Tíminn - 25.01.1983, Page 1
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAD!
Þriðjudagur 25. janúar 1983
19. tölublað - 67. árgangur.
SíÖumúla 15 - Pósthólf 370 Reykjavík- Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306
i ; Iffc'
|||!|: 18
■ Risið af húsinu 79a við Aðalstræti, þar sem eldri kona og tvær dætur hennar voru staddar, þegar ósköpin riðu yfír. Verksummerkin sýna Ijóslega ægikraft skriðunnar.
Þakið færðist fulla hundrað metra og verður að telja það kraftaverk að konurnar skyldu sleppa lifandi. (Tímamynd: Róbert).
Náttúruhamfarirnar á Patreksfirði:
FERNT BEID BANA OG NÆST-
UM 30 MISST1I HEIMIU SÍN
— f járhagslegt tjón gífurlegt
■ Tvö snjó- og vatnsflóö féliu á Patreksfjarðarbæ með skömmu millibili síödegis á iaugardaginn með
þeim afleiöingum að fjórir fórust, fjórir slösuðust og 15 hús eru ýmist ónýt eða stórskemmd.
Fyrra flóðið féll úr gilinu fyrir ofan Geirseyri og reif með sér hús, sem urðu á vegi þess, og barst síöan
niður í fjöruborð. Ellefu hús eyðilögðust eða skemmdust í því flóði. Um það bU einum og hálfum tima
síðar féll annað flóð við Litludalsá og skemmdi fjögur hús. Auk þess sem neðsta hæð sláturhússins, sem
stendur við ána, fylltist af snjo.
Á milli 25 og 30 manns á
Patreksfirði eru nú heimilislausir
vegna náttúruhamfaranna
Björgunaraðgerðir hófust
strax eftir að fyrra flóðið .féll.
Björgunarsveitir staðarins ásamt
öðrum heimamönnum önnuðust
björgunarstarf en fljótlega barst
liðsauki frá nágrannabyggðum,
Bíldudal og Tálknafirði og lið
björgunarmanna hélt af stað frá
Reykjavík með varðskipinu
Ægi. Þar fyrir utan kom á
vettvang þyrla landhelgisgæsl-
unnar með sérþjálfað lið til
snjóflóðaleitar ásamt leitarhund-
um. Menn í nærsveitum Patreks-
fjarðar voru einnig.í viðbragðs-
stöðu. Alls munu liðlega 300
manns hafa tekið þátt í björgun-
arstörfum. Varðskipið Týr var
statt skammt frá Patreksfirði
þégar hörmungamar áttu sér stað
og sneri það inn til hafnar þar og
lýsti upp björgunarsvæðið að-
faranótt sunnudagsins.
Bárust hundrað
metra í risi hússins
Kraftaverki var líkast hvernig
sumt fólk slapp lifandi úr þeim
húsum sem urðu fyrir flóðunum.
Eldri kona og tvær dætur hénnar
voru staddar í risi hússins við
Aðalstræti 79a. Flóðið reif risið
af húsinu og barst það hátt í
hundrað metra með því og
hafnaði niður í fjöru. Önnur'
dóttirin kastaðist þar út úr
brakinu og lenti í fjöruborðinu.
Önnur eldri kona var stödd í
húsi að Brunnum, en þar tók
þrjú hús af. Var hún í eldhúsinu
er síminn hringdi og gekk þá
fram fyrirvegg og vissi svo ekki
af sér fyrr en í svefnherberginu.
Taldi hún að þegar snjóflóðið
skall á húsinu, hafi loftþrýstingur
verið svo mikill að hann hrein-
lega hafi feykt henni inn í
svefnherbergið, en það var eina
herbergið í húsinu sem ekki
fylltist af snjó. í næsta húsi við,
Aðalstræti 79, fórst tvennt, en
þriðji maður sem þar var komst
lífs af.
„Ekki gerst í
manna minnum“
„Það hefur ekki gerst hér í
manna minnum að snjó- eða
vatnsflóð hafi fallið á þessum
stað. í farvegi flóðsins var eitt
elsta hús bæjarins, Sunnlend-
ingahús, og því átti enginn von
á þessu,“ sagði Stefán Skarphéð-
insson, sýslumaður á Patreks-
firði í samtali við Tímann, en
hann stjórnaði björgunaraðgerð-
um.
„Strax og björgunaraðgerðir og fólk var flutt þaðan og á aðra
hófust var hlíðin lýst hættusvæði staði í bænum.
Björgunarstarfið gekk vel mið-
að við aðstæður. Að vísu háði
það okkur nokkuð að útbúnaður
til snjóflóðaleitar var nokkuð af
skornum skammti og þurftum
við þeir fyrstu að útbúa
stangir sjálfir. Petta skánaði
þegar björgunarsveitirnar tóku
að streyma hingað," sagði
Stefán.
Þau sem fórust voru Marteinn
Pétursson til heimilis að Aðal-
stræti 79 Patreksfirði, fæddur
1941. Valgerður Jónsdóttir,
móðir Marteins, til heimilis að
sama stað, fædd 1906.
Sigurbjörg Sigurðardóttir til
heimilis að Brunnum 13 Patreks-
firði, fædd 1924 og Sigrún Guð-
brandsdóttir til heimilis að
Hjöllum 2, fædd 1976.
Er komið var fram á sunnu-
dagskvöld var mesta hættan talin
liðin hjá og þá um miðnættið
voru björgunarmenn frá Reykja-
vík fluttir til síns heima með
flugvél landhelgisgæslunnar.
-FRI. -Sjó
—Sjá bls. 2-3-8-22
■ Hér má sjá hvernig
snjó- og vatnsflóðið
dreifðist yfír byggðina.