjur notuðu 2.120 lestir (1.985) eða 225 lestum meira og aðilar tæplega fjögur hundruð lestir svipað og áður (362 lestir á móti 383 lestum). Notkun einstakra áburðarefna hefur verið wm hér seeir síðustu árin: hausti þroskaðist fræ á 30 hektörum. Ekki er enn búið að hreinsa og því ekki vitað um uppskeru en áætla má að hún reynist um 9 lestir. Þangmjölsframleiðsla. Frantleiddar voru unt 3000 lestir af þangmjöli í þörungaverksmiðjunni á Reykhólum á móti 1550 lestum 1981 aflað var 12.300 lesta af blautu þangi og fengu bændur greiddar um 2,5 milljónir króna fyrir vinnu við þangöflun og í þangtökugjald. Kartöfluuppskeran 1982 var áætluð 130.000 tunnur á móti 106.400 tunnum 1981. Uppskeran var víða góð og annarsstaðar svo sem á Eyjafjarðarsvæð- inu sæmíleg, en þar komu frost í ágústlok í veg fyrir góða uppskeru. Gulrófnauppskera var góð og er hún áætluð um 592 lestir en árið áður brást hún að verulegu leyti. Grænmeti. Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna varð uppskera helstu grænmetistegunda held- ur minni en árið áður. Tölurnar eru að hluta áætlunartölur sem fyrr. í heild nam þessi framleiðsla unt 1350 lestum á móti 1522 lestum árið áður. nokkru ntinni en árið áður. Nú er talið að slátrað hafi verið 21.275 nautgripum á móti 25.080. 1981. Innlagt nautakjöt nam 2.221,9 lestum á móti 2.266,6 lestum 1981. Áætlað er að slátrað hafi verið 7.633 hrossum á sl. ári en 8.200 árið áður og að hrossakjöt hafi numið 837,6 lestum á móti 911,2 lestum 1981. Talið er að slátrað hafi verið 16.954 svínum og að kjöt af þcim hafi numið 947,9 lestum. Innvegin mjólk lnnvegin mjólk í mjólkursamlög fyrstu 11 mánuði ársins nam 97.061.258 I á móti 95.666.229 lítrum á sama tíma árið áður. Aukning várð því um 1.395.029 lítra eða 1,5%. Nýntjólkursala (léttmjólk og súrmjólk meðtalin) varð aðeins meiri en árið áður (42.130.449 I. á móti 41.509.006) eða scm svarar 1,5%. Rjómasala jókst nokkuð eða um 3,9%. Sala á undanrennu dróst saman sem svarar til aukningar á sölu léttmjólk- ur. En skyrsala jókst um 10,4%. Framleiðslan hefur skipst þannig: 1982 1981 1980 Tómatar 458 520 500 Gúrkur 322 395 370 Hvítkál 319 344 300 Blómkál 100 125 120 _ Gulrætur 9ó 116 140 Paprika 55 22 20 Búfjáreign og búfjárframleiðsla í ársbyrjun 1982 var búfjáreign landsmanna talin þessi 60.366 nautgrip- ir, þar af 32.769 mjólkurkýr, 794.644 sauðkindur, 52.999 hross, 1494 svín, 270.695 alifuglar, 8.275 minkar, 1910 refir. Smjörsalan dróst aðeins sarnan eða um 0,7% en á móti kom mikil aukning á sölu smjörva og jókst sala á smjörfitu samanlagt um 19.9%. Framleiðsla á ostum dróst nokkuð saman en salan innanlands jókst enn og nú um 10% og birgðir minnkuðu um 19% þó að nokkuð minna væri flutt út en áður. 1982 1981 1980 1979 1978 Köfnunarefni 15.263 14.900 15.753 15.778 15.007 Fosfór(P,02) 8.557 8.127 8.489 8.517 8.126 Kali (U20) 6.578 6.184 6.268 6.395 5.970 Loðdýraræktin Áburðarverksmiðjan framleiddi á ár- inu nál. 39.200 lestir á móti 41.600 lestum árið 1981. Áburðarverð hækkaði um nál. 60% á árinu. Uppskera og jarðargróði Samkvæmt áætlun gerðri eftir forða- skýrslum sem borist hafa varð heyfengur nokkuð svipaður og árið 1981, þurrhey hefur væntanlega orðið um 5% meira en vothey svipað. Kornrækt jókst enn verulega miðað við undanfarin ár. 30 bændur í Rangár- vatla- og Vestur-Skaftafellssýslum skáru korn af um 80 hekturum lands. Þroskun og uppskera var þó í lakara lagi að meðaltali fékkst um 1 lest af hektara. Nokkrir bændur munu hafa brugðið á það ráð að slá byggið í vothey en það er síður en svo slæmur kostur. Raö-þurrkaö fóður. Framleiddar voru 12.152 lestir af graskögglum í 5 verk- smiðjum á móti 9.986 lestum árið 1981. Fjallafóður framleiddi 120 lestir af graskökum og í Eyjafirði voru kögglaðar 535 lestir af heykögglum einnig var byrjað á slíkri framleiðslu í Húnavatns- sýslum og þar framleiddar 100 lestir. Framleiðslan skiptist