Tíminn - 25.01.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.01.1983, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983. MSam- eigin- legir hags- munir miklir” — segir Ragnar Kjartansson, formadur nýstofnaðs Sambands íslenskra ^ kaupskipaútgerða, SÍK ■ „Meðal flestra siglingaþjóða, a.m.k. þar sem ég þekki til, eru starfandi hagsmunasamtök kaupskipaút- gerða, sem hafa það verkefni að vaka yfir sameiginlegum hagsmunum, en þeir eru gífurlega miklir og starfið því talsvert umfangsmikið. Sameiginlegir hagsmunir útgerða á íslandi eru ekkert minni en annars staðar og þess vegna er í raunini furðulegt að samtök á borð við SIK skuli ekki hafa verið stofnuð fyrr,“ sagði Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips og formaður nýstofnaðs Sambands íslenskra kaupskipaútgerða. Aðild að SÍK eiga sjö útgerðir; Eimskip, Hafskip, Skipadeild Sambandsins, Skipafélagið Nes, Nesskip, Skipafélagið Víkur og Skiparekstur Gunnars Guð- jónssonar h/f. Á vegum þessara útgerða eru 45 kaupskip í siglingum og hjá þeim starfa milli 1400 og 1500 manns. - Er samkeppni mili útgerðanna úr sögunni með stofnun SÍK? „Samkeppnin verður áfram. En þrátt fyrir hana er ótal margt sem við getum gert sameiginlega - til hagsbóta fyrir alla aðila. Ýmislegt þar að lútandi er kannski of snemmt að tala um núna vegna þess hve stutt er síðan samtökin voru stofnuð. Við erum rétt að fara af stað að leita okkur að framkvæmdastjóra og húsnæði undir starfsemina o.s. frv.“ Menntunarmál sjómanna „En þó get ég sagt frá ýmsu sem hefur verið rætt í okkar hópi og mér þykir líklegt að samtökin muni í nánustu framtíð beita sér fyrir. Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að íslenskir farmenn, stýrimenn og vélstjórar, hafa afskaplega litla þekkingu á öllu sem lýtur að rekstri. Við ættum að gera kröfu til þess að menntun farmanna verði í framtíðinni þannig sniðin að hún nýtist útgerðunum sem best. Stýrimenn ættu að kunna skil á kostnaðaruppbyggingu farmflutninga, farmmeðhöndlun, dreif- ingarfræði, skipatækni, skipulagstækni, fyrirbyggjandi viðhaldi, farm- og skipa- tryggingafræðum, flutningatækni o.s.frv. Það kæmi sér líka mjög vel að vélstjórar, til viðbótar ofangreindum rekstrarfræðum, kynnu skil á olíuverð- lagningarfræði, sjálfvirkni, stýringu og ýmsu fleiru. Þessum mönnum er á hverjum degi ætlað að taka stórar ákvarðanir sem lúta að því sem ég var Þriöji ársfjórdungur 1982: Samdráttur f iðn- aðarframleiðslu 1.6 prósent — álið hefur mest áhrif ■ Iðnaðarframleiðsla dróst lftillega saman á þriðja ársfjórðungi nýliðins árs miðað við sama tíma árið 1981 samkvæmt niðurstöðum könnunar Félags íslenskra iðnrekenda og Landsambands iðnaðarmanna. Að magni til sýnir könnunin -um 1,6 prósent samdrátt, en sé álframleiðsla undanskilin, fæst á hinn bóginn 1,3 prósent aukning. Upplýsingar um framleiðslúmagn á þriðja ársfjórð- ungi miðað við annan ársfjórðung benda ekki til umtalsverðra breyt- inga. þegar á heildiria er litið. ■ Ragnar Kjartansson, formaður nýstofnaðs Sambands íslenskra kaupskipaútgerða. að rekja. Einnig tel ég að koma ætti á fleiri endurmenntunarnámskeiðum fyrir skipstjórnarmenn, eins og tíðkast í nágrannalöndum. Þá hefur verið rætt um námskeiðahald af ýmsu tagi fyrir starfsmenn útgerðanna í landi.