Tíminn - 25.01.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.01.1983, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983. Snjónóðin á Patreksfirði. Innanstokksinunir liggja eins og hráviður um allt. (Tímamynd Róbert). Gunnar Thoroddsen um snjóflóðin á Patreksfirði: EIGNATJÓNIÐ VERÐUR BÆTT ■ Fundur var haldinn í sameinuðu þingi í gær og var eitt mál á dagskrá, snjóflóð á Patreksfirði. Jón Hefgason forseti sameinaðs þings ávarpaði þing- menn og sagði: S.l. laugardag bárust þær fréttir frá Patreksfirði að þá uin daginn hcfðu fallið þar snjóflóð, sem lentu á mörgum íbúðarhúsum og sópuðu sumum þeirra burt. Ekki var þá strax vitað hversu margir menn hefðu lent undir snjóflóð- ■ Fyrstu umræðu um bráðabirgðalögin var fram haldið í neðri deild í gær. Steingrímúr Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra lagði fram breytingartillögur um að 40 millj. kr. af gengismun renni í Stofnlánasjóð fiskiskipa og að eftir- stöðvum verði ráðstafað til stuðnings útgerðinni. Breytingartillögurnar hljóða þannig: 1. 5. tl. 4. gr. orðist svo: Krónúr 40 milljónir renni í Stofnfjár- sjóð fiskiskipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiskiskipa, samkvæmt reglum sem sjávarútvegs- ráðuneytið setur, að höfðu samráði við stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og lands- samband íslenskra útvegsmanna. 2. Á eftir 5. tl. 4. gr. komi nýr liður, sem verði 6. tl., svohljóðandi: Eftirstöðvuin, ásamt vöxtum, skal ráðstafað skv. nánari ákvörðun sjávarút- vegsráðuneytisins í samráði við sjávarút- vegsnefndir Alþingis. Sjávarútvegsráðherra sagði að það framlag sem þarna er gert ráð fyrir að gangi til Stofnlánasjóðsins sé 10 millj. kr. hærra en kveðið var á um í bráðabirgðalögunum. Einnigsagði hann að nokkur afgangur væri af gengismunin- inu, en mikil hætta var talin á frekari flóðum, svo að flest hús á hættusvæðinu voru rýmd og íbúarnir fluttir á öruggari staði. í hvert sinn sem slík tíðindi berast, þá finnum við til þess, hversu vanmegnug við erum gagnvart óblíðum náttúru- öflum okkar lands en hljótum að vona og biðja að yfir okkur sé haldið verndarhendi. Björgunarstarf var þegar hafið og um sem sjávarútvegsráðuneytið ráðstaf- ar í samráði við sjávarútvegsnefndirnar. Geir Hallgrímsson flutti ’langa ræðu um bráðabirgðalögin og taldi þau ein- kennast af tveim höfuðþáttum, kaup- skerðingu og skattahækkunum, og ekki ná þeim tilgangi sínum að halda í við verðbólguna. Sighvatur Björgvinsson taldi lögunum margt til foráttu en tók ekki eins djúpt í árinni og hann hefur oft áður gert í umræðum um þau. Fundi var. frestað kl. 16.00 vegna þingflokksfunda, en var fram haldið kl. 16.00 en áður en hlé var gert á fundinunt tilkynnti deildarforseti að stefnt yrði að því að ljúka umræðunni um kvöldið og afgreiða málið til nefndar. Eins og fram hefur komið í Tímanum og víðar situr Siggeir Björnsson nú á þingi fyrir Eggert Haukdal, og hefur lýst yfir að hann sé enn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, þótt Eggert hafi sagt skilið við hana. Hefur því ríkisstjórnin og þar með frumvarpið unt efnahagsað- gerðir öruggan meirihluta í neðri deild að minnsta kosti þessa vikuna. En ekkert mælir gegn því að Siggeir sitji áfram ef Eggert het'ur ekki tök á því að koma til þings á næstunni. fjöldi manns vann að því að leita hinna týndu. Um hádegi í gær höfðu allir fundist, en fjórir þeirra voru þá látnir og nokkrir slasaðir. Slíkur atburður er mikið áfall fyrir byggðarlagið, þar sem fólk er tengt nánum böndum vensla og vináttu. Sárastur er söknuður nánustu ættingja og vipa hinna látnu. Við vottum öllu þessu fólki einlæga samúð og hluttekn- ingu. Ég bið háttvirta þingmenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra kvaddi sér hljóðs og flutti eftirfarandi ávarp: Enn einu sinni hefur íslenska þjóðin orðið fyrir þungu áfalli af völdum náttúruhamfara. Þær hörmungar sem gengu yfir Patreksfjörð um helgina, urðu á þcim slóðum og af þeirri skyndingu, að engan hafði órað fyrir. Fjölskyldum hinna látnu og Patreks- firðingum öllum vil ég votta samúð í nafni þjóðarinnar allrar og ríkisstjórnar íslands. Islenska þjóðin vill með samhjálp kappkosta að bæta tjón af slíkum áföllum eftir því sem í mannlegu valdi stendur. Lög um Viðlagatryggingu Islands með endurbótum, sem gengu í gildi um síðustu áramót, tryggja bætur fyrir verulegan hluta þess fjárhagsskaða sem orðinn er. Verði sveitarfélag fyrir óvæntu fjár- hagstjóni, svo sern vegna náttúruham- fararer heimilt að veita því aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Átakanlegastur er sá skaði, sem aldrei verður með fjármunum bættur, manns- lífin sem töpuðust, heimilin sem lögð voru í rúst. Sumt eignatjón verður heldur aldrei að fullu bætt. En stjórnvöld munu eftir megni leitast við að lina það áfall, sem þetta byggðarlag hefur orðið fyrir, og mun þá hafa hliðsjón af aðgerðum vegna snjóflóðanna í Norð- firði í desember 1974. Þorvaldur Garðar Kristjánsson mælti fyrir hönd þingmanna Vestfirðinga og þakkaði forseta samúð í garð fólksins á Patreksfirði og ríkisstjórninni og forsætisráðherra fyrir þá yfirlýsingu er hann flutti. Hann sagði að þegar svo hörmulegir atburðir gerðust eins og snjóflóðið á Patreksfirði kæmi í ljós að íslendingar eru sem ein fjölskylda og vildu bera hvers annars byrðar. Kvaðst hann þess fullviss að allt verður gert sem í mannlegu valdi stendur til að bæta þann skaða sem íbúarnir á Patreksfirði hafa orðið fyrir. Brádabirgdalög- in í nefnd — og Siggeir enri á þingi Kvikmyndir Sími7Q9O0 Salur 1 Frumsýnir nýjustu mynd Arthurs Penn Fjórir Vinir (Four Friends) V V» ItHlt lÍIII NDs Ný frábær mynd gerð af sníllingn- um Arthur Penn en hann gerði myndimar Litli Risinn og Bonnie og Clyde. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um fjóra vini sem kynnast í menntaskóla og verða óaðskiljanlegir .Arthur Penn segir: Sjáið til svona var þetta í þá daga. Aðalhlutverk: Craig Wasson, Jodi Thelen, Michael Huddleston, Jim Metzler. Handrit: Steven Tesich. Leikstjóri: Arthur Penn. Sýnd kl. 15,7.05,9.05,11.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. Salur 2 "7--------------------------- Flóttinn (Pursuit) Flóttinn er spennandi og jafnframt fyndin mynd sem sýnir hvemig J.R. Meade sleppur undan lög- reglu og fylgisveinum hennar á stórkostlegan hátt. Myndin er byggi á sannsögulegum helm- ildum. Aðalhlutverk: Robert Duvall, Treat Williams, Kathryn Harrold Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 Hækkaö verð Salur 3 Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy) f Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky Schroder og Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Cold. Sýnd kl. 5 og 7 Dularfullar sím- hringingar Spennumynd i algjörum sérflokki. Aðalhlutverk Charles During og Carol Kane. Sýnd kl. 9 og 11. Salur 4, Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins) Þeir eru sérvaldir, allir sjálfboðalið- ar svifast einskis, og eru sérþjálf- aðir. Þetta er umsögn um hina frægu SAS (Special Air Service) Þyrlu-björgunarsveit. Uðstyrkur þeirra var það eina sem hægt var. áð treysta á. Aðalhlv: Lewis Collins, Judy Davis, Richard Widmark, Robert Webber Sýnd kl. 5,7.30 og 10 Átfi. breyttan sýningartíma. Bönnuð börnum innan 14 ára. HÆKKAÐ VERÐ _________Salur 5_____________ Being There Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.