þannig á verksmiðjur: „Fóður og fræ“ Gunnarsholti Stórólfsvallabúið Graskögglaverks. Flatey Fóðuriðjan Ólafsdal Brautarholtsbúið, Kjalarnesi Samkvæmt bráðabirgðayfirliti virðist aðeins hafa orðið fjölgun á nautgripum. Tala mjólkurkúa er svipuð en geldneyt- um og kvígum hefur fjölgað um 15% og kálfum um 5%. Sauðfé fækkar ca. 6-7% og er senni- lega um 750 þúsund fjár á fóðrum nú. Það, sem hér fer á eftir um framleiðslu búfjárafurða er samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Sumar tölur eru áætlaðar. Sauðfjárslátrun Slátrað var í sláturhúsum 941.676 sauðkindum, 837.648 dilkum og 104.028 kindum fullorðnum. Er þetta 56.427 dilkum færra en árið áður en 9.382 fullorðnum kindum fleira en haustið 1981 en þá var einnig fækkun á ásetningi. Meðalfall dilka reyndist 13,77 kg og er það 0,12 kg meiri þungi en haustið áður, en þá var fallþungi með lakara móti. Kindakjötsframleiðslan varð nú 13.766,5 lestir og er það 457,6 lcstum minna en árið áður (dilkakjöt varð 11.537,7 lestir, sem er 664.8 lestum Nú fyrir áramótin cru starfandi 86 loðdýrabú á landinu öllu og hafa 57 ný bú bæst við á árinu. Loðdýrabú eru nú komin í flestar sýslur landsins að undanteknum Borgarfirði, A-Barða- strandasýslu, V-Húnavatnssýslu og V- Skaftafellssýslu. Af þessum 86 loðdýrabúum eru 80 sem eingöngu eru með blárefi og 6 með bæði minka og refi. Bústofn þessara búa er um 4250 refalæður og 6500 minkalæður, eða um 50 rcfalæður og 1100 minkalæður að mcðaltali á búi. Skinnaframlciðsla ársins eru 10.500 refaskinn og 25.000 minkaskinn sem að söluverðmæti cr rúmlcga 20 milljónir króna. Árið 1982 hcfur því verið mjög farsælt fyrir loðdýraræktina í landinu. Fyrir dyrum stendur nú að skipta um minkastofn á cinu minkabúi fyrir norðan og losa búið við vírusvciki sem cr í FYRRI HLUTI stofninum. Ef þessi bústofnsskipti takast vel veður trúlega skipt unt stofn á þeim tveimur búum sem hafa sama sjúkdóm, svo landið í heild verði laust við þessa vírusveiki. Hlunnindi. Síðastliðin þrjú ár hefur Búnaðarfélag íslands beitt sér fyrir því að mciri gaumur væri gefinn nýtingu hverskonar hlunninda. Rcynt er að stuðla að þessu með leiðbeiningum, rannsóknum og markaðsöflun, t.d. fyrir silung og rckavið. Að frumkvæði Búnaðarfélags íslands voru hafnar rannsóknirá lifnaðarháttum æðarfugls cr Náttúrufræðistofnun annast. Þá hóf Rannsóknastofnun land- búnaðarins tilraunir með fóðurblöndur við eldi æðarunga, en slíkum tilraunum var einnig haldið áfram að hálfu Búnað- arfélags íslands. Hlunnindaráðunautur Búnaðarfélags Islands hcfur tekið saman cftirfarandi áætlun um helstu hlunnindaafurðir og verðmæti þeirra. Um 2000 kg af æðardún komu til sölu að útflutningsvcrðmæti um 11 milljónir króna. Áætlað er að rekinn svari til 300.000 girðingastaura að verðmæti um 7 mill- jónir króna. Er þá ótalið verðmæti sem felst í úrgangsviði og rekamori sem nú er byrjað að nota til húsahitunar, fyrir hvatningu hlunnindaráðunauts. Áætlað er að veiðst hafi um 41 þúsund laxar og hefur laxveiði þá enn dregist saman (45 þús. árið 1981). Þetta svarar þó til 150-160 lesta af laxi að verðmæti til sölu um 15 milljónir króna. Silungsvciði er hinsvegar áætluð 250- 300 lestir að vcrðmæti 9 milljónir króna. Selveiðar vegna selskinna hafa nær lagst niður og hafa kópaskinn mjög lítið komið til sölu á árinu. 1980 1981 1982 3.200 3.762 3.256 1.400 1.240 2.516 2.750 2.607 1.108 1.005 3.185 lestir 3.254 lestir 3.413 lestir 1.150 lestir 1.150 lestir Samtals Fjallafóður graskökur Heykögglar Frærækt Grasfrærækt var stunduð á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum sem fyrr og eru fræakrar stöðvarinnar bæði þar og á söndunum hjá Gunnarsholti. Á sl. 12.858 9.986 12.152 lestir 250 200 120 lestir 300 minna en 1981 og kjöt af fullorðnu 2.021,5 lestir, sem er 207,13 lestum meira en 1981). Nautgripaslátrun virðist hafa oröið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.