“ Niðurgreidd erlend sam- keppni „Hvernig er búið að íslenskri kaup- skipaútgerð? „Kaupskipaútgerðin býr við verulega sérstöðu innan íslensks atvinnulífs vegna samkeppninnar, sem oft á tíðum kemur erlendis frá. Það er mikilvægt fyrir okkur að gera yfirvöldum grein fýrir þessu, því annars gætu ýmsar greinar okkar flutninga farið illa. Hættan liggur ekki í sambandi við hina hefðbundnu stykkjaflutninga. Þar stöndum við sterkir vegna þeirrar að- stöðu sem við höfum hérna heima, á ég við hafnaraðstöðu, vöruskemmur og annað slíkt. En tilfellið er,að eins og nú horfir eru vaxtarmöguleikarnir fyrst og fremst í stórflutningum, sem tengjast stóriðju. Þar standa íslenskar útgerðir ekki vel gagnvart erlendri samkeppni, sem í mörgum tilfellum er niðurgreidd af ríkisfé viðkomandi þjóða. Við þurfum að knýja á um að ná fram að minnsta kosti jafnræði með inn- lendum og erlendum útgerðum í stór- flutningum að og frá íslandi. Ella er Metár Volvo vörubifreiða á heimsmarkaði ■ „Metár varð í sölu VOLVO vöru- bifreiða á heimsmarkaði þrátt fyrir mikinn samdrátt í sölu vörubifreiða yfirleitt. VOLVO framleiddi samtals 35.000 vöru- og flutningabifreiðar árið 1982, 30.700 VOLVO og4.300 VOLVO White, segir í frétt frá Velti h/f, Volvoumboðinu á íslandi. Ennfremur segir í fréttinni að þetta sé mesta aukning framleiðslu hjá VOLVO Truck Corporation hingað til, þrátt fyrir að árið á undan hefði einnig verið metár. hætta á að við missum þessa útgerðar- grein úr landinu." Magninnkaup á olíu „Olíukostnaður er hvorki meira né minna en 20 til 40 prósent af rekstrar- kostnaði íslenskra kaupskipa, en það fer eftir því hverrar gerðar þau eru og hvaða flutninga þau stunda. Erlendir sér- fræðingar hafa staðfest þann fjárhags- lega ávinning sem liggur í magninnkaup- um, þ.e. stórum samningum. Mérfinnst liggja beint við að kanna hvort ekki á það sama við hér hjá okkur. Til dæmis ríkir gífurlegur verðmunur á smurolíum hér, mun meiri en á alþjóðlegum markaði. Á henni held ég að sé unnt að fá verulegan magnafslátt,“ sagði Ragnar. Mönnun íslenskra skipa - Því er stundum haldið fram að íslensk skip sigli með stærri áhafnir en tíðkast í nágrannalöndum? „Það eru dæmi um það að íslensk skip sigli með þrjá til fjóra skipverja umfram það sem tíðkast á sambærilegum skipum í Danmörku til dæmis. Þetta rýrir okkar samkeppnisaðstöðu mjög og ég vil láta gera á því nákvæma könnun í hverju okkar fyrirkomulag er frábrugðið fyrir- komulagi annarra þjóða. Einnig tel ég að kynna þurfi stéttarfélögum og útgerð- um sjálfvirknibúnað, sem á boðstólum er og getur haft áhrif þama.“ Ragnar nefndi ennfremur að ástæða væri fyrir íslenskar kaupskipaútgerðir til að gera könnun á því hvort ekki væri mögulegt að komast að hagstæðari tryggingasamningum um svokallaða „gagnkvæma klúbba“. Þar væri hugsan- legt að SÍK hefði forgöngu um að afla upplýsinga og koma þeim á framfæri. Loks nefndi Ragnar að frumvarpið um tollkrít, sem nú liggur fyrir Alþingi, gæti verulega dregið úr útvegun útgerð- anna á skemmuplássi, sem leigt væri út undir kostnaðarverði. -Sjó. „Rydgrandar bílum óedli- lega fIjótt ■ „Margt bendir til þess að ryð sé í flestum tilfellum aðalástæða þess að bifreiðar verði ónothæfar á óeðlilega skömntum tíma, segir í frétt frá FIB og neytendamáladeild verðlagsstofn- unar, en fréttin byggir á niðurstöðum vinnuhóps sem starfað hefur á vegum Norrænu embættismanna- nefndarinnar og fjallað sérstaklega um ryðvörn bifreiða. í niðurstöðum vinnuhópsins er þess getið, að ryðskemmdir á bifreið- um geti valdið slysum og gert það að verkum að tjón verða meiri en ella ef óhöpp henda. „Löggjöf á Norðurlöndum veitir bifreiðaeigendum ófullnægjandi vernd ef tjón verður af ryði enda koma skemmdirnar yfirleitt fyrst í ljós eftir að ábyrgðartíminn er út- runninn,-' -segir í niðurstöðum vinnuhópsins. Samkvæmt reglum, sem vinnuhóp- urinn hefur samið, er ætlast til að bifreiðaumboð skuldbindi sig gagn- vart kaupendum að veiia þriggja ára ábyrgð á ryð og lakkskemmdum á ytra borði bifreiðar og sex ára ábyrgð vegna ryðgunar í gegn